Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ f= HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Eiríkur P. Valgerður, sem er fimm og hálfs árs gömul, málaði mynd sem hún nefnir Gömul kona. Listaverk á leið s til Astralíu Hlíðar og Holt LISTAVERK barna í leik- skólanum Nóaborg eru á leið til Ástralíu. Þar verða verkin sett upp á sýningu í Adeleide, ásamt verkum barna frá 45 löndum. Það eru 11 börn sem senda 11 verk á sýninguna. Þema verkefnisins var ár aldr- aðra og unnu börnin margvísleg verk sem á einn eða annan hátt tengdust eldri borgurum. Með listaverkunum verða sendar ljósmyndir úr starfi leikskólans og verða þær til sýnis með verkunum. Börnunum fá siðan sendar viðurkenn- ingar fyrir þátttökuna. Það eru alþjóðasamtök aðila sem starfa að upp- eldismálum, OMEP, sem standa fyrir sýningunni. Ari er fimm ára og hann gerði mynd sem hann kallar Gamall maður. Pétur Axel er Ijögurra ára. Hann teiknaði mynd sem heitir Gamall maður og eldfjall. Stjórn SVR ræðir mótmæli íbúa í Bústaðahverfí Málið í athugun Reykjavík STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í byrjun mánaðarins að vísa erindi um 60 íbúa í Bústaðahverfí, þar sem breytingum á strætisvagna- leiðum var mótmælt, til nán- ari athugunar. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðs- ins við Lilju Ólafsdóttur, for- stjóra SVR, en hún sagði að ákvörðun í málinu yrði tekin á stjórnarfundi í byrjun næsta mánaðar. „Menn vilja finna leiðir til að þjóna sem allra flestum sem allra best,“ sagði Lilja. í síðasta mánuði sendu íbúarnir, sem flestii- eru eldri borgarar og búa við Hæðar- garð, stjórn SVR erindi, þar sem breytingum á leiðum 5, 6 og 11 var mótmælt. Lilja sagði að áætlun leið- ar 5 yrði skoðuð og athugað hvaða möguleikar væru í stöðunni, en íbúarnir voru ósáttir við þá breytingu að láta vagninn ganga Grensás- veg í stað Sogavegar, Bú- staðavegar og Réttarholts- vegar. Þeir sögðu að eftir breytinguna væri engin bein leið úr hverfínu í sundlaug- arnar í Laugardal eða í Glæsibæ, þar sem samtök aldraðra hefðu starfsemi, auk þess sem þar væri stór læknamiðstöð. íbúarnir mótmæltu einnig breytingum á leiðum 6 og 11 og sagði Lilja að þær hefðu verið ræddar en ekkert hefði verið bókað á fundinum. Hún sagði að leið 11 hefði verið flutt frá Armúla niður á Suðurlandsbraut vegna umferðai'álags og sagði hún að umferðarástandið þar hefði enn ekki lagast. Kirkjugarðarnir Reykjavrkurprófastsdæma standa frammi fyrir viðamiklum verkefnum Dánartíðni hækkar verulega næstu áratugina Morgunblaðið/Eiríkur P. Þórsteinn Ragnarsson forstjóri, lengst til vinstri, ásamt starfsfólki á skrifstofu Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma. Fossvogur FÓLKSFJÖLGUN og aukin dánartíðni mun á næstu ár- um setja Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma í viðamikil verkefni við stækk- un og uppbyggingu kirkju- garða á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 1990 haí'a tekjur kirkjugarðanna hins vegar minnkað um rúm 40%, sem leiðir til þess að erfítt verður að standa undir þessum framkvæmdum. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkju- garðanna, segir að stjórnvöld hafí daufheyrst við ítarlegum rökstuðningi um aukna fjár- þörf garðanna og segir að tekjur þeirra verði að aukast um 30%, til þess að hægt verði að sinna verkefnum þeirra með fullum sóma. Undir Kirkjugarða Rey kj avíkurprófastsdæma heyra fjórir kirkjugarðar sem þjóna þremur sveitarfé- lögum; Seltjamamesi, Reykjavík og Kópavogi og eru garðarnir við Suðurgötu, í Viðey, Fossvogi og upp í Gufunesi og eru 64 hektarar að stærð. Sá fimmti mun bætast við innan fán'a ára í Leirdal í Kópavogi. Hann verður væntanlega vígður ár- ið 2003. Við garðana starfa 27 fastir starfsmenn og síðan bætast við á annað hundrað ungmenni yfír sumartímann. Dánum fjölgar verulega Samkvæmt áætlun mun dánartíðni væntanlega aukast gríðarlega á næstu 50 ámm, að sögn Þórsteins. Meðalald- ur hefur hækkað undanfai'na áratugi, og þegar hann nær hámarki mun dánartíðnin aukast frá því sem nú er. Á næsta árí er gert ráð fyrir að dánir verði rúmlega 2.000, sem er 0,75% af íbúafjölda. Árið 2030 munu þessar tölur hækka í rúmlega 3.300 dána, sem verður 1,05% af íbúa- fjölda og árið 2050 er gert ráð fyrir að dánir verði 4.100 sem er 1,25% af íbúafjölda. Þórsteinn segir að búið sé að gera framkvæmdaáætlun sem taki mið af þessari gríð- arlegu fjölgun látinna næstu árin. Hann segir miðstöðina í Fossvogi nú þegar orðna fullásetna og að sóknarkirkj- urnar muni ekki geta bætt á sig öllu fleiri útförum á næstu árum. Því er gert ráð fyrir að byggja upp nýja þjónustumið- stöð í Gufunesi á Hallsholti. Þar á að rísa grafarkapella, skrifstofuhúsnæði, aðstaða fyrir presta, starfsmenn út- fararstofa og aðstandendur, skrifstofa garðyrkjudeildar og þar yi'ði framtíðar bálstofa, en leyfí fyrir bálstofu í Foss- vogi rennur út árið 2007. Vegna mengunarvarna þarf að breyta öllum búnaði og það verður gert í nýrri bálstofu í Gufunesi. Þórsteinn gerir ráð fyrir að byggingin verði um 3.000 fermetrar að stærð og.myndi í dag kosta rúman hálfan milljarð króna. „Þarna erum við að tala um byggingu til næstu áratuga, fram yfír miðja næstu öld. Við hugsum hér í áratugum en ekki ár- um,“ segir Þórsteinn. Tekjur hafa lækkað um 40% Frá árinu 1990-1996 hafa tekjur kirkjugarða minnkað um rúmlega 40%, að sögn Þórsteins. Kirkjugarðs- gjaldið hefur verið rýrt um 20% og fellt var niður svo- kallað markaðsgjald, sem er gamla aðstöðugjaldið, og það vó um 20% af innkomu garðanna. Síðan bættist við sú skylda í lögunum árið 1993 að kirkjugarðar skyldu greiða prestum fyrir útfar- arkostnaði. Að sögn Þórsteins hefur Kirkjugarðasamband Is- lands, sem var stofnað fyrir 5 árum, unnið að leiðréttingu á þessari miklu skerðingu. Yfirvöld hafí daufheyrst við þeim óskum, þrátt fyrir ítar- legan rökstuðning. „Við er- um ekki að tala um meira en 70-100 milljónir króna á landsvísu og ég hef nú trú á því að ráðamenn sjái sóma sinn í því að tryggja að ásýnd kirkjugarða setji ekki niður,“ segir Þórsteinn. Hann telur að Kirkjugarðar Reykjavík- urprófastsdæmis þurfi um 30% hækkun kirkjugarðs- gjalda til að standa undir þeim framkvæmdum sem framundan eru á næstu ár- um. Bálförum fjölgar hérlendis Bállorum hefur fjölgað hér- lendis og eru 12,2% af öllum jarðarforum á landsvísu. Á höfuðborgarsvæðinu eru þær að verða 5. hver útför. Þór- steinn segist vonast til að bálfórum faii enn fjölgandi, enda þarf sex sinnum minna landrými undir duftker held- ur en kistugrafir. Hann segir að mörgum hugnist líka vel að flýta fyrir umbreytingarferl- inu sem á sér stað eftir jarð- setningu. Einnig sér fólk líka hagkvæmnina sem því fylgir að hugsa um duftreit í stað kistureits. Bálfarir eