Morgunblaðið - 02.10.1999, Side 35

Morgunblaðið - 02.10.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 35 Að minnsta kosti 22 létust í Mexíkó AP Veggur hrundi á bflastæði í Mexíkóborg í jarðskjálftanum á fimmtudag. Oaxaca. AP, Reuters. EKKI færri en 22 létu lífið vegna jarð- skjálftans sem reið yfir Mexíkó á fimmtudag, flestir í héraðinu Oaxaca, skammt frá upptök- um sjálftans undan Kyrrahafsströndinni. I gær var hlúð að særðum og reynt að lagfæra skemmdir, sem þykja ótrúlega litlar miðað við hve öflugur skjálftinn var. Nokkrir eftir- skjálftar mældust í Mexíkó í fyrrakvöld og í gær, en enginn sterkari en 4,5 stig á Richters-kvarða. I jarðskjálftanum á fímmtudag, sem mældist 7,5 stig, titr- uðu hús, þök hrundu, vegir skemmdust og rafmagni sló víða út. Sérfræðingar segja að til allrar hamingju hafi skjálftinn verið öflugastur á mjög stijálbýlu svæði, svo manntjón og skemmdir urðu mun minni en hefði orðið í þéttbýli. Er- nesto Zedillo, forseti Mexíkós, skoð- aði í gær svæðin sem verst urðu úti. I héraðinu Oaxaca létust að minnsta kosti tuttugu manns, en flestir þeirra urðu undii- húsum sem hrundu. Um tuttugu manns voru lagðir inn á sjúki-ahús með meiðsli. „Fæstir íbúai- Oaxaca gátu fest svefn í nótt, vegna þess að við vor- um taugaóstyrk og óttuðumst að annar jarðskjálfti riði yfir,“ sagði Alberto Rodriguez, héraðsstjóri í Oaxaca, í gær. Skólar í héraðinu voru lokaðir í gær, svo unnt væri að kanna hvort byggingarnar hefðu iaskast í skjálftanum. Öflugasti skjálftinn síðan 1985 Einn maður lést í Mexíkóborg, sem er um 500 km frá upptökunum, en hann fékk hjartaáfall í kjölfar skjálftans. Kona lét lífið í héraðinu Veracruz við Mexíkóflóa, en hún hrasaði við titringinn og höfuðkúpu- brotnaði. Talið er að þetta sé öflugasti jarð- skjálfti sem riðið hefur yfir Mexíkó síðan 1985, en þá létu allt að 10 þús- und manns lífð í tveimur hrinum sem mældust 8,1 og 7,3 stig á Richters-kvarða. Jarðskjálftar eru algengir í Mexíkó og er Mexíkóborg á sérstöku hættusvæði. Ellen Gunnarsdóttir býr í Mexíkóborg Var ákaflega skelkuð ELLEN Gunnarsdóttir sagn- fræðingur býi- ásamt eiginmanni sínum og syni í Mexíkóborg. Hún sagðist hafa orðið ansi skelkuð er skjálftinn reið yfir, en haldið ró sinni. „Við vorum heima hjá okkur þegar jarðskjálftinn reið yfír og húsið riðaði fram og aftur, það var eins og að vera á bát í öldu- sjó. Okkur fannst þetta standa ansi lengi,“ sagði Ellen í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það urðu engin slys á fólki eða til- takanlegar skemmdir á húsum hér í Mexíkóborg, en rafmagnið og síminn fóru af í um það bil klukkustund. Einnig skapaðist nokkurt umferðaröngþveiti, sér- staklega í miðborginni, vegna þess að það slokknaði á götuljós- um og fólk var að flýta sér að ná í börnin sín í skólann.“ Ellen segir að í Mexíkóborg hafí skjálftinn ekki verið sérlega sterkur. „Fólk fór víða út úr húsum og jafnaði sig, en snéri svo aftur til vinnu. Margir eru reyndar hræddir hér eftir stóra jarðskjálftann árið 1985, svo það var ansi mikið um taugaáföll og Rauði krossinn var á þeytingi um borgina, en annars var allt frekar rólegt. Þeim, sem hafa búið hér frá barnæsku og hafa upplifað marga skjálfta, fannst ekki mikið til um þetta,“ sagði Ellen. sími 551 3311 Lansur lausardasur 15% afsláttur af nælontöskum NEYTENDUR Málþing’ um gæði grænmetis frá sjónarhóli neytenda Islenskt grænmeti ekki eftirbátur þess erlenda STOFNUNIN Matvælarannsóknir Keldnaholti, sem er samstarfsvett- vangur Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og Iðntæknistofnunar, kynnti niðurstöður ítarlegs verk- efnis um gæði grænmetis á mál- þingi síðastliðinn fimmtudag. I verkefni Matvælarannsókna var fylgst með gæðum grænmetis á íslenskum markaði í heilt ár, þ.e. frá mars 1998 til sama mánaðar ár- ið 1999. Gæðin voru metin út frá sjónarhóli neytenda, en í erindi Vals N. Gunnlaugssonar, sem bar heitið „Hvað ræður gæðum græn- metis?