Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Framleiðsluár nýrra bfla ekki skráð í skráningarskírteini FÍB telur að aldri bfla sé leynt ,;ENGINN innflytjandi nýrra bíla á Islandi skráir lengur árgerð eða framleiðsluár í skráningarskírteini bíla sem þeir flytja inn. Sumir fram- leiðendur eru hættir að setja fram- leiðsluár í framleiðslunúmerið. Fyrir nokki-u gekk í gildi ný evr- ópsk reglugerð um skráningu bfla, sem gildir einnig hér á landi. Sam- kvæmt henni er ekki skylda að skrá árgerð eða framleiðsluár bíla, aðeins skal við skráningu framvísa sam- ræmingarvottorði (COC-vottorði) þar sem hvorki kemur fram árgerð eða framieiðsluár," segir Björn Pét- ursson hjá Félagi íslenskra bifreiða- eigenda, en hann segir marga bíleig- endur hafa leitað til FIB vegna vandkvæða sem upp hafa komið vegna þessara nýju reglna. Bogi Pálsson, formaður Bflgreina- sambandsins, segir að allar nauðsyn- legar upplýsingar um nýja bfla komi fram í evrópska samræmingarvott- orðinu COC. „Á grundvelli gildandi EES-samn- ings um að aðildarlöndum beri að ný- skrá nýjar fólksbifreiðar með sam- bærilegum hætti vai- tekin sú ákvörð- un hér á landi að hætta að krefjast árgerðarskráningar. Þó er hverjum innflytjanda frjálst að fá árgerð skráða eftir sérstökum reglum.“ Stuðlaði að óeðlilegu verðfalli „Það hefur á hinn bóginn lengi verið baráttumál innflytjenda að hætta ár- gerðarskráningu", segir Bogi. „Við teljum að hún hafi haft í för með sér óeðlilega söludreifíngu, það er óeðli- legt verðfall á bflum. Málum var þannig háttað að þegar ný árgerð kom á markaðinn féllu bflar í verði um eitt ár, jafnvel þótt nýja árgerðin væri nákvæmlega eins og sú gamla í útliti. Þetta átti jafnvel við um bíla í sömu sendingu. Hluti var framleidd- ur fyrir árgerðarbreytingu og hluti eftir. Bflarnir litu eins út en það munaði 10-12% í verði.“ Bogi segir að þetta hafi bílainn- flytjendum þótt óeðlilegt og bendir á að neytendur fái ekki upplýsingar um árgerðir þvottavéla eða hús- gagna. „Notkun hefst við sölu og einnig ábyrgðin. Því er eðlilegast að allar viðmiðanir varðandi verðmæti séu frá þeim tíma er varan er tekin í notkun.“ Bogi segir að framleiðendur breyti E-vítamín eflir varnir líkamans IMJheilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri mjög ört útliti bfla og því sé lítil hætta á að verið sé að kaupa gamla bfla sem nýja. Þegar hann er spurð- ur hvort hann viti þess dæmi að slík tilfelli hafí komið upp hér á landi segist hann hafa heyrt af einstak- lingum sem hafi fundið nokkra eftir- legubfla og selt hérlendis. „Þetta eru í mesta lagi örfáir bflar á ári sem um er að ræða en á ári er verið að flytja til landsins á bilinu 15.000-16.000 nýja bfla. I ljósi þessara upplýsinga finnst okkur ekki grundvöllur fyrir að allir skrái árgerð bílanna til að verja markaðinn fyrir því að 10-20 bflar séu kannski fluttir inn með þessum hætti. Það kostar hinn al- menna neytenda of mikið með hárri afskrift einu sinni á ári. Neytendur leyndir aldri bfla V „Við teljum að verið sé að leyna neytendur aldri bflanna sem þeir eru að kaupa,“ segir Björn. „Það er hægt að flytja til landsins nokkurra ára gamla bfla og selja þá sem nýja. Við vitum nokkur dæmi um að slíkt hafi verið gert,“ segir Björn. Hann bend- ir á að reglugerðin heimili að bfll sé skráður nýr þótt hann sé nokkurra ára gamall svo framarlega að hann sé ónotaður, þ.e. hefur ekki verið skráður hér eða í öðru landi. Hafi út- lit bflanna ekki tekið breytingum getur verið erfitt að greina aldur þeirra.