Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 4

Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 4
4 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 1“ MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 12/9 -18/9 ►KOMIÐ hefur í ljós að brottfall tvítyngdra ung- linga, sem notið hafa aðstoð- ar nýbúafræðslu, úr fram- haldsskólum hefur verið á milli 90 og 100% seinustu ár. ►SAMTÖK atvinnulífsins voru stofnuð formlega í vik- unni, en að þeim standa Vinnuveitendasambandið, Vinnumálasambandið og sjö aðildarfélög. Finnur Geirs- son var kjörinn formaður samtakanna. ►TEKJUR ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins eru mun meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Inn- heimtar tekjur ríkisins voru 7,1 milljarður umfram áætl- un fjárlaga og er ein hclsta ástæða umframteknanna veruleg aukning skatttekna en þær voru 5,7 milljarðar umfram áætlun. ►FJÖLDI aurskriðna féll milli Eskifjarðar og Reyðar- íjarðar aðfaranótt föstudags, sú stærsta tæpur hálfur kíló- metri á breidd. Mildi þykir að mannfjón hafi ekki orðið á bænum Tóarseli í Breiðdal þar sem skriða féll á útihús og íbúðarhús. ►MEISTARAFLOKKUR KR í kvennaknattspyrnu tryggði sér sigur gegn Brciðabliki í bikarkeppninni. KR varð einnig Islandsmeistari. Stjarnan og Fylkir hafa tryggt sér sæti í úrvaldsdeild karla í fótbolta. ►SEÐLABANKINN hefur ákveðið að hækka vexti bankans í viðskiptum við lánastofnanir um 0,6%. Þetta er fjórða vaxtahækkunin á liðlega einu ári, en samtals hafa vextir hækkað um 1,8%. Forseti Eistlands á fslandi FORSETI Eistlands, Lennart Meri, kom í þriggja daga opinbera heimsókn hingað til lands. Þess var minnst að ís- lendingar voru fyrstir til áð viður- kenna sjálfstæði Eistlands, Lett- lands og Litháens. Meri sagði að Is- lendingar mættu aldrei vanmeta hlutverk sitt í mál- efnum Eistlands og Eystrasaltsríkj anna á sínum tíma. Þjóð- in hafí rétt Eistlendingum hjálparhönd og því muni þeir aldrei gleyma. Hægja þarf á efna- hagsstarfseminni DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á stofnfundi Samtaka atvinnulífsins að hægja þurfi á efna- hagsstarfseminni til að verðbólgan fari ekki úr böndunum. Hann sagði að stjórn peningamála yrði miðuð við að tryggja stöðugt verðlag. Ríkissjóður yrði rekinn með verulegum afgangi á næsta ári, skuldir ríkisins yrðu greidd- ar hratt niður, ýmsum framkvæmdum yrði frestað um hríð og almennur sparnaður örvaður. Grunaðir fíkniefnainn- flytjendur dæmdir í gæsluvarðhald FJÓRIR menn á þrítugsaldri hafa ver- ið úrskurðaðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald í tengslum við stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hérlendis. Lagt var hald á 24 kg af hassi, 6.000 e-töflur, 4 kg af amfetamíni og 1 kg af kókaíni. Danska lögreglan leitar nú tveggja Islendinga í Dan- mörku sem munu einnig vera viðriðnir málið. Þá hefur lögreglan lagt hald á átta bifreiðir. Lennart Meri Fellibylur veldur miklu tjóni FELLIBYLURINN Floyd geystist í vikunni yfír Bahama-eyjar og suðaust- urströnd Bandaríkjanna og olli víð- tæku tjóni og mestu fólksflutningum á friðartímum. Aðfaranótt miðvikudags fór Floyd yfir Bahama-eyjar en hélt síðan í norðurátt og lét til sín taka á Flórída þar sem viðbúnaður hafði verið hinn allra mesti. Styrkur Floyds var yfir 