Morgunblaðið - 20.07.1999, Side 28

Morgunblaðið - 20.07.1999, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Strákar tali við stráka og stelpur við stelpur Fjárfesting í kynheilbrigði ungs fólks tryggir mannréttindi þess og gagnast ein- staklingunum jafnt sem samfélaginu öllu, nú sem og á næstu öld. Kristín Astgeirs- dóttir sat fund Evrópusamtaka um kyn- heilbrigði en þar var m.a. fjallað um ástandið í Kosovo og nágrenni. FLESTIR núlifandi íslendingar þurfa ekki að fara langt aftur í ætt- ir til að finna dæmi um forfeður og formæður sem áttu fjölda barna. Lengst af 19. öldinni var mæðra- og barnadauði afar mikill hér á landi. Undir lok aldarinnar hófu læknar, ljósmæður og konur í kvenfélögunum að fræða fólk um þrifnað, sjúkdóma og meðferð ung- bama. Starf þeirra varð til þess að dánartíðnin lækkaði ört, jafnhliða batnandi lífskjörum. Það var á fyrstu áratugum þess- arar aldar sem umræður um tak- markanir barneigna hófust fyrir al- vöru úti í hinum stóra heimi. Þegar sífellt fleiri böm komust á legg, varð þörfin meiri fyrir að geta tak- markað barnafjöldann. Um 1880 hófu Frakkar framleiðslu á gúmmí- smokkum og gúmmíhettum, en notkun þeirra breiddist hægt út, einfaldlega vegna þess að það var mjög víða skilgreint sem ósiðlegt athæfi og bannað með lögum að fræða fólk um aðferðir til að tak- marka bameignir. Miklar deilur urðu um réttmæti takmarkana barneigna bæði innan kvenrétt- indahreyfingarinnar sem kirkju- deilda. Innan verkalýðshreyfingar- innar í Evrópu, sem var í örum vexti í upphafi aldarinnar, var hart deilt um bameignir. Rökin vora annars vegar þau að það þyrfti að fjölga verkalýðnum þannig að hann gæti tekið völdin, hins vegar að fátt myndi bæta meira kjör, heilsu kvenna og létta oki af körlum, en færri börn. Handtökur og fangelsanir Frægasti framherji takmarkana barneigna var hjúkranar- og kven- réttindakonan Margaret Sanger. Hún fæddist í New York-ríki 1879 og lést 1966. Hún var af írsku bergi brotin og horfði upp á móður sína veslast upp eftir að hafa orðið barnshafandi 18 sinnum og fætt 11 lifandi böm. Sem hjúkrunarkona á áranum fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina varð hún vitni að því hvernig konur misstu heilsuna vegna strits og barneigna og sannfærðist um nauðsyn þess að kenna fólki að tak- marka barneignir. Hún skrifaði greinar, gaf út blað og stóð á götu- hornum og dreifði bæklingum ásamt fleira fólki, auk þess að vinna að fræðslu á læknastofum. Hún var handtekin og fékk á sig dóma en hélt ótrauð áfram. Hún eignaðist sífellt fleiri stuðnings- menn og ferðaðist til Evrópu til að forðast réttvísina og til að ná tengslum við þá sem vora sama sinnis. Hugmyndir hennar náðu æ meiri hljómgranni og smám saman tókst að fá lögum breytt. Hún stofnaði formleg samtök, The American Birth Control League, sem síðar varð að samtökunum Planed Parenthood Federation of America. Nú undir aldarlok starfa þau samtök sem Margaret Sanger lagði Sýnishorn af þjónustu- 'og framleiðslufyrirtækjum Lítil silkiprentun sem fæstfyrir lítið. Mikil verkefni fylgja með bónstöð á góðum stað. Framleiðsla á plastböndum. Góðurtækjakostur. Fram- leiðsla á vönduðum inniskóm. Framleiðsla á myndböndum og tónbönd- um. Sælgætisframleiðsla. Framleiðsla úr keramiki. Heimabakstur með gott sölukerfi. Auglýsingastofa með föst og góð viðskiptasambönd. Glæsileg líkamsræktarstöð á besta stað. Skipasala. Kvótasala. Fasteignasala. Góð bílasala vel staðsett. Framleiðslufyrirtæki fyrir trésmið eða laghentan sem gefur góðar tekjur. Framköllunarfyrirtæki með öllu og mikið að gera. Eitt mesta söluúrval landsins af