Morgunblaðið - 08.08.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 08.08.1999, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Þenslan á hlutabréfamarkaðnúm í Bandaríkjunum Næsta loftbóla sem springiir? FJÁRFESTAR fagna gengishækkun bandarískra hlutabréfa í kauphöllinni í New York. Reuters eftir Jeffrey Sachs The Project Syndicate. VERULEGAR líkur eru á því að uppganginn í efnahag Bandaríkj- anna megi rekja til loftbólu gróða- bralls af sama toga og bólumar sem sprungu í mörgum löndum heims fyrr á þessum ái-atug - Jap- an, Kóreu, Mexíkó, svo fá dæmi séu nefnd. Goðsögnin um efnahagsleg- an ósigranleika lágu að baki þess- um fjármálaloftbólum. Japanir töldu sig ósigrandi fyrir tíu árum. Þótt ótrúlegt sé töldu margir alvöruþrungnh- fjármála- spekingar á þessum tíma að japönsk fyrirtæki væru um það bil að sigra heiminn ... það er að segja áður en gengi japanskra hlutabréfa lækkaði um rúm 50 prósent. Síðar héldu Mexíkóar að nýir samningar þeirra um frjáls viðskipti við Bandaríkin myndu leiða til mikils hagvaxtar... nokkrum mánuðum áður en efnahagurinn hrundi í mestu kreppunni í Mexíkó í ára- tugi. Margir Bandaríkjamenn telja nú bandaríska efnahaginn óstöðvandi, að Netbyltingin sem hafín er í Bandaríkjunum sé mesti viðburð- urinn frá sjálfri iðnbyltingunni. Slíkar ýkjur og þenslan á banda- ríska hlutabréfamarkaðnum, sem byggist á þessum ofurbjartsýnu viðhorfum, ættu að gefa mönnum tilefni til að staldra strax við og at- huga sinn gang. Hafa menn gerst sekir um hroka, eins og í fyrri loft- bólunum? Fari svo að bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hætti að vaxa, eða dragist jafnvel saman, hverjar verða þá afleiðingarnar fyrir önnur röd heims? Bandaríkin eru knúin áfram af tveimur þáttum, sem eru vissulega til marks um raunverulegan styrk - sveigjanleika markaðskerfísins og mikilli djörfung við þróun nýrr- ar tækni. Úppgangurinn í Banda- ríkjunum að undanförnu byggist að miklu leyti á gífurlegum fjárfest- ingum bandarískra fyrirtækja í nýju upplýsingatækninni. Með sinni sérstæðu blöndu af frjálsum mörkuðum og nýsköpun er banda- ríski efnahagurinn í reynd að end- urskapa sjálfan sig með ótrúiegum hraða. Fjármálaloftbólur byggjast hins vegar oft á sönnum efnahags- legum styrk. Þetta ástand skapast þegar þessi styrkur tekur skyndi- lega á sig ýkta, jafnvel goðsagna- kennda, mynd í augum fjárfesta, sem eru þá tilbúnir að kasta gífur- legu fé í hlutabréfamarkaðinn án þess að gaumgæfa hvort þeir geti gert sér raunhæfar vonir um hagn- að þegar fram líða stundir. Nýlega kom upp gott dæmi um þetta. Ámazon, frumkvöðull í smá- sölu á Netinu - fyrst á bókum og nú á nánast hverju sem er - til- kynnti að fyrirtækið hefði tapað 138 milljónum dala (tæpum 10 milljörðum króna) á öðrum fjórð- ungi ársins þótt sölutekjurnar hefðu þrefaldast og væru nú 314 milljónir dala (22,6 milljarðar króna). Fjárfestar voru í sjöunda himni yfir þessari auknu sölu en gáfu engan gaum að því fyrirtækið er enn rekið með tapi... tapi sem endurspeglar lágan söluhagnað vegna mikillar samkeppni á bandaríska smásölumarkaðnum. Eftir þessa tilkynningu fyrirtæk- isins hækkaði gengi hlutabréfa þess um 4 prósent! Fyrirtækið hef- ur aldrei skilað hagnaði og bókfært verð eigna þess er um 650 milljónir dala (47 milljarðar ki’óna). Samt er fyrirtækið metið á 19 milljarða dala (1.400 milljarða króna) á hluta- bréfamarkaðnum, sem gerir það eitt af 300 stærstu fyrirtækjum heims miðað við markaðsverð! Þetta bendir til þess að dóm- greind bandarískra fjárfesta hafí brenglast. Jú, vissulega hafa komið fram fjölmargar kenningar sem eiga að sanna að markaðsverðið sé