Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 58
-*58 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLVÍTAMÍN
MEÐ STEINEFNUM
Öll helstu
vítamín og steinefni
í einni töflu
eilsuhúsið
SkólavðrOustíg, Kringlunni, Smáratorgi
Mörkinni 6, s. 588 5518.
\c#Hl/15IÐ
Hattar, húfur,
ALPAHÚFUR,
2 STÆRÐIR.
AÉG að lesa fyrir þig úr
Morgunblaðinu?" spyr
Viktor Mandrik blaða-
mann á nær lýtalausri ís-
lensku og byrjar síðan að lesa
fréttir af forsíðu blaðsins. Hann
kom í heimsókn til Islands á dög-
unum í fyrsta skipti en hafði áður
kynnst Islendingum og þá sér-
staklega íslensku tungunni.
„Ég kynntist Arna Asgeirssyni
kvikmyndagerðarmanni, sem á
heima í Póllandi, og hann hefur
hjálpað mér heilmikið með ís-
lenskuna,“ segir Viktor sem er
fæddur í Hvíta-Rússlandi en býr
nú og starfar í Póllandi.
„Ahugi minn á íslensku fæddist
er ég hitti vin minn sem hafði ver-
ið í námi hér við Háskóla Islands í
þrjú ár. A þriðja ári í mínu há-
skólanámi í Póllandi var skyldu-
námskeið í fomensku og hann
sagði mér að hún væri ekki ósvip-
uð íslensku og þar með var áhug-
inn kveiktur.“
- Hefur þú alltaf haft áhuga á
tungumálum?
„Já, ég komst ungur að því að
það átti vel við mig að læra tungu-
mál. I bamaskóla í Hvíta-Rúss-
landi þurftum við að læra pólsku
og ensku. Þá var áhugi minn á
tungumálum endanlega kviknaður
og ég ákvað að fara í framhalds-
nám í tungumálum. Ég hef síðan
lært þýsku, fomensku og íslensku
og í kjölfarið ákvað ég að læra
sænsku þar sem hún er frekar lík
íslenskunni.
Tungumál heillandi
Það sem er virkilega heillandi
við tungumál er að þau eiga öll svo
margt sameiginlegt. Stundum
virðast tvö tungumál gersamlega
frábmgðin hvort öðra en þegar
HAGKAUP
? úzíbr^'ófi\[rdV/jjr
jJÍTIjJU
FÓLK í FRÉTTUM
Tungumálamadurinn Viktor Mandrik
Gaman að tala
sama tungu-
mál og Björk
✓
Islenska hljómar undarlega í eyrum flestra
útlendinga og fáir treysta sér til að læra
málið. Sunna Osk Logadóttir hitti rúmlega
tvítugan háskólakennara frá Hvíta-Rúss-
landi sem lærði íslensku á þremur mánuð-
um og er að búa til íslensk-pólska orðabók.
Morgunblaðið/Golli
Viktori Mandrik fannst regnboginn sem hann
sá yfir Reykjavík sérlega fallegur.
Þjáist þú af
H flösu
■ feitu hár
þurru hári
n hárlosi
■ Psoriasis
í hársveröi
Þá er
Ducray lausnin
fyrir þigi
Ducray eru
ofnæmisprófaöar
vörur gegn
vandamálum I hári
eða hársveröi.
Ducray fæst í lyfjabúðum
Pharmaco
betur er að gáð má fínna orð sem
eru eins.“
- Hefur þú þá verið að skoða
uppruna nútíma tungumála?
„Lítillega. I mastersverkefninu
mínu bar ég saman fornensku og
nútíma íslensku."
- Hvernig fórstu að því að læra
íslensku?
„Ég gerði það upp á eigin spýt-
ur með hjálp bóka, Netsins og svo
Morgunblaðsins. Svo þekki ég tón-
list Bjarkar Guðmundsdóttur og
plötuna Glingló þar sem hún syng-
ur á íslensku. Annað slagið fer ég
til Árna og fæ hjálp.
Ég hef beðið fólk sem ég hitti
hérna á Islandi að lesa íslenskan
texta úr bók inn á segulband svo
að ég heyri hvernig hann á að
hljóma. Það á eftir að koma að
góðum notum.“
<|> mbUs
__ALl_TAf= eiTTH\SA£> MÝT7-
- Komu ekki upp einhver
vandamál?
