Morgunblaðið - 02.10.1999, Side 52

Morgunblaðið - 02.10.1999, Side 52
52 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR, frá Hellissandi, síðast til heimilis á Garðvangi í Garði, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs og Garðvangs. Högni Felixson, Þyrí Björgvinsdóttir, Lárus Felixson, Eðvarð Felixson, Guðrún Gústafsdóttir, Katrín Hlíf Felixdóttir, Fríða Guðrún Felixdóttir, Rúnar Lúðvíksson, Gylfi Felixson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sambýliskona mín, móðir, dóttir, systir og barnabarn, GUÐRÍÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á sjúkrahúsinu í Tonsberg í Noregi föstudaginn 24. september sl., verður jarð- sungin frá Selfosskirkju laugardaginn 2. októ- ber kl. 13.30. Helge Rise, íris Hödd, Lena Mist, Guðmundur Sigurgeirsson, Ágústa Traustadóttir, Trausti Guðmundsson, Sigurgeir Guðmundsson, Sigurgeir Ingvarsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÓLAFUR VALDIMARSSON, Skólabraut 15, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 30. sept ember sl. Fyrir hönd aðstandenda, Már Magnússon, Katrín Edda Magnúsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður, vinar og afa, BJARNA SNÆLAND JÓNSSONAR útgerðarmanns frá Skarði í Bjarnarfirði, til heimilis á Hverfisgötu 39. Sérstakar þakkir til sr. Pálma Matthíassonar og Guðna Guðmundssonar organista. Blessun fylgi ykkur öllum. Hulda Sigrún Bjarnadóttir, Kjartan Þór Halldórsson, Magnús Þór Bjarnason, Jón Bjarni Bjarnason, Bryndís Bjarnadóttir, Sigurður Jónsson, Hulda Svava Elíasdóttir, Elías Snæland Jónsson, Jóhannes Snæland Jónsson, Valgerður Snæland Jónsdóttir, Anna Rósa Magnúsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, SVEINBJARGAR ÁRNADÓTTUR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sérstakar þakkir til stjórnenda og starfsfólks Grundar. Helga Einarsdóttir, Sigríður Halla Einardóttir, Hilmar Einarsson, Margrét Einarsdóttir, Guðmundur Einarsson. GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR + Guðrún Aðal- steinsdóttir fæddist á Vað- brekku í Hrafnkels- dal 25. maí 1923. Hún lést 24. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Aðal- steinn Jónsson og Ingibjörg Jónsdótt- ir á Vaðbrekku. Eiginmaður Guð- rúnar var Jón Jóns- son, f. 18. janúar 1912, d. 31. júlí 1992, bóndi í Klausturseli, Jökuldal, 1955-69. Síðar verkamaður á Egilsstöð- um. Börn þeirra: 1) Hrafnkell A. Jónsson, f. 3.2. 1948, héraðs- skjalavörður Fellabæ, kona hans Sigríður Magna Ingimars- dóttir, starfsmaður við tóm- stundastarf aldraðra á Egils- stöðum. Börn þeirra: Bjartmar Tjörvi, kerfísfræðingur Hafnar- firði, kona hans Kristbjörg Jón- asdóttir, nemi í viðskiptafræði. Börn þeirra: Tara Osp, Embla Ósk. Fjóla Margrét Hrafnkels- dóttir. Nemi við Samvinnuhá- skólann Bifröst. 2) Aðalsteinn Ingi Jónsson, f. 12.10. 1952, bóndi i Klausturseli Jökuldal, formaður Landssambands sauð- Ijárbænda, kona hans Ólafía Sigmarsdóttir, húsfreyja og handverkskona Klausturseli. Börn þeirra: Henný, sjúkraliði, Sigmar Jón, nemi við Verk- menntaskólann Neskaupstað, Ævar Þorgeir, Marteinn Öli. 3) Jón Hávarður Jónsson, f. 17.11. 1957, trésmjður í Mývatnssveit, kona hans íris Dóróthea Rand- versdóttir, kennari í Mývatns- sveit. Börn þeirra: Steingrímur Randver, verkamaður á Héraði, Ragnar Bjarni, verkamaður á Héraði, Guðrún Sól. 4) Rósa Jónsdóttir, f. 14.6. 1962, hjúkr- unarfræðingur á Vífílsstöðum, maður hennar Bjarni Richter, jarðfræðingur hjá Orkustofnun. Börn þeirra: Sigurður Ymir, Jón Hákon. 5) Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir, f. 10.8. 