200 km/klst. þegar mest lét og var eyðileggingarmátturinn slíkur að yfir þremur milljónum manna á suðaustur- strönd Bandaríkjanna var gert að halda á brott af heimilum sínum svo tryggt yrði að manntjón hlytist ekki af. A fimmtudagsmorgun gekk Floyd á land við Cape Fear og var þá vindhrað- inn 177 km á klukkustund. Flug- og lestarsamgöngur fóru úr skorðum vegna óveðursins og ringulreið var á mörgum flug- og lestarstöðvum. Ur- hellisrigning fylgdi slóð Floyds og mik- il ölduhæð við ströndina. A fóstudag hélt Floyd inn í Virginíu og áfram norðurleiðina í átt að Kanada. Hafði fellibylurinn þá misst mikinn mátt en víða ríkti þó neyðarástand vegna mik- illa flóða. Alls er talið að sjö manns hafi týnt lífi vegna náttúruhamfaranna - aðallega vegna gífurlegs úrhellis og flóða. Hryðjuverkaalda í Rússlandi RÚSSNESK stjórnvöld glíma nú við hryðjuverk sem 'rakin hafa verið til skæruliðasveita múslima sem styðja baráttu Tsjetsjena og múslima í Da- gestan fyrir sjálfstæðu íslömsku ríki í Norður-Kákasushéruðunum. Á fimmtudag var þriðja tilræðið er fjöl- býlishús í borginni Volgodonsk var sprengt í loft upp. AIls hafa yfir 300 al- mennir borgarar týnt lífi í árásum hryðjuverkamanna. 27 menn hafa verið handteknir vegna málsins. ►NOKKUR þúsund indónesískra hermanna fóru frá Austur-Tímor á föstudag vegna komu alþjóðlegs frið- argæsluliðs á vegum Samein- uðu þjóðanna til landsins. Ástralar munu stjórna að- gerðum hersveita um átta þúsund manna sem koma munu víðs vegar að. Hafa skipuleggjendur lýst yfír áhyggjum af leyniaðgerðum indónesiska hersins gegn friðargæsluliðinu. Mikil neyð er meðal íbúa A-Tímor en talið er að um 150.000 manns séu þar í felum og yfir 200.000 hafí flúið landið. ►EVRÓPUÞINGIÐ sam- þykkti á miðvikudag með yf- irgnæfandi meirihluta at- kvæða nýja framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins undir forystu Romanos Prod- is. Prodi lýsti því yfir sam- dægurs að nú gengju í hönd nýir tímar ráðvendni og ein- lægni innan sambandsins. ►JÚRÍ Skúratov, fyrrum rík- issaksóknari í Rússlandi, lýsti því yfir á fimmtudag að um 175 milljarðar ísl. króna sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði rússneskum stjórn- völdum fóru í raun aldrei til Rússlands heldur voru pen- ingamir notaðir til að bæta stöðu nokkurra stórra rúss- neskra banka. ►245 manns sluppu lifandi er Boeing-757 þota breska flug- félagsins Brittannia Airways brotnaði í þrennt í lendingu á Girona-flugvelli á Norðaust- ur-Spáni. ðtrúleg mildi var að enginn skyldi týna lífí. Er talið að slysið megi rekja til óveðurs. __________FRÉTTIR______ Garðyrkjubændur nota vikur í auknum mæli NOTKUN raflýsingar er sífellt að aukast í íslenskum gi’óðurhúsum og hefur hún valdið nokkrum breyting- um í ræktun agúrkna og tómata hér á landi. Stór hluti agúrkubænda notar nú raflýsingu til ræktunar og hefur það leitt til þess að jafnt framboð er af agúrkum allt árið og þar að auki er verð á þeim stöðugra. Notkun á vikri við ræktunina hefur aukist verulega að undanförnu. Unnt hefur verið að flýta upp- skeru tómata um tíu vikur með raf- lýsingu og segir Unnsteinn Egg- ertsson, framkvæmdastjóri Sam- bands garðyrkjubænda, að nú megi fara að búast við tómatauppskeru um miðjan janúar. Raflýsing við tómatarækt sé þó ekki orðin eins al- menn og við