Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ Julia Roberts í Notting Hill Geta heimsfrægír Hollywood-leikarar staðið í ástarsambandi við ófrægt fólk sem hefur aldrei veríð á forsíðu kjaftablað- anna? Dagur Gunnarsson hitti Juliu Roberts í London. NOTTING HILL leikur Julia Önnu Scott, Hollywood-stjörnu sem heillar bókabúðareigand- ann William Thacker, leikinn af Hugh Grant. Kvikmyndin er gerð af mikið til sama fólki og gerði kvik- myndina Four Weddings and a Funeral sem sló svo rækilega í gegn fyrir fimm árum og var einn liður- inn í uppsveiflu breska kvikmynda- iðnaðarins. Nú hefur handritshöfundurinn Richard Curtis sérsniðið aðra mynd utan um Hugh Grant og bandaríska stórstjörnu sem að þessu sinni er Julia Roberts. Upp- skriftin er sú sama; Hugh Grant verður ástfanginn af fallegri banda- rískri konu og skrýtnir og skemmtilegir vinir hans fylgjast með dramatískri þróun sambands- ins um leið og þeirra sögum vindur fram á grátbroslegan hátt í bak- grunninum. Viðtal númer 402 Julia virðist búa yfir miklum og smitandi krafti. Þó að hún hafi staðið í blaðamannafundum og við- tölum allan daginn lætur hún engan bilbug á sér finna. -Ertu búin að veita hundrað svona viðtöl í dag? „Þetta er viðtal númer 402,“ svarar hún að bragði og gerir svo stutt hlé á máli sínu og verður al- varlegri í bragði. „Eg er að reyna að koma með ný og fersk svör.“ - Ertu að leika sjálfa þig í þessu hlutverki? „Fyrir mig væri það svo hrika- lega leiðinlegt vegna þess að það er nokkuð sem ég geri á hverjum degi. Eg er svolítið hissa á öllum sem spyrja mig þessarar spumingar vegna þess að með því að svara ját- andi sýndi ég að mínu mati þann ótrúlega hroka að finnast ég sjálf svo æðisleg, heillandi og frábær að það ætti að gera eins konar heim- ildamynd um mig. Það væri sko enginn skortur á sjálfsáliti! Nei, þetta er ekki ég; þá myndi persón- an líka heita Julia. Reyndar átti hún upphaflega að heita Juliette." - Var handritið þá ekki að neinu leyti sniðið að þér? „Nei, ekki nema nokkrir smá- vægilegir hlutir; nokkrar setningar og einstaka orð voru „þýdd“ úr ensku yfir á amerísku og einstaka • brandarar sem við spunnum á staðnum voru settir inn - en ekkert meiriháttar." - Líkistu Önnu Scott að ein- hverju marki? „Nei, við erum gjörólíkar. Þó að við séum báðar leikkonur þýðir það ekki að við séum alveg eins. Það eru t.d. ekki allir blaðamenn með nákvæmlega sömu skapgerðina." - Hvað í handritinu fékk þig til að taka hlutverkinu? „Mér leist bara vel á það í heild sinni. Eg fékk stutta lýsingu á ^ söguþræðinum áður en ég las hand- ritið og hugsaði ojbarasta (Julia rekur út úr sér tunguna og grettir sig), þetta hljómar alveg hræðilega. Kvikmyndastjaman og bókabúðar- eigandinn; út á hvað gengur það nú eiginlega? Eg gat ekki séð að það myndi virka á nokkurn hátt. Eftir að hafa lesið tvær síður af handrit- || inu var ég með á nótunum og hlakkaði mikið til kynnast sögu- hetjunum nánar og fá að fylgjast með því hvemig málin þróuðust hjá þeim. Eftir lesturinn gat ég ekki hætt að brosa og var gjörsamlega heilluð. Eg áttaði mig á því að ég þyrfti að grafa upp passann minn því ég væri greinilega á leiðinni til London.