1964, kennari við Egilsstaðaskóla, maður hennar Dag- ur Emilsson, kenn- ari við Egilsstaða- skóla. Börn þeirra: Máni, Sesselja Sól. Guðrún útskrif- aðist frá Alþýðu- skólanum Eiðum 1942. Hún var far- kennari á Jökuldal 1942-44. tit- skrifaðist úr Húsmæðrakenn- araskólanum 1946. Matreiðslu- kennari við Húsmæðraskólann á Hallormsstað 1946-47, 1948-1950 og 1967-1970. Bjó í Klausturseli á Jökuldal frá 1955 til 1969. Búsett á Egilsstöðum 1971 til dauðadags. Ráðskona við mötuneyti Menntaskólans á Egilsstöðum frá stofnun skól- ans 1979 til 1993. Guðrún sinnti margvíslegum félagsmálum. Hún var meðhjálpari í Eiríks- staðakirkju í þrjú ár, sat í stjórn kvenfélagsins Öskju Jök- uldal í sex ár. I stjórn Alþýðu- bandalagsfélags Fljótsdalshér- aðs í fjögur ár, þar af formaður í eitt ár, síðar heiðursfélagi í því félagi. Starfaði fyrir Rauða Kross Islands frá námsárum sinum í Húsmæðrakennaraskól- anum allt fram á þetta ár. Hún gegndi ýmsum störfum fyrir Verkalýðsfélag Fljótsdalshér- aðs og var m.a. formaður út- hlutunarnefndar atvinnuleysis- bóta um árabil. Guðrún starfaði í slysavarnadeildinni Gró á Fljótsdalshéraði, var m.a. for- maður fjáröflunarnefndar Gró- ar um skeið. Hún var heiðursfé- lagi í Gró. títför Guðrúnar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jæja, Guðrún. Þá er okkar allt of stuttu kynnum lokið. Ég hafði reyndar alltaf vonast til að þau yrðu mun lengri, enda of snemmt að yfirgefa okkur öll nú. Auðvitað er það alltaf þannig að þegar ástvinur yfirgefur þessa ver- öld sitja eftirlifendur eftir, nagandi sig í handarbökin yfir því að hafa ekki notið samvistanna lengur og betur. Allt það sem mann langaði að gera fyrir og segja við Guðrúnu er nú allt í einu orðið um seinan. IM vil ég reyna að koma þakklæti mínu á framfæri á þann eina hátt sem ég get úr því sem komið er. Mig langar til að þakka fyrir allt hið góða sem þú hefur gert fyrir okkur og við fáum þér aldrei full- þakkað. Sérstaklega er mér minn- isstæður sá stuðningur og styrkur er þú veittir okkur þegar litli drengurinn okkar var sem veikast- ur. Ekki veit ég hvernig okkur hefði öllum reitt af ef þú hefðir ekki aðstoðað okkur og verið okkur styrkur á þessu erfiða tímabili. Einnig vil ég þakka hversu vel mér var tekið er ég varð hluti af fjölskyldu Guðrúnar. Velvild og glæsilegar móttökur, iðulega um efni fram, var það sem mér þótti mest áberandi í fari Guðrúnar. Alltaf vildi hún allt fyrir mig gera og meira til. Kynni mín af Guðrúnu voru á hinn allra besta veg og því hafa spaugsögur um slæmar tengdamæður aldrei höfðað til mín eftir að ég kynntist henni. Þá er víst komið að hinstu kveðj- unni. Þú munt ávallt vera með okk- ur í minningunni og ert órjúfanleg- ur hluti af fjölskyldu okkar. Minn- ingin um þig mun ylja okkur um alla framtíð. Ég heiti þér því, Guð- rún, að standa við það er Jón bað mig um er ég hitti ykkur hjónin í fyrsta sinn. Ég votta öllum aðstandendum Guðrúnar samúð mína. Bjarni. Elsku Guðrún amma. Ekki gat ég ímyndað mér þegar ég kvaddi þig í lok ágúst að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn. Það mætti samt halda að þú hafír haft það á tilfinningunni, því þér var það svo mikilvægt að ég kæmi að hitta þig. Auðvitað var það sjálf- sagt mál og sé ég eftir því núna hvað ég sinnti þér lítið í sumar. Það var alltaf spennandi að koma og heimsækja þig og afa á Egilsstaði þegar við Tjörvi vorum lítil. Ég fékk alltaf að vera með þér niðri í menntaskóla og var aðal fjörið að fá að hjálpa til við uppvaskið. Það var líka svo gaman að heimsækja þig í Útgarðinn, þú varst alltaf með fullt af gestum hjá þér og mátti bóka það að maður hitti hálfa ætt- ina í kaffí. Eftir að ég varð fullorð- in gat ég setið í kaffi í Útgarðinum klukkustundum saman, þú verið að segja mér sögur af þér, allri fjöl- skyldunni eða bara frá gömlum tímum. Ég ætti kannski frekar að segja að við hefðum verið að slúðra. Það er samt svo skrítið að eftir að ég sjálf var flutt upp í Egilsstaði þá gaf ég mér alltaf minni og minni tíma til að koma í heimsókn til þín. Mér fannst alltaf gott þegar þú hringdir