Morgunblaðið - 19.09.1999, Qupperneq 22
1
22 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
N ýj a málverkið á
táningsaldri
Yfirlitsmynd af sýningunni „Nýja málverkið á m'unda áratugnum" sem opnuð var í gser í húsakynnum
Listasafns Islands.
MYIMPLIST
Listasaln fslantls
MÁLVERK ÝMSIR ÍSLENSKIR
LISTAMENN
Til 28. növember. Opið þriðjudaga
til sunnudaga frá kl. 12-18. Að-
gangur 300 kr.
VANDINN við sýningu á borð
við „Nýja málverkið á níunda
áratugnum" sem nú hefur verið
opnuð í Listasafni Islands er
plássleysið. Það dugar skammt
að fylla einn lítinn sal á borð við
suðursal Listasafnsins af mál-
verkum með það fyrir augum að
gefa gjaldgenga mynd af ís-
lenskri myndlist á mótunarárum
Helga Þorgils Friðjónssonar.
Upphengið í fjórða sal er einung-
is daufur ómur af þeim margvís-
legu tilraunum sem einkenndu
nýja málverkið á íslandi, jafnvel
þótt hérlendar tilraunir væru
snöggtum fátæklegri að umfangi
en hliðstæð list á meginlandi
Evrópu, eða í Bandaríkjunum.
Engu að síður má sjá eitt og
annað af því sem hæst bar á liðn-
um áratug þótt umfang sýningar-
innar sé eilítið of naglaklippt til
að hafa þann slagkraft sem hæfir
slíkri upprifjun. Það sem helst
kemst til skila eru þau sannindi
að nýja málverkið svokallaða
fjallaði um flest annað en lands-
lag þótt fínna megi undantekn-
ingar frá þeirri reglu. Með fleiri
höggmyndum hefði mátt bæta
mjög úr borulegu útliti sýningar-
innar og gefa henni eitthvað af
þeirri lífrænu fyllingu sem hana
vantar svo sárlega.
Það slær mann alltaf jafnmikið
að sjá hve fágaðir íslenskir mál-
arar eru þegar öll kurl koma til
grafar. Hvergi bólar á þeim
harðlífísstfl sem einkenndi þýska
málverkið á níunda áratugnum
og lýsti sér í groddalegri litameð-
ferð, nöturiegri samfélagssýn og
hrárri kaldhæðni. Nýja málverkið
íslenska er innhverft, upphafið og
göfugt, hvort sem það er þung-
lyndislegt eða gáskafullt. Það er
eins og listamenn okkar hafi ekki
getað gert ljótar og vondar
myndir hversu mjög sem þá fysti
að sleppa fram af sér beislinu og
ögra samborgurum sínum.
Þannig er það einungis að
nafninu til sem nýja málverkið ís-
lenska nálgast pönkið, en á sínum
tíma töldu menn sig geta merkt
náin og bróðurleg tengsl milli
myndlistar og þeirrar dægurtón-
listar sem þá var efst á baugi. Ef
„Gullströndin andar“ - áhrifa-
mesta kynning íslenskra lista-
manna á nýja málverkinu - gaf
fögur fyrirheit um þess háttar
samdrátt myndlistar og alþýðu-
tónlistar á því herrans ári 1983,
sýndi það sig skömmu síðar að
slíkt samband gat aldrei orðið
annað en stundargaman. íslend-
ingar bera slíka ómælda virðingu
fyrir málverkinu að þeir geta
ekki meðtekið það sem dægur-
flugu, hversu mjög sem listmál-
arar eru annars reiðubúnir að
spreyta sig á léttu nótunum.
Því er ekkert af anda Sid Vici-
ous í fjórða sal, heldur miklu
fremur Sjostakovítsj ef eitthvað
er. Það sérkennilega sambland
af saknaðarkennd og sótsvartri
fyndni sem svífur yfír vötnum
segir okkur að nýja málverkið
eigi sér sjaldnast glaðvært yfír-
bragð. Undantekningarnar frá
reglunni eru fremur skringilegar
en gáskafullar. En eina ferðina
enn kemur í ljós hversu sérstæð
list okkar er, jafnvel þegar hún
hallar sér að ákveðnum erlend-
um fyrirmyndum.
Það er engu líkara en þjóðleg-
ar áherslur séu óaðskiljanlegur
partur af eðlisávísuninni og lista-
menn okkar geti engan veginn
losað sig við þær. Meðan svo er
þarf enginn að óttast að útlendir
tískustraumar eyðileggi menn-
ingu okkar. Islensku sérkennin
virðast alltaf blífa, og skína þeim
mun skærar sem listamennirnir
reyna að skrúbba af sér um-
merki þeirra. Til að ganga úr
skugga um þessi sannindi þurfa
lesendur ekki annað en vinda sér
í Listasafn íslands og skoða
„nýja íslenska málverkið" í
fjórða sal, sem nú er komið vel á
táningsaldurinn þótt sumum
fínnist eflaust sem það hafí fæðst
í gær.
Halldór Björn Runólfsson
í
I
I draum-
veröld
listanna
Af sýningu á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar sem opnuð var í gær í Listasafni Islands.
