Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 20.07.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 55 : FÓLK í FRÉTTUM MYNPBÖND Subbuleg- ur spennu- tryllir Blóðhundurinn (Dobermann)________ Spennuinynd ★ Framleiðendur: Frédérique Dumas- Zajdela og Éric Néve. Leikstjóri: Jan Kounen. Handrit: Joel Houssin. Aðal- hlutverk: Tchéky Karyo, Vincent Cassel og Monica Bellucci. (100 mín.) Frakkland. Myndform, júní 1999. Bönnuð innan 16 ára. DOBERMANN er foringi ófrýnilegrar glæpaklíku sem rænt hefur hvem bankann á fætur öðr- um. Cristini er lögreglumaður sem er alræmdur fyrir harkalegar aðferðir við lög- gæslustörfin og hafa margh’ líkt honum við djöful- inn sjálfan. Enda verður fjandinn laus þegar brjálæðingarnir tveir mætast. Þessi glæpatryllir, sem gerður er eftir samnefndri teiknimynda- seríu, gerir í því að vera sem subbulegastur og hneykslanlegast- ur, ekki síst með það að markmiði að gefa skít í hina listrænu „aute- ur“-hefð sem hefur verið ríkjandi í franskri kvikmyndagerð. Stílfærsl- an í útliti og kvikmyndatöku er af- gerandi og er þar sótt stíft til töffarastæla leikstjóra á borð við Tarantino, Luc Besson og fleiri. Umgjörðin er þannig flott og vönd- uð, en innihaldið er of lágkúrulegt fyrir minn smekk. Það sem fer mest í taugarnar á mér þar er ekki saurinn, blóðið og sundurtættir lögguhausarnir heldur sú kven- og hommafyrirlitning sem kvikmynd- in gerir sér mat úr. En hvað sem því líður mun þessi franski spennu- tryllir áreiðanlega ekki bregðast meginhlutverki sínu, þ.e. að örva adrealínkirtlana í spennuþyrstum áhorfendum. Heiða Jóhannsdóttir BÍÓIN I BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Wing Commander Óttalega glænepjuleg geimópera með fáum og lítið spennandi átakaatriðum. Matrix Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju útpæld afþreying. Lolita ★★ Útvötnuð útgáfa sögunnar um dónakallinn Humbert Humbert og telpukrakkann Lolitu er borin uppi af Jeremy Irons og Domin- igue Sanda í aðalhlutverkunum. Útlitið er flott. Babe: Pig in the City ★★ Afturför í flesta staði frá fyrri myndinni að öpunum undanskild- um. Tölvuvinnan fín. Mulan ★★★ V2 Disney-myndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Afbragðs fjölskylduskemmtun. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Wing Commander ★V'2 Óttalega glænepjuleg geimópera með fáum og lítið spennandi átakaatriðum. Múmían ★★★ Notalega vitlaus ævintýramynd um múmíu, fjársjóði, plágurnar 10, bölvun, kumlrof, græðgi, spennu og grín. Hvað viljið þið hafa það betra? Fínt léttmeti. Matrix ★★★/2 Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju útpæld afþreying. Ten Things I Hate About You ★★ Fyndin unglingamynd með nokkrum góðum bröndurum, ann- ars gengur allt sinn vanagang, My Favorite Martian ★★ Enn ein mislukkuð tilraun til að færa gamla sjónvai’psþætti yfir á stóra tjaldið. Fyrir yngstu bömin. Jóki bjöm ★★ Jóki björn og Búbú lenda í ævin- týrum er þeir bjarga Sindí úr vonda sirkusnum. Payback ★★★ Ágætlega vel heppnuð endurgerð Point Blank með sama groddayf- irbragðinu en meiri húmor. Toppafþreying. HÁSKÓLABÍÓ (Ó) eðli ★1/2 Haukur M æfir sig á vídeótöku- vélina og stendur sig ekki sem verst í aðalhlutverki Reykjavíkur- töffara í hefndarhug. Annað er verra, en mjór er stundum mikils vísir. Múmían ★★★ Notalega vitlaus ævintýramynd um múmíu, fjársjóði, plágumar 10, bölvun, kumlrof, græðgi, spennu og grín. Hvað viljið