Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 1
*V0tmHfifeife STOFNAÐ 1913 176. TBL. 87. ARG. SUNNUDAGUR 8. AGUST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Okuprófum aflýst vegna sólmyrkva MIKIÐ sðlmyrkvafár hefur gripið um sig í Bretlandi og víðar þar sem skuggi tungls- ins mun lenda á jörðinni á miðvikudaginn. Almyrkvi verður á 111 km breiðu belti sem nær frá miðju Atlantshafi og berst með 2.450 km hraða yfir suðvesturodda Englands, Frakkland, Suður-Þýzkaland, Austurríki, Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgaríu og áfram austur yfir Svartahaf, Tyrkland, Irak, Iran, Pakistan og Indland unz hann endar í Bengalflóa. Lengst mun verða hægt að virða almyrkvann fyrir sér i Rúmeníu, þar sem hann mun vara i 2 mínútur og 23 sekúndur. Yfirvöld í Bretlandi hafa af völdum hins væntanlega sólmyrkva aflýst þúsundum ökuprófa, sem fara áttu fram um miðjan dag á miðvikudag þar sem ðttazt er að þeir sem undirgangast prðfin tapi athygl- inni þegar myrkur skellur skyndilega á um hábjartan daginn. Brezk yfirvöld hafa líka áhyggjur af umferðaröngþveiti þegar um ein og hálí' milljón landsmanna reynir að flykkjast til Cornwall, sem búizt er við að gerist fram á miðvikudaginn, en í þeim landshluta sést sólmyrkvinn bezt. Dauðarefsingar skuli víkja BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hefur beð- ið Dúmuna, rússneska þingið, formlega um að nema lög er kveða á um dauðarefs- ingar úr gildi í samræmi við ályktanir Evrdpuráðsins. Talið er þó óliklegt að þingmenn muni fallast á beiðni Jeltsíns fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu þingkosn- ingar í desember nk. Rússneskur ahnenn- ingur er afar fylgjandi dauðarefsingum og telur að þær séu nauðsynlegar til að stemma stigu við sívaxandi glæpaöldu. Rússnesk stjórnvöld hétu því að afnema dauðarefsingar á innan við þremur árum eftir að Rússar urðu aðilar að Evrópuráð- inu árið 1996. Með setu í Evrópuráðinu er aðildarríkjum þess meinað að fi-amkvæma dauðarefsingar á friðartúnum. Skjöl um dauða Díönu prinsessu BANDARÍSK stjórnvöld eiga í fórum sih- um skjöl er varða dauða Díönu prinsessu en vilja ekki láta þau af hendi vegna ógn- ar við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian. I fréttinni kemur fram að Þjóðaröryggismálastofiiun Bandaríkjanna hafi ekki ætlað að sér að rannsaka dauða Díönu en að upplýsingar um tildrög dauða hennar hafi borist stofiiuninni við venju- bundna upplýsingaöfiun. Skæruliðaátök í Kákasushéruðum Rússlands Stepasjín skipar hernum á vettvang Moskvu. Reuters, AFP. SERGEI Stepasjín, forsætisráðherra Rúss- lands, fyrirskipaði í gær að herinn kæmi á friði og spekt í Dagestan-héraði í Kákasusfjöllum, á landamærum Rússlands og Tsjetsjníu, þar sem skæruliðar múslíma umkringdu tvö þorp í gærmorgun, að sögn rússneskra fréttastofa. Anatoly Kvasjnín, yfirhershöfðingi land- hersins, og Vjatsjeslav Ovtsjíníkov, yfirmaður öryggissveita innanríkisráðuneytisins, fengu skipanir um að grípa tafarlaust til aðgerða „til að koma skikk á ástandið á landamærum Da- gestan og Tsjetsjníu", eftir því sem háttsettur embættismaður í Moskvu tjáði fréttamönnum. Jtar-Tass-fréttastofan sagði hershöfðingjun- um hafa verið gert að fást við vandann „af há- marksskilvirkni". Stepasjín, sem er á embættisferðalagi í Volga-héraði austur af Moskvu, ræddi í gær í síma við héraðsleiðtogann í Dagestan, Ma- gomedali Magomedov, um ástandið á átaka- svæðinu. Rússneski herinn háði á árunum 1994-1996 með hléum stríð við uppreisnarmenn múslíma í Tsjetsjníu, sem hann tapaði. Stepasjin lýsti því yfir á föstudag að ekki myndi koma til neins nýs stríðs í Kákasushéruðunum en sagði að hvers konar tilraunum róttækra múslíma til að sölsa hluta þeirra undir sig yrði mætt af fullu afli. Sagðir vitfa sameiningu við Tsjetsjníu Frá því sl. mánudag hefur spenna aukizt mikið á landamærum Dagestan og Tsjetsjníu, þegar 11 manns létu lífið í átökum sem stjórn- völd gerðu skæruliða múslíma, sem vildu koma á íslamskri stjórn og sameina hluta Dagestan Tsjetsjníu, ábyrga fyrir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofa fór um 200-500 manna flokkur vopnaðra manna yfir landamærin frá Tsjetsjníu inn í Dagestan snemma í gærmorgun. I flokknum voru sagðir vera bæði Tsjetsjenar og Dagestanar. Stepasjín lék stórt hlutverk í hrakfaraherför Rússa á hendur uppreisnarmönnum í Tjset- sjníu, en á meðan á henni stóð fór hann fyrir rússnesku leyniþjónustunni. Moskvustjórnin hefur nú í raun ekkert vald yfir Tsjetsjníu þótt opinberlega sé hún enn hluti Rússlands. Morgunblaðið/RAX Bær Eiríks rauða endurreistur FRAMKVÆMDIR við endurgerð bæjar Eiríks rauða i' Brattahlíð á Grænlandi ganga vel. Smíði bæjarins og kirkju við hann hófst á Islandi í byrjun ársins, með aðferðum sem talið er líklegt að notaðar hafi verið á túnum Eiríks rauða. Bærinn var fluttur til Brattahlíðar í vor þar sem 14 manna vinnuhópur frá ístaki og Torf- og grjðthleðslunni ehf. hafa unnið að bygg- ingu hans í sumar. Engir málmnaglar eru notaðir við smíðina og torf og grjót í veggjum er grænlenzkt, þótt gott torf sé þar vandfundið. Framkvæmdum lýkur að mestu í haust og verður bærinn vígður við hátíðlega athöfh í júlí á næsta ári. -----------?-?-?--------- Hert að andófs- mönnum í Kína Peking. Reuters. KÍNVERSK stjórnvöld hafa hert á aðgerðum gegn meintum stjórnarandstæðingum, nú þeg- ar 50 ára afmæli ,^auða Kína" nálgast. I gær greindu mannréttindasamtök frá því að til stæði í vikunni að fella fangelsisdóma yfir fjór- um baráttumönnum fyrir auknum lýðréttind- um í Kína. í liðinni viku voru fjórir aðrir dæmdir, einn þeirra í 13 ára fangelsi, en það er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp yfir kínverskum andófsmanni á árinu. HAFA LÆKNAR DREGIST AFTUR ÚR? 10 Lisfin hans Nóa Smíðaði húsgögn fyrir Davíð Stefánsson FLJOTANDIIS TRYGGIR FERSKARI VÖRU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.