Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þingkosningar í Portúgal á sunnudag Jafnaðarmönnum spáð öruggum sigri Lissabon. AP. ALLT bendir til, að jafnaðarmenn vinni öruggan sigur í þingkosningun- um í Portúgal á sunnudag en minni- hlutastjórn þeirra og landsmönnum öllum hefur gengið flest í haginn á síðasta kjörtímabili. Skoðanakannanir síðustu daga sýna, að jafnaðarmenn muni fá yfír 40% atkvæða en helsti keppinautur þeirra, Sósíaldemókrataflpkkurinn, um 30%. I Portúgal og á Italíu eru sósíaldemókrataflokkar, sem svo heita, hægriflokkar. Verði niðurstað- an þessi í kosningunum geta jafnað- armenn gert sér vonir um þingmeiri- hluta. „Sigur jafnaðarmanna er alveg ör- uggur. Það eina, sem ekki er víst, er hve stór hann verður,“ segir Sergio Figueiredo, ritstjóri dagblaðsins Di- arío Economico. Góður gangur á flestum sviðum Sósíaldemókrataflokkurinn, sem fór með stjórn mála í Portúgal frá 1985 til 1995, er enn að sleikja sárin eftir ósigur í öllum kosningum að undanförnu, Evrópuþings-, forseta-, sveitarstjórnar- og þingkosningum, en jafnaðarmenn njóta aftur á móti velgengninnar í portúgölsku þjóðlífi síðustu árin. Fyiir það fyrsta tókst stjórninni öllum á óvart að uppfylla skilyi-ðin fyrir aðild að Evrópska myntbanda- laginu og heimssýningin í Lissabon, Expo 98, þótti takast vel. Ekki lækk- aði brúnin á Portúgölum er rithöf- undurinn Jose Saramago fékk bók- menntaverðlaun Nóbels og síðast en ekki síst er bjart framundan í efna- hagsmálunum. Búist er við, að hag- vöxtur verði 3,3% á þessu ári, nokkru meiri en í Evrópusambandsríkjunum yfirleitt, og verðbólgan er komin nið- ur í 2%. Þá er atvinnuleysið ekki nema 4,9% eða helmingur þess, sem það er að meðaltali innan ESB. Ríkisstjórnin hefur einnig aukið vinsældir sínar með framgöngunni í málefnum A-Tímors en annars snýst barátta flokkanna aðallega um hylli miðstéttarinnar. Hefur hún stækkað mikið og í takt við þá efnahagslegu velsæld, sem fylgdi inngöngu Portú- gals í ESB 1986. Kjósendur segjast hins vegar ekki sjá mikinn mun á stóru flokkunum tveimur. Báðir eru þeir mjög Evrópusinnaðir, vilja vinna að félagslegum umbótum og bæta lífskjörin. Þjóðartekjur á mann í Portúgal eru nú um það bil 70% af meðaltalinu innan ESB. 65% kjósenda ánægð með forstisráðherrann Við þessar aðstæður leika leiðtog- arnir stórt hlutverk og þar hafa jafn- aðarmenn vinninginn. 65% kjósenda eru ánægð með Antonio Guterres for- sætisráðherra en 40% með Jose Durao Barroso, íyrrverandi utanríkis- ráðherra og leiðtoga Sósíaldemókra- taflokksins. Það er helst, að finna megi stjórninni það til foráttu, að hún hefur ekki tekið á sumum gamalgrón- um vandamálum eins og t.d. heilbrigð- iskerfinu, sem er ákaflega óskilvirkt. AP Antonio Guterres forsætisráðherra og ieiðtogi jafnaðarmanna á kosn- ingafundi í Lissabon. Hann vonast eftir að fá þingmeirihluta í kosning- unum á sunnudag. Þá eru ellilaun lág, rétt rúmar 11.000 ísl. kr. á mánuði, en meðallaun í land- inu eru tæplega 50.000 kr. Þótt Sósíaldemókrataflokkui'inn sé hægriflokkur hefur hann lagt mikla áherslu á þessi atriði í kosn- ingabaráttunni og Barroso sagði ný- lega á kosningafundi, að þegar fé- lagslegt réttlæti væri annars vegar, slægi hjarta hans vinstramegin. Um helgina höldum við upp á bolludaginn...hinn síðafi! Að því tilefni getur þú keypt gómsætar * rjómabollur með ekta rjóma af öllum stærðum og gerðum í bakaríinu á Grensásvegi. Grensásvegi 26 • Opið milli 7-18 alla helgina HoElix- Reuters Bfll með Austur-Tímora fer framhjá brennandi olíubirgðastöð vestan við Dili. Talið er að andstæðingar sjálfstæðis Austur-Tímors hafi kveikt í stöðinni. Friðargæsluliðið á A-Tímor sætir gagnrýni V erst ásökun- um um að sókn- in sé of hæg Dili. Reuters. YFIRMAÐUR friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á Austur- Tímor sagði í gær að ekkert væri hæft í ásökunum um að hersveitii- hans hefðu sótt of hægt inn í landið. Hjálparstofnanir hafa kvartað yfir því að sókn friðargæsluliðsins hafi gengið of hægt og það hafi torveldað þeim að koma hundruð- um þúsunda flóttamanna til hjálp- ar. „Eg hef heyrt þennan bænasöng aftur og aftur,“ sagði Peter Os- grove, yfirmaður friðargæsluliðsins. „Þetta er þvaður. Friðargæsluliðar okkar fai’a mjög hratt.“ Astrali komst naumlega lífs af Tveir vígamenn úr röðum and- stæðinga sjálfstæðis Austur-Tímors biðu bana í átökum við hermenn friðargæsluliðsins í bænum Suai í suðvesturhluta landsins í fyrradag. Vígamennirnir sátu um herbíla sem höfðu verið notaðfr til að flytja fé- laga þeirra úr fangelsi. Astralskur hermaður varð fyrir skoti í hálsinn í umsátrinu og læknir sem hiúði að honum sagði að hann hefði verið „ótrúlega nálægt því að deyja“; aðeins hefði munað nokkrum millímetrum að byssukúl- an hefði orðið honum að bana. Hermaðurinn og annar særður Astrali voru fluttir á sjúkrahús í Astralíu. Osgrove ræddi í gær við Carlos Belo biskup, handhafa friðarverð- launa Nóbels, sem sneri aftur til heimalandsins daginn áður. Belo kvaðst hafa mestar áhyggjur af spennunni í suðvesturhlutanum, einkum í grennd við Suai. Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, sagði í gær að stjórn landsins myndi ekki leyfa austur- tímorsku vígahópunum að nota Vestur-Tímor „sem griðastað til að gera árásir á Austur-Tímor“. Hann bætti hins vegar við að stjómin gæti ekki haft hemil á þeim víga- mönnum sem eru enn á Austur- Tímor. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðust í gær hafa miklar áhyggjur af áformum Indónesíustjórnar um að flytja austur-tímorska flóttamenn á Vest- ur-Tímor til annarra svæða í Indónesíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.