hárrétt. Ef til vill verður herskari viðskiptavina Amazon til þess að fyrirtækið skili að lokum hagnaði, en það hefur ekki enn verið sannað. Hvað gerist hins vegar ef fjármála- markaðirnir hafa á röngu að standa, eins og svo oft hefur gerst í heiminum á síðustu 10 árum? Hvað gerist ef sæluvímunni fylgir hrun? Eitt er víst: bandarískir neytend- ur myndu láta af kaupæði sínu og það myndi hægja á bandaríska efnahagnum. En myndi það valda samdrætti í Bandaríkjunum? Ef til vill skammvinnum en líklega ekki djúpstæðum. Með lágri verðbólgu, tiltölulega traustu bankakerfi og fjárlagaaf- gangi myndi bandaríska stjórnin líklega hafa svigrúm til að draga úr áfallinu með fjármálastefnu sinni. Nokkrir fjárfestar myndu vissu- iega verða gjaldþrota, en verði ástandið ekki enn villtara en nú er myndi bandaríska fjármálakerfíð Iíklega standast afturkippinn óskaddað þrátt fyrir allverulega leiðréttingu á hlutabréfamarkaðn- um. Yfirvöld í Bandaríkjunum þurfa samt sem áður að fylgjast grannt með lánastarfsemi bank- anna til að tryggja að sæluvíma fjárfesta breytist ekki í holskeflu vanhugsaðra útlána. Myndu önnur ríki heims verða fyrir miklum skaða vegna leiðrétt- ingar á bandaríska hlutabréfa- markaðnum, til að mynda með minni útflutningstekjum vegna samdráttar í Bandaríkjunum? Lík- í stuttu máli má segja að uppgangurinn í bandaríska efnahagn- um kunni að vera fjár- hagsleg loftbóla. Milljónir Bandaríkja- manna sem telja sig nú fjárfestingarsnill- inga gætu orðið fyrir vonbrigðum ef og þegar bólan springur. Jafnvel þótt banda- ríska stoltið bíði hnekki og einkaneysl- an í Bandaríkjunum minnki verður efna- hagur heimsins lík- lega ekki fyrir miklum skaða. lega myndu þau áhrif einnig verða fremur væg. Ríki í Evrópu, Asíu, Rómönsku Ameríku og Afríku myndu annars vegar standa frammi fyrir minni markaði í Bandaríkjunum, en hins vegar er líklegt að auðveldara yrði fyrir þau að laða til sín meira fjármagn þar sem minna fé myndi streyma í bandaríska efnahaginn. Aukin fjár- festing heima fyrir gæti því vegið upp á móti minni útflutningstekj- um, einkum ef þessi ríki lækka vexti sína komi til samdráttar í Bandaríkjunum. I stuttu máli má segja að upp- gangurinn í bandaríska efnahagn- um kunni að vera fjárhagsleg Ioft- bóla. Milljónir Bandaríkjamanna sem telja sig nú fjárfestingarsnill- inga gætu orðið fyrir vonbrigðum ef og þegar bóian springur. Jafnvel þótt bandaríska stoltið bíði hnekki og einkaneyslan minnki verður efnahagur heimsins líklega ekki fyrir miklum skaða. Ráðamenn í ríkjum heims ættu að hafa stjórn- tæki - einkum peningaleg - til að draga úr skaðanum, ef þeir nota þau rétt. Höfundurínn er forstöðumaður Al- þjóðlegrar þróunarstofnunar við Harvard og „Gallen Stone“-pró- fessor í alþjóðlegum viðskiptum við Harvard-háskóla. Hann hcfur veríð helsti erlendi efnahagsráð- gjafi ríkisstjóma Rússlands, Pól- lands og Bólivíu. Menntun í hundana London. Reuters. MENNTUN í Bretlandi er á leiðinni í hundana. Að minnsta kosti telur eitt af bresku kennarasamböndunum, að svo ætti að vera en forystumenn þess hafa óskað eftir því að hundum verði beitt til að tryggja aga í skólum. Hugmynd Wendy Dyble, sem kenn- ir við bamaskóla á Hjaltlandi, um að notast verði við hunda til að 'tryggja röð og reglu í skólastofunni fékk góð- an stuðning meðal fulltrúa á ársfundi eins af bresku kennarasamböndunum á dögunum. Að hennar sögn gagnast stórir hundar vel við að safna bömun- um saman og tryggja að þau standi prúð og stillt þegar þess er óskað. Umrætt kennarasamband er minnst slíkra samtaka í Bretlandi og af mörgum talið innihalda flesta furðufuglana. Vandað kortasett af íslandf: Ferðakort 1:600 000 og fjögur landshlutakort 1:300 000 í hentugu hulstri og fallegri öskju (slandskort Máls og menningar eru landakort nýrrar aldar, sniðin að þörfum ferðamanna. Verð I —-1 - wr.