Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 1
Barnfóstra dæmd San Diego. Reuters. FJÖRUTÍU og fjögurra ára gömul barnfóstra, Manjit Bas- uta, var í gær dæmd í 25 ára hið minnsta og ailt að lífstíðar fangelsi í Kali- forníu fyrir að bera ábyrgð á dauða 13 mán- aða gamals drengs sem Manjit Basuta gætti. Konan, sem er af indversku bergi brotin, rak dagheimili og var ákærð fyrir að hafa í mars árið 1998 tekið drenginn upp og hrist hann harkalega og síðar lamið höfði hans í gólfið. 223. TBL. 87. ARG. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jafnaðar- menn í Danmörku vilja evru Kaupmannahöfn. AFP. JAFNAÐARMANNAFLOKKUR Danmerkur lýsti því yfir í gær að hann hygðist í þessum mánuði hefja baráttu fyrir því að Danir tækju upp evruna, samkvæmt fréttum AFP- fréttastofunnar. Samkvæmt skoðana- könnunum er nú meirihluti Dana því fylgjandi að Danir gangi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). „Ráðherrar flokksins og fulltrúar hans hjá fjölmiðlum, á vinnustöðum, í staðbundnum flokksmiðstöðvum og á Netinu, munu stýra baráttunni," sagði Jan Juul Christensen, fjölmiðla- fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins, í gær. Aætlað er að herferðin leiði til þess að stuðningsyfirlýsing við aðild Danmerkur að Efnahags- og mynt- bandalaginu verði samþykkt á flokksþingi jafnaðaiTnanna í septem- ber árið 2000. --------------- Gíslataka í sendiráði Burma í Bangkok Bangkok. AFP. TÓLF vopnaðir menn réðust inn í sendiráð Burma í Bangkok í gær og tóku starfsmenn og annað fólk sem þar var statt í gíslingu. Mennirnir, sem segjast tilheyra samtökum námsmanna í Burma, kröfðust þess að pólitískir fangar í Burma yrðu látnir lausir úr fangelsi og að lýð- ræðislegar kosningar yi-ðu haldnai- í landinu. Einnig hafa þeir sett fram kröfu um að þeim verði útveguð þyrla og hafa hótað að drepa gíslana einn af öðrum verði ekki orðið við henni. Talið er að á meðal gíslanna séu Þjóðverjar, Frakkar, Kanada- menn og Bandaríkjamenn, auk fólks frá nokkrum Asíulöndum. Sendi- herrann var ekki í hópi gíslanna þar sem hann var ekki staddur í sendi- ráðinu þegar árásin var gerð. ■ Uppreisnarmenn slitu/33 Hætta vegna kjarnorkuslyss sögð liðin hjá Obuchi biðst afsökunar Tókýó. Rcuters. RÚMLEGA 300.000 manns, sem búa í nágrenni við japönsku kjam- orkueldsneytisverksmiðjuna þar sem alvarlegt óhapp varð á fímmtu- dag, var í gær tilkynnt að þeim væri óhætt að athafna sig utandyra. Rannsókn var hafin á orsökum slyss- ins, sem olli þvi að á tímabili mældist geislun utan verksmiðjunnar 15.000 sinnum meiri en eðlilegt er. Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, kallaði saman neyðarfund ríkisstjómarinnar í gær og var það í fyrsta sinn sem til slíks fundar var boðað vegna kjarnorkuslyss í Jap- an. Hiromu Nonaka, aðaltalsmaður ríkisstjómarinnar, tjáði frétta- mönnum að það væri „skammarlegt að slíkt slys skyldi geta gerzt í svo háþróuðu landi“ og viðurkenndi að viðbrögð stjómvalda við því hefðu ekki verið sem skyldi. Obuchi baðst líka afsökunar á slysinu á blaða- mannafundi. Bandarískir og rússneskir sér- fræðingar á vettvang Forsætisráðherrann ræddi slysið í gær við Bill Clinton Bandaríkja- forseta. Obuchi sagði Clinton hafa boðið alla þá aðstoð sem Banda- ríkjamönnum væri fært að veita við að rannsaka orsakir slyssins og við að hreinsa til eftir það. Bandarísk stjórnvöld sögðu að rússneskir kjamorkusérfræðingar myndu einnig koma á vettvang, ásamt þeim bandarísku. Opnað var í gær aftui- fyrir umferð um vegi og járnbrautir í kringum