Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 43 * MINNINGAR KIRKJUSTARF SIGNY ÞORGEIRSDÓTTIR + Signý Þorgeirs- dóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1982. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 4. september síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Elsku Signý mín. Eg vil trúa að þessi veröld hafi einungis verið áfangastaður þinn á lengra ferða- lagi og þó að mér sámi óendanlega mikið að missa þig þá huggar það mig að einn daginn fái ég aftur að njóta gæsku þinnar og fegurðar. Þú komst í heiminn svo lítil og brothætt að sjá en svo afskaplega dugleg og lífsglöð. Þú og Borgný vora sólargeislarnir mínir og til- vera ykkar og sú væntumþykkja sem hún færði mér er ein dýr- mætasta gjöf sem lífið hefur gef- ið. Litlu opnu armarnir tóku ávallt vel á móti mér, fyrir ykkur var ég alltaf jafn saklaus og góð- ur og ekkert hræddi mig meira en að missa þá ímynd. Þetta vora erfið ár í lífi okkar allra og ef ekki hefði verið fyrir ykkur þá væri sú minning sem ég varðveitti hjá mér ekki ljómuð af jafn mikilli ást og gleði. Eg man svo vel eftir fyrstu skrefunum þínum, fyrstu orðun- um, öllum þessum stundum sem þú gerðir mig svo stoltan af þér og ég veit í hjarta mínu, elsku Signý mín, að þú hefðir haldið áfram að gleðja mig ef þú bara hefðir fengið að lifa lengur. Síð- ustu daga hef ég ferðast með þér og Boggu í hugarflugi samveru- stunda okkar og þó að þær hafi ekki allar verið ykkur eftirminni- legar þá eru þær mér ómetanleg- ur fjársjóður. Þið voruð ávallt eins og ein manneskja, samvaxin blóm sem hringuðust utan um hvort annað, þótt ólíkar væra. Eg hafði svo gaman af því að sitja og horfa á ykkur þegar við fórum saman um helgar og fengum okk- ur kakó og meðlæti. Þú varst alltaf svo bein í baki og borðaðir með svo mikilli snyrtimennsku og vandvirkni. Það þýddi ekkert að reka á eftir þér, hver einasta mylsna varð að fara sína leið, hvern einasta munnbita varð að tyggja vel og vandlega, Borgný lét hins vegar fara vel um sig í stólnum og lét sér fátt um finnast þótt helmingurinn af kræsingun- um enduðu í kjöltu hennar. En innra með ykkur bjó arfleiðin hennar mömmu sem gerði ykkur að svo yndislegum systrum, full- um af kærleika og góðvild til allra. Eg finn fyrir litlu höndun- um ykkar í mínum og vildi að ég gæti fengið tækifæri á að upplifa eina slíka bæjarferð með ykkur aftur og finna þann frið sem það gaf mér að gleðja ykkur og vernda. Eg harma að ég gaf mér ekki tíma til að kynnast þér nógu vel sem fullvaxta manneskju. En guð einn veit hversu hversu vænt mér þótti um þig og hvað fegurð þín og dugnaður glöddu mig mikið. Eg var svo ánægður með árangur þinn bæði í námi og starfi en það sem mér þykir mest vænt um er hversu góð og réttlát manneskja þú varst. Þú hafðir mikið skap og sterkar skoðanir sem erfitt var að breyta en með endanlausri þolinmæði og hjálpsemi systur þinnar tókst þér að yfirstíga allar hindranir og standa uppi sem sigurvegari í hverri raun. Eg veit að þú verður hjá Boggu og mömmu og passar upp á þær, elsku litla systir mín. Nú era þær eins og gróðurinn á haustin, lúta höfði, svo skelfilega kaldar og ein- mana en mmnmgam- ar um þig munu einn daginn koma aftur með vor og hlýju. Sjáumst seinna. Þinn bróðir, Orlygur. Með ást og söknuði. Borgný, Haraldur, Ketilbjöm og Sveinn. Við stöndum ætíð hjálparvana þega dauðinn knýr dyra og eigum erfitt með að skilja og sætta okkur við að ungt fólk í blóma lífsins sé kallað skyndilega á braut. Þannig leið mér að morgni sunnudagsins 5. septem- ber þegar ég frétti að einn nem- enda skólans hefði orðið bráð- kvaddur á heimili sínu kvöldið áð- ur. Signý Þorgeirsdóttir var að hefja nám á öðru ári í Flensborg- arskólanum þegar kallið kom svo óvænt og fyrirvaralaust. Hún var sérstaklega hæfileikarík ung stúlka, vinsæl bæði af samnem- endum og kennurum. Skarð er höggvið í okkar litla skólasamfé- lag og við söknum fyrirmyndar nemanda og góðs félaga. Sárastur er þó missir og sorg fjölskyldu og nánustu vina. Ég vil fyrir hönd starfsfólks Flensborg- arskólans senda systkinum, for- eldram og öllum aðstandendum Signýjar okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minning hennar mun lifa í huga okkar. Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari. Elsku Signý. Það var okkur reiðarslag laugardagskvöldið 4. sept. er við fréttum að eitthvað hefði komið fyrir þig, við vissum ekki hversu alvarlegt það væri, stuttu seinna var hringt í okkur og sagt að þú værir dáin. Við urðum orðlausir, þetta gat ekki verið satt. Við vorum 13 ára þegar við kynntumst Signýju, það var í fermingarfræðsluferðalagi í Vatnaskógi, svo lífsglöð, hress og skemmtileg. Upp frá þessari ferð myndaðist góð vinátta milh okkar. Við vinirn- ir urðum daglegir gestir á heimih hennai- og sátum oft fram eftir nóttu, horfðum á vídeó, hlustuðum á tónlist og spjölluðum saman. Okkur var alltaf vel tekið á heimili hennar og eigum við margar góðar og eftirminnilegar stundir frá þessum tíma, með Signýju, Boggu systur hennar og Katrínu móður þeirra, sem urðu ekki síður góðir vinir okkar. Við söknum þessara stunda, en þær munu lifa í minn- ingu okkar. Elsku Signý, vonandi líður þér vel á þeim áfangastað sem þú ert komin til, við söknum þín sárt. Elsku Katrín, Bogga og fjöl- skylda, við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Eyjólfur og Halldór. Það er með mikilli sorg að ég sest niður og reyni að koma hugs- unum mínum á blað. Allt frá því að ég heyrði um andlát Signýjar Þor- geirsdóttur þá hefur afneitun verið í huga mínum, en ekki getum við afneitað staðreyndum lífsins enda- laust. Er ég hugsa um þessa ljúfu og yndislegu stúlku er þakklæti efst í huga mér, já, þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsöm að hafa fengið að kynnast henni og hennar góðu fjölskyldu. Fjölskyldu sem Morgunblaðið/Ólafur Kr. Magnússon reyndist mér. vel bæði í blíðu og stríðu og áttu þær systur Borgný og Signý ekki síst þátt í því, alltaf jafn reiðubúnar með sín þéttu faðmlög og hlýju. Varla nefndi maður aðra nema að nefna hina, svo sterk heild vora þær. Nú á dögum hraða og lífsgæða- kapphlaups er aðdáunarvert og ómetanlegt að sjá og heyra þann mikla kærleika og ást sem ríkir á milli þeirra systra og móður þeirra enda er hún Kata mín mik- ill vinur barna sinna og hefur alltaf tíma til að sinna þörfum þeirra. Núleggégaugunaftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbj. Egilsson. Elsku litla vina. Hafðu þökk fyrir alla þína hlýju, góðmennsku og kærleika. Minningarnar hrannast upp en uppúr stendur myndin af þér í sólinni á Garð- skaga, þú brosandi og hlaupandi um í grasinu innan um blómin með síða fallega hárið þitt svo létt og kát. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Elsku hjartans Kata mín. Fá eða engin orð geta tjáð það sem mig langar að segja nú þegar þú hefur misst einn af sólargeislunum þínum því að lífið er oft svo óskiljanlegt. Eitt bið ég þig um; efastu aldrei um hversu góð og umhyggjusöm móðir þú hefur verið. Guð vemdi þig, blessi og geymi og leiði þig í gegn- um þessa þungu sorg. Mínar dýpstu samúðarkveðjur. Elsku Borgný, Haddi, Ketill, Ölli, Svenni og fjölskyldur, mínar hjartanlegustu kveðjur. Minningin lifir um góða og elskuríka stúlku, án hennar hefði lífið orðið fátæk- legra. Að lokum samúðarkveðjur til föður Signýjar, Þorgeirs Guð- mundssonar. Sóley Benna Guðmundsdóttir. + Jón Árni Guðmundsson, vél- fræðingur, fæddist í Reykja- vík 20. desember 1951. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 17. september. Daginn er tekið að stytta. Jón Árni er skyndilega horfinn úr þessum heimi langt um aldur fram. Kannski vissi maður innst inni að hverju stefndi, en samt er manni alltaf jafn bragðið, þegar kallið kemur. Við Jón kynntumst fyrir nokkrum áram er við unnum á sama vinnustað og tókst með okk- ur góður vinskapur, sem síðar leiddi til þess að við stofnuðum saman fyrirtæki ásamt fleirum. Alltaf gátum við félagarnir rætt málin og komist að niðurstöðu, og kom Jón þá oft með góðar ábend- ingar. Margar minningar sækja á hug- ann þótt kynnin við Jón hafi ekki verið löng. Jóni fannst gaman að fara á kaffihús, og þar hittumst við oft og ræddum málin og þar hitti Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Safnaðarstarf Bústaðakirkja. