Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 53 og hvað eina sem hægt var að skiptast á skoðunum um. I lokin vorum við alltaf sammála og orðnir samherjar á móti Jóhönnu þegar hún blandaði sér í málin. Er ég fór frá Húsavík vorum við orðnir and- legir félagar, sem sóttu stuðning hvor til annars. Helgi hringdi alltaf nokkrum sinnum á hverjum vetri og sagði: „SæU,“ með þungri drynjandi röddu. „Með hverjum stöndum við núna?“ Þá höfðu synirnir verið að krefja hann svars um það með hvaða liði hann héldi í ensku knatt- spyrnunni. Við höfðum heitið því að halda alltaf með sama liðinu, en máttum skipta um lið nokkrum sinnum á vetri, eftir því hvaða lið var í efsta sæti það og það sinnið. Margar ánægjulegar stundir höfum við Helgi átt saman og alltaf fór ég betri maður frá honum. Það verður tómlegt að koma í Grafar- bakka og niður í skúr til tengdaföð- ur míns þegar Helga nýtur ekki lengur við. En minningin um eftir- minnilegan mann mun lifa. Við Kristín sendum Jóhönnu og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Ben. Það er stutt milli lífs og dauða. Vinur minn og félagi Helgi Bjarna- son hefur skyndilega kvatt þennan heim. Við sem eftir erum vitum ekki hvaðan á okkur stendur veðr- ið. Síðla dags dáðumst við að fugl- um himinsins, fiskigöngum og blíð- viðrinu. Hentum gaman hver að öðrum og ráðgerðum mannfagnaði. Daginn eftir er hann farinn í ferð- ina miklu. Til stóð að hann færi næstu daga að veiða lax suður í Laxá eins og hann hefur gert und- anfama áratugi. Af því varð ekki. Helgi hafði sérstakt lag á að njóta samskipta við annað fólk og lifði sig inn í fegurð náttúrunnar og umhverfisins. Hann tók virkan þátt í fjölbreytilegustu félögum og sam- tökum og naut þess að stunda úti- vist og veiðar bæði á sjó og landi. Hann var sjálfsagður foringi og leiðtogi hvar sem hann kom og hafði einstaka frásagnargáfu og góða söngrödd. Þegar hann upphóf raust sína á mannamótum hrifust allir með. Við áttum meðal annars samleið í Stangveiðifélaginu Flúðum og Safnahúsinu á Húsavík. í huga hans var Stangveiðifélagið merki- legur félagsskapur og hann lagði sig allan fram um að veita því líf og sál. Þannig tókst honum að auka hughrif þess að vera þátttakandi í veiðum í Laxá í Aðaldal. Sem for- maður Flúða átti hann sæti í stjóm Laxárfélagsins um langt árabil. St- arfsemi Safnahússins var honum og hugstæð. Þar er varðveitt sú menningararfleifð sem fyrri kyn- slóðir og samferðamenn Helga hafa látið eftir sig. Hann hefur að undanförnu verið í stjórn Safna- hússins. Uppbygging sjóminja- safns hefur notið starfskrafta og áhuga Helga í ríkum mæli. Hann hefur verið óþreytandi við að finna og forða frá glötun ýmsum minjum tengdum sjávarútvegi. Verk hans koma til með að setja svip á safnið um ókomin ár. Helga var lagið hvar sem hann kom að örva aðra og hvetja til virkrar þátttöku í samfélaginu og því sem gefur lífinu gildi. Það sem hann kom nærri varð dýpra og merkingarmeira við afskipti hans. Helgi varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast yndislega eigin- konu, Jóhönnu Áðalsteinsdóttur. Einstakur mannkærleikur hennar og hlýlegt viðmót snerta viðkvæma strengi í brjósti þeirra sem til þekkja. Saman mynduðu