-— - . 4,S00.-rí|s.okk<.rt www.mm.is 'IUno SLaSíd Mál og menmng Laugavegi 18 ’ Sfmi 515 2500 • Síöumúla 7 • Sfmi 510 2500 V angaveltur um eft- irmann Carls Bildts Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „NÚ er lag að gera það, sem fyrr eða seinna verður að gerast,“ sagði Carl Bildt formaður Hægriflokksins er hann tilkynnti í fyrradag, að hann gæfi ekki kost á sér sem for- maður er kjörtímabil hans rennur út í haust. Kynslóðaskipti í Hægri- flokknum eða ekki er spumingin, sem nú brennur á vörum flokks- bræðra hans og annarra Svía. Ákvörðunin kom dálítið á óvart þar sem ýmsum hafði skilist, að Bildt hygðist halda áfram. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur allmikið undanfarið, meðal annars fyrir að vera of mikið fjarverandi og fyrir að hlusta ekki á það, sem aðrir hafa til málanna að leggja. 13 ár sem formaður eru líka langur tími í nútíma stjórnmálum. Sjálfur talaði hann einnig um að ábyrgðin væri mikil og þung, það væri annað og meira í lífinu en stjórnmál. Bildt kvæntist í fyrra ítalskri samstarfskonu sinni frá Bosníu en hún er þriðja kona hans. Undrabarn í stjómmálum Þegar á menntaskólaárunum komst Bildt í fjölmiðlana er hann gagnrýndi skólasystkin sín fyrir að nota sér kennaraverkfall til að taka sér frí. Þegar hann varð stúdent 1968 voru það ekki stúdentaupp- reisnir, sem áttu hug hans allan, heldur ferðaðist hann um Austur- Evrópu og hreifst af frelsishreyf- ingum, sem þar voru í fæðingu. Þar var lagður grunnur að áhuga hans á utanríkis- og öryggismálum, sem hann hefur einkum einbeitt sér að. Það var í byrjun níunda áratugar- ins að Svíar fóru að taka eftir skel- eggum hægrimanni, sem hafði ákveðnar skoðanir á málunum. Þá lenti þeim Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra og leiðtoga jafnað- armanna, harkalega saman um ferðir sovéskra kafbáta. Bildt varð síðan formaður flokks- ins 1986,37 ára að aldri. Fimm árum síðar varð hann forsætisráðherra og leiddi stjóm á miklum samdráttar- tímum. Borgaraflokkamir náðu ekki að halda völdum eftir kosningamai- 1994 og árið eftir varð hann fulltrúi ESB í Bosníu. Eftir tvö ár kom hann heim en það ergði ýmsa flokksmenn hans hve hann hafði augun áfram á Bosníu. Ekki tókst að mynda hægri- stjóm eftir kosningamar sl. haust og aftur hvarf Bildt til starfa erlendis, nú sem sérlegur sendimaður í Kosovo á vegum Kofí Annans, íram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og þvi heldur hann áfram. Bildt-eftirlíking eða eitthvað annað? Bildt er virtur fyrir góðar gáfur en vinsæll og alþýðlegur er hann ekki. Líkt og Palme var hann undrabam í stjómmálum með yfirbragð gáfu- manns af aðalsættum, ekki alveg laus við hroka þótt hann þyki skemmtilegur við nánari kynni. I flokknum hefur Bildt gnæft yfír flokksmenn sína. Það hefur gjaman verið talað um að í kringum hann hafí valist Biidt-eftirlíkingar, karlar á svipuðum aldri og hann en bara ekki eins afgerandi. Fyrstu nöfnin, sem nefnd vom í fyrradag, vom nöfn leiðandi flokks- manna úr þessum hópi. Auk karl- anna er þarna Chris Heister, mjög skelegg þingkona. Hún myndi tví- mælalaust ljá flokknum annan blæ en verið hefur. Einnig var nefnt að ekki væri úr vegi að koma á kyn- slóðaskiptum nú, taka einhvem af yngri kynslóðinni rétt eins og þegar Bildt tók við. Gallinn er að það fólk er reynslulaust og lítt þekkt. Flokk- urinn stendur því frammi fyrir ýms- um erfiðum spumingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.