“, kom fram að gæði ákvarð- ast af bragðgæðum, útliti, efnainni- haldi og hollustu. Gæði eru, sam- kvæmt erindi Vals, það sem neyt- endur og úrvinnsluaðilar segja að þau séu. Verkefnið hvati að auknum gæðum grænmetis í verkefninu voru upplýsingar um uppruna, afbrigði og ræktunar- aðferð skráðar þannig að niður- stöðurnar nýtast framleiðendum jafnt sem neytendum og geta orðið hvati að auknum gæðum fram- leiðslunnar. Þá var notað skynmat til að meta bragðgæði og útlit grænmetisins en efnagreiningar til að mæla einstaka efnisþætti, svo sem þurrefni, nítrat og nokkur vítamín. Að lokum yar framlag grænmetis til neyslu Islendinga á hinum ýmsu næringarefnum reikn- að. Bragðgæði íslensks og innflutts grænmetis voru borin saman. Is- lensku tómatarnir höfðu að jafnaði meira tómatbragð en þeir erlendu, en í þeim síðarnefndu kom oftai’ fram aukabragð. Að meðaltali var einnig meira af hollustuefnunum beta-karótíni og lýkópeni í íslensk- um tómötum en í innfluttum. Hins vegar var heldur minna af beta- karótíni í íslenskum gulrótum en þeim innfluttu, en íslenskar gul- rætur veita samt sem áður mjög mikið af þessu efni borið saman við önnur matvæli. Jafnframt má taka fram að meira gulrótarbragð var af íslenskum gulrótum þegar borið var saman við erlendar og eins voru þær safaríkari en þær síðar- nefndu. Gæði framleiðslunnar jöfn og góð Gæði íslensku framleiðslunnar voru almennt mjög jöfn og góð. Lítill munur var á skynrænum þáttum milli vetrar og sumars á salati á meðan gæði gulróta rýrn- uðu yfir vetrartímann. íslenskt grænmeti, sem framleitt er við raf- lýsingu yfir vetrartímann, kom ávallt vel út úr gæðamatinu og vítamíninnihald var síst minna en á öðrum árstímum. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að íslenskt grænmeti stendur því innflutta fyllilega jafnfætis varðandi þau vítamín sem mæld voru, þau voru fólasín, E-vítamín og beta-karótin, en það er forveri A-vítamíns. Eng- in ein grænmetistegund veitir mest af öllum vítamínunum og því er æskilegt að neytendur borði fjöl- breytt úrval grænmetis. Vörur frá Plastprenti hækka um 9% HINN 10. október næstkomandi hækka allar framleiðsluvörur Plast- prents um 9%. Að sögn Sigurðar Braga Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra Plastprents hefur plasthráefni hækkað um 50-60% en það kemur aðallega frá Hollandi og frá Noregi. Hann segir að helming- ur af vöruverði sé hráefniskostnað- ur og því deginum ljósara að full þörf sé á umræddri hækkun. Hann bendir hins vegar á að erfitt hafi verið að hækka þessar vörur um 9% á einu bretti og kaupmenn bregðist illa við henni. Þær vörur sem um ræðir eni t.d. plastfilmur fyrir matvælaiðnaðinn, venjulegir burðarpokar, heimilis og ruslapokar og byggingarplast. Sig- urður Bragi segir að erlendis hafi þessar vörur verið að hækka að undanförnu og hann segir að hækk- unin hérlendis sé frekar síðbúin ef litið sé til nágrannaþjóðanna. Mikið úrval af herraskóm Póstsendum samdægurs Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345. $TOR UTSALA UM ALLT LAND útivistar & vinnufatnaður 66°N Skúlagötu 51 Reykjavík • Akureyri • Vestmannaeyjum Hafnarbúðin ísafirði • SÚN Neskaupstað • Skipaþjónusta Esso Ólafsvík Vélsmiðja Hornafjarðar • Skeljungsbúðin Keflavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.