Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 VIKl MORGUNBLAÐIÐ Vllll m LUIi Á SLÓÐUM FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS Vatnaheiði á Snæfellsnesi Vatnaheiði á Snæfellsnesi hefur veríð mjög í fréttum að undanförnu sakir umdeildrar vegarlagningar, sem þar er á döfinni. Heiði þessi myndar djúpa lægð í fjallgarðinn skammt vestan við Kerlingarskarð þar sem bflvegurinn er nú og þjóðleið hefur verið frá ómunatíð. Skarðið er í 311 m hæð yfír sjávarmáli, en heiðin er tæpum 100 m lægri og því þykir þar heppilegra vegarstæði, minni bratti og mildara veðurfar. Einar Haukur Kristjánsson segir hér frá stað- háttum og rifjar upp sögur frá svæðinu. UM Vatnaheiði lágú frá fornu fari reið- götur og gönguleiðir til ýmissa átta, sem ekki eru lengur not- aðar af öðrum en fólki á skemmtigöngu, í útreiðarferð- um eða veiðiskap. Ennþá má víða rekja þessar slóðir, ýmist markaðar af þúsundum hestahófa í klappir og hellugrjót eða ruddar af mannahönd- um um skriður og urðargrjót. I gróð- urlendi og á melum eiu þær víðast alveg horfnar. Til eru þeir, sem telja heiði þessa ákjósanlegt ósnortið útivistarsvæði til framtíðar, en hana prýða meðal annars þrjú friðsæl og eftirsótt veiði- vötn, Baulárvallavatn, Hraunsfjarð- arvatn og Selvallavatn og svipmikil fjöll en auðveld til gönguferða eins og Horn, Vatnafell, Seljafell og Ha- frafell. Á heiðinni skiptast á móar og melar eða gróðursælt valllendi og mýrar með fjölgresi og fuglalífí af ýmsu tagi. Mun marga fýsa að kynna sér þetta landsvæði nú um stundir, bæði þá sem eru hlynntir vegagerð þarna til að sjá hvaða kosti bætt að- gengi býður þeim til skoðunar og úti- vistar á komandi árum, eins hina, sem eru andvígir röskun þessa svæð- is. Þeir munu vilja sjá landið áður en því verður umturnað með hraðbraut- argerð og tilheyrandi hávaða, ólofti og umferðarþys og sjá hverju kom- andi kynslóðir munu tapa af náttúru- gæðum. Á móti kemur að Kerlingar- skarð mun njóta meiri friðunar um ókomna tíð því þar verða einungis hestar og fóik á ferð. Þar er líka fag- urt um að litast þótt fjölbreytni sé minni, en saga aldanna bíður við hvert fótmál, ef svo má segja, eins og reyndar einnig á Vatnaheiði. Fjölbreyttar gönguleiðir Um Vatnaheiði má velja sér marg- ar fjölbreyttar gönguleiðir. Greið- fært er upp á heiðina að norðanverðu af gamla veginum við suðurjaðar Berserkjahrauns. Þaðan má ganga á Hornið og njóta þar besta útsýnis yf- ir dásemdir heiðarinnar. Að vísu er Ljósmyndir/Einar H. Kristjánsson STEINBOGINN á gjánni við Hraunsfjarðarvatn. Um hann lá alfaraleið milli byggða norðan- og sunnanfjalls á Snæfellsnesi. Er hann gerður af mannahöndum og þar með elsta brúarmannvirki á landi hér, sem enn stendur? auðveldara að ganga á Hornið að sunnanverðu fyrir þá sem ekki eru vanir miklum bratta. Á þessari leið er Karlinn, hrikahár og mjór stein- drangur, sem gaman er að virða fyr- ir sér. Síðan má ganga um hinn hlý- lega og grösuga Seljadal vestan við Hraunsfjarðarvatn og þaðan um grasivaxnar brekkur niður í Árna- botn, en þar var, samkvæmt þjóð- sögunni um Árna, argasta kot í Helgafellssveit, þar sem hvorki sá sól né sumar. Á toppi Hornsins, sem sýnist STEINKARL móbergsdrang- ur norðvestur af fjallinu Horni á Vatnaheiði. hrikalegur tilsýndar, áttu ernir sér hreiður á öldum áður, þegar ernir voru algengir um land allt, enda gott til veiðifanga í silungsvötnum á báða vegu. Frá Horninu gengur hyldjúpt gljúfur niður í Hraunfjarðaivatn, skorið