þau heiid sem ég mun aldrei gleyma. í þessum fátæklegu orðum lang- ar mig til að þakka fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga samleið með Helga Bjarna- syni. Jóhönnu vinkonu minni og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Helga Bjarnasonar. Halldór Kristinsson. “|“ Kristján G.H. Kjartansson fæddist í Reykjavík 22. júní 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. ágúst. I dag verður til moldar borinn Kristján G. Halldórsson Kjart- ansson, sem kallaður var Teddi í daglegu tali. Hann var góður fulltrúi þeiira Reykvíkinga sem fæddust um miðja öldina og bar með sér andblæ eftirstriðsáranna þegar Reykjavík var að breytast úr bæ í borg. Hann hafði einnig ferðast víða um heiminn og kynnt sér ólíka menningarheima. Þessi mikli Reykvíkingur var því einnig mikill heimsborgari og þegar við bættist að hann var orðheppinn og sá ávallt spaugilegu hliðarnar á tilverunni, fór ekki hjá því að úr yrði afar skemmtilegur persónuleiki. Teddi gat verið hrjúfur í viðmóti en þar lá þá yfirleitt gamansemi að baki því honum var einkar lagið að undirbúa jarðveginn fyrir grín með alvöru- þrunginni setningu. Og gullkornin hans Tedda misstu aldrei marks. Menn þurftu ekki að þekkja hann lengi til að kynnast því að í honum sló hjarta úr gulli og hann var óspar á góð ráð og föðurlegar ábendingar þegar á þurfti að halda. Það var vegna þessara mannkosta sem við, félagar Bjössa, mátum Tedda svo mikils. Kynni mín af fjölskyldunni hófust þegar við Bjössi, yngri sonur þeirra hjóna, gengum saman í Hagaskóla og nutum við félagar hans oft ein- stakrar gestrisni á smekklegu og vel búnu heimili hennar við Einimel. Dvaldist okkur drjúgum í eldhúsinu á spjalli við Tedda og Iðunni og hefði einhver ókunnugur legið á hleri, hefði hann vafalaust undrast að aldrei var um neitt kynslóðabil að ræða þrátt fyrir aldursmun. Annaðhvort hefur fólk gaman hvert af öðru og þá skiptir aldursmunur ekki máli og það átti svo sannarlega við um Tedda. Kristján hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og ekki síður sögu lands og þjóðar. Hann var mikill sjálf- stæðismaður og sat lengi í fulltrúa- ráði sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík. Hann var mikill flokksmaður í bestu merkingu þess orðs; fylgdi Sjálfstæðisflokknum eindregið að málum en var ófeiminn við að minna á þau stefnumál, sem flokkurinn var stofnað- ur um, og gagnrýna ráðamenn þegar hon- um fannst þeir sveigja af leið. Var það fastur liður í heimsóknum mínum á Einimelinn að Teddi vildi ræða póli- tíkina og var oft tekist hressilega á um málin. Það fór ekki hjá því að heimsóknir okkar félaganna á Einimelinn yrðu stopulli í seinni tíð þar sem Bjössi dvaldist langdvölum erlendis við nám og störf. En þótt lengra yrði á milli heimsókna, ríkti sama glaðværðin og gestrisnin á heimúinu þegar Bjössi kom heim í frí. Þau hafa verið ófá skiptin sem við höfum hist á Einimelnum um áramót til að áma hvert öðru heilla, skála í kampavíni og ekki síður til að hjálpa bræðrunum að skjóta upp þeim aragrúa flugelda, sem þeir við- uðu að sér, sumum nágrönnunum til lítillar gleði meðan á því stóð. Þótt Teddi ætti við þungbær veikindi að stríða hin síðari