“ Hann segir að FÍB hafi varað við þessum breytingum bifreiðainnflytj- enda en talað fyrir daufum eyrum yfirvalda. „Þegar þessar tilskipanir EES gengu í gildi í Svíþjóð var tekið upp að skrá framleiðsluár og mánuð í skráningarskírteini bifreiða og kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá sænsku neytendastofnuninni Konsumentverket-KO. Þar er líka bent á þýðingu þessa fyrir sölu á notuðum bflum.“ Bogi segir að árið 1990 hafi verið prófað að taka upp skráningu á framleiðsluári en segir það hafa valdið verulegum misskilningi á markaðnum og því var fallið frá slíkri skráningu eftir stuttan tíma. Hann bendir á að ef einhver vafi rísi upp um árgerð bflsins sé hægt að fínna út árgerðina í verksmiðjunúm- eri bflsins. „Við teljum að þessar upplýsingar ;séu óþarfar og trufli markaðinn. I stað þess að nú sé verðfall á bflum einu sinni á ári þeg- ar ný árgerð kemur þá afskrifast bfl- ar nú um 1.12 ársafskrifar í hverjum mánuði. Þessi breyting hefur því komið neytendum mjög til góða og það er skref aftur á bak að neita að taka þátt í þessari þróun samfélags- Morgunblaðið /Golli ins. Gjaldið er hærra en hugsanlegir vankantar á þessu kerfi.“ Hreyfing-arleysi getur skemmt bfla Þegar Bjöm er spurður hvort neytendur hafi leitað til FIB með mál af þessu tagi segir hann marga hafa leitað til þeirra. „Þeim er bent á gildandi reglugerð og einnig þann siðferðislega rétt að fá upplýsingar um uppruna og framleiðsluár þegar verið er að kaupa hlut á hundrað þúsunda eða milljónir króna. Hann segir mörg dæmi um að ef bflar seljist ekki þá safnist upp lager erlendis og hægt sé að kaupa slíka bfla á góðum kjörum. „Þetta eru kannski bflar sem hafa staðið svo mánuðum skiptir óhreyfðir. Það er mjög slæmt að láta bfl standa hreyf- ingarlausan langtímum saman.“ Hann bendir á umfjöllun í Ökuþór, blaði FÍB, þar sem m.a. kemur fram að saggi myndast í bflnum jafnt í vél sem farþegarými. Þar kemur fram að rakinn geti jafnvel skaðað við- kvæman rafbúnað í tölvubúnaði sem stýrir gangi vélarinnar. Hann hefur líka haft skaðleg áhrif á klæðningu og getur valdið ryðskemmdum. Pakkningar og fóðringar kunna að skemmast af hreyfingarleysi og gúmmíhlutir þorna og springa. I sumum tilvikum hafa bflar staðið á hafnarbakka og verið lítt varðir gegn salti frá sjó. Saltið getur skaðað málma, lakk og rafbúnað. Við hvað eru bætur miðaðar? Björn segir ennfremur að þegar upplýsingar um rétta árgerð vanti geti neytendur t.d. lent í vandræðum ef þeir ætla að kaupa svokallaða „standard" vai’ahluti í bílinn sinn. „Margir hafa orðið undrandi þeg- ar þeir fá vátryggingaskírteini fyrir nýja bílinn. Þar er árgerð skráð ári fyrr en kaupin áttu sér stað og þá vaknar spurningin við hvað bætur verða miðaðar ef altjón yrði á bfln- um.“ Ekkert sem bannar skráningu - En hvað geta neytendur gert til að komast að árgerð bfls sem þeir hyggjast kaupa? „Þeir geta krafist þess að seljand- inn skrái framleiðsluár og mánuð því það er ekkert sem bannar það. Regl- urnar heimila aðeins að sleppa megi skráningunni. Ef eitt bflaumboð ríð- ur á vaðið og gefur upp þessar upp- lýsingar þá fylgja önnur á eftir. Bfla- innflytjendur eiga ekki að komast upp með að selja eldri bfla með þess- um hætti.