MYJVDLIST
Lislasaln íslands
MÁLVERK HELGI ÞORGILS
FRIÐJÓNSSON
Sýningin er opin frá 11 til 17 alla
daga nema mánudaga.
HVAÐ sem hver segir lifir mál-
verkið góðu h'fí á Islandi og til
vitnis um það eni málverk nú á
veggjum þriggja af stærstu söfn-
um Suðvesturlands, á Kjarvals-
stöðum, í Hafnarborg og nú líka í
Listasafni íslands. Þar er verið að
opna í stærsta salnum eins konar
yfirlit um, eða a.m.k. ágrip af, list-
feril Helga Þorgils Friðjónssonar.
A sýningunni er að finna verk sem
spanna allan feril Helga, allt frá
blómadögum sýningarsalarins á
Suðurgötu 7, þar sem Helgi sýndi
árið 1980, fram til dagsins í dag.
Málverk Helga frá síðari árum eru
vel þekkt, enda eru þau ólík því
sem nokkur annar listamaður ís-
lenskur gerir. Höfundareinkennin
eru sterk og handbragðið auð-
þekkjanlegt. En á þessari sýningu
gefst tækifæri til að skyggnast aft-
ur fyrir þessi málverk og rifja upp
aðdragandann að þeim á umbrota-
árunum um og upp úr 1980 þegar
hið svokallaða nýja málverk spratt
fram og færði okkur nýja kynslóð
málara sem nú eru orðnir full-
þroska listamenn.
Nýja málverkið markaði ákveðið
andsvar við þeirri hreinu konsept-
list sem hafði orðið ráðandi á átt-
unda áratugnum þótt það sé
reyndar líka að nokkru leyti af-
rakstur þeirrar stefnu. I því var
gjarnan vísað til expressjónismans
frá því í byrjun aldarinnar og til al-
þýðulistar og jafnvel prímitífisma
og svokallaðrar kreólalistar. Úr-
vinnslan var gjarnan gróf og ein-
föld og svipaði jafnvel til teikni-
mynda frekar en málverka. Hins
vegar voru þeir ungu málarar sem
þarna voru að verki sér vel meðvit-
andi um sögu málverksins og
myndlistarinnar og sóttu sér
gjarnan viðfangsefni og fyrir-
myndir í verk eldri meistara. Svo
var um Helga sem byrjaði snemma
að vísa í hefðina og vann svo upp
úr því þá flóknu samsetningu
barokkstíls, táknsæis og nútíma-
málverks sem hann hefur orðið
þekktastur fyrir síðustu árin. Eftir
því sem á leið varð handbragðið
líka vandaðra og fínlegra og æ
meira í ætt við hina klassísku mál-
arahefð.
í verkum Helga gengur áhorf-
andinn inn í veröld þar sem hug-
tök, tákn og ferlar hlutgervast í
goðsagnakenndum verum, nöktum
líkömum sem svífa um myndflöt-
inn, dýrum af ýmsum tegundum í
samneyti við fólk og arkadísku
umhverfi sem virkar í senn kunn-
uglegt og framandi. I fyrstu virðist
þetta allt tilheyra liðnum tíma og
minnir á ýktar táknmyndir málar-
ans Bougereau frá síðustu öld. En
þó er eitthvað nútímalegt við sam-
setningar Helga og þrátt fyrir ein-
faldleika myndanna geta þær verið
furðu ágengar og jafnvel ögrandi.
Helgi nær að vekja í málverkum
sínum tímalausar spumingar um
samband manns og náttúru, hins
skynjanlega veruleika og goðsagn-
arinnar, nútíma og hálfgleymdrar
fortíðar. Þetta eru ekki viðfangs-
efni sem verða dregin fram í
beinni ræðu; þeim hæfir best frá-
sagnarstíll dæmisögunnar eða
söguljóða, tákngerðar persónur og
framandi umhverfi sem þó er
þekkjanlegt vegna þess að það er í
raun hugmyndalega endurspeglun
okkar eigin veraldar.
Það er óhætt að segja að þessi
sýning sé afar vel heppnuð og boð-
ar gott um tilraunir Listasafns ís-
lands til að færa nútímalist á við-
eigandi hátt inn í sýningarsalina.
Hér er, eins og áður sagði, ekki um
að ræða yfirlitssýningu eins og
þær hafa tíðkast - enda væri slíkt
vart tímabært þegar um er að
ræða listamenn sem eiga langan
feril framundan. Þess í stað hefur
verið ákveðið að draga upp eins
konar svipmynd af listamanninum,
sýna lykilverk sem hvert um sig er
lýsandi fyrir ákveðnar hugmyndir
sem listamaðurinn hefur fengist
við og spanna þannig feril hans í
stuttu máli. Sýningin á verkum
Helga Þorgils Friðjónssonar sann-
ar að slíkar sýningar dýpka skiln-
ing á viðfangsefnum og tilgangi
listamannsins svo áhorfendur
verða betur í stakk búnir til að
fylgja þeim áfram.
Jón Proppé
'mmmw * 1 ^5hubbhhp " ~