Morgunblaðið - 19.09.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.09.1999, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús hjá öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur á Landakotsspítala Hópvinna á öldrunarsviði SHR. Morgunblaðið/Kristinn Þjónustan kynnt á Ari aldraðra Öldrunarþjónusta sjúkrahúsanna gengst fyrir opnu húsi á Landakotsspítala nú um helgina. Er það gert í tilefni af Ari aldraðra sem nú stendur yfír. Að sögn Önnu Birnu Jensdóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra er mikilsvert að opna stofnunina til að kynna hvað hún hefur upp á að bjóða og kveða niður hverjar þær ranghugmyndir sem kunna að vera á kreiki um hvað innandyra er að fínna. „Þetta er ekki hugsað sem einhvers konar endastöð,“ segir Anna Birna. Loikfimi stendur til boða. PNA húsið byrjaði í gær milli klukkan 13 og 16 og í dag verður opið á sama tíma. Að sögn Önnu Bimu er stór hluti stofnunarinnar opinn fyrir gestum, m.a. deild þar sem eldri borgarar eru fyrir og taka á móti gestum og gangandi. „Við ger- um okkur grein fyrir því að það get- ur verið viðkvæmt mál fyrir þá sem hjá okkur gista að fá mikla athygli, en sjúklingar okkar á hjúkranardeild K-1 vildu taka þátt í uppákomunni og samþykktu að hafa opið hjá sér. Enn fremur gefst gestum kostur á að kynnast og prófa sjúkra- og iðju- þjálfun. Meðal þess sem við bjóðum upp á þar fyrir utan er opið fagbóka- safn, ráðgjöf, m.a. varðandi heilsufar og meðferð,heimahjúkrun og félags- þjónustu. Fólki gefst kostur á blóð- þrýstingsmælingu, auk þess sem veggspjöld með kynningarefni um starfsemi, þjónustu og vísindavinnu munu hanga á veggjum. Þá getur fólk fengið sér kaffisopa undir harm- onikkutónlist og fylgst með mynd- böndum tengdum þemum dagsins." Alvaran skellur á Anna Birna sagði mjög mikilvægt að fólk nýtti sér það sem boðið verð- ur upp á á Landakoti þessa daga, því alltof algengt sé að fólk velti ekki elliárunum og mögulegum vanda- málum sem þeim geta fylgt fyrr en of seint, eða „þegar alvaran skellur á“, eins og hún komst að orði. Þegar það gerist sé slæmt að vita ekki hvað sé í boði. „Við í öldranarþjónustu sjúkra- húsanna leggjum við áherslu á að greina og endurhæfa með það fyrir augum að fólk geti búið heima og ef þannig er að það geti alls ekki horfið aftur til síns heima, þá vinnum við út frá því að fólk fái samt sem áður alla þá endurhæfingu og meðferð sem mögulegt er. Hér fer fram mikil fræðsla og vinna með einstaklingun- um og í þeim efnum hefur verið mik- il framþróun síðustu árin. Það er ekki síst kjarkurinn sem skiptir máli. Það getur verið áfall fyrir eldri borgara að tapa heilsunni eða missa maka og þá þarf að hjálpa fólki að sjá út úr þokunni'. Fólk er iðulega langt niðri, en hér á það bakhjarl. Það má ekkert tómarúm vera og fólki er sagt hér að við sleppum ekki af því hendinni þótt það sé sent til síns heima. Það getur leitað til okk- ar, við fylgjumst með og bjóðum fram þá þjónustu sem til er. Það er jafnframt afar mikilvægt að ættingj- ar taki þátt í þessu, ekki síst í verstu tilvikunum, t.d. þegar um heilabilun hjá gömlu fólki er að ræða. Það er óhætt að segja að þá sé fjölskyldu- sjúkdómur á ferð. Ættingjar eiga því ekki síður erindi á þetta opna hús heldur en eldri