Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 47 UMBROT í MÝRDALSJÖKLI Morgunblaðið/Rax Á þESSARI mynd má glögglega sjá hve kraftur hlaupsins í Jökulsá hefur verið mikill en það reif vænan bita úr barðinu fremst til hægri. Fjær gefur að líta brúna yfir ána og að baki sést í sporðinn á Sólheimajökli. Morgunblaðið/Árni Sæberg FJÖLMARGIR lögðu leið sína að Jökulsá á Sólheimasandi á sunnudag til að líta á jakana sem bárust fram með hlaupinu í ánni. Morgunblaðið/Ami Sæberg FYRIR hlaupið var graslendi á því svæði sem hér sést þakið leir og ísjökum. Morgunblaðið/Rax UMMERKI hlaupsins voru ekki bara sjáanleg á landi, heldur lfka í sjónum við ósa Jökulsár þar sem skörp litaskil mynduðust milli hlaupvatnsins og sjávarins. viðbúnaðarstig fela í sér að mikill vari sé hafður á. „Við fylgjumst með ánum og vatnsmagni í þeim. Einnig setjum við upp viðvaranir við leiðirnar upp með Jökulsá, sem eni vinsælar ferðamannaleiðir, og vörum fólk við því að vera að tjalda þarna og biðjum það um að gæta vel að merkjum í umhverfinu. Við lokum þó í sjálfu sér engum leiðum. Einnig er ákveðið ferli í gangi hjá okkur. Við erum á svæðinu og töl- um við þá aðila sem málið varðar. Við ætluðum okkur líka að fljúga yfir jökulinn í dag, en veður hefur ekki leyft það enn sem komið er.“ Að sögn Helgu mun ástandið að mestu hafa haldist óbreytt síðan hlaupinu í Jökulsá lauk. íbúar Vík- ur m’ðu að vísu varir við mikinn brennisteinsfnyk frá Múlakvísl upp úr miðnætti á sunnudagskvöldið, en Helga segir menn ekki gera mikið úr því enn sem komið er. „Það er mikið í Múlakvísl en við fylgjumst bara með henni og í morgun var minni lykt af henni en í gærkvöldi. Ef ekkert breytist munum við í al- mannavarnanefnd funda aftur á miðvikudaginn en þá ætti að liggja skýrar fyrir hvað er að gerast hér á jöklinum.“ Óttast um brúna yfir Jökulsá Morgunblaðið brá sér að Jökulsá á Sólheimasandi á sunnudagsmorg- un til að kanna vegsummerki eftir hlaupið. Hafði þá lækkað mjög í ánni og greinilegt að hlaupið var að mestu um garð gengið. Þorsteinn Einarsson, sem fæddur er og upp- alinn á Ytri-Sólheimum, skammt austan árinnar, sagði þó að vatns- magnið væri enn langt umfram hið venjulega. Sagði hann einnig aug- ljóst að mikið hefði gengið á þegar hlaupið stóð sem hæst þar sem áin hefði rutt sér farveg austan hins hefðbundna farvegar og skilið eftir sig gráleitt leirlag þar sem áður var graslendi. Þá sýndist honum áin hafa brotið mjög úr bökkum sínum, auk þess sem mikili ís hafði brotnað úr jökulsporðinum. Mátti sjá þann ís á víð og dreif meðfram ánni, allt frá jökulsporðinum og niður að sjó. Lágu sumir jakamir í hátt í 100 metra fjarlægð frá ánni og voru þeir stærstu á stærð við jeppa. Onnur helstu ummerki voru brotnir rafmagnsstaurar í farvegi árinnar en rafmagnslaust var um hríð í Mýrdal eftir að þeir gáfu sig upp úr kl. 2 um nóttina. Einnig mátti greinilega sjá hvernig fram- burðurinn úr hlaupinu litaði sjóinn við ósa árinnar. Þá mátti finna mikla ólykt leggja af ánni en heima- menn voru þó sammála um að þar væri ekki um hinn hefðbundna brennisteinsfnyk að ræða og töldu það tii merkis um að ný tíðindi væru að gerast í jöklinum. Gils Jóhannsson, lögreglumaður á Hvolsvelli, sagði hlaupið hafa náð hámarki um kl. 3 aðfaranótt sunnu- dagsins en atgangurinn mun þó hafa verið mikiil allt til kl. 5. Sagði hann menn hafa óttast um brúna yfir ána um tíma þar sem vatn skvettist upp á hana þegar mest gekk á. „Það var því lokað fyrir um- ferð um brúna upp úr kl. 3 í nótt. Vegagerðin leit svo á hana í morg- un og þar sem hún var heil að sjá var gefið grænt ljós á að hleypa umferð á hana aftur um kl. 8.“ ..fyrir þig lækkum við verðið ...nú er ástæðulaust að draga lengur að eignast vandað ICEFOX FJALLAHJÓL. Mikið úrval hjóla fyrir "stóra menn" Allt að 23 tommu stell - fyrir stóra menn # Ál í hnakkröri # ryðgar ekki # ál gjarðir 0Þ # 21 gír # V-bremsur # öruggari # léttari fyrir hendur # meira átak á gjörð # Shimano Altus # Grip Shift gírar # þægilegra # Dempari # minni högg á hendur # aukið öryggi afsláttur á bamahjólum ..Við viljum að allir geti hjólað 25% - 30 % Afsláttur aðeins í skamman tíma...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.