“ Flestar rómantískar gaman- myndir tilgerðarlegar - Einhvern tímann sagðist þú ekki nenna að leika í fleiri róman- tískum gamanmyndum. „Nei, ég sagði að það væri erfitt að finna góðar myndir sem gerðar væru samkvæmt þeirri uppskrift. Það var verið að spyrja mig hvort ég léki ekki í fleiri rómantískum gamanmyndum af ótta við að fest- ast í slíkum hlutverkum. Mér finnst er okkur öllum mikilvægt og auð- vitað ætti maður ekki að þurfa að loka sig inni til að veijast." - Hefur þú einhvern tíma lent illa í fjölmiðlafólki?. „I Los Angeles fór ég einu sinni gangandi frá veitingastað áleiðis heim til vinar míns sem bjó þar rétt hjá. Þegar ég gekk fyrir hom stukku þrír eða fjórir stórir og stæltir karlmenn út úr mnna og ruddust að mér. Ég varð skít- hrædd; það var dimmt og ég var ein á ferð í Los Angeles sem er ekki ör- uggasta borg í heimi. Þeir mynd- uðu mig í bak og fyrir og ég var að deyja úr hræðslu því ég hafði ekki hugmynd um hvaða herramenn þetta voru.“ - Hefur þú ekki lífverði í kring- um þig? hvers vegna er það svona ótrúlegt að frægur og ófrægur geti fellt hugi saman? Ég held nefnilega að ást- inni sé alveg skítsama í hvaða vinnu maður er. Það er raunverulega mín skoðun á málinu.“ - Þú hlýtur samt að skilja að fólk grípur andann á lofti þegar það sér þig eða aðrar stórstjörnur? „Jú, jú, ég skil það fullkomlega og hef margsinnis lent í því að grípa andann á lofti þegar ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að hitta fólk sem ég lít upp til, fólk með ótrúlega heillandi framkomu. í því sambandi get ég t.d. nefnt Au- drey Hepburn og ég hef lent í nokkrum slíkum aðstæðum síðan þá. Maður getur sko ekki beðið eft- ir að komast heim, henda sér yfir símann og æpa: „Guð minn góður, það sem mig langaði að vita því hún hlaut að lifa tilbreytingaríku og skemmtilegu lífi úr því hún þurfti ekki að pæla í einhverjum dellubíó- myndum og þvílíku - ýtti einhver nærstaddur henni niður í stól og æpti: „Þú hlýtur að vita hver hún er!“ Nei, hún hafði ekki hugmynd um það og varð svo miður sín að hún hljóp alveg í baklás." Vinir frá íslandi - Hefurðu einhvern tíma átt leið um ísland? „Nei, aldrei, en ég bjó einu sinni með nokkrum íslendingum og það fer ansi nærri íslandsför. Það voru Jón, sem var með systur minni í leiklistarskóla, og kærastan hans, hún Þurí (framburður óljós). Við vorum mjög náin á tímabili og mér fannst næstum því að við værum bundin fjölskylduböndum." - Islendingar eru nú svo fámenn þjóð að það eru trúlega meiri líkur á að þau séu skyld mér. „Heyrðu, hvert er þitt eftir- nafn?“ - Gunnarsson. „Guð minn góður, Jón er líka Gunnarsson!" Ég get ekki annað en hlegið og hermt stíðnislega eftir henni: „Guð minn góður!“ Og bæti svo við: „Heldurðu að það geti verið að ... „ Ég er reyndar nokkuð viss um að ég hefði frétt það ef einhver ætt- ingja minna hefði deilt híbýlum með svo frægri konu sem Juliu Ro- berts. Það sem var skemmtilegast við þessa merku „uppgötvun" var að hún virtist ekki átta sig á eigin frægð en þegar hún sá glottið á mér varð hún efins. „Hvað? Er þetta jafn algengt eft- irnafn og Johnson eða Smith?“ Ég útskýri hvernig þetta gengur fyrir sig heima á Islandi. „Já, ég skil... ég man það núna, einhversson og einhversdóttir. Al- veg rétt. Æ, ég sem var svo spennt. Eitt andartak hélt ég að kannski... en þú eyðilagðir allt saman.“ Ekki Pretty Woman aftur - Hvað geturðu sagt mér af næstu mynd þinni, Runaway Bride? „Ekki mikið því ég hef ekki séð hana enn. Hún var tekin upp í Baltimore og það var mjög gaman. Það besta var að ég fékk að kynn- ast Joan Cusack sem leikur besta vin minn í myndinni. Ég hafði bara fylgst með henni úr fjarlægð og fyrir mér er sú kona hreinræktuð gyðja. Það var æðislegt að vinna með henni og við skemmtum okkur konunglega.