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk mánudags- kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í há- degi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Langholtskirkja. Opið hús - hádeg- istónleikar mánudag kl. 12-12.30. Victoria Wagner organleikari frá Bandaríkjunum. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Mánudagskvöld kl. 20. 12 spora hópurinn. Fólk hvatt til að mæta og fræðast um það hvemig unnið er með skaddaðar tilfinningar eftir 12 spora kerfinu. Margrét Scheving leiðbeinir og stjómar samverunni. Neskirkja. Síðdegistónleikar mánu- dag kl. 18. Ami Arinbjamarson organisti Grensáskirkju. Mömmumorgnar alla miðvikudaga kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Væntanleg ferm- ingarböm í ArbæjarprestakaUi árið 2000 eru beðin að koma til skrán- ingar og viðtals í Árbæjarkirkju mánudaginn 20. september milli kl. 13.30 og 16. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16-17 á mánudögum. TTT- starf fyrir 10-12 ára Id. 17-18 á mánudögum. Eldri deild æskulýðs- félagsins kl. 20-22. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára drengi á mánudögum kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk hann marga, því hann var vin- margur. Okkur langar að þakka fyrir samfylgdina við góðan vin og með- eiganda. Einnig viljum við votta börnum Jóns, þeim Áka, Fjólu, Alexander og Charlotte, og einnig aldraðri móður Jóns, Önnu, svo og öðram aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurður Hallgrímsson, Sölvi Jóhannsson. á mánudögum kl. 20-22. Bænastund og fyrirbænh- mánudaga ki. 18. Tekið á móti bænarefnum í kirkj- unni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkj- unni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Hjaliakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15- 10.30. Umsjón dr. Siguijón Árni Eyjólfsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Unglinga- kór á mánudögum kl. 16.30-18.30. Æskulýðsfélag mánudag kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs- starf yngri deild kl. 20.30-22 í Há- sölum. Krossinn. Almenn samkoma að ^ Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. TTT (10-12 ára) starf mánudag kl. 18. Æsku- lýðsfundur á prestssetrinu mánu- dagskvöld kl. 20.30. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 11 fyrsta bamaguðsþjónusta hausts- ins. Nú skoðum við nýtt eftii og kynn- umst nýjum persónum sem flakka um í tímanum. Skím, lofgjörð, bæn og blessun. Mætum tímanlega. Kl. 14 messa. Fermingarfólk (fermingar- böm og fjölskyldur þeirra) sérstak- lega hvatt til þátttöku í upphafi ferm- ingarfræðslunnar. Kynningarfundur og kaffi eftir messu í safnaðarheimil- inu. Sr. Kristján Bjömsson og sr. Bára Friðriksdóttir. Kl. 20.30 fyrsti æskulýðsfúndur haustsins í safnaðar- heimihnu. Allir velkomnir sem eru í 8., 9. og 10. bekk, líka þeir sem aldrei hafa komið áður. Skafti Öm og Ólaf- ur Jóhann. Mánud. kl. 20 fundir í Kvenfélagi Landakirlqu. Undirbún- ingur að basar og fjáröflun vetrarins. Lágafellskirkja. Gönguhópur for- eldramorguns, „Fræknir foreldrar“, á mánudagskvöldum kl. 20.30 frá safnaðarheimili. Fríkirkjan Vegurinn. Fjölskyldu- hátíð kl. 11. Drama, dans og trúðar, *• brúðuleikhús og margt fleira. Sam- koma kl. 20. Eva Nordsten frá Sví- þjóð og Aina Laukhammer frá Nor- egi þjóna á báðum samkomunum. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Almenn samkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhóp- urinn syngur, vitnisburðir. Ræðu- maður Jón Indriði Þórhallsson. All- ir hjartanlega velkomnir. Mánudag- ur: Mai-ita-samkoma kl. 20. Hjálpræðisherinn. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 vitnisburðarsamkoma. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudag kl. 15 heimilasamband. Majór Elsabet Daníelsdóttir talar. 1' Ólafsvallakirkja. Guðsþjónusta kl. 14 í Ólafsvallakirkju. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista mqmik___________________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík s(mi: 587 1960, fax: 587 1986 JÓN ÁRNI GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.