í móbergið af vatni og vindum og endar í háum klettum og er þar hyldýpi neðan undir. Væri þarna með öllu ófær leið stórgripum, ef ekki væri stóreflis steinhella lögð yf- ir gljúfrið á einum stað, svonefndur steinbogi. Þótti heldur glæfralegt að ríða þarna yfir á hestum eins og lesa má í frásögnum fyrri tíðar. Sumir telja að steinbogi þessi hafi verið gerður af mannahöndum, jafnvel þegar á landnámsöld, til að búendur í Hraunsfirði gætu nýtt sér beiti- landið á heiðinni. Er hann þá líklega elsta brúarmannvirki á Islandi, sem enn stendur. Frá Horninu má einnig ganga umhverfis Hraunsfjarðarvatn að nokkru um reiðgötu sunnan í Vatnafelli, en þá þarf að vaða Vatna- ána eða stikla hana á steinum, þegar lítið er í henni. Norðan í Vatnafelli eru þverhnípt- ir klettar niður í vatnið. Þar á að vera stór hellir, sem ekki er fært í nema á báti. Þjóðsagan segir, að þar hafi tröllskessan Tögld hafst við í eina tíð og valdið búandmönnum stóru tjóni með stuldi á fénaði uns kappanum IUuga sem síðan var nefndur Tagldarbani tókst að lokum að sigra hana. Skessa þessi er talin vera upphafið að hinu ægilega skrímsli, sem lengi var talið að hefð- ist við í Baulárvallavatni, en strax í Landnámu er frásögn af nykri, sem kom frá þessum vötnum. Ganga má upp á heiðina að sunn- anverðu af þjóðveginum rétt áður en farið er upp á Kerlingarskarð. Þá þarf að vaða Köldukvísl, sem stund- um getur verið nokkuð vatnsmikil. Gengið er inn með Skuggahlíð, ýmist um mýrlendi eða á bökkum Straum- fjarðarár. Þar eru rústir af eyðibýl- inu Hvammi á Dufgusdal, en þar hefur ekki verið búið frá því um 1870. Þarna getur stundum að líta hinai' styggu og skrautlegu straum- endur á sundi í flugastraum árinnar og allt um kring eru heimkynni mó- fugla, sem um varptímann mynda fegurstu fuglahljómkviðu þessa lands, sem unun er á að hlýða. Innar í dalnum syngur fossinn Rjúkandi með sínum rómi. Af þjóðveginum rétt norðan við sæluhúsið í Keriingarskarði liggur vegarslóð vestur undir Baulárvalla- vatn, sem mikið er notað af veiði- mönnum, en þetta vatn er talið eitt besta veiðivatnið á heiðinni. Leiðin úr Hraunsfirði um stein- bogann, sem áður var nefndur, og eiðið milli vatnanna um grjótskriður Vatnafells lá áður fyrr um Baulár- vallaveg að Elliða í Staðarsveit. Á þeirri leið eru hinar sérkennilegu Draugatjarnir í dalkvosum með Fegurð drauma DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns EITT AF aðaleinkennum drauma er hæfi- leiki þeirra til að safna saman ólíkum mynd- um og raða þeim í eina ákveðna heild líkt og klippimynd. Draumurinn safnar með öðrum orðum táknrænum myndbrotum úr safni sínu og raðar þeim saman í drauminn sem þig dreymdi í nótt. Sá draumur er líklega byggður á rejmslu liðins tíma, atvikum líð- andi stundar og ef til vill næstu skrefum sem tekin verða inn í framtíðina, svo að úr verður samsett myndasaga með ákveðnu upphafi, miðbiki og lokasenu. Þessi myndröðun gerir drauminn einstakan og persónulegan þótt innihaldið geti snúist um annað en dreym- andann sjálfan og hann því látinn dreyma drauminn í ákveðnum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð, draumurinn á einnig í safni sínu áferðareiginleika, safn af draumsí- um (fílterum) sem hann notar til að skapa draumnum andrúmsloft spennu, gleði, sorg- ar, fegurðar, ljótleika eða hvíldar, allt eftir innihaldi. í mörgum draumum sem Draum- stöfum hafa borist er fegurðarsían áberandi, sem gæti þýtt að hér á landi byggi nokkuð stór hópur þroskaðra (gamalla) sálna, en önnur tákn sömu drauma gefa slíkt í skyn. Fegurðinni er oft myndlýst í draumi með vatni, himni, grænum ökrum og svífandi hlutum svo sem plánetum og sólum; táknum sem vísa til sálrænna eiginleika. I draumi vefst ekki fyrir mönnum að skilgreina fegurð en í vöku er fegurðin snúið fyrirbæri. Menn hafa reynt að gefa fegurðinni ákveðin snið og hlutföll en látið tíðarandanum um útlit og áferð. „Fögur er hlíðin svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi.“ Njáls saga. (Gunnar á Hlíðarenda.) Draumar AE Mig langar til þess að biðja þig um að ráða fyrir mig drauma sem mig dreymdi. Fyrir nokkrum dögum dreymdi mig draum sem var nokkurs konar framhald af öðrum draumi sem mig dreymdi fyrir nokkuð mörg- um mánuðum. Fyrri draumurinn: Eg er á leið út úr íbúð- inni minni og þegar ég kem út í garð fannst mér nágrannar mínir hafa breytt garðinum. Allt gras var horfið og þau fáu tré sem eru venjulega í garðinum voru líka horfin en í staðinn var búið að setja niður fullt af litlum lauflausum græðlingum niður í moldina með reglulegu millibili líkt og verið væri að reyna að búa til lítinn skóg úr garðinum mínum. Einnig fannst mér húsið vera breytt en ekki af þeirra völdum (nágrannana) en ég get ekki lýst hvernig breytt húsið var. I draumn- um var ég mjög hissa yfir þessu öllu saman og var að undra mig á því hvers vegna eng- inn hafði samráð við mig og mína fjölsk. um þessar breytingar. Síðari draumurinn: í þetta sinn er ég að ganga á bak við húsið mitt og sé mér til mikillar furðu að búið er að gera svipaða hluti bakdyramegin nema að þar var skilin eftir smá rönd af grasi en allt hitt var bara mold og litlir græðlingar settir niður með jöfnu millibili. Þarna var ég jafn Mynd/Kristján Kristjánsson SUNNUDAGSSÝN laugardagsdraums. hissa og undraðist yfir því sama en að auki fannst mér ég heilsa nágranna mínum sem var uppi á þaki og var að mála þakið grænt (það er rautt núna). Þá fannst mér húsið líka breytt, það var lægra og grófara að utan og gráleitt að utan og þakið var allt í kvistum. Ráðning Það er ekki von nema þú undrist fram- kvæmdirnar og ekki sé haft samráð við þig, því samkvæmt skilningi mínum og táknfræði drauma er draumurinn að boða þér miklar breytingar (breyttur garður), eins konar aldahvörf í þínu lífi. Líkt og þú setjir á næst- unni punkt við líf þitt fram að þessu og nýr kafli hefjist (í garðinum var unnið að gerð skógar). Fyrri draumurinn gefur í skyn að undirbúningur og framkvæmd þessara breytinga verði líkt og af sjálfu sér (nágrann- arir unnu garðinn) og því munir þú stöðugt koma sjálfri þér á óvart (þú varst hissa á öll- um þessum framkvæmdum) með óvæntum frávikum á venjuföstu lífi og þú munir gera hluti sem ekki voru inni í myndinni í gær og þér kannski fjarri (breytinguna á húsinu var ekki hægt að skilgreina), en öll þessi frávik og óvæntu uppákomur leiði samt að ákveðn- um punkti. Seinni draumurinn er ákveðnari en sá fyrri og nú ertu að glöggva þig á sam- hengi hlutanna (garðurinn er að taka á sig mynd umhverfis þig alla því húsið er ímynd þín), þroski þinn margfaldast (þakið var mál- að grænt) og lok draumsins þar sem þú horf- ir á húsið þakið kvistum bendir til að þú munii’ nota hug þinn og hugmyndir óspart til að skrifa nýja kaflann. •Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Rcykjavík. Einnig má senda bréfín á netfang: krifri(S)xnct.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.