Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 48

Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ *48 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 Dýraglens Grettir Ljóska Smáfólk Hvernig líst þér á að kaupa vatns- En það er ekkert á henni. litamynd af hundinum þínum? pli9ntj0WtIMítí>íí> BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Grjót á ferð o g flugi Frá Steinþóri Skúlasyni: SLYS verða því miður oft í umferð- inni. Orsakir eru margar en í flest- um tilfellum mistök bílstjóra. Með reglum, fræðslu og eftirliti reynir hið opinbera að auka öryggi og fækka slysum í umferðinni. Einn er sá þáttur sem litla at- hygli hefur fengið. Hér nefni ég mikinn og hraðan akstur vörubif- reiða sem flytja möl, vikur og grjót. Það er samnefnt með þessum bif- reiðum að þær eru mikið hlaðnar, aka a.m.k. á sama hraða og önnur umferð og eru yfírleitt ekki með yf- irbreiðslur. Þegar maður mætir þessum þörfu flutningatækjum bylur iðu- lega á bílnum möl eða sandur með tilheyrandi lakkskemmdum. Eflaust mætti reikna allt lakktjón sem fólksbílar landsins verða fyrir frá vörubifreiðum til hárra upphæða á ári. Mjög mikil umferð malarbfla er frá malargryfjum á Hellisheiði til Reykjavíkur. I nokkur skipti hef ég hringt til lögreglunnar og tilkynnt glæfralegan akstur malarbíla eftir að hafa verið grjótbarinn við að mæta þeim. Eg hef fengið frekar dræmar undirtektir lögreglunnar og haft á tilfinningunni að ég væri að trufla hana frá öðrum mikilvæg- ari störfum. Fyrir fáum dögum var ég á ferð í Hrútafirði og mætti þar malarflutn- ingabfl á góðri siglingu. Steinn féll af bflnum og í framrúðuna í andlits- hæð. Rúðan brotnaði og glerbrot gengu inn um allan bfl. Litlu mun- aði að þar lyki ævi undirritaðs. Þetta var í annað sinn á tæpu ári sem steinn frá malarflutningabfl hefur eyðilagt framrúðuna og nær valdið stórslysi. Þess má minnast að fyrir nokkrum árum varð banaslys við Sandskeið er bflstjóri fékk grjót frá malarbfl í framrúðuna. Það er kominn tími til að taka af festu á þessari hættu í umferðinni. Þá skýlausu kröfu á að gera að allir malarflutningabflar keyri með yfir- breiðslur og á löglegum hraða. Eg skora á umrædda bflstjóra að fylgja þessum reglum og lögregluna að framfylgja þeim. Bflstjórar eiga ekki að hafa á til- finningunni að þeir spfli rússneska rúllettu á þjóðvegunum þegar þeir mæta malarbflum. Fá þeir grjót í bflinn eða sleppa með frían sand- blástur? STEINÞÓR SKÚLASON, Efstalundi 13, Garðabæ. Ösmekkleg skilaboð til unglinga Frá Vigdísi Stefánsdóttur: í DAGBLAÐINU Degi 17. septem- ber 1999 birtist grein sem hefði bet- ur verið látin liggja óbirt. Þetta er viðtal við hljómsveitina GylUnæð og frásögn af hljómleika- ferð til Grænlands. Frásögnin af hljómleikunum er með þvílíkum ólíkindum að mann setur hljóðan. Þarna er lýst skemmdum á hlutum upp á milljónir króna, ólátum og berserksgangi hljómsveitarmanna sem greinflega hafa litla sem enga stjóm á sér og svo í lokin er lögregl- an gagnrýnd fyrir að hafa afskipti af látunum. Er það þetta sem við vfljum kenna bömunum okkar? Viljum við að þau taki þessa hegðun tfl fyrir- myndar? Brjóti og bramli allt sem fyrir er, kveiki í sér og öðmm, drekki sig fuU 15 ára gömul og hafi á engan hátt stjóm á sér? Með því að birta þessar lýsingar er í raun verið að leggja blessun sína yfir slíka hegðun ungmenna og skila- boðin em skýr: Krakkar, ef þið eyðileggið hluti, kveikið í ykkur og vinum ykkar, drekkið bensín og hegðið ykkur eins og svín, þá fáið þið athygli. Þið fáið að fara á forsíðu dagblaðs! Það hefur greinUega alveg farið framhjá blaðamanni Dags að drengirnir era aðeins 15 ára gamlir, ólögráða, mega ekki kaupa áfengi eða tóbak og þaðan af síður eiturlyf. Þó ekki sé sagt með bemm orðum að eiturlyf hafi verið notuð er af- skaplega ólíklegt að fólk með fullri rænu hegði sér á þann hátt sem lýst er í þessari grein. Forsíðumyndin er af 15 ára unglingi sem heldur á sígarettu. Er það í takt við heilsu- vemdarsjónarmið nútímans? For- varnabaráttu tóbaksvamarráðs og foreldra sem vflja allt til vinna að börnin þeirra fari ekki að reykja? Með þessari grein hefur margra ára baráttu gegn drykkju unglinga og reykingum og slæmri umgengni verið gefið langt nef. VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR, Dofraborgum 15, Reykjavík. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vib hrcinsum: Rimla, strimla, plíseruö og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskaó er. Nji0 tætomhreinsunin \ • Simit 533 3634 • QSM: 89/ 3634

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.