bæinn Tokaimura, 140 km norðaust- an við Tókýó, þar sem slysið varð á fimmtudagsmorgun, og leyft var að skólar og bamaheimili yrðu opnuð á ný í dag, laugardag. Slysið varð með þeim hætti, að keðjuverkun fór af stað þegar of stór skammtur af auðg- uðu úrani var notaður á lokastigi vinnsluferlis kjarnorkueldsneytisins. Tekizt hafði að stöðva keðjuverkun- ina fyrri part dags í gær, um sólar- hring eftir að hún hófst. ■ Lítil hætta sögð/34 Reuters Japanskir sérfræðingar mæla geislun á gangstétt nærri kjarnorkueldsneytisverksmiðj- unni í Tokaimura, þaðan sem geislun lak út í andrúmsloftið á fimmtudag. Rússar gera inn- rás í Tsjetsjníu Washington, Berlín, Grosní. AFP, Reuters. Hátíðarhöld á Torgi hins himneska friðar RISAVAXINN fáni Kínverska al- þýðulýðveldisins líður fram hjá að- alhliði Torgs hins himneska friðar þar sem mikil skrúðganga var haldin í gær í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun rikisins. Meira en 500.000 her- menn og óbreyttir borgarar tóku þátt í hátíðarhöldunum, þeirra á meðal fjöldi barna. Fyrir skrúð- göngunni fór fylking skriðdreka, fimm í hverri röð, og púuðu reyk- skýjum. Fast á eftir fylgdu risa- vaxnir herbílar sem báru flug- skeyti en í lofti fóru herþotur með miklum gný. Hápunktur skrúð- göngunnar var „ljónadans“ hundr- aða listdansara sem voru klæddir litskrúðugum Ijónabúningum og hreyfðu sig í takt við mikinn trumbuslátt. ■ Kínveijar fagna/33 ÞUSUNDIR rússneskra hermanna réðust í gær inn í Tsjetsjníu í kjölfar yfirlýsingar stjómvalda í Moskvu þess efnis að hún viðurkenni ekki lengur stjóm Aslans Maskhadovs, forseta landsins. Meira en eitt þús- und brynvagnar og skriðdrekar tóku þátt í innrásinni sem náði um 15 kílómetra inn í landið. Rússneski herinn mun hafa náð um fimm þorp- um á vald sitt en tsjetsjneskir her- menn segjast hafa fellt 10 menn úr innrásarliðinu. Tölurnar hafa ekki fengist staðfestar af rússneskum stjórnvöldum. I meira en viku hafa rússneskar herflugvélar gert stöðugar loftárásir á Tsjetsjníu og er talið að allt að 100.000 manns hafi flúið heimili sín vegna þeirra. Yfirvöld í Tsjetsjníu segja að tæplega 600 manns hafi lát- ist í árásunum en flóttamenn hafa aðallega streymt til Ingúsetíu, ná- grannaríkis Tsjetsjníu, þar sem þeir hafast við í tjaldbúðum. Stjórnvöld í Ingúsetíu hafa bannað sölu og neyslu áfengis í landinu af ótta við að áfengisneysla geti leitt til þess að átök brjótist út milli flóttamanna og innfæddra. Áhyggjur á Vesturlöndum Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að stjórn- völd vestra hefðu áhyggjur af þróun mála í Tsjetsjmu en sagði þó að Bandaríkjamenn skildu að Rússar vildu ganga milli bols og höfuðs á hryðjuverkamönnum sem bæru ábyrgð á sprengingunum í fjölbýlis- húsum Moskvu. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, ræddi í gær símleiðis við Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, um ástandið í Tsjetsjníu. Ráðherrarnh’ hvöttu ráðamenn í Moskvu og Tsjetsjníu til að hefja tafarlaust viðræður um pólitíska lausn deilunnar og sögðu að átökin væri aðeins hægt að leysa með frið- samlegum hætti. Maskhadov, forseti Tsjetsjníu, hefur áður lýst því yfir í viðtali við þýska blaðið Frankíurter Rundschau að innrás Rússa í Tsjet- sjníu hefði í för með sér allsherjar- stríð í Kákasushéraði. „Við munum gleyma öllum okkai- innri deilum," segir Maskhadov í samtali við blaðið og bætir við að stríð muni leiða til þess að Rússland missi öll yfirráð sín í Kákasuslöndum. Reuters
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.