Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykinga- banni í Al- þingishús- inu fagnað VIÐ upphaf þingfundar í gær kvaddi Valgerður Sverrisdótt- ir, þingmaður Framsóknar- flokks, sér hljóðs í því skyni að fagna fyrir hönd heilbrigðis- °g trygginganefndar þeirri ákvörðun forseta Alþingis að frá og með deginum í gær skyldi ríkja reykingabann í Alþingishúsinu. I máli Valgerðar, sem er formaður heilbrigðis- og ti-ygginganefndar, kom fram að nefndin hefði á fundi sínum fyrr um morguninn orðið sam- mála um að rétt væri að greina þingheimi frá þeirri einróma afstöðu nefndarinnar, að fagna bæri ákvörðun forsetans. „Okkur fannst fara vel á því að láta þetta koma fram þar sem fyrsti dagurinn er í dag sem ekki verður heimilt að reykja,“ sagði Valgerður. „Það kannski þarf ekki að taka það fram en heilbrigðis- og trygg- inganefnd er reyklaus,“ bætti Valgerður við, og vöktu um- mælin nokkra athygli þing- heims. Sekt fyrir að kaupa smygl HÁLFSEXTUGUR öryrki var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur til að greiða 50 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa keypt smyglvarning á hafnarbakkanum við Hafnar- fjarðarhöfn. Hafði maðurinn keypt 28 lengjur af sígarettum og tvær vodkaflöskur sem gerðar voru upptækar með dómi. Ákærði játaði brot sitt ský- laust en taldi að sér hefði verið heimilt að kaupa varninginn þar sem hann hefði ekki vitað að um smygl væri að ræða. í málsgögnum lá hins vegar ekkert fyrir sem benti til þess að ákærði hefði ekki vitað að svo hefði verið. Dómari tók tillit til þess að ákærði var öryrki með bágan fjárhag og þótti því rétt að ákveða sektarfjárhæð nokkru lægri en dómvenja væri í slík- um málum. Launakostnaður miðað við lágmarkslaun 1999 ísland=100 Hagfræðingur ASI segir ekki mikinn kostnað við hækkun lágmarkslauna ísland Bretland Frakkland Holland Danmörk Svíþjóð 100 150 200 Morgunblaðið/Porkell Skólahlj ómsveitin í nýtt húsnæði Skölahljómsveit Kópavogs er flutt í nýtt húsnæði og af því tilefni leiddi liðlega 50 manna lúðrasveit skrúðgöngu um Kópavog í vik- unni frá fyrrverandi aðsetri við Ástún að nýju húsnæði í íþrótta- húsinu í Digranesi. Yfir 130 með- limir eru í Skólahljómsveit Kópa- vogs á aldrinum 10-20 ára og spilar hljómsveitin opinberlega að jafnaði einu sinni í viku við ýmis tækifæri. Tillaga um umhverfismat Fljótsdals- virkjunar rædd í borgarstjórn Vísað frá við nafnakall TILLÖGU Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að borgarstjórn skori á Alþingi að sjá til þess að fram fari umhverf- ismat vegna fyrirhugaðrar Fljóts- dalsvirkjunar vai’ vísað frá á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Margir borgarfulltrúar lýstu stuðningi við framkvæmd umhverfismats en létu jafnframt í ljós þá skoðun að borg- arstjórn væri rangur vettvangur fyiir tillöguflutninginn; umræða um hið lögformlega umhverfismat ætti heima á Alþingi. Ólafur varð ekki við áskorunum Alfreðs Þorsteinssonar og Helga Péturssonar, borgarí'ulltrúa R-lista, um að draga tillögu sína til baka. Þeir báru því upp frávísunartillög- una sem samþykkt var með 11 at- kvæðum gegn 3. Einn borgarfull- trúi sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Viðhaft var nafnakall við atkvæða- greiðsluna að kröfu Ólafs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri greiddi frávísunartil- lögunni atkvæði sitt. Borgarstjóri lét bóka að hún styddi tillögu Ólafs efnislega en teldi hana ekki eiga heima í borgarstjórn. I bókun Ólafs F. Magnússonar kom meðal annars fram að átta af ellefu borgarfulltrúum, sem tóku til máls um tillöguna, hefðu tekið undir kröfuna um lögformlegt um- hverfismat vegna Fljótsdalsvirkj- unar. Þannig telur hann liggja fyr- ir skýran vOja meirihluta borgar- stjórnar um kröfuna sem hann seg- ir endurspegla þjóðarvilja. Hann segir frávísunartillöguna einungis varða ágreining um það hvort mál sem þetta eigi prindi í borgarstjórn