Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 61

Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 61 € FRÉTTIR KIRKJUSTARF BELTABRJÓTURINN brýtur grjót í burðarlag. Morgunbiaðið/Guðiaugui Aibcrtson Eini belta- brjóturinn EINI beltabrjóturinn á landinu er notaður við vegarframkvæmdirnar á Búlandshöfða sem sagt var frá í blaðinu í gær. Stefnt er að því að ljúka þar framkvæmdum einu ári á undan áætlun. Beltabrjótur brýtur grjót í burðarlag og einnig malar- slitlag. Það er Héraðsverk ehf. á Egils- stöðum sem annast verkið og hafa starfsmenn notið veðurblíðu, eins og aðrir landsmenn, undanfama daga við verkið. Verkinu hefur miðað sérlega vel áfram, ekki síst vegna hagstæðrar veðráttu í allan vetur. SÉÐ yfir nýja vegarstæðið. Flóa- markaður „SUNNUDAGINN 8. ágúst frá kl. 14-18 verður flóamarkaður til styrktar knattspyrnustarfi 6. flokks Aftureldingar í Álafosskvos- inni,“ segir í fréttatilkynningu. „Fjöldi gesta kemur í heimsókn, ýmiskonar kynningar verða á mat og drykk ásamt mörgum uppákom- um og þrautum. Uppboð verður á listaverkum kl. 17 eftir listamennina: Þóru, Ólaf Má og Tolla sem hafa gefið verk sín til styrktar félaginu. Stjórnandi uppboðsins verður Júlli í Nóatúni. Eins verður hinn árlegi sveita- markaður í Dalnum sama dag þar sem boðið er uppá grænmeti, blóm, nýjan silung ásamt ýmsu fleiru," segir einnig í fréttatilkynningu. Tónleikar og myndlistarsýn- ing í Japis HLJÓMSVEITIN Hr. Ingi. R ásamt söngkonunni Möggu Stínu spila í dag efni af nýrri geislaplötu sinni í Japis, Laugavegi 13. Tón- leikarnir hefjast klukkan 15. Þetta er langur laugadagur og er versl- unin því opin frá 10-17. Á morgun, sunnudaginn 8. ágúst, verður opnuð ný myndlistar- sýning á Rauða veggnum í Japis á Laugavegi, milli kl. 15 og 17, en þar mun listahópurinn Artemisia opna sýningu á málverkum sem nefnist Fólk. Hópinn skipa Anna Jóna, Dodda Maggý og Eva Engil- ráð. Sýningin stendur til 5. septem- ber og er opin alla daga á sama tíma og verslunin. Safnaðarstarf Helgistund í ' Hjallakirkju HELGISTUND með altarisgöngu verður í Hjallakirkju í Kópavogi sunnudag kl. 20.30. Helgistund þessari er ætlað að gefa fólki tæki- færi á að safnast saman í húsi Guðs til íhugunar og samfélags við Drottin. Á stundinni er lögð áhersla á þátttöku kirkjugesta í orði, bæn og söng. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. * 12. Szabolcs Szamosi frá Pécs í Ungverjalandi leikur. Frfldrkjan Vegurinn. Samkoma kl. 20. Prédikun Samúel Ingimarsson. Lofgjörð, brauðsbrotning og fyrir- bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. 15. ágúst fellur samkoman niður á Smiðjuveginum vegna há- tíðarhalda í Laugardalnum. Ferming Á morgun, 8. ágúst kl. 14, verður fermd í Hallson-kirkjunni í byggð- um Vestur-íslendinga í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum Hafdís tS Anna Bragadóttir, Bústaðavegi 61, Reylqavík. Sr. Bragi Skúlason. Veöur og færð á Netinu ^mbl.is --ALLTA/= e!TTH\TA€3 HÝTT Stjórnin hljóp á sig vegna þekkingarskorts MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Finni N. Karlssyni: „Ég átti leið um aðalbrautarstöð- >na í Kaupmannahöfn snemma sl. laugardag og keypti Morgunblaðið tfl að lesa í lestinni til Jægersborg- ar. Þar sá ég að Skúli Björn Gunn- arsson hefur verið ráðinn forstöðu- maður Gunnarsstofnunar. Ekki tek ég nærri mér þótt ég fengi ekki starfið og óska Skúla alls góðs og ekki síður Elísabetu, konu hans, sem ég er persónulega kunnugur. Eg tek það hins vegar mjög nærri mér hvernig stjórn stofnunarinnar befur haldið á málum, og það geri ég bæði sem umsækjandi og Austfirð- ingur. Það ber þeirri stjórn sem starfaði að málinu sérkennilegt vitni að eng- inn þar innanborðs skyldi þekkja skrif Arthúrs Björgvins um Gunnar Gunnarsson og birt voru í Þjóðlífi og víðar. Enginn í stjórninni hafði held- nr hugmynd um deilur hans við Franziscu Gunnarsdóttur sem ekki voru sérstaklega fyrirferðarlitlar á sínum tíma. Stjórnin byrjaði á að hlaupa á sig vegna þekkingarskorts (varðandi Arthúr Björgvin) og þurfti síðan að ganga á bak orða sinna og á nú yfir höfði sér máls- höfðun Helgi Gíslason segir í Mbl. að það hafi þótt „eðlilegt" að taka við um- sókn Skúla