Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 53 Morgunblaðið/Golli Ný húsgagna- og gjafavöraverslun OPNUÐ hefur verið húsgagna- og gjafavöruverslun með vörur frá m.a. Indónesíu og Mexíkó. Versl- unin ber heitið Mosó og er staðsett í Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Eigandi verslunarinnar er Mar- ía Lára Atladóttir. Afgreiðslutími er mánudaga kl. 11-18, þriðju- daga og miðvikudaga kl. 10-18, fimmtudaga kl. 10-20, föstudaga kl. 10-19 og laugardaga ki. 11-16. Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar Félagsleg tengsl á miðöldum PRÓFESSOR Eva Österberg mun halda minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagnfræði- stofnunar Háskóla íslands í hátíð- arsal í Aðalbyggingu laugardaginn 9. október kl. 14. Fyrirlestur sinn nefnir hún.* „Trust and kinship - premodern man in perspective". Sagnfræðistofnun býður árlega merkum erlendum sagnfræðingi til landsins til að halda fyrirlestur og segir í fréttatilkynningu að Evu Ósterberg megi telja meðal þekktustu sagnfræðinga á Norð- urlöndum. Hún varð doktor 1971, prófessor í Uppsölum 1983-7 og hefur verið prófessor í Lundi frá 1987. Aðalviðfangsefni hennar hafa verið á sviði félags- og menn- ingarsögu á miðöldum og allt fram á 18. öld. Um þessar mundir er hún fulltrúi Norðurlandanna í stjórn heimssamtaka sagnfræð- inga (Comité International des Sciences Historiques = CISH eða ICHS á ensku) og á sæti í þriggja manna valnefnd samtakanna sem undirbýr heimsþing sagnfræðinga sem haldið verður í Ósló árið 2000. Eva Österberg hefur stjórnað stórum rannsóknarverkefnum, ekki síst um afbrot og refsingar og gaf út bókina Crime and Social Control in Medieval and Early Modern Swedish Towns (1988, með öðrum). Nýjustu bækur Evu Österberg eru: Folk förr. Historiska essaer (1995). Jámmerdal och fröjdesal. Kvinnor i stormaktstidens Sverige (1997). í fyrirlestri sínum, sem Öster- berg flytur á ensku, mun hún fjalla um það sem fræðimenn telja að einkenni miðaldasamfélagið og geri það ólíkt nútímasamfélagi. Hún mun fjalla um mikilvægi félags- legra tengsla á miðöldum, svo sem ættartengsla, og um átök hags- munahópa. Hún dregur upp mynd af því sem telst einkenna „nútíma- manninn" og ber saman við það sem telst einkenna „miðaldamann- inn“ og sækir efni m.a. í Islend- ingasögurnar til að varpa Ijósi á málið. Hún mun gera því nokkur skil hvernig norrænir og aðrir fræðimenn hafa tekið á íslenskum söguritum frá miðöldum sem heim- ildum um menningarsögu. A undan fyrirlestrinum verður Jóns Sigurðssonar minnst með fá- einum orðum. Námskeið um börn og Netið, fxkniefni og sjónvarp HJÁ Endurmenntunarstofnun hefjast innan skamms þrjú nám- skeið um börn og unglinga í nútíma samfélagi. Þar er fyrst að nefna námskeiðið „Börn og foreldrar á Netinu", en þar verður fjallað um þá fjölmörgu möguleika sem Netið opnar og börn og foreldrar geta skoðað og fengist við saman. Sýnt verður hvernig foreldrar geta stuðlað að öryggi barna sinna í Netnotkun. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 14. október og nær yfir fjögur kvöld. Þá er námskeiðið „Fíkniefni: verkun, einkenni og útlit og vís- bendingar um neyslu og viðbrögð við henni“. Helstu ólöglegu fíkni- efnin verða sýnd eins og þau birt- ast á fíkniefnamarkaði hér á landi og áhöld og hlutir sem tengjast neyslu efnanna. Vísbendingar um neyslu nemenda og hvaða ráðstaf- ana er hægt að grípa til í slíkum til- vikum. Námskeiðið verður haldið 1. nóvember kl. 9-17. Síðasta námskeiðið í þessum flokki er „Áhrif sjónvarps á börn og unglinga". Þar fjallar Guðbjörg Hildur Kolbeins lektor um áhrif sjónvarps á íslensk börn og ung- linga og leggur hún sérstaka áherslu á sambandið milli ofbeldis- mynda og andfélagslegrar hegðun- ar. Námskeiðið hefst 26. október kl. 20 og verður átta kvöld. FRÉTTIR Málþing Rannsókn- arstofnunar KHÍ RANNSÓKNIR, nýbreytni, þró- un er yfirskrift málþings sem haldið verður á vegum Rannsókn- arstofnunar Kennaraháskóla Is- lands (RKHÍ) laugardaginn 9. október næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem málþing af þessu tagi er haldið. Menntamálaráðu- neytið og Leikskólar Reykjavíkur mun bera hluta af kostnaði. Helsta markmið málþingsins er að skapa vettvang til kynningar á verkefnum á sviði þróunar- og ný- breytnistarfs og efla rannsóknar- og þróunarviðleitni kennara og annarra uppeldisstétta. Málþingið stendur frá kl. 8.15- 15.50 og hefst með því að Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskól- ans, setur þingið. Á málþinginu verða kynnt á sjötta tug rannsóknar- og þróun- arverkefna, í erindum og á vegg- spjöldum, sem flest hafa hlotið styrki frá opinberum aðilum eða samtökum kennara. Verkefnin eru ný, ýmist eru þau enn í fram- kvæmd eða þeim hefur verið lokið á síðastliðnum tveimur árum. Þau verða kynnt eitt af öðru og eru 15- 20 mínútur ætlaðar hverju þeirra. Kynningar fara fram í sex lotum samtímis, fyrir og eftir hádegi. Einnig mun Námsgagnastofnun standa fyrir sýningu á nýju náms- efni. Málþingið verður haldið í hús- næði Kennaraháskólans við Stakkahlíð og er öllum 'opið. Þátt- tökugjald er 1.000 kr. Dagskrá hefur verið sent öllum leik- og grunnskólum og mörgum fram- haldsskólum og er einnig að fínna á netinu: http://www.khi.is/ khi/malthing/tilkynning.htm Leikhúsnámskeið Endurmenntunar- stofnunar HÍ Fyrirlestrar um Brecht og Krítarhring-- inn í Kákasus LEIKHÚSNÁMSKEIÐ Endur- menntunarstofnunar í samvinnu við Þjóðleikhúsið hefst þriðjudag- inn 12. október. Á námskeiðinu verða fyrirlestrar um leikritið Kj'ítarhringinn í Kákasus og leik- skáldið Bertolt Brecht. Þátttak- endur fara einnig í heimsókn á æf- ingu í Þjóðleikhúsinu um miðjan æfingatímann og sjá svo sýning- una fullbúna, rétt fyrir fnimsýn- ingu. Námskeiðinu lýkur með um- ræðum með þátttöku aðstandenda sýningarinnar, að þvi er segir í fréttatilkynningu. Þýska skáldið, leikstjórinn og kenningasmiðurinn Bertolt Brecht (1898-1956) er einn þeirra sem hafa haft hvað mest áhrif á þróun evrópskrar leiklistar á 20. öldinni. Þjóðleikhúsið frumsýnir í nóvember eitt af þekktustu verk- um Brechts, Krítarhringinn í Kákasus, sem hann skrifaði 1944, þegar hann dvaldi í Bandaríkjun- um í útlegð frá Þýskalandi nas- ismans. í verkinu er tekið tO með- ferðar efni sem frægt hefur orðið í bókmenntum, en það er defla tveggja kvenna um barn, deila sem dómari leiðir til lykta með óvenjulegum hætti. Efnið kemur meðal annars fyrir í gömlu kínversku leikriti, Ki-ítar- hringnum, sem var samið um svip- að leyti og Njála, og í aðeins annarri mynd í sögunni um Salómonsdóminn í Gamla testa- mentinu. Krítarhringurinn í Kákasus er nú sýndur í fyrsta sinn á íslensku leiksviði. Leikstjóri sýningarinnar er Stefan Metz. Hann kemur frá leikhúsinu Théatre de Complicité í London, sem hefur á síðustu árum hlotið heimsfrægð fyrir óvenjulegai' og magnaðar leiksýningar. Með hon- um í för er dramatúrginn Philippe Bischof. Heilsustofnun NLFÍ Námskeið gegn reykingum NÆSTA vikunámskeið gegn reykingum í Heflsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefst 18. október nk. Gert er ráð fyrir því að 10 manns verði saman í hópi og er enn hægt að bæta við þátttakendum. Gesta- fyrirlesari á þessu námskeiði verð- ur Gyða K. Jónsdóttir ráðgjafí í „neuro-linguistic programming", en það er aðferð til þess að hjálpa fólki að finna sér markmið og að ná þeim. Gyða starfaði í Heilsu- stofnun fyrr á árinu. Meginmarkmiðið með nám: skeiðum Heilsustofnunar NLFI er að þátttakendur hætti að reykja fyrir lífstíð. Á námskeiðun- um er áhersla lögð á félagslega, líkamlega og andlega uppbygg- ingu. Beiðni þarf ekki frá lækni á þessi námskeið. Fyrirlestur um einhverfu PRÓFESSOR Christopher Gill- berg heldur í dag fyrirlestur á vegum Umsjónarfélags ein- hverfra. Fyrirlesturinn ber nafnið Einhverfurófið - þróunin í dag og verður íluttur síðdegis í dag, föstudag, á Grand Hóteli, Sigtúni 38, milli klukkan 16 og 18. í fréttatilkynningu segir að Gill- berg standi framarlega í rann- sóknum á sviði taugageðlæknis- fræði barna og þá sérstaklega á sviði einhverfu. Hann flutti bæði fyrirlestra á nýafstöðnu þingi evr- ópskra bamalækna, sem haldið var í Hamborg, og fyrstu samnor- rænu ráðstefnunni um rannsóknir á sviði einhverfu og Asperger-heil- kennisins. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangseyrir 500 krónur. Skálholtskórinn til Evrópu Styrktartón- leikar í Skál- holtskirkju SKÁLHOLTSKÓRINN heldur á sunnudag kl. 16 styi'ktartónleika í Skálholtskirkju og verður þar flutt efni, sem kórinn hyggst flytja í ferð til Frakklands og Italíu á næstunni. Kórnum var ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu boðið til Rouffach í Frakklandi til að syngja í tengslum við alþjóðlega læknaráðstefnu nú í október. Um 50 manna hópur mun halda af landi brott 13. október. Á tónleikunum verður fjölbreytt dagskrá með kirkjulegri og ver- aldlegri tónlist. Þar má meðal annars heyra Hallelújakórinn úr Messíasi, Hear my prayer eftir Mendelssohn og margt fleira. Hjónin Diddú og Þorkell Jóels- son homleikari flytja dúett, orgel- leikari verður Kári Þormar og stjómandi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Styrktarmiðar fást í Verslun- inni Borg í Grímsnesi og í Versl- uninni J og J í Kjamanum á Sel- fossi. Hrossarétt á Melgerðis- melum RÉTTAÐ verður í nýju hrossa- réttinni á Melgerðismelum laugar- daginn 9. október kl. 11 en hún tók við hlutverki Borgarréttar og var vígð í fyrra. Hrossaræktarsamtök Eyfirð- inga og Þingeyinga reka nú um- fangsmikla starfsemi á Melgerðis- melum og í haust er mest áhersla lögð á markaðsmálin og félags- menn efna til sölusýningar á rétt- ardaginn kl. 15. Þar verða sýnd á þriðja tug hrossa sem nú em á sölumiðstöðinni. Þessi hross em flest kynnt á heimasíðu og þar er mikinn fróðleik að finna um inn- viði og starf Hrossaræktarsam- takanna. Slóðin er www.orri. is/eything Félagar í hestamannafélaginu Funa verða með kaffisölu á staðn- um og standa fyrir réttarballi í Sólgarði um kvöldið. Haustlitaferð í Borg-arfjörð SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands og Ferðafélag íslands gangast sameiginlega fyrir dagsferð í Borgarfjörð laugardaginn 9. októ- ber nk. Farið verður í hópferðabif- reið frá húsi Ferðafélags Islands, Mörkinni 6, kl. 9. Ekið verður um Borgarfjörð og fjölbreytflegir skógar héraðsins skoðaðir í einstöku litskrúði haustsins. Verð ferðarinnar, akst- ur og leiðsögn er 3.000 kr. á mann. Þátttakendur taki með sér nesti. Gönguferð um Gufunes FÉLAGS- og tómstundamið- stöðin Gufunesbær stendur fyrir gönguferð um jörðina Gufunes laugardaginn 9. október. Lagt verður af stað kl. 10 frá Gufu- nesbæ við Gufunesveg. Fjallað verður um sögu staðarins og helstu örnefni í nágrenninu. Skoðaðir verða minjastaðir og annar fjársjóður sem saga Gufu- ness geymir. Að lokinni göngu verður boðið upp á kaffi og vöfflur í Gufunes- bæ. Leiðsögumaður verður Anna Lísa Guðmundsdóttir frá Árbæj- arsafni. Kynna viðhorf til gagna- grunns NEFND á vegum Alþjóðafélags lækna, World Medical Association (WMA), hefur tekið afstöðu tfl laga um gagnagrann á heflbrigðis- sviði. F orsvarsmenn WMA verða gestir á aðalfundi Læknafélags Is- lands dagana 8.-9. október nk. þar sem niðurstaða nefndarinnar verður kynnt. Fulltrúarnir era þeir Delon Human, framkvæmda- stjóri WMA og Ánders Milton, formaður WMA-ráðsins, sem jafn- framt er framkvæmdastjóri sænska læknafélagsins. Þeir munu jafnframt kynna fulltrúum heilbrigðis- og tryggingamála- nefndar Alþingis, landlækni, vís- indasiðanefndum, tölvunefnd, full- trúum heilbrigðisráðuneytisins og fleirum þetta nefndarálit sem verður á dagskrá Alþjóðafélags lækna í Israel í næstu viku, segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.