Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 23 ERLENT Læknir í Suður-Afríku sakaður um að hafa skipulagt sýkla- og efnahernað Segir áætlunina byggða á bandarísk- um upplýsingum Reuters Suður-afríski læknirinn Wouter Basson gengur út úr réttarsal í Pretoríu eftir að gert var hlé á réttarhöldunum í máli hans. Hann hef- ur m.a. verið ákærður fyrir morð á rúmlega 200 andstæðingum stjórn- ar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Pretoríu. Reuters, AFP. SUÐUR-afríski læknirinn Wouter Basson, sem hefur verið sóttur til saka fyrir að skipuleggja sýkla- og efnavopnahernað gegn blökku- mönnum, kveðst hafa byggt hern- aðinn á upplýsingum sem hann hafí aflað sér í Bandaríkjunum. Basson hefur verið kallaður „Dauði læknir" og var heilinn á bak við leynilega sýkla- og efnavopnaá- ætlun stjómar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku á árunum 1982-92. Hann er meðal annars sakaður um að hafa tekið þátt í morðum á að minnsta kosti 229 andstæðingum stjórnarinnar í Suður-Afríku og Namibíu. Saksóknararnir segja að á meðal fómarlamba Bassons séu um 200 liðsmenn SWAPO, frelsisissam- taka sem börðust á þessum tíma gegn yfimáðum Suður-Afríku yfir Namibíu en era nú við völd í land- inu. I ákæraskjalinu segir að eftir að stjórn hvíta minnihlutans hafi ákveðið að láta drepa fanga úr upp- reisnarsveitum SWAPO hafi Bas- son látið gefa Namibíumönnunum stóra skammta af vöðvaslakandi lyfi, sem olli því að lungun féllu saman og fangarnir köfnuðu. Líkin vora síðan sett í flugvél og þeim kastað í Atlantshafið. Basson er einnig sakaður um að hafa séð útsenduram stjórnarinnar fyrir vöðvaslakandi lyfjum og eit- urefnum sem voru notuð til að myrða tugi óþekktra blökkumanna, að minnsta kosti einn liðsmann Afríska þjóðarráðsins (ANC) og nokkra suður-afríska lögreglu- og leyniþjónustumenn sem yfirvöld treystu ekki lengur. Hann er einnig sagður hafa átt aðild að samsæri um að myrða forystu- menn ANC, sem er nú við völd í Suður-Afríku. I ákæruskjalinu segir ennfremur að Basson hafi dregið sér andvirði 1,8 milljarða króna af því fé sem hann fékk frá hemum til að kaupa efni í vopnin erlendis. Þá er hann sakaður um brot á fíkniefnalöggjöf- inni, en hann er sagður hafa haft í fóram sínum mikið magn eiturlyfja þegar hann var handtekinn 1997. Basson var leystur úr haldi gegn tryggingu og hefur starfað sem hjartasérfræðingur við hersjúkra- hús í Pretoríu. Aflaði sér efnanna í Evrópu Basson hefur ekki neitað því að hafa verið potturinn og pannan í sýkla- og efnavopnaframleiðslunni og kveðst hafa farið til Bandaríkj- anna í því skyni að afla sér upplýs- inga áður en hún hófst. Hann hafi villt á sér heimildir, þóst hafa farið til Bandaríkjanna í því skyni að komast hjá herkvaðningu, til að koma sér í mjúkinn hjá bandarísk- um mannréttindasamtökum, er höfðu komist yfir leynilegar upp- lýsingar um vopn sem þau vildu að yrðu eyðilögð. Basson segir að heimildarmenn í bandaríska hernum hafi einnig óaf- vitandi veitt apartheid-stjóminni upplýsingar um hvemig sýkla- og efnavopnaáætlun Bandaríkjanna var skipulögð, hverjir væra viðriðnir hana og hvaða vopn væra notuð. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins dró þessa stað- hæfingu í efa. „Við höfum gert ör- yggisráðstafanir sem hindra að slíkt geti gerst,“ sagði hann. Basson kveðst einnig hafa farið til Bretlands, fleiri Vestur-Evrópu- ríkja og kommmúnistaríkja í Aust- ur-Evrópu til að afla þess sem hann þurfti til að framleiða efna- og sýklavopn fyrir stjórn hvita minnihlutans. Stjórnin er sögð hafa látið fram- leiða eiturefni sem gætu orðið milljónum manna að bana. Enn- fremur hafa komið fram ásakanir um að Basson hafi ætlað að fram- leiða efni til að gera blökkumenn ófrjóa. Leyniþjónustumenn afhjúpaðir? Réttarhöldin í máli Bassons hófust á mánudag og búist er við að þau standi í allt að tvö ár. Á meðal 200 manna á vitnalista ákæravalds- ins er að minnsta kosti einn fyrrver- andi leyniþjónustumaður frá Bret- landi og líklegt þykir að í réttar- höldunum verði flett ofan af erlend- um leyniþjónustumönnum sem að- stoðuðu Basson. Þegar Sannleiksnefndin svokall- aða yfirheyrði Basson um efna- vopnaáætlunina í fyrra kvaðst hann hafa fengið upplýsingar frá stjórn- völdum nokkuna vestrænna og asískra ríkja sem hafi gert honum kleift að skipuleggja framleiðsluna. Hann sagði þó ekki hvaða ríki það voru. William Hague á flokksþingi breska íhaldsflokksins Sakar Blair um lygar og hræsni Blackpool. Reuters. WILLIAM Hague, formaður breska Ihaldsflokksins, lýsti því yfir í ræðu á flokksþingi íhaldsmanna í gær að Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, væri lygari og hræsnari. Hann sakaði einnig Blair um að vilja sterlingspundið feigt og að vilja fórna sjálf- stæði rfkisins. Ræða Hagues, sem þótti mjög persónuleg, sner- ist einkum um atvinnu- mál og glæpi í Bret- landi og stöðu landsins innan Evrópusam- bandsins. „Það er tími til kom- inn að þeir sem geta unnið fái að vinna,“ sagði Hague. „Ég heiti skattgreiðendum því að hver sá sem er atvinnu- laus en vinnufær og hafnar tilboði um starf, muni missa atvinnu- leysisbæturnar.“ Hague sakaði stjórn verkamanna- flokksins um linkind gagnvart glæpamönnum og sór að kæmust íhaldsmenn til valda myndu þeir segja glæpum stríð á hendur á þann hátt sem engin ríkisstjórn í sögu landsins hefði þorað. Hann lýsti því yfir að fangelsisvist glæpamanna yrði lengd, að eiturlyfjasalar fengju lífstíðardóma og að allir fangar yrðu látnir vinna fullan vinnudag í fang- elsum. Að mati Hagues vinnur Blair að þvi að þurrka út sjálfstæði bresku þjóðarinnar með stefnu sinni gagn- vart Evrópusambandinu og hótaði að kæmist Ihaldsflokkurinn í stjórn yrði frekari tilraunir í átt til póli- tísks samrana í Evrópu stöðvaðar. Hann talaði þó ekki fyrir úrsögn Breta úr ESB, enda þótt margir fulltrúar á flokksþinginu séu henni fylgjandi. „Það hlýtur að þjóna hagsmunum okkar að snúa ekki baki við meginlandi álfunnar heldur nýta þá möguleika sem eru fylgjandi að- ild okkar að ESB og innri markaðnum. Það hlýtur einnig að þjóna hagsmunum okkar að við vinnum að því að skapa sveigjanlegt og opið Evrópusamband þar sem þjóðríkin hafi tögl og hagldir," sagði Hague. Hann bætti við að kæmust íhaldsmenn til valda yrði þess kraf- ist að sett yrðu sérstök ákvæði til að skapa sveigjanleika í upp- byggingu og starfsemi ESB. Thatcher vinsæl Fjölmiðlar í Bretlandi hafa látið að því liggja að Margaret Thatcher, sem nú er 73 ára gömul, sé ekki ýkja hrifin af William Hague sem formanni flokksins. Á flokksþinginu þykir hins vegar hið gagnstæða hafa komið í ljós. „Við höfum endan- lega kveðið niður þann orðróm að Tony Blair sé uppáhald hennar," var haft eftir einum ráðgjafa Hagu- es í gær. Thatcher hefur verið tekið með kostum og kenjum á flokksþinginu en hún beið ósigur í formannskjöri flokksins fyrir níu áram og dró sig að mestu í hlé frá flokksstarfinu eft- ir það. Ákveðin hægri stefna hennar og andstaða við ESB eiga nú vax- andi fylgi að fagna innan flokksins að nýju, einkum meðal yngri flokks- manna og fylgismanna Hagues. William Hague, formað- ur íhaldsflokksins. Eg greindist tvisvarmeð \MI®LANIR ÍHJÓNA- SÆNGINNI Kynþátta- fordómar ÍSLENSKAR KONUR, k FRANSKIR Ilginmenn K ,v.9n<s<>vrnsnni HALTU G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.