Björns þótt hún bærist uiörgum vikum eftir að umsóknar- ftestur rann út og á allra vitorði hverjir hefðu sótt. Mér er óskiljan- legt hvernig einhver getur kallað shkt „eðlilegt" og síst af öllu Helgi Gíslason vegna þess að það var hann sem ýtti Skúla á flot þegar 3 vikur voru liðnar frá skiladegi umsókna. Eg get sagt Helga það til hróss að hann viðurkenndi það þegar ég gekk á hann núna í vikunni. „Eðlilegt“ var þetta ekki en e.t.v. hægt. Þetta vek- Ur spurningar um hvort Helgi var ekki orðinn vanhæfur fyrir vikið. Ég hygg að fleiri umsækjendur hefðu viljað standa í þeim sporum að vita fyrirfram hverjir keppinautarnir yrðu. Það var fagleg ráðstöfun að láta ráðningastofu meta umsækjendur. Það var líklegt til að tryggja að for- dómar, slúður og klíkuskapur réði síður ferðinni. Stofan fékk hins veg- ar ekki frið til að vinna sitt verk, ekki einu sinni að ljúka við heildar- mat á umsækjendum. Þeir þættir sem Gallupstofan var látin skoða, og skiptu að mati stjórnarinnar mestu, var hvernig umsækjendur myndu duga til að selja sápu eða skóhlífar og reka ríkisstofnun á sviði ferða- þjónustu og veitingasölu á Skriðuklaustri. Afskipti og reynsla umsækjenda af starfsemi hliðstæðri þeirri sem fara á fram hjá stofnuninni, skv. reglum sem menntamálráðherra hefur sett, var ekki rannsökuð. Ekki var haft fyrir því að leita álits með- mælanda umsækjenda eða yfir- manna þeirra. Þegai- ég kom heim frá útlöndum fyrir nokkrum dögum ákvað ég að afla mér upplýsinga frá fyrstu hendi um það sem að mér snýr varðandi Klausturmál því ég hafði lítið fylgst með gangi mála frá því að ég fór burt í vor. Rétt er að fram komi að ég hef aldrei átalið stjórnina fyrir að hafa ráðið annan umsækjanda en mig. Einnig er rétt að fram komi að gagnrýni mín á Helga Gíslason snýr einvörðungu að störfum hans í stjórn Gunnarsstofnunar. Þar sem leiðir okkar hafa legið saman annars staðar hef ég ekki undan neinu að kvarta. Það sem skipti mig mestu máli var að fá að vita hvað lá til grundvallar mati á mér bæði hjá Gallup og stjórn Gunnarsstofnunar. Hjá Gallup voru þessar upplýsingar auðfengnar og það í smáatriðum. Ég hafði einnig samband við Helga Gíslason og bað hann að leggja spilin á borðið því það skipti mig miklu máli persónulega að fá skýringar. Það er vont að fá dóm, sérstaklega í sinni heimabyggð, en vita ekki forsendur hans. Ég hafði þar ekki síst í huga orð sem Helgi lætur falla um mig í Morgunblaðs- greininni að ekki „sé víst að sá sá hæsti í einkunnagjöf [hjá Gallup] sé endilega gæddur þeim eiginleikum sem sóst sé eftir“. Ég sagði honum að það skipti mig miklu meira máli að fá skýringar heldur en gapa um málið í fjölmiðlum. Hann fagnaði þeirri afstöðu og fór að tala utan af því að ég yrði fljótlega settur á spena hjá hinni nýfæddu menning- arstofnun. Hins vegar bað hann um frest til veita þær upplýsingar sem ég óskaði eftir því hann vildi hafa samband við aðra stjómarmenn. Að loknum þeim fresti sneri hann aftur tómhentur. Þar með var þeirri leið sem ég lagði til hafnað. Stjómin er enn einu sinni orðin uppvís af slæm- um vinnubrögðum, hefur greinilega eitthvað að fela, hefur ekkert lært. Ekkert er mér fjær á þessari stundu en að þiggja mola sem kunna að hrökkva af veisluborði þeirrar stjórnar sem nú stýrir Gunnars- stofnun og hefur orðið fjórðungnum til minnkunar. Ég á einhvers staðar búnað til að herma eftir fuglum og ég myndi til þrautar reyna að fram- fleyta mér á honum frekar en ganga í náðarfaðm Helga Gíslasonar og hans kumpána í stjórn Gunnars- stofnunar." Finnur N. Karlsson var einn umsækjanda um starf forstöðu- manns Gunnarsstofnunar. ERTU FITUBOLLA? Viltu snúa við blaðinu? Hjálp fæst! S. 426 7426 f. hádegi. Díana. UTSALAN Litir: svart/brúnt/blátt Stærðir: 36—41 Teg.: Sabu Verð: óðut 4 77'r nú 1.995,- oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 ^LrFu"‘af nýÍUmVÖrUm^^tor Fjölbreytt vöruúrval Rammnr og Speglnr Ýmsar Stmrðir Ýmmar Corðlr Vinrskki B-80. B-87, D-33 Tllboð: 15.900 Blaðagrínd H-55, B-50, D-24 ■ Verð: 6.900 KistUl H-47, B-80. D-40 Verð: 17.900 Bæjarhrauní 14 /v, r 220 Hafnarfirði UU*UI simi 565 3710 Freemanshúsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.