Reykjavíkur. Ólafur telur svo vera vegna 45% eignaraðildar Reykja- víkurborgar að Landsvirkjun. Sameining Orkuveitu og Vatnsveitu samþykkt Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi samþykkt stjóm- ar veitustofnana um sameiningu Orkuveitu Reykjavíkur og Vatns- veitu Reykjavíkur. Einnig var sam- þykkt tillaga borgarstjóra um að samfara því að unnið er að samein- ingu Vatnsveitu og Orkuveitu verði gerð úttekt á hagkvæmni þess að fela sameinuðu veitufyrirtæki rekstur fráveitukerfis borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sátu hjá við afgreiðslu málsins. Mikil hálka farin að myndast á Suðurlandsvegi Arekstrar og bfl- veltur í hálkunni MIKIL hálka myndaðist á Suður- landsvegi í gærmorgun á Hellis- heiðinni, í Svínahrauni og Þrengsl- unum með þeim afleiðingum að fjór- ar bifreiðar lentu í hörðum árekstri við Litlu kaffistofuna skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun. Alvarleg slys urðu ekki á fólki en einn öku- maður sat fastur í bifreið sinni og varð að kalla til tækjabifreið Slökkviliðsins í Reykjavík til að losa hann úr flakinu. Skömmu síðar valt bifreið skammt frá Sandskeiði, en enginn slasaðist. Ekki leið nema hálf klukkustund þangað til önnur bíl- velta varð, í þetta skipti á Þrengsla- vegi, en slys urðu ekki á fólki. Tíu mínútum síðar varð enn eitt óhapp- ið, þegar tvær bifreiðar lentu í árekstri á Þrengslavegi, en slys hlutust ekki af. Tími vetrarhjólbarða er ekki kominn enn og því eru bifreiðar illa Morgunblaðið/Júlíus Losa varð ökumann úr flaki bifreiðar sinnar með klippum til að ná honum út eftir harðan árekstur við Litlu kaffistofuna í gærmorgun. búnar til aksturs í hálku sem getur því ökumenn til að aka af varfærni myndast skyndilega á vegum á og gefa sér góðan tíma til að kom- þessum árstíma. Hvetur lögregla ast leiðar sinnar. EDDA Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur Alþýðusambands íslands, segir að samkvæmt fjárlagafrum- varpinu sé svigrúm til almennra launahækkana metið 4-5%, en hún telur að það sé lágmarkstala því taka verði tillit til fleiri þátta í mati á þessu svigrúmi. Það sé ekki nóg að horfa til launabreytinga í helstu viðskiptalöndum okkar því hér á landi sé launakostnaður atvinnu- lífsins vegna lágmarkslauna mun lægri en þar þekkist. Laun og launatengd gjöld vegna lágmarks- launa séu t.d. 97% hærri í Dan- mörku en hér á landi. I gögnum sem Edda Rós lagði fram á kjaramálaráðstefnu ASÍ kemur fram að launabreytingar í helstu viðskiptalöndum íslendinga frá 1999-2000 eru að meðaltali 3,5%. Kaupmáttaraukningin er hins vegar 1,7%. Sé litið á fimm mikil- vægustu viðskiptalönd íslendinga eni launahækkanir þeirra að með- altali 4% og kaupmáttaraukningin 2% milli ára. Mestar launabreyting- ar eru í Danmörku eða 5%. Edda Rós sagði að þar sem vinnuveitendur á íslandi legðu mikla áherslu á að launabreytingar á íslandi væru sambærilegar og í nágrannalöndum okkar ætti að vera Ijóst að þeir myndu á fyrsta samningafundi bjóða launþegum í mesta lagi 4% árlega launahækk- un. Þetta svigrúm lægi á borðinu. Hún sagði að það þyrfti hins vegar að horfa til fleiri þátta í þessum samanburði, ekki síst á það hvaða laun væru almennt greidd á Islandi í samanburði við önnur lönd. Það væri t.d. ljóst að lágmarkslaun og launatengd gjöld, þ.e.a.s. sá launa- kostnaður sem atvinnulífið bæri, væru 97% hærri í Danmörku en á Islandi. Sem betur fer væri þetta ekki stór hópur launafólks sem væri á þessum lágu töxtum hér á landi og því lægi fyrir að kostnaður atvinnulífsins við að hækka lág- markslaunin væri ekki mjög mikill. Edda Rós sagði að verulegur ár- angur hefði náðst við að hækka lágmarkslaun á síðustu árum. Lág- markslaun á Islandi hefðu hækkað um 50% frá árinu 1995. Þessi laun væru hins vegar enn lág í saman- burði við önnur laun og þyrftu að hækka enn meira. Lágmarkslaun miklu hærri í Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.