í mig og baðst mig um að fara með þig í bæ- inn til að erindast. Við vissum nú báðar að við þurftum að gefa okkur góðan tíma í það og þú gafst mér alltaf ágætan fyrirvara svo að við þyrftum ekki að flýta okkur um of. Það var svo ótrúlegt að fara með þér í búðina því það voru svo marg- ir sem þekktu þig. Þú varst nátt- úrulega búin að ala hálft Austur- land upp í menntaskólanum. Þó að minnið væri nú farið að bregðast þér þá talaðir þú við alla og spurðir mig svo að því við hvern þú hefðir verið að tala eftir á. Það er sorg- legt að þú skyldir ekki fá að njóta þess að búa í nýju íbúðinni þinni. Við vorum öll svo ánægð fyrir þína hönd að þú gætir loksins farið að hafa meiri samskipti við fólk og minna mál væri fyrir þig að rölta í bæinn. Þú varst svo mikil félags- vera og leiðinlegt hvað Útgarður- inn hamlaði því að þú gætir sjálf farið út á meðal fólks. Nú þegar þú ert komin yfir, er ég sannfærð um að þú munt vaka yfir okkur, fjöl- skyldu þinni, og vera hjá okkur í gleði og sorgum. Með saknaðarkveðjum til þín. Fjóla Margrét. Það eru sjö ár síðan við hjónin kynntumst Guðrúnu Aðalsteins- dóttur fyrst, eða um það leyti er hilla fór undir að hún yrði tengda- móðir sonar okkar. Enda þótt við byggjum á sitt hvorum enda lands- ins, áttum við eftir að hitta hana oft og eiga með henni góðar samveru- stundir. Við komumst fljótt að því að Guðrún var óvenju hjartahlý, greind og fróð kona sem fylgdist vel með og hafði ríka kímni- og frá- sagnargáfu. Við minnumst hennar á brúð- kaupsdegi barna okkar þar sem hún stóð fyrir glæsilegri veislu og talaði fallega til bniðhjónanna. Við minnumst hve vel hún tók á móti okkur í þau skipti sem við lögðum leið okkar til Egilsstaða og við minnumst hennar hér fyrir sunnan, nú síðast i ágúst, þegar við áttum góðar stundir saman í Garðabæn- um. Sérstaklega er okkur þó minn- isstæð ferð sem við fórum með Guðrúnu, sumarið 1997, upp á Jök- uldal og á æskustöðvar hennar í Hrafnkelsdal. Á þeirri leið þekkti hún auðvitað allt og alla og sagði afar skemmtilega frá. Að lokum var farið upp í óbyggðir, þar sem við skoðuðum hin tilkomumiklu Dimmugljúfur. Guðrún lét sér mjög annt um böm sín, tengdabörn og barna- böm. Hún var ósérhlífin og alltaf boðin og búin til hjálpar ef á þurfti að halda. Þegar sameiginlegt bamabam okkar veiktist alvarlega í Kaupmannahöfn dvaldi hún hjá fjölskyldunni þar ytra í mánaðar- tíma og veitti henni mikla aðstoð sem kom sér mjög vel. Það hafa margir misst mikið við andlát Guðrúnar Aðalsteinsdóttur en nú er komið að leiðarlokum og við þökkum góða og ánægjulega viðkynningu. Við sendum öllum að- standendum innilegustu samúðar- kveðjur. Margrét og Sigurður H. Richter. Þegar fólk giftir sig, þá er það að taka saman við fleiri en makann sem valinn var. Það er líka að taka saman við fjölskyldu hans eða hennar, fólkið sem þekkir forsög- una, fólkið sem hefur verið ná- tengdast nýja makanum. Það getur verið kvíðvænleg stund að mæta þessu fólki, vita að það hlýtur að leggja mat á nýjustu viðbótina við fjölskylduna, en vita ekki hvaða forsendur það muni leggja til grundvallar matinu. Þegar ég kynntist Ragnari Inga, yngsta bróður Guðrúnar, kom fljótlega í ljós að þessi stund yrði ekki umflú- in. Ég vissi að fjölskylda hans var stór og samheldin, íróð og glaðvær. Ég vissi líka að hún hafði misjafnar forsendur til að meta nýjan fjöl- skyldumeðlim út frá. Guðrún var til dæmis húsmæðrakennari, vön að standa fyrir stóru mötuneyti og mannmörgu heimili þess utan. Mér þótti því líklegt að hún myndi líta til húsmóðurhæfileika minna, skipulags heimilis, matseldar og annars af því tagi. Þetta hafði ég ekki álitið sterkar hliðar í mínu fari, þar sem ég hafði lengst af ver- ið upptekin við aðra hluti og ekki lagt stolt mitt í húshaldið sérstak-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.