Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 20.07.1999, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 RBYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Fornleifafræðingar komu um helgina niður á merkar minjar við uppgröft í Reykholti Virki Snorra hugsan- lega fundið Morgunblaðið/Orri Páll Samskip draga sig út úr Bruno Bischoff Reederei SAMSKIP hafa ákveðið að draga sig út úr þýska flutningafyrirtæk- inu Bruno Bischoff Reederei sem félagið eignaðist meirihluta í fyrir rúmlega ári. Oskað verður eftir greiðslustöðvun fyrir félagið. Jafn- framt hafa Samskip stofnað eigið dótturfélag í Þýskalandi sem mun þjónusta áfram viðskiptavini fé- lagsins á svæðinu. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að mikill samdráttur á helsta markaðssvæði félagsins í Rússlandi sé helsta ástæðan fyrir að Samskip ætli að draga sig út úr þessum rekstri. „Þá liggur fyrir að fyrirtækið þarf aukið eigið fé til að geta staðið við allar skuldbindingar sínar eins og þær eru núna. Við höfum ákveðið að setja ekki aukið eigið fé í þetta,“ sagði Ólafur. Hann sagði að miklar eignir væru til í félaginu, en á því hvíli skuldbindingar vegna skipaleigu- samninga, starfsmannasamninga og lífeyrissjóðsmála sem nái ein- hverja tugi ára aftur í tímann. Skiptastjóri sé kominn að félaginu sem muni gera lánardrottnum fé- lagsins tilboð um greiðslu á skuld- um þess. Verði það ekki samþykkt fari fyrirtækið í gjaldþrotameðferð. Nýja dótturfélagið, Samskip GmbH, er 100% í eigu Samskipa. Það hóf formlega starfsemi í Bremen í gær. „Félagið verður um- boðsaðili fyrir Samskip og fyrir Samskip Scandinavia, sem er eign- arhaldsfélag um siglingaleiðina. Það mun leigja hafnaraðstöðuna og reka hana. Við munum straumlínu- laga starfsemina til muna og gera hana eins og við höfum gert annars staðar. Við gerum okkur vonir um að halda mjög stórum hluta við- skiptanna. 85% þessara viðskipta eru nú þegar stunduð á skrifstofum okkar á Norðurlöndunum og í Rotterdam,“ sagði Ólafur ennfrem- ur. Þegar Samskip keyptu meiri- hluta í Bruno Bischoff Reederei fyrir um ári tvöfaldaðist velta fé- lagsins og var rúmlega 12 milljarð- ar króna árið 1998. „Við teljum að heildarviðskipti lækki um 2 milljarða á ársgrund- velli, úr 12 í 10, og við verðum fyrir umtalsverðu peningalegu tjóni. Hins vegar er þetta grunnurinn að þeirri þjónustu sem við höfum byggt upp í Evrópu, þær siglinga- leiðir sem við höfum stundað í gegnum Bruno Bischoff. Þannig að það er það sem við byggjum á,“ sagði Ólafur. ■ Óskað eftir/17 FORNLEIF AFRÆÐIN G AR sem unnið hafa við uppgröft í Reyk- holti í sumar telja sig hugsan- lega hafa komið um helgina niður á virkið sem Snorri Sturluson lét reisa þar á þrett- ándu öld, að því er segir í Sturl- ungu. Guðrún Sveinbjarnar- dóttir stjórnandi rannsóknar- innar segir að enn sem komið er viti menn ekki fyrir víst hvaða leifar þetta eru en í Ijós séu að koma byggingar sem virðist mjög áhugaverðar. Grjóthlaðnir stöplar með jöfnu millibili „Eftir svæðinu endilöngu virðist liggja hryggur sem er um fjögurra metra breiður. Á parti má sjá veggjaundirstöður sína hvorurn megin við hann. Utan í nyrðri veggjaundirstöð- unni eru gijóthlaðnir stöplar með jöfnu millibili. Þetta er óvenjuleg veggjagerð og okkur hefur dottið í hug að hér gæti verið komið virkið sem nefnt er í Sturlungu að Snorri halí látið gera í Reykholti, þó að of snemmt sé að fullyrða það. Erf- iðlega hefur gengið að tíma- selja minjarnar þar sem við höfum fundið mjög fáa muni og gjóskulög eru af skornum skammti. Landnámslagið svo- kallaða er að vísu hér - en fátt annað,“ segir Guðrún. Á myndinni sést Margrét Gylfadóttir fornleifafræðingur að störfum í tóftunum en henni á hægri hönd er hryggurinn góði og grjóthlöðnu stöplarnir. Þjóðminjasafn íslands stendur að uppgreftrinum. ■ Á slóð Snorra/32 x -X Kevin Costner hér við þáttagerð HINN heimskunni bandaríski kvikmyndaleikari Kevin Costner, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Dansar við úlfa og JFK, kom til landsins seint í gærkvöldi. Hann er staddur hér vegna sjónvarpsþáttagerðar, en bandaríska sjónvarpsstöðin ESPN hyggst gera tvo 30 mín- útna þætti um stangveiði á Is- landi. Costner verður myndaður við veiðar í þremur laxveiðiám, Langá, Grímsá og Laxá í Kjós. Hann verður í „aðalhlutverki“ í öðrum þáttanna. Með honum í för er Jim Wilson, sem framleiðir þættina, en hann var aðstoðar- leikstjóri Dansa við úlfa. Þrátt fyrir slagveður gaf Costner sér tíma til að ræða stuttlega við blaðamenn við kom- una til Reykjavíkur. I því stutta spjalli kom fram að hann hygðist dvelja á landinu í fimm til sex daga. Aðspurður hvort rok og rign- ing væri óskaveður fluguveiði- mannsins, sagðist hann hafa veitt fleiri fiska í rigningu en þurrki. Costner sagði að lengi hefði stað- ið til að sækja Island heim og að hann hlakkaði mjög til að hefja veiðar. Morgunblaðið/Jim Smart ÞAÐ var þungbúið í Reykjavík þegar Kevin Costner steig út úr flugvél sinni á tólfta tímanum í gærkvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.