ár, fylgdist hann vel með gleðskapnum og heilsaði ætíð upp á okkur. Fyrir fjórum vikum hitti ég Kri- stján í sumarbústað fjölskyldunnar við Þingvallavatn en þar var sann- kallaður sælureitur þeirra hjóna. Þrátt fyrir að Teddi væri rúmfast- ur, bar hann sig vel og var óspar á gamanyrðin. Síðan fórum við út í pólitíkina og fannst mér með ólík- indum hve glöggur hann var og átti auðvelt með að rifja upp 30-40 ára gamla atburði og setja þá í sam- hengi við nútímann. Ekki datt mér því i hug að þetta yrði síðasti fundur okkar enda hét hann því að skilnaði að næst myndum við félagamir ekki hitta á hann í rúminu og þá myndi hann lyfta glasi með okkur. Örlögin hafa nú hagað því þannig að bið verður á þeirri skál. En minningu um góðan dreng mun ég halda í heiðri meðan mér endast dagar. Kjartan Magnússon. I okkar huga var það ekki bara ljóslifandi eftirmyndin, sem tengdi Kristján við Bjössa, son sinn og vin okkar, heldur einnig allt háttalag. Kristján var alltaf eins og við ungu mennimir. I huga Kristjáns vomm við jafnmiklir vinir hans, eins og vinir Bjössa. Vinaböndin við Krist- ján voru líka sterk. f þröngum en samstilltum hópi miðlaði hann víð- tækri þekkingu og ótvíræðum skoð- unum á alþjóðaviðskiptum, íslensk- um stjórnmálum og málefnum dagsins. Ég man sérstaklega eftir fyrstu heimferð minni frá Hong Kong. Eftir tuttugu klukkustunda flug tóku Bjössi og Ari mig beint á Einimelinn. Þar sátum við með Kri- stjáni inni í eldhúsi langt fram eftir nóttu að tala saman. Kristján aflaði sér mikillar viðskiptareynslu og þekkingar á ferðalögum. Ameríka sú sem hann heillaðist af sem ungur maður, var einnig sú Ameríka, sem börn hans og Iðunnar, sem og við vinir Bjössa, heilluðumst af. En Kristján var janfmikill íslendingur með útþrá og víkingur með heim- þrá. Á íslandi fannst honum allt best. Ólíkt fólki af hans kynslóð, hins vegar, var Kristján ekki heltekinn af gömlu góðu dögunum, heldur horfði fram á við. Hann hreifst sér- staklega af öllum nýjungum. Krist- ján var þannig einn fárra, sem brú- að gat svo auðveldlega bilið milli kynslóðar sinnar og okkar. Það var líka auðvelt að vera vin- ur Kristjáns. Hann var eindæma hlýr og vinalegur og léttur á brún- ina. Kristján sá mannlífið oft í sama óvenjulega ljósinu og við vin- irnir. Hann hélt upp á sama forset- ann í Bandaríkjunum og við, og sá einnig hæðnina í því að það fengist kók í Ho Chi Minh-safninu í Hanoi. Persóna Kristjáns endurspeglaðist ekki bara í fjölskyldu hans og vin- um, heldur einnig þátttöku í við- skipta- og félagslífinu, þar sem hann var gegn og heill þjóðfélags- þegn. I starfi tók Kristján alltaf þá skynsömu áhættu einkennandi fyr- ir menn, sem ná svo góðum árangri í viðskiptum: að hætta einhverju fyrir framtíðar ágóða án þess að leggja allt undir, sem unnist hefur. Hann naut líka langvinnrar virð- ingar hjá æðstu stjórnendum stór- fyrirtækja, sem hann átti í við- skiptum við. Við biðjum Guð að veita Iðunni og fjölskyldu styrk á erfiðum tínia- mótum. Það er sárt að sjá eftir slík- um manni sem Kristjáni. Við finn- um huggun í því að vináttan við Kri- stján endist okkur ævilangt. Með reynslu sinni og viðmóti mótaði hann framtíðarsýn og vonir margra. Guð blessi minningu Kristjáns G. Kjartanssonar. Jón G. Jónsson. „Vantar þig auglýsingu? Benti Pétur á mig? Auðvitað höfum við samúð með ykkur. Jöfnuður og bræðralag er fögur hugsjón, al- þjóðahyggjan líka, þótt hún blasi ekki eins við. Einhver verður þó að hugsa um veröldina, eins og þar stendm’. Heimsvelferð og viðskipti. Flokkurinn má ekki lognast útaf, hann verður að vera til.