Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ GÍSLI Árnason við sogvagninn góða. Morgunblaðið/Eiríkur J. Sogar upp draslið Breiðholt SOGAFL heitir fyrirtæki sem hreinsar upp bréf og drasl af götum borgarinn- ar. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins rakst á Gísla Árnason, eiganda Sogafls, á fimmtudaginn var hann önnum kafinn við að hreinsa drasl af Breið- holtsbrautinni. Hann sagð- ist vinna sem verktaki við hreinsunarstörfín og hefur til þess m.a. öflugan sogvagn sem afkastar margra manna verki á dag, sé miðað við að tína ruslið með höndunum. Gísli sagði borgarbúa skilja talsvert drasl eftir sig á götum og torgum borgar- innar. Við Breiðholtsbraut- ina var alls kyns pappa- drasl og flöskur sem fólk hefur greinilega hent út úr bflum á ferð. Sogvagninn er þó snar í snúningum við að hreinsa þetta upp og sogar jafnt bréfsnifsi sem glerflöskur upp í tunnuna. Vagninn er á ferðinni víðsvegar um borgina. Um helgar segist Gísli mæta kl. 6 til að hreinsa upp eftir næturlífíð í miðbænum. Þá er oft ófagurt um að litast og ekki vanþörf á að hreinsa til. Sogvagninn vekur jafnan eftirtekt að sögn Gísla. Hann er upprunninn frá Bandaríkjunum og sagði Gísli að evrópskir ferða- menn tækju sérstaklega eftir vagninum og smelltu gjarnan af honum mynd. Það væri greinlegt að slíkir vagnar væru ekki mikið í umferð í borgum Evrópu. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir gSSgji P'l;DlpÍ! Anddyri Sundhallarinnar lagfært Austurbær UNNIÐ er að viðgerðum á anddyri Sundhallarinn- ar. Steypa í byggingunni var orðin léleg og mikils leka var farið að gæta. Viðgerðirnar á anddyr- inu marka lokaáfanga ut- anhússviðgerða á Sund- höllinni. Húsið er friðað svo íitlit þess heldur fyrri mynd að viðgerðunum loknum. MARGIR hafa talið gömlu varaaflstöðina í Elliðaárdal lýti á umhverfinu. Stöðin er í eigu Landsvirkjunar sem hefur ákveðið að láta fjarlægja hana. Landsvirkjun hefur geymsluaðstöðu í húsinu en undirbýr nú uppbygg- ingu aðstöðu á svæði fyrir- tækisins við Hestháls. Þar stendur til að hýsa það sem nú er geymt í aflstöð- inni. Hún verður fjarlægð í kjölfar flutninga í nýtt húsnæði, að sögn Þor- steins Hilmarssonar upp- lýsingafulltrúa Lands- virkjunar. Fjármagn var lagt í að hefja þetta ferli á þessu ári, að sögn Þorsteins. Hann segir enn ekki ljóst hvenær því muni ljúka. Morgunblaðið/Jim Smart Elliðaárdalur Gamla aflstöðin verður fjarlægð Starfsmenn hverfastöðvarinnar halda umhverfínu snyrtilegu Hafa vart undan í slættinum Breiðholt BREIÐHOLT er fúUbygt hverfi þar sem ekki er mikið um stórframkvæmdir. Það er þó mikið starf fólgið í að halda umhverfinu snyrtilegu og sjá til þess að götur og gangstéttir séu í lagi fyrir vegfarendur. Starfsmenn hverfabæki- stöðvar gatnamálastjóra við Jafnasel hafa haft í mörgu að snúast í sumar. Sérstak- lega hefur tíðarfarið og mikil grasspretta reynst starfs- mönnum erfið að sögn Harð- ar Einarssonar, stöðvar- stjóra, og hafa menn vart undan að slá. Starfið í hverfastöðinni er aðallega fólgið í því að þjón- usta hinn almenna borgara. Að sögn Harðar er þetta að mestu leyti einhæf vinna í viðhaldi. Fastráðnir starfs- menn við stöðina eru 6 í fullu starfí og einnig eru þar 2 þroskaheftir einstaklingar í hlutastarfi við að tína upp rusl, aðallega umhverfís verslunarmiðstöðvar í hverf- inu. Talsverð vinna felst í því að hirða drasl og sorp úr hverfinu þó að starfsmenn sjái ekki um hin dæmigerðu öskukarlastörf, þ.e. að losa öskutunnur við hús íbúanna. Hörður segir stöðina sjá um að losa stampa og hirða laust bréfarusl, sem að hans sögn virðist alltaf vera nóg af ásamt alls kyns öðru drasli sem þarf að hirða af götun- um. Einnig eru hirtir pokar og annað drasl sem fólk er að henda eftir hreinsun í görð- um sínum. „Þó að það séu nú bara tvær hreinsunarvikur á vorin, heldur fólk alveg jafnt áfram að henda pokum út, og ekki getum við látið þá vera endalaust," segir Hörð- Morgunblaðið/Eiríkur P. HÖRÐUR Einarsson, stöðvarsljóri, framan við hverfa- bækistöðina við Jafnasel. ur. „Núna er t.d. fegrunar- vika héma og þá kemur óvenjulega mikið af dóti sem við verðum að fjarlægja, þó svo að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að það væri á okkar höndum." Hörður segir að starfið felist einnig að verulegu leyti í að svara fyrirspumum fólks í hverfinu. Hann segir að fólk hringi mikið með ým- iskonar spumingar. Sumir em að bera fram kvartanir, en það er þó ekkert eitt öðm fremur sem fólk er að kvarta yfir. Það kemur líka fyrir að fólk hafi samband til að hæla starfsmönnunum, sem er þó sjaldgæfara en hitt. Vantar fleiri í sláttinn Á sumrin sér hverfastöðin um að slá öll græn svæði í eigu borgarinnar í hverfinu. „Það er óhemju vinna að halda þessum trjábeðum og grassvæðum við og miklu meiri vinna en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hörður. I sumar hefur verið erfitt að hafa undan að slá. Tíðarfarið hefur verið með þeim hætti, fyrst vom rigningar og svo kom mikill hiti og því hefur verið erfitt að ráða við sprettuna, segir Hörður. Aðallega vantar þó fleiri krakka í sláttinn á sumrin. Hörður segir að gert hafi verið ráð fyrir allt að 55 krökkum í sumarvinnu í hverfastöðina, en þau hafi hins vegar aldrei verið fleiri en 40. Síðan tínast þau í burtu eitt af öðm eftir að vinnan hefst á vorin. Hörður segir að í byrjun sumars hafi tveir hætt í hverri viku og núna hætti einn á dag. Hann telur að betra atvinnuástand sé helsta skýringin, krökk- unum bjóðist betri vinna með lengri vinnudegi og betra kaupi annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.