þið hafa það betra? Fínt léttmeti. Hásléttan ★★ Dáðlaus framvinda, vandræðalegt handrit og mistækir leikarar draga góða kvikmyndatöku, tón- list og leik Woody Harrelsons nið- ur í meðalmennsku þegar heildin er skoðuð. Perdida Durango ★★ Javier Bardem og Rosie Perez em mjög sannfærandi í enn einni harðhausahúmorsmyndinni, sem segir frá dýrslegu pari sem fer hamfómm í Texas og Mexíkó. Plunkett og Macleane ★★ Alþýðumaður og aðalsmaður ræna og mpla ríka liðið. Góðir leikarar njóta sín ekki óstyrkri leikstjóm. Þotuliðið ★★>/ Woody grínast með stjömuliðið og meðfylgjandi rassasleikjur. Hann er fyndinn en ekki upp á sitt besta. Arlington Road ★★★ Ágætlega gerður spennutryllir um hugsanlega hryðjuverkamenn í næsta nágrenni. Jeff Bridges og Tim Robbins em góðir. Fávitarnir ★★★1/2 Sláandi kvikmynd von Triers um ungt fólk sem leikur sig vangefið, sem er í raun um það að þora að vera maður sjálfur. Ferskleikinn, hugdirfskan, næmið og dýptin skilja mann agndofa eftir. KRINGLUBÍÓ Wing Commander ★1/2 Óttalega glænepjuleg geimópera með fáum og lítið spennandi átakaatriðum. Matrix ★★★1/2 Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju útpæld afþreying. Ten Things I Hate About You ★★ Fyndin unglingamynd með nokkram góðum bröndumm, ann- ars gengur allt sinn vanagang, Pöddulíf ★★★ Ágætlega heppnuð tölvuteikni- mynd frá höfundum Leikfanga- sögu; fjörug, litrík og skemmti- leg. LAUGARÁSBÍÓ Njósnarinn sem negldi mig ★★ Nær ekki hæðum fyrri myndar- innar, treystir of mikið á endur- tekið efni, Grín í beinni ★★★ Satíra um (ó)menningu sjónvarps- gláps og -framleiðslu. Gerist reyndar rómantísk gamanmynd. Fín, vel leikin skemmtun. Illur ásetningur ★★’/> Skemmtilega illkvittin og fyndin, en stundum full ósmekkleg ung- lingamynd um ástlaus stjúpsystk- in sem hafa það eitt fyrir stafni að fleka sem flesta. REGNBOGINN Svikamylla ★★★ Meistaraþjófarnir Sean Connery og Catherine Zeta Jones gerast mUljarðaræningjar. Það er stíll yfir þeim og myndinni, sem er vel lukkuð afþreying. Ekki öll þar sem hún er séð ★★ Nútímaútgáfa af Pygmalion sem er býsna sæt og fyndin unglinga- mynd en brokkgeng í stfltökum og fyrirsjáanleg. Lífið er fallegt ★★★ Hrífandi, margföld Óskarsverð- launamynd Italans Roberto Benigni, er óðður til lífsins, já- kvæður og fallegur undir ömur- legustu kringumstæðum sem mannskepnan hefur tekist að klambra saman: útrýmingarbúð- um nasista. STJÖRNUBÍÓ Go ★★★ Svört kómedía sem samanstendur af þremur gamansögum um ungt fólk á refilstigum. Fínasta skemmtun. Frakkar fagna! FRAKKAR fögnuðu þjóðhátíðar- degi sinum, 14. júlí, með glæsi- brag. Að vanda safnaðist margt fólk saman við Eiffel-turninn og fylgdist með stórkostlegri flug- eldasýningu. VAKORT ð, Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4300-0022-4237 4507-4500-0026-7523 4548-9000-0053-6690 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ISLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavik. Sími 525 2000. V/SA MIKIÐ ÚRVAL AF ÚLPUM, REGNFATNAÐI 0G SUNDB0LUM A D I D A S FATNAOUR í Ú R V A L I Oft hefur vöruúrvalið verið mikið og verðið gott Verð Áður Verð Nú Reebok skór 3.990- 990- Reebok skór m/púða 7.990- 3.990- Fótboltaskór 3.990- 1.990- fþróttagallar S-XXL 7.290- 2.990- íþróttagallar 128-176 5.990- 1.990- Regnjakkar ^ 8.590- 2.990- 'boItámaður'nn LAUGAVEGI 23 • SÍMI 551 5599 adidas RccboK canvERSE GEAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.