“ Ljós yfirlitum, snar í snúningum, bláu augun lýstu blíðu og kímni, KRISTJAN G.H. KJARTANSSON + á bænum Kálfa- dal í Austur- Húnavatnssýslu 12. aprfl 1908. Hún Lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 4. ágúst. Samskipti mín við ömmu mína á Skúla- götunni hófust ekki af neinni alvöru fyrr en nú á þessum áratug. Sem barn hugsaði ég til hennar sem ömmu en síðar sem mann- eskju sem hafði tilfinningar, sögu og reynslu. Lengi vel var amma á Skúló, gamla konan sem hrærði í risastórum pottum og las Morgun- blaðið í græna stólnum. Mátti ætla af stærð pottanna að hún hafi rekið stórt heimili en svo var þó ekki. Hinsvegar átti hún vini sem komu gjarnan í heimsókn til hennar og átti hún þá alltaf eitt- hvað til að bjóða uppá. Þegar ég og bróðir minn, Gummi, komum til hennar, plantaði hún okkur í eldhúsið og atti okkur í kappát eða réttara sagt magnát, þar sem hún hafði óbilandi trú á að matur væri allra meina bót. Það komu tímar þar sem mér þótti nóg um þessa trú hennar á mat. Það var sumarið 1990 þegar hún, þá áttatíuogtveggja ára, bjó með mér og Gumma í vikutíma. Eg þurfti að mæta í vinnu klukkan fjögur á næturnar og Gummi um áttaleytið. Hún vaknaði klukkan þrjú á næturnar til að elda handa mér hrísgrjónagraut áður en ég færi í vinnu og aftur klukkan sjö til að elda hafragraut fyrir Gumma bróður. Við systkinin vissum varla hvaðan á okkur stóð veðrið, en það skipti ekki máli því í augum hennar ömmu minnar var þetta hinn eðli- legasti hlutur og urðum við að lúta því. Tvennt var mikilvægt fyrir ömmu mina; að fylgjast með breyt- ingum í nútímasamfélagi og menntun. Vinahópur ömmu endur- speglaði þessar áherslur hennar og samanstóð hann af fólki á öllum aldri, konur sem karlar með próf, eins og hún kallaði það sjálf, úr hinum og þessum greinum. Amma mín hafði oft á orði að ef hún hefði verið á mínum aldri í dag þá hefði hún menntað sig, þrá hennar eftir þekkingu og menntun var mikil. Þegar ég og Lena frænka hófum háskólanám með ársmillibih, sam- gladdist hún okkur mikið og sýndi námi okkar mikin áhuga. Sjálf hafði hún lokið skyldunámi á sínum tíma en það þótti eðlilegra þá að undirbúningur húsmóðurhlutverk- isins tæki við að því loknu. Hún sagði mér þó að hún hefði „stolist" í kvöldskóla í Reykjavík og lesið. Lengi vel hélt ég að amma mín væri svolítil karlremba en þegar ég fór að kynnast henni betur kom á daginn að réttindi kvenna skiptu hana miklu máli þótt hún hefði ekki GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR ræðinn og traustur. Svona menn vilja allir eiga að vini. „Þarftu að fá auglýsinguna borg- aða? Vantar þig upp í laun fyrir prentarana? Þá verðum við nú að koma í næsta herbergi og tala við hann Ingólf frænda þinn. Athuga hvort hann sé nógu róttækur til að eiga tékkhefti. Það er nú töggur í þessum Veiðivatnamönnum." Á veggnum fyrir ofan skrifborðs- stólinn var falleg mynd af fjölmenni í veislu á Waldorf Astoria í New York. Prúðbúið fólk og hátíðar- stemmning. „Svona veislur héldu Islendingar í Bandaríkjunum um miðja öldina. Þá voru mikil viðskipti. Hérna er pabbi. Ætli hann hafi ekki átt næst- um aðra hverja innflutningsskýrslu til landsins á þesum tíma. íslend- ingar voru fljótir að rísa úr öskustónni, þegar þeir gátu. Heyrðu annars. Það er auglýsing hjá mér niðurfrá. Taktu hana bara líka.“ Orðin og umhverfið, fjölmargar heimsóknir í marga áratugi. Hjá Kristjáni var alltaf einskonar hátíð- arandi, stundum blik af ameríska draumnum, sem breytti veröldinni. Þá leið mér eins og í þá góðu gömlu daga, þegar stóri Plymouthinn kom í fjölskylduna og mamma horfði á pabba og bílinn og sagði, - að þetta væri það besta í heimi. í rauninni sameinaði Kristján hugmyndir okkar um göfug- mennsku og heiðursmanninn. Ein- staklega við hæfi að hann stýrði hér frægasta fyrirtæki veraldar. „Ætlarðu að taka myndir af henni Vigdísi Finnbogadóttur í Banda- ríkjunum? I ferðinni með öllu nor- ræna kóngafólkinu? Þú ert bjartur og aldrei komið til Bandaríkjanna. Komdu annars heim til mín í kvöld, ég á nokkra dollara. Auralaus á enginn að fara héðan til Bandaríkj- anna, jafnvel Joótt forsetinn, Ronald Reagan, sé Islendingur og forseti Islands tali þar í nafni þjóðhöfð- ingja allra Norðurlandanna. Vináttan er yndisleg tilfinning og sumir menn eru einfaldlega þannig að bara vitundin um þá skapar það geislablik í sálinni og öryggi, sem við finnum svo glöggt í vináttunni. Heilindi og góðmennska ber hana uppi. Þeir eðliskostir einkenndu fyrst og fremst Kristján, þótt sjálf- sagt hafi stundum reynt á varð- veislu þeirra í nöprum næðingi al- þjóðaviðskipta og fjármálastjómun- ar. Nú syrtir að. Við syrgjum vin, en sárastur er þó missir eiginkonu og barna, sem Kristján talaði oft um og unni heitt. Ég votta þeim mína dýpstu samúð, sem og ættingjum öllum, vinum og vandamönnum. Minningin lifir og yljar. Guð dreng- lyndis og gleði taki Kristján minn sér að hjarta og veiti honum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. hátt um það. Þegar við ræddum um málefni kvenna og hvernig þau hefðu verið hafði hún margt að segja og lá ekki á skoðunum sínum. Samt sem áður tók hún fyrir munn sér þegar henni fannst hún ganga einum of langt og hló, eins og hún væri að stelast til að hafa sína skoðun á málefnum kvenna. Amma mín lifði tíma breytinga. Hún fæddist á tímum fátæktar og sjúkdóma. Þegar hún fæddi föður minn og tvíburabróður hans komst læknirinn ekki til hennar þar sem mikill vöxtur var í ánni og engin brú hafði verið byggð yfir hana. Hún lifði tíma stríða, tæknivæðing- ar og uppbyggingar. Hún vai- óhrædd við nýjungarnar í nútíma- samfélaginu og reyndi eftir megni að fylgjast með. A níræðisafmæli sínu nýtti hún sér nýjustu fjar- skiptatæknina, GSM símann, og talaði við Gumma bróður sem þá var staddur í Noregi. Lengi var amma búin að bíða eftir að fá að fara og „hitta Guð- mund minn“ eins og hún sagði sjálf og nú loksins, eftir langa ferð um lífsins vegi, er ferðin á enda. Hvíl í friði. Guðrún Eyþórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.