“ - Er það rétt að þótt þarna séu á ferðinni sömu leikarar og leikstjóri og í Pretty Woman séu þetta gjöró- líkar myndir? „Af því að ég hef ekki séð hana veit ég ekki alveg hverju hefur ver- ið haldið og hverju sleppt en það voru nokkur atriði í handritinu sem við Richard Gere ræddum mikið um því við vildum ekki gera Pretty Woman tvö. En við vildum heldur ekki afneita því að við höfðum átt gott samstarf í Pretty Woman og því eru nokkur augnablik þar sem við „blikkum" áhorfendur, svona rétt til að segja: „Takk fyrir síð- ast.“ VEL fór á með leikurunum við gerð myndarinnar. ég nú vera orðin of gömul (32 ára) til að festast í nokkru hlutverki - þú mátt alveg vera ósammála mér um það - og ég sagði að ég myndi ekki hafa neitt á móti því að leika í tíu slíkum myndum í röð ef ég fengi tíu góð rómantísk grínhandrit í röð.“ - Hvað er svona glatað við róm- antískar gamanmyndir? „Þær eru yfirleitt svo tilgerðar- legar. Til að koma rómantíkinni að og halda gríninu gangandi eru bún- ar tO aðstæður sem eru gjörsam- lega út í hött og afleiðingin er oft sú að söguþráðurinn og innihaldið verða illa úti. Það er hins vegar ótrúlega mikil kúnst að gera góða rómantíska gamanmynd og þess vegna eru svo fáar þeirra góðar." Sóun á tíma og kröftum - Er ágengni fjölmiðlafólks við þig eitthvað í líkingu við það sem séstj myndinni? „Ég get ekki ímyndað mér hvernig það væri að lifa við svo mikla innrás í einkalífið. Það sem ég hef þurft að kljást við er, sem betur fer, ekkert í líkingu við það sem Anna Scptt þarf að takast á við í myndinni. Ég bara næ ekki fólki sem ræðst af svona miklu offorsi á leikara og frægt fólk sem er því í rauninni bláókunnugt; ég fæ ekki skilið að nokkuð réttlæti það. Lífið „Nei. Þegar ég var búin að jafna mig fór ég að hugsa um það sem hafði gerst. Hvers vegna báðu þeir mig ekki um leyfi? Hefði ekki verið nær að bjóða gott kvöld og spyrja hvort þeir mættu smella af einni mynd eða svo? Það eru sem sagt til menn sem hafa atvinnu af því að læðast í runnum og hræða ungar konur. Ætli bömin þeirra séu stolt af þeim? Mér finnst þetta athæfi mikil sóun á tíma og orku fullorð- inna manna.“ Ástinni er skítsama - Myndi það ganga upp ef Julia Roberts yrði ástfangin af „venju- legum“ manni eins og gerist í Nott- ingHill? „Hvað er það við leikara sem gerir þá svona - fyrirgefðu orð- bragðið - djöfull sérstaka? Og hvers vegna er óhugsandi að þeir umgangist „venjulegt" fólk? Ég er ekki viss um að ég sætti mig við að fólk sé flokkað svona í venjulegt og (flissar svolítið) óvenjulegt fólk. Hvers vegna ætti starfið að skipta máli?“ - Er ekki í rauninni verið að stilla upp frægu fólki gegn ófrægu fólki? „Allt í lagi. Já ... jú, ég skil að það gæti verið uppskrift að stórslysi og einmitt þess vegna eru þannig að- stæður notaðar í Notting Hill. En JULIA Roberts á leið til frumsýningar Notting Hill í Bretiandi. þú getur sko ekki ímyndað þér við hvern ég var að tala... „ - En hefurðu lent í boðum þar sem fólk þekkir þig ekki? „Það er mjög sjaldgæft að ég fari í matarboð þar sem ég þekki engan en einu sinni var tekið við mig tíma- ritsviðtal og síðan búnar til aðstæð- ur ekki ósvipaðar því sem gerist í Notting Hill. Þá fór ég í boð án þess að vera formlega kynnt eða boðin; ég átti reyndar að þykjast þekkja einhvem í veislunni. Þetta var mjög athyglisvert og ég fékk alls kyns skemmtileg viðbrögð. Þarna var t.d. stúlka sem þekkti mig ekki og spurði hvað ég starfaði. Ég sagðist vera leikkona og þegar hún var í þann veginn að bera upp næstu spumingu eða segja mér hvað hún gerði - sem var einmitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.