“ FERÐALÖG FRÁ Akranesi. Morgunblaðið/RAX Akranes Byggingasaga í útivistarbæ MEÐ því að ganga eftir Vestur- götu á Akranesi, sem er 2 km löng, geta menn lesið alla byggingasögu Islands á þessari öld,“ segir Björn S. Lárusson, atvinnu- og markaðs- fulltrúi Akraness. „Þetta er elsta sjávarpláss á landinu. Fólk getur t.d. séð gamlar minjar um sjávar- útveg niðri á Breiðunni.“ Nú á dögum er Akranes kannski þekktast fyrir frækna íþróttamenn og Björn S. Lárusson, atvinnu- og markaðsfulltrúi á Akranesi, segir að bærinn hafi á sér þá ímynd að vera útivistarbær. I samræmi við það er bærinn nú að búa sig undir að taka á móti útivistarfólki í hópi ferðamanna með því að gefa út kort af gönguleiðum í bænum og nágrenni hans. Vinsælar göngu- og hlaupaleiðir eru m.a. á Langa- sandi, Garðalundi, í grennd við Akranesvita, „og svo er það Akra- fjallið“, segir Björn. Þá leita golfiðkendur mikið á golfvöllinn á Akranesi. Bjöm segir ennfremur að marg- ir ferðamenn virði líka fyrir sér nýja steinasafnið, sem er líka safn um Hvalfjarðargöngin. Göngin hafa fært Akranes nær hringiðu ferðaþjónustunnar hér á landi. „Nú koma hingað á hverjum degi rútur með hópa í óvissuferðir, sauma- klúbba, starfsmannahópa og fleira," segh' Björn. Okuferð um Rangárþing Morgunblaðið/Árni Sæberg FERÐAMENN á Sprengisandsleið. HÉR fer á eftir tillaga frá Óla Má Aronssyni, ferðamálafulltrúa í Rangárþingi, að 70 km skoðunarferð um hérað- ið: Ekið er til norðurs við Landvegamót, sem eru 11 km austan við Þjórs- árbrú. Eftir um 7 km akstur er komið að Laugalandi, menningar- miðstöð í Holtum, þar sem rekið er sumarhótel, íþróttahús, sundlaug og tjaldstæði. Laugaland er skólasetur svæðisins á vetrum. I nágrenni Laugalands er heitt vatn í jörðu, þar eru helstu vatnslindir Hitaveitu Rangæinga. Rétt norðan Laugalands er Mar- teinstunga sem er kirkjustaður. Þegar komið er enn norðar er kom- ið að vegamótum til hægri sem er Árbæjarvegur, þar er hægt að fara niður á Suðurlandsveg rétt vestan við Hellu. Á þein-i leið er Austvaðs- holt, gisti- og ferðaþjónusta, þaðan sem farnar eru reglulega ferðir á hestum inn á hálendið í nágrenni Heklu. Ef áfram er haldið til norð- urs, 20 km frá hringveginum er komið að Brúarlundi, félagsheimili Landmanna. Þar er sýning á sumr- in um eldfjallið Heklu og nágrenni þess. Þar er einnig kaffisala og list- sýningar á ferðamannatíma. Frá þessu svæði sést mjög vel til Heklu. Áfram er ekið til norðurs að Skarðsfjalli og Skarði, sem er mik- ið stórbýli að fornu og nýju. Þar stendur Skarðskirkja. Komið er að Leirubakka 5 km norðar, þar sem undanfarin ár hefur verið að byggj- ast upp öflug ferðaþjónusta. Þar er gistiaðstaða, söluskáli gufubað og heitir pottar, reiðhöll, hestaleiga, tjaldstæði, sönghús o.fl. Bærinn Galtalækur er rétt ofan við Leirubakka, þar fást veiðileyfi í Tangavatn, þar sem er sleppt eldis- fiski. Galtalækjarskógur er 35 km frá Suðurlandsvegi. Þar við rætur Heklu eru ótal skemmtilegar gönguleiðir og útivistarsvæði. Sé haldið áfram norður Landveg nr. 26, er hægt að fara inn að Dómadalsleið eða áfram að virkj- anasvæðinu við Sigöldu og Hraun- eyjafoss, áleiðis í Veiðivötn eða inn á Sprengisandsleið, þar sem rekin er ferðaþjónusta að Versölum. Einnig má fara til baka niður Hreppa og Skeið frá Hrauneyjum. I Hrauneyjum er hálendismiðstöð með gisti-, veitinga- og bensínsölu. Frá Landvegi er einnig hægt að fara yfir á Rangárvelli á brú yfir Ytri Rangá, 1 km innan við Galta- lækjarskóg og þaðan niður á Suð- urlandsveg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.