fyrirtækjum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRIMSSON. ÍSLENSKU fulltrúarnir, greinarhöfundurinn Kristín Ástgeirsdóttir og Sóley Bender, að kvöldi 17. júní. granninn að í 160 löndum og era þau önnur stærstu sjáflboðaliða- samtök í heiminum. Aðeins Rauði krossinn er stærri. A alþjóðavísu heita samtökin International Pla- ned Parenthood Federation (IPPF), en aðildarfélag þeirra á ís- landi heitir Fræslusamtök um kyn- líf og barneignir, stofnað 1992. Al- þjóðasamtökin hafa haft mikil áhrif á umræðu síðustu áratuga um barneignir, kynheilbrigði og þann hluta mannréttinda sem snýr að rétti fólks, einkum kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Samtök ein- stakra landa reka fræðslumið- stöðvar og heilsugæslustöðvar, gef- in era út rit og búin til myndbönd. Alþjóðasamtökin veita fátækum ríkjum mikla aðstoð og veitt er neyðarhjálp þegar á þarf að halda. Réttur einstaklinganna Um þessar mundir er mikið rætt um notkun neyðargetnaðarvama, sem lengi hefur verið eitt best varðveitta leyndarmál læknavís- indanna og haldið frá konum í fjölda landa, þar á meðal hér á landi um árabil. Þá fer fram mikil umræða um fóstureyðingar sem enn era ólöglegar víða um heim, t.d. á írlandi, sem leiðir til þess að þær eru framkvæmdar við óviðun- andi aðstæður og leiða oft af sér sýkingar og dauða. Hvers kyns fræðsla, sérstaklega til barna og unglinga, er sífellt á dagskrá og síðast en ekki síst réttur og ábyrgð einstaklinganna, andspænis valda- stofnunum eins og kaþólsku kirkj- unni, strangtrúarmúslimum og rík- isstjómum sem vilja stjóma lífi þegnanna í hvívetna. Rétt eins og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa áherslur breyst á undanförn- um áratugum. Áður fyrr var beitt stórtækum aðferðum eins og að gera fólk í heilu þorpunum ófrjótt. Nú er áhersla lögð á rétt á einstak- lingana, heilsu þeirra og félagslega stöðu, einkum þó kvenna. IPPF hafði mikil áhrif á samþykktir Sameinuðu þjóðanna á mannfjölda- ráðstefnunni í Kairó 1994 og það var þáverandi forseti samtakanna, læknirinn Fred Sai frá Ghana, sem leiddi þá umræðu. Þar varð niður- staðan að besta leiðin til að draga úr mannfjölgun í heiminum væri að bæta stöðu kvenna, fræða þær og mennta og veita þeim tækifæri til jafns við karla. Þi'átt fyrir hálfrar aldar starf eru þau vandamál sem snúa að kynheilbrigði fólks yfirþyrmandi. Enn er mæðra- og barnadauði mik- ill víða um heim og fer nú vaxandi í austurhluta Evrópu eftir efnahags- legt hran. Fræðsla er víða af skornum skammti og heilsugæsla í molum. Kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum sem og hvers kyns misnotkun er alþjóðlegt vandamál. Kynsjúkdómar era mjög alvarlegur vágestur, ekki síst alnæmi, sem enn breiðist hratt út í löndum Afríku og Asíu. Réttur fólks til að velja sér maka, tak- marka barneignir og ráða kynlífi sínu er víða takmarkaður af lögum og hefðum. I stóram hluta heims er ekki viðurkennt opinberlega að fólk geti haft mismunandi kyn- hneigð. Á sama tíma er bullandi vændi kvenna, karla og barna og sala á fólki til kynlífsþrælkunar lát- ið viðgangast. Evrópufundur í Noregi Evrópudeild IPPF er einhver sú öflugasta í heiminum og lætur mik- ið af mörkum til alþjóðastarfsins. Sjónir hafa þó verið að beinast í æ ríkara mæli að ástandinu í eigin álfu, annars vegar vegna þeirrar stefnubreytingar sem orðið hefur, hins vegar vegna ástandsins í Austur-Evrópu og átakanna á Balkanskaga. Það er víða pottur brotinn í Evrópu. I júnímánuði sl. var boðað til ársfundar Evrópudeildarinnar til þess að fara yfir stöðu mála og til að undirbúa starf samtakanna á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Kairó +6 sem haldin var