Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 43> BJÖRG GUNNARSDÓTTIR + Björg Gunnars- dóttir fæddist á Húsavík hinn 11. janúar 1939. Hún lést á heimili sínu, Sæbólsbraut 47 í Kópavogi, hinn 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Málfríður Jónsdóttir og Gunn- ar Maríusson. Björg var fimmta í röð tólf systkina og lifa þau hana öll. Þau eru: 1) Sigurhanna, f. 21.12. 1932, gift Jóni Einari KQartarsyni, búsett á Læk í Ölfusi. 2) Jón Berg- mann, f. 31.8. 1934, kvæntist Ásu Jóhannesdóttur, sem nú er látin, og er í sambúð með Guð- rúnu Mánadóttur, búsett á Húsavík. 3) Helga, f. 16.10. 1935, gift Bjarna Siguróla Jak- obssyni, búsett á Húsavík. 4) Hlaðgerður, f. 27.10. 1936, gift Gunnari Halldórssyni, sem nú er látinn, búsett á Húsavík. 5) Maríus, f. 13.12. 1939, kvæntur Erlu Jóhannsdóttur, búsett í Sandgerði. 6) Guðrún Matthild- ur, f. 1.2. 1941, gift Gunnsteini Sæþórssyni, búsett í Prest- hvammi í Aðaldal. 7) Sigurlaug, f. 1.10. 1943, gift Davíð Eyr- bekk, búsett í Keflavík. 8) Vig- dís, f. 21.12. 1944, gift Guð- mundi Bjarnasyni, búsett í Reykjavík. 9) Inga Kristín, f. Elsku mamma. Með fátæklegum orðum langar okkur dætur þínar að þakka þér samfylgdina í þeirri full- vissu að við munum hittast á ný síð- ar. Þá efumst við ekki um að þú verðir búin að útbúa okkur fallegan samastað, eins og þér er lagið með smekkvísi og af myndarskap. Með orðunum einum saman náum við ekki að lýsa þeim tilfmningum, sem við berum til þín. Þú hefur alltaf verið svo stór hluti af okkar lífi að við getum vart ímyndað okkur til- veruna án þín enda erum við nú ekki aðeins að sjá á eftir þér sem móður heldur ekki síður sem okkar mestu og bestu vinkonu í gegnum tíðina. Velferð fjölskyldunnar var þitt helsta áhugamál og alltaf vildir þú hafa okkur nærri. Þegar hugsað er til uppvaxtaráranna norður á Húsavík, var alltaf sól hátt á lofti. Þú varst alltaf að skipuleggja eitt- hvað spennandi fyrir okkur og tókst frumkvæði. Þegar þér datt eitthvað sniðugt í hug, varð ekki auðveldlega aftur snúið. Hvers kyns ræktun var þér leikur einn, hvort sem um var að ræða fallega garðinn þinn eða samband við vini og ættingja. Barnabörnin þín, Ingvar Þór, Marta Björg og Halldóra, sem nú sakna skemmtilegrar ömmu, hafa einnig misst mikið, en þau mega líka þakka fyrir þann tíma, sem þau nutu samvista við þig. Sárt er til þess að hugsa að nýfæddu tví- buramir, Andri Þór og Sandra Rún, eiga ekki eftir að fara í fleiri ömmu- heimsóknir á Sæbólsbrautina. Erfitt er að sætta sig við þá stað- reynd að saman eigum við ekki eftir að setjast niður yfir kaffibollaspjalli og við eigum heldur ekki eftir að fara saman til paradísareyjunnar okkar Flateyjai- á Skjálfanda, veiða silung, fara í göngutúra, taka spil, fara í útilegur eða syngja saman með harmonikuspili pabba. Kraftur, dugnaður, smekkvísi, myndarskapur, glaðværð, ósérhlífni og vinsældir eru allt hugtök, sem okkur detta í hug þegar við hugsum um þig. Þú hefur alla tið verið hetja í okkar huga, ekki síst síðastliðna fjórtán mánuði sem þú glímdir við illvígan sjúkdóm, sem að lokum hafði betur. Samt er þessi árstími ekki alveg réttur fyrir þig því þú varst vön að springa út á vorin og blómstra á sumrin líkt og öll fallegu blómin í garðinum þínum. Þetta vorið bar svo við að stilkurinn var veikur fyrir og blöðin föl. A undan- 8.9. 1946, gift Bald- vin Jónssyni, búsett í Reykjavík. 10) Bene- dikt, f. 4.1. 1948, kvæntur Guðbjörgu Bjarnadóttur, búsett í Sandgerði. 11) Há- kon, f. 23.5. 1949, kvæntur Snæfríði Njálsdóttur, búsett í Árbót í Aðaldal. Hinn 10. septem- ber 1961 giftist Björg Ingvari Hólm- geirssyni frá Flatey á Skjálfanda, f. 15.6. 1936. Foreldrar Ingvars eru Hólmgeir Árnason, f. 27.3. 1910, d. 10.2. 1987, frá Knarrareyri á Flateyjardal og Sigríður Sigurbjörnsdóttir, f. 24.1. 1913, frá Vargsnesi í Ljósavatnshreppi. Dætur Bjargar og Ingvars eru 1) Jóhanna, f. 26.6. 1961, í sam- búð með Grétari Þór Friðriks- syni, f. 16.6. 1959, frá Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Börn þeirra eru tvíburarnir Andri Þór og Sandra Rún, f. 15.11. 1998, en áður átti Jóhanna son- inn Ingvar Þór Kale, f. 8.12. 1983. 2) Sigríður, f. 15.5. 1965, gift Hermanni Einarssyni, f. 10.3. 1963, frá Siglufirði. Dætur þeirra eru Marta Björg, f. 4.9. 1988, og Halldóra, f. 22.1. 1996. Útför Bjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. förnum vikum hafa þau fallið eitt af öðru þar til lífið fjaraði út. Við huggum okkur við að hafa fengið tækifæri til að veita þér stuðning á þessum erfiðu tímum með því að hjúkra þér heima þar til yfir lauk. Elsku pabbi, þinn missir er mik- ill. Nú syrgir einnig stór systkina- hópur, fjölmenn ætt og fjöldi vina. Við biðjum Guð um stuðning í þess- ari miklu sorg. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefir unnið verkin sin. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hve allt er beiskt og brotið, burt er vikur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna og þola það var aUtaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr Qarlægðinni, íylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þin, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Kveðja frá dætrum, Jóhanna og Sigríður. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í stóran systkinahóp, sem all- ur komst á legg í Marahúsi (Árgötu 8) á Húsavík. Undarlegt er til þess að hugsa að kraftmesta systkinið skuli verða fyrst til þess að kveðja. Við fjölskyldan, foreldrar og tólf systkini, fengum lengi að njóta sam- vista hvert við annað þar sem for- eldrar okkar náðu háum aldri, en eins og gjarnan gerist í stórum fjöl- skyldum, eru tengsl mismikil og sterk milli fjölskyldumeðlima. Bogga systir, sem var sú fimmta í systkinaröðinni, var mikill drif- kraftur og ekki síst kom það í ljós þegar ákveðið var að. gera „andlits- lyftingu" á æskuheimilinu Marahúsi fyrir nokkrum árum. Að sama skapi átti hún það til að mæta fyrirvara- laust þar sem hún taldi að aðstoð vantaði við eitt og annað. Elsku Bogga, ég þakka af heilum hug samfylgdina í gegnum árin. Guð geymi þig. Þín systir, Inga Kristín. Björg Gunnarsdóttir, móðursyst- ir mín, er látin. Hún var í miðið í stórum systkinahópi, fædd og upp- alin á Húsavík þar sem hún bjó ásamt eiginmanni til ársins 1992. Þá fluttust þau í Kópavog þar sem hún lést 13. júlí. Eftir að ég og fjöl- skylda mín fluttum suður árið 1977 var það ekki síst Boggu að þakka að okkur tókst að halda góðum tengsl- um við staðinn og fólkið þar. Minningamar streyma fram og ég sé fyrir mér fallega heimilið hennar á Laugarbrekkunni þar sem ég var ávallt velkomin. Háaloftið þar sem okkur stelpunum var leyft að hoppa um á sjóbelgjum, stofan þar sem við áttum að æfa okkur á píanóið, eld- húsið þar sem allt var rætt milli himins og jarðar og síðast en ekki síst búrið þar sem maður var aldrei svikinn af baukum fullum af bestu kleinum, ástarpungum og steikta- brauði sem fyrirfundust. Einnig úti- legur í Presthvammsdal, kríueggja- leit í Flatey og siglingar um Skjálf- andaflóa. Eg man daginn sem hún leyfði okkur að gera bú í geymslunni undir stiganum. Þegar við höfðum komið okkur vel fyrir og fannst til- valið að neita krökkunum í hverfinu að vera með, vorum við snarlega sviptar búseturéttinum og geymslan aftur tekin undir garðáhöld. Já, manni var kennt að deila með öðrum og það var engrar miskunnar að vænta ef ekki var farið að reglunum. Bogga var mikill dugnaðarforkur, eftirsótt til vinnu og tókst á ein- hvem undraverðan hátt að vinna verkin sín þannig að við skildum aldrei hvenær hún gerði hlutina. Alltaf búin að öllu áður en maður náði að snúa sér við. Bogga var glæsileg kona. Hún vildi ekki verða öðrum háð. Það hentaði ekki hennar persónuleika. Kannski getum við notað það okkur tU huggunar nú þegar við söknum svo sárt. Við töluðum síðast saman á þjóð- hátíðardaginn 17. júní. Hún bauð mér að sjálfsögðu í kaffi næst þegar ég kæmi heim tU Islands. Eg gat aðeins óskað þess að ég hefði verið komin tU ykkar allra. Elsku Ingvar, Jóhanna, Sigga og fjölskyldur, við systumar, Bína, Ama og Silja Rún vottum ykkur dýpstu samúð. Arna Guðmundsdóttir, Iowa. Það er skrýtið að hugsa tU þess að hún Bogga móðursystir okkar sé dá- in. Við fráfall hennar leitar hugur okkar systra aftur tU bemsku þegar við vomm litlar stelpur og sumarið kom. Þá var það fastur punktur í tU- vem okkar að fara norður tU Húsa- víkur og heimsækja ömmu og afa í Marahúsi og systkini mömmu. Und- antekningarlaust var gist í Laugar- brekkunni hjá Boggu frænku. Okkur fannst auðvitað í þá daga sem ferða- lagið norður, frá Keflavík tU Húsa- víkur, sem þá var dagleið, ætlaði aldrei að taka enda en spennan og tUhlökkunin að komast á áfangastað hélt okkur gangandi og þegar rennt var í hlað að Laugarbrekku 20 var rifist um að fá að opna jámhliðið inn í garðinn. Það var eins og að opna hlið inn í ævintýraland, garðurinn svo óskaplega fallegur með háu trjánum og svo vel hirtur, hann bar handbragð Boggu frænku svo aug- ljóslega merki, dugnaðurinn og ki-afturinn var engu lUíur. Það þarf heldur ekki að spyrja um móttök- umar, búið að finna svefnpláss fyrir hvem og einn og auðvitað beið mjólk á borðum ásamt steiktu brauði og kleinum - þetta var fastur liður, hún Bogga bakaði það besta steikta brauð sem til var. Margt var brallað og margs er að minnast. Fyrir fáum kvöldum hittumst við systur ásamt frænkum okkar sem nú hafa misst ástkæra móður sína. Vora þar rifjað- ar upp margar skemmtilegar sögur af vera okkar á Húsavík. Við látum því indælar minningar ylja okkur um ókomna tíð. Eftir að Bogga og Ingvar fluttu suður í Kópavoginn sáum við auð- vitað meira af frænku okkar þar sem ferðum norður til Húsavíkur hafði einnig farið fækkandi síðustu árin samhliða því sem við fullorðn- uðumst. Þá þótti okkur systram nauðsynlegt að koma við í bama- deildinni í Hagkaup og heilsa upp á frænku okkar þegar leið lá í Kringl- una. Hún var ævinlega svo glöð að sjá okkur og þurfti að sýna okkur það nýjasta á börnin, fylgjast með þeim og spyrja frétta. Þannig var Bogga fi-ænka. Fráfall Boggu var ótímabært, hún sem var nýorðin sextug og átti svo margt eftir og mikið að lifa fyr- ir. Hún barðist hetjulega við þann sjúkdóm sem svo dró hana til dauða, hún ætlaði aldrei að gefast upp, en á mjög raunsæjan hátt gerði hún sér grein fyrir stöðu mála og tók þeim tíðindum að hún yrði að láta í minni pokann af einstöku æðraleysi. Á þessum tímapunkti þegar skarð er höggvið í svo stóran systkinahóp verðum við að viður- kenna hversu lánsöm við höfum ver- ið í tímans rás að systkinin ellefu skuli lifa systur sína. Mikill er miss- irinn fyrir þau og ekki síst fyrir dætur Boggu, þær Jóhönnu og Siggu, sem hafa ekki eingöngu misst ástkæra móður heldur einnig góða vinkonu. Við systur viljum votta Ingvari, Jóhönnu, Siggu og fjölskyldum þeirra, svo og systkinum og ástvin- um öllum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Boggu frænku. Megi hún hvíla í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kolbrún, Ester og Magnea Davíðsdætur. Til grafar er borinn í dag einstak- ur nágranni. Við, fjölskyldan á Sæbólsbraut 36 kynntumst Boggu og Ingvari fljót- lega eftir að þau fluttust í sitt hús. Alla tíð síðan hefur haldist góð vin- átta sem hefur eflst með tímanum. Vinátta er um margt skrítið hugtak. Vinátta er tenging við fólk sem stundum er erfitt að skýra. Slík tenging var við Boggu og Ingvar. Bogga var á margan hátt einstök. Hún var hlýleg persóna, var annt um sitt fólk sem og samferðamenn, vildi fegra allt í kringum sig og láta gott af sér leiða. Heimilið bar vott um smekkvísi. Sama var um garð- inn. Ófáar era þær stundir sem skipst var á skoðunum um garðinn enda var Bogga á heimaslóðum þeg- ar kom að garðinum. Við leituðum gjaman til hennar á vorin og sumr- in til að afla fróðleiks og ráða um eigin garðverk. Við fylgdumst með veikindum Boggu. Stundum virtist sem ekkert væri að fylgjast með þar sem hún bar sig ávallt jafnvel, reisnin og mildin enn á sínum stað. Hlýlegt brosið er í hugskoti okkar ennþá. Bogga beitti gleðinni til að vinna gegn sínum sjúkdómi sem endan- lega hafði sigur en eins og segir í bók Laxness, Bam náttúrunnai-: „Sá sem hefur fundið gleðina, hina sönnu lífsgleði, hann er á veginum til guðs.“ Með þessum fáu orðum kveðjum við Boggu með þakklæti í huga fyrir að fá að vera samferðamenn hennar í þessu lífi. Guð gæti hennar á nýj- um slóðum. Ingvari, börnum og að- standendum vottum við okkar inni- legustu hluttekningu. Fjölskyldan á Sæbólsbraut 36. SiómabóðÍD öatsSshom v/ Possvogskii*kjugcu*ð Sími: 554 0500 Persónuteg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Kjossar á [eiði ‘Ryðfrítt stáC - varanCegt efni ‘Krossamir em framkiddir úr hvítíiúðuðu, ryðfríu stáCi. Kíinnisvarði sem endist um ókpnuia tíð. SóOq-oss (táfqiar eiCíft (f). Síæð 100 smjtájörðu. öiefðbundinn kross m/munstruðum etidutn. díæð 100 smfrájörðu. díringið í síma 4311075 og fáið (itabceffing. BLIKKVERKsf. Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax431 1076 I j f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.