borgarar sjálfír,* segir Anna Birna. Markmiðin A öldranarsviði eru níu deildir sem veita sérhæfða þjónustu hver um sig. Deildir fyrir heilabilaða era tvær. Öldrunarlækningardeildir eru fjórar og ein hjúkranardeild. Auk þess er dagdeild og móttökudeild. Öldrunarsvið Sjúkrahúss Reykja- víkur hefur til ráðstöfunar 141 rúm, sérstaklega ætluð öldraðum og 32 dagrými sem nýtast 64 sjúkiingum og móttöku- og endurkomudeild. Á Landsspítala er síðan til viðbótar ein öldrunai-matsdeild og öldrunai-teymi. Að sögn Önnu Birnu era markmiðin skýr og þau eru eftirfarandi: Að styðja aldraða til sjálfsbjargar og stuðla að því að þeir geti búið sem lengst heima. Að greina og meðhöndia hin margvíslegu vandamál sem fylgja hækkandi aldri. Að bæta færni með þjálfun og hjálpartækjum. Að veita andlegan og líkamlegan stuðning. Að viðhalda sjálfsmynd og sjálfs- virðingu þrátt fyrir veikindi og færnitap. Og loks að auka öryggi og vellíðan sjúklinga. Gæðamálin Anna Birna segir að aldraðir njóti góðs af framförum í læknavísindum eins og aðrir, en ljóst sé að á öldrun- arsviði sé í fleiri horn að líta, t.d. megi aldrei hvarfla hugur frá góðum og bættum aðbúnaði. Þannig hefur öldrunarsvið verið aðili að RAI- rannsóknarverkefninu frá árinu 1994 í samvinnu við heilbrigðisráðu- neytið og félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar. RAI-mat er gert fyrir alla aldraða sem dvelja lengur en 4 mánuði á öldrunarstofnun landsins. Öldrunarsviðið hefur einnig „lagt gífurlega vinnu“ í gæðaumbætur og m.a. verið með rannsóknarverkefni í þeim efnum í samvinnu við háskól- ann í Missouri í Bandaríkjunum. Þátttakendur í þeirri rannsókn eru auk Sjúkrahúss Reykjavíkur öll hjúkrunarheimili á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Einnig er í gangi rann- sóknarverkefni um sjáanlegar vís- bendingar um gæði í öldrunarhjúkr- un, í samvinnu við sömu aðila og að ofan er getið. „Dæmi sem ég get nefnt um fram- farir í þessum efnum er, að vannær- ing sést ekki lengur á deildum öldr- unarsviðs. Það bai’ á henni hér áður og þá sáu menn að vinnuferlin skil- uðu ekki nógu góðum árangri, allt var skoðað og niðurstaðan var þessi. Hér áður var mikið iagt upp úr lík- amlegi’i hjúki-un, það vora ailir bað- aðir og klæddir í hvít sjúkrahúsföt, og allt var hreint og strokið, en margir eru þunglyndir og einmana- leikinn er tíðum mikill. Það þarf að vinna út frá því og það er ekki svo iangt síðan fólki var ekki einu sinni hleypt út í garð að viðra sig, hvað þá að sækja slökunar- og leikfimitíma. Hvað þá að gamalt fólk gæti verið þjakað af streitu. Það var eins og það varðaði aðeins yngra fólk, en sann- leikurinn er sá að slíkt er óháð aldri og gæðastarfíð hefur fært sönnur á að það verður að vinna með fólkinu út frá andlegu og félagslegu hliðun- um ekki síður en þeim líkamlegu. Svona lagað kann að þykja sjálfsagt í dag, en er um leið lítið dæmi um gíf- urlega framþróun. Það er míta hjá fólki að halda að gömlu fólki sem verður veikt eða færniskert séu öll sund lokuð. Jafnvel þó að í verstu til- vikum sé útilokað að fólk sem til okk- ar kemur geti ekki farið heim á ný, þá er samt hægt að endurhæfa. Áherslurnar verða að vera skýrar og vinnan í samræmi við það.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.