í New York 30. júní til 2. júlí. Þar var rætt hvað gerst hefði varðandi kynheilbrigði og mannfjöldaþróun á þeim fimm áram sem liðin era frá fyrrnefndri Kairóráðstefnu sem þótti afar merk, ekki síst í röðum kvenréttindakvenna og þeirra sem vinna að kynheilbrigði. Evrópufundurinn var haldinn á einu elsta hóteli Noregs, Sundvold, sem er rétt utan við Osló. Hluti af hótelinu er miðaldabygging og allt bar þess vott að vandað hefur verið til víða. Fulltrúar Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir voru und- irrituð og Sóley Bender, lektor í hjúkrunarfræði og formaður ís- lensku samtakanna. Fulltrúar flestra Evrópulanda vora mættir, en aðildarríkjum samtakanna fjölgar jafnt og þétt eftir því sem frjálsum félagasamtökum í austur- hluta álfunnar vex fiskur um hrygg. Athyglin beinist að strákunum Við upphaf fundarins greindi fulltrúi frá heilbrigðisráðuneytinu í Noregi frá því sem gert hefur verið til að efla kynheilbrigði þar í landi. Reyndar er nokkuð sérkennileg staða uppi í Noregi. Um áratuga skeið hafa sósíaldemókratar ráðið þar lögum og lofum og mótað alla stefnu. Stjórnkerfið allt er undir- lagt af krötum. Nú ber svo við að í landinu situr stjórn kristilegra og annarra miðju og hægri flokka, sem hefur um margt aðrar skoðan- ir en kratar. Það hefur m.a. komið í ljós í afstöðu til kynheilbrigðis. Flokkur kristilegra hefur óttast að með aukinni fræðslu væri verið að hvetja ungt fólk til að hefja kynlíf sem fyrst. Það er auðvitað ekki ætlunin, heldur miklu fremur að koma í veg fyrir slys og kynsjúk- dóma, sem og að kenna bæði strák- um og stelpum að velja, virða og vita. Um þessar mundir er varið um 100 millj. ísl. kr. í sérstakt verkefni sem standa á yfir í fjögur ár og beinist að unglingum á aldr- inum 14-19 ára, sérstaklega til að draga úr óvelkomnum þungunum og kynsjúkdómum. Þau sem vinna að verkefninu hafa einsett sér að setja allt sitt mál fram á jákvæðan hátt og lykilorðin era: að njóta með ábyrgð og lærið að velja. Ymislegt hefur komið í ljós í Noregi við nán- ari skoðun. Notkun pillunnar með- al ungra stúlkna er ekki eins mikil og talið var sem hefur vakið spum- ingar um hvaða ráðgjöf þær fá og hvort ranghugmyndir séu á ferð um áhrif pillunnar svo sem um ófrjósemi. Fulltrúinn úr heilbrigð- isráðuneytinu sagði að þau hefðu haldið að fræðsla þeirra væri alveg hlutlaus hvað varðar kynin, en ann- að hefði komið í ljós. Áróðurinn miðaðist nánast eingöngu við stúlk- ur. Hverjir þurfa að sýna meiri ábyrgð? Eru það ekki strákarnir? Nýtt fræðsluefni var útbúið fyrir strákana, sem byggist á þeirri hug- mynd að það þurfi að veita þeim aðrar upplýsingar og beita öðrum aðferðum til að ná til þeirra. Strák- ar eiga að tala .við stráka. Gefinn var út tölvudiskur fyrir strákana sem heitir Manndómsraunin. Sér- stök síða var sett upp á Netinu fyr- ir strákana sem og upplýsingasími. Komið hefur í ljós að tvö til þrjú þúsund manns skoða upplýsinga- síðuna í viku hverri og um 50.000 strákar hafa hringt í símann á ári. Það var greinilega mikil þörf fyrir ráðgjöf og upplýsingar. Ráðuneyt- ið hefur skipulagt fræðslu fyrir yngri skólabörn í æskulýðsmið- stöðvum bæjanna. Þess má geta að í Noregi, rétt eins og í Finnlandi, hefur dregið stöðugt úr fóstureyð- ingum eftir því sem fræðslan er efld. Fóstureyðingar og flóttakonur Eftir öll formsatriði eins og skýrslur og könnun á nýjum aðild- ai'löndum gerðist tvennt sem ég vil gera að umtalsefni. Annars vegar bað einn af fulltrúum írlands, lög- fræðingur Evrópudeildarinnar um árabil, um hugmyndfræðilega að- stoð í deilunum á Irlandi um fóst-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.