„Jú, en vinur minn sem var í
námi á Islandi útskýrði ýmislegt
fyrir mér í byrjun. T.d. átti ég
erfítt með að skilja stafinn „ð“ og
hvernig hann hljómaði. Síðan ég
kom hingað hef ég heyrt orðatil-
tæki sem ég hélt að væru aðeins
notuð í ritmáli.“
- Hvað tók þig larigan tíma að
læra að lesa íslensku?
„Ég var farinn að geta lesið
hana og skilið nokkuð auðveldlega
eftir þrjá mánuði. Ég skil samt
mjög vel að útlendingar sem flytja
hingað séu lengi að læra tungu-
málið, sérstaklega ef þeir koma úr
ólíkri menningu. Tungumál' og
menning era svo tengd fyrirbæri.
Islendingar verða líka að vera þol-
inmóðir að hlusta á útlendinga tala
íslensku. Ég var í búð hér um dag-
inn að reyna að bjarga mér á ís-
lensku en afgreiðslustúlkan svar-
aði mér á ensku. Ég hélt áfram að
reyna að tala íslensku en hún
svaraði áfram á ensku.“
Bækur dýrar
- Er eitthvað á Islandi sem hef-
ur komiðþér á óvart?
„Ég hélt að Islendingar væru
svipaðir Þjóðverjum en þeir era
það ekki. Fólkið héma virðist af-
slappað og mér líður eins og ég sé
heima. Þið hafið allt til alls hérna.
Líka þessa stóra, fallegu regnboga
sem ég hef aldrei séð áður. Það
kom mér á óvart hvað bækur eru
dýrar hérna. Ég ætlaði að kaupa
nokkrar bækur en ég held að ég
verði að sleppa því. Samt ætla ég
að láta það eftir mér að kaupa
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax-
nes.“
- Islendingar eru duglegir við
að fínna nýyrði yfír erlend orð áð-
ur en þau verða töm. Hvað Gnnst
þér um það?
„Ég kann að meta það, þetta
vandamál er líka fyrir hendi í Pól-
landi sem annars staðar. Stundum
er mjög erfitt að ráða við þetta.
Þið eruð dugleg við að vernda
tungumálið ykkar og hefur tekist
betur til en flestum öðram þjóðum
í Evrópu.“
- Hvað fannst vinum þínum um
það þegar þú byrjaðir að læra ís-
lensku?
„Þeim fannst ég stórskrítinn
fyrst! En síðan sagði ég þeim að
ég væri nú ekki svo skrítinn því
Björk [Guðmundsdóttir] talaði
þetta mál og þá fannst þeim það í
lagi því allir þekkja Björk.“
Ungur háskólakennari
- Hvað tekur við þegar þú kem-
ur heim til Póllands?
„Ég fer að kenna fornensku í
Háskólanum annað árið í röð og
svo er ég að vinna að doktorsrit-
gerðinni minni.“
- Fyrirgcfðu, hvað ertu eigin-
lega gamall?
Viktor hlær og gerir sér grein
fyrir að blaðamaður er að velta
fyrir sér hvort hann líti út fyrir að
vera mun yngri en hann er fyrst
hann kennir í háskóla. „Ég er 24
ára en lauk mastersprófi 23 ára
gamall."
- Ætlarðu að halda áfram að
læra íslensku?
„Já, alveg tvímælalaust. Ég
ætla að leggja mig mikið fram á
næstunni til að ná henni alveg. Ég
er byrjaður að gera íslensk-pólska
orðabók en ég veit ekki hvenær
hún verður tilbúin. Það tók mig
tvo mánuði að gera fyrsta stafinn
þannig að það er nokkurra ára
vinna eftir,“ svarar hann og bros-
ir. „I framtíðinni langar mig að út-
búa kennsluefni í íslensku, það er
draumurinn.“
Áður en blaðamaður kvaddi léði
hann vinkonunum Önnu og írisi
rödd sína og las inn á segulband
Viktors söguna er þær hittust í
Blómavali og ræddu um lífsins
gagn og nauðsynjar.