agúrkuræktina og því séu þessir vetrai'tómatar ennþá frekar dýrir en verðið muni lækka um leið og fleiri bændur byrji að nota þessa aðferð. Framtíðarsýnin sé sú að hægt verði að bjóða upp á tómata allan ársins hring. Unnsteinn segir að tOraunir hafi verið gerðar með jarðarberjarækt með raflýsingu og reynt verði að setja íslensk jarðarber á markað fyrir næstu jól. Hann segir að meg- inforsenda þess að bændur fari að nota raflýsingu í auknum mæli og geti þannig boðið upp á fleiri teg- undir grænmetis og ávaxta allt árið sé að verð á raforku til greinarinnar lækki verulega frá því sem nú er. Úr steinull í vikur Flestir bændur sem rækta græn- meti í gróðurhúsum nota steinull til ræktunarinnar. Nokkuð er þó um að garðyrkjubændur séu farnir að rækta í íslenskum vikri og segir Unnsteinn að það sé mjög jákvæð þróun. „Það er betra fyrir umhverf- ið að nota vikurinn því steinullinni Æ fleiri agúrkubændur nota nú raflýsingu til ræktunarinn- ar og hefur það leitt til fram- boðs á þeim allt árið og stöðugra verðs. fylgja plastumbúðh sem þarf að losna við þegar henni er fargað. Vikrinum má hins vegar einfaldlega Morgunblaðið/Jim Smart breyta í göngustíga eða annað þeg- ar hlutverki hans er lokið. Ástæða þess að bændur treysta sér í sí- auknum mæli til að nota vikurinn er sú að ákveðin reynsla er komin á notkun hans í Hollandi. íslenskur vikur hefur verið fluttur þangað til ræktunar og reynst vel og því er sjálfsagt að bændur hér noti hann.“ Hann segir að stofnkostnaður vik- urs muni vera hærri en steinullar en að á móti komi að hann endist lengur. Unnsteinn segir að íslenskir garð- yrkjubændur hafi þá sérstöðu að nota nær einungis lífrænar varnir, í stað eiturefna, við ræktun sína, en lífrænar vamir felist í því að skor- dýr sem hafi stuttan líftíma séu not- uð til að útrýma meindýrum. Hann segir að þetta sé kostur sem ís- lenskar aðstæður bjóði upp á vegna einangrunarinnar og loftslagsins. I öðrum löndum sé yfirleitt ekki mögulegt að einangra og útrýma meindýrum á sama hátt og hér. Forseti heimsækir Austfirði ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Islands, fer í opinbera heim- sókn til Norður-Múlasýslu og Fjarðarbyggðar í næstu viku. Heimsóknin mun standa frá þriðjudegi til fímmtudags. Hún hefst á Reyðarfirði, en þaðan verð- ur haldið til Eskifjarðar, Neskaup- staðar, Fellabæjar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar eystri, Seyðisfjarðar og Egils- staða. Menningar- dagar í Sand- gerðisbæ Keflavík - MENNINGARDAGAR standa nú yfir í Sandgerði, en þeir hófust á föstudag þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra heim- sótti Fræðasetur Sandgerðisbæj- ar. Hann nýtur hér aðstoðar Guð- mundar Víðis Guðmundssonar sjávarlíffræðings við að kynna sér botndýrarannsóknir sem stundað- ar eru á Fræðasetrinu. Þá afhjúpaði forsætisráðherra í hcimsókninni uppstoppaðan rost- ung sem grænlenska þjóðin gaf þeirri íslensku. Að sögn Reynis Sveinssonar, forstöðumanns Fræðasetursins, eru Menningar- dagar Sandgerðisbæjar fyrst og fremst hugsaðir til að lífga upp á inannlíf staðarins. Fjölbreytt dag- skrá er í boði um helgina og var í gær m.a. boðið upp á ferðir um helstu sögustaði Sandgerðisbæjar. Islands Morgunblaðið/Björn Blöndal I í 1 P

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.