Morgunblaðið - 20.07.1999, Side 45

Morgunblaðið - 20.07.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 45^ Dagbók lögreglunnar Mikill erill vegna ölvunar helgina 16.-19. júlí 1999 MIKILL erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina vegna ölvunar og ýmislegs annars en bókuð voru 620 verkefni í dagbólc lögreglunnar um helgina. Of mikið var um hraðakstur um helgina en 53 voru stöðvaðir þess vegna. Þá var tilkynnt um 19 innbrot og var nokkur hluti þeirra í bifreiðir. Tilkynnt var um fjöldaslagsmál við hús í austurborginni aðfaranótt sunnudags og þá lagði lögregla mikla vinnu í að leita að tveimur stroku- föngum frá Litla-Hrauni. Þeir fund- ust í heimahúsi í Reykjavík á sunnu- dagskvöld. Þá voru sextán teknir fyr- ir meinta ölvun við akstur. Aðfaranótt laugai-dags valt bifreið á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Ekki urðu slys á fólki en ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Mjög mikil umferð var um Vesturlandsveg áleiðis til borgarinnar síðdegis á sunnudag og nokkrar tafir urðu. Slys og líkamsmeiðingar Kona fótbrotnaði í Lækjargötu að- faranótt laugardags og var flutt á slysadeild. Þá slasaðist maður á hót- eli er hann rann til í bleytu í eidhúsi og hlaut skurð á augabrún. Tilkynnt var um fjöldaslagsmál við hús í austurborginni aðfaranótt sunnudags. Þar reyndust tveir menn vera að slást og var annar fluttur á slysadeild en hinn vildi sjá um sig sjálfur. A föstudagskvöld sprakk gos- drykkjatæki framan í dreng í heima- húsi. Hann hlaut áverka á vör og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Annar drengur féll niður um hlera og niður á teppalagt gólf fyrir neðan. Hann fékk höfuðhögg og var fluttur á slysadeild. Urðu fyrir skoti úr loftbyssu Tveir ungir piltar skutu úr loft- byssu á aðra tvo og fékk annar pilt- anna skot í læri og háls en hinn í nef- ið um sentímetra frá auganu. Ekki var um alvarlega áverka að ræða en óvíst er hvað hefði gerst ef skotið hefði lent í auganu. Svona tilfelli koma upp öðru hvoru og virðist fólk ekki átta sig á því að loftbyssur eru ekki leikföng og alfarið bannaðar fyrir aðra en þá sem hafa fyrir þeim sérstakt leyfi. Á sunnudag féll drengur niður af bílskúrsþaki við Rauðalæk. Hann kenndi til eymsla í baki og hendi og var fluttur á slysadeild. 19 innbrot tilkynnt til lögreglu Tilkynnt var um 19 innbrot um helgina og var nokkur hluti þeirra í bifreiðir. Úr þeim var stolið hljóm- tækjum, skilríkjum, farsíma og hús- lyklum. Brotist var inn í geymslu í vesturbænum og stolið silfurmunum, málverki og hljóðfæri. Um helgina gerðist það í tvígang að maður kom inn í söluturn til að kaupa vindlingalengjur. í stað þess að borga vöruna var hún gripin og hlaupið út. Málin eru í rannsókn. Aðfaranótt laugardags var fremur rólegt í miðborginni þrátt fyrir tals- verðan mannfjölda þar. Nokkuð var um stimpingar og pústra manna á milli en ekki alvarleg meiðsli, þó voru þrír fluttir á slysadeild. Háttaði sig við Tjömina Um helgina var tilkynnt um mann sem var að hátta sig og búast til sunds í Tjörninni. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn að klæða sig aftur svo minna hefur orð- ið úr sundinu en ætlað var. Farið var inn í ólæsta bifreið í Hvassaleiti og kveikt í farþegasæti. Bifreiðin skemmdist nokkuð. Tilkynnt var um mann að skjóta úr ■ R A Ð A U G S I IM G A R loftbyssu. í ljós kom að þetta var svokölluð gormabyssa og var hún haldlögð. Á laugardag var tilkynnt um að „glussi“ læki úr pramma í höfninni. Starfsmenn hafnarinnar fóru strax að eyða olíunni. Fjöldi fólks á veitingastöðum Mikill fjöldi fólks var á veitinga- stöðum í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Talsverður erill var hjá lögreglu við ýmis verkefni þar, þríi- handteknir vegna tveggja líkams- árása og tveir fluttir á slysadeild. Einn var handtekinn vegna rúðu- brots. Ástandið var þó nokkuð gott miðað við mannfjöldann. Mikil vinna var lögð í leit lögregl- unnar að tveimur strokuföngum frá Litla-Hrauni. Þeir fundust í heima- húsi í Reykjavík á sunnudagskvöld. Maður var vistaður í fanga- geymslu fyrir að reyna að hindra lögreglu í stai’fi í miðborginni með því að standa fyrir lögreglubifreið á gatnamótum. Tilkynnt var um eld utandyra í austurbænum á sunnudagskvöld. Þar hafði verið kveikt í olíu á malbiki og slökkti lögreglan eldinn. Einnig var kveikt í jólatré á svæði Sorpu. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Laus eru til umsóknar kennslustörf við skólann næsta vetur í eftirtöldum greinum: Eðlisfræði 8 kennslustundir á viku. Efnafræði 12 kennslustundir á viku. Stjörnufræði 3 kennslustundir á viku. Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólanum að Fríkirkjuvegi 9. Ekki þarf sérstakt umsóknareyðublað. Launakjör eru skv. samningum kennarafélaga og ríkisins. Ráðningartími er frá 1. ágúst. Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari veitir nánari upplýsingar í síma 562 8077 eða 553 9408. Skólameistari. Lagermaður Röskan mann vantartil starfa á frostlager. Þarf að geta byrjað fljótlega. Menn á „besta aldri" eru sérlega velkomnir. Hæfniskröfur: Skipu- lagshæfni og snyrtimennska. Tölvukunnátta æskileg en ekki skilyrði. Góð laun í boði fyrir góðan mann. Nánari upplýsingarveitirverksmiðjustjóri í síma 568 6366 þriðjudag og miðvikudag milli kl. 10 og 12. Kjötumboðið hf. Á.GUÐMUNDSS0N ehf Húsgagnasmiðir/ verkamenn Óskum eftir að ráða húsgagnasmiði og verka- menn til framtíðarstarfa í nýja húsgagnaverk- smiðju okkarað Bæjarlind 8—10, Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir verkstjóri á staðnum. Vörubílstjórar Vana vörubílstjóra og „trailer"-bílstjóra vantar til starfa strax. Einnig vanan röralagnamann. Mikil vinna. Upplýsingar í símum 565 3140 og 899 2303. Klæðning ehf., Vesturhrauni 5. Bogmaður Leita eftir að starfa með fólki í bogmannsmerkinu. Spennandi starf. Upplýsingar Díana Von Ancken, sími 897 6304 eða netfang dva@simnet.is. HSKUR Kennarar — kennarar Okkurvantarframreiðslufólkog þjóna ífulla vinnu og aukavinnu. Kennarar henta mjög vel. Góð laun í boði. Skemmtileg og lífleg vinna. Upplýsingar á staðnum eða í síma 553 9700. Kjötiðnaðarmenn Kjötiðnaðarmenn eða menn, vana kjötskurði, vantar strax. Einnig vantar starfsfólk í almenn pökkunar- og vinnslustörf nú þegar. Nánari upplýsingarveitirverksmiðjustjóri í síma 568 6366 þriðjudag og miðvikudag milli kl. 10 og 12. Kjötumboðið hf. Alþjóðlegt stórfyrirtæki leitar að dugmiklu og sjálfstæðu fólki. Tungu- mála- og tölvuþekking æskileg. Hlutastarf 50—150 þúsund og fullt starf 150— 300 þús. Viðtalspantanir í síma 588 0809. Lagerstarf Heildverslun með hársnyrtivörur óskar eftir starfsmanni á lager. Viðkomandi þarf að vera ábyggilegur og eiga gott með að umgangast fólk. Umsóknir beristtil afgreiðslu Mbl., merktar: „Hár - 8321", fyrir 23. júlí nk. Skipstjóri Óskum að ráða skipstjóra á Skel ÍS 33 sem veiðir með skelplóg. Upplýsingar í síma 862 0583. Skelfiskur hf., Flateyri. TILK YISIMIIMGAR Aðalfundur Aðalfundur Norðvesturbandalagsins hf. verður haldinn þriðjudaginn 27. júlí 1999 kl. 14.00. Fundurinn verður í matsal sláturhúss NVB á Norðurbraut 24, Hvammstanga. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Skýrsla framkvæmdastjóra. 3. Ársreikningur 1998. 4. Kosning stjórnar og endurskoðanda. 5. Meðferð taps. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 7. Heimild til aukningar hlutafjár í félaginu. 8. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur 1998 verðurtil sýnis á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Stjórn Norðvesturbandalagsins hf. TILBOÐ/UTBOO ÓUFSFJÖRÐUR SLÆ rrn ic SIGLINGASTOFNUN Útboð Hafnarsamlag Eyjafjarðar óskar eftir til- boðum í verkið: Ólafsfjörður — stálþil og þekja Helstu magntölur: • Brjóta þekju á keri 150 m2 ásamt 20 m löng- um steyptum vegg. • Reka niður47 tvöfaldar stálþilsplötur og ganga frá festingum og stögum. • Fylling í þil og ker: 2000 m3. • Steypa 60 m kantbita með pollum, niðurföll- um og stigum. • Steypa þekju 410 m2 og 20 m vegg. • Útvega og koma fyrir fríholtum. • Grjótverja utan við ker um 2400 m3. • Rífa um 90 m langa trébryggju og koma fyrir grjótfyllingu alls um 3100 nrí3. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar, ráðhúsinu Dalvík og á skrif- stofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi frá miðvikudeginum 21. júlí 1999, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudag- inn 10. áqúst 1999 kl. 11.00. TIL SOLU Skrifstofustólar Frábært tilboð á skrifstofustólum. Innx, Síðumúla 34, sími 588 2444. Opið kl. 13-18. Lítið fyrirtæki til sölu með mikla vaxtamöguleika hér heima og erlendis. Verð 550 þúsund með lager. Áhugasamir hafi samband við Sverri í síma 898 3000. YMISLEGT Er rafbylgjuvandi hjá þér? Er ryk og ló í ibúðinni? Ef svarið er já, þá er likami þinn eins að innan, það veldur heilsutjóni. í boði er framtíðarlausn og ráðgjöf. Hreiðar Jónsson, sími 695 4455. Dilbert á Netinu vg) mbl.is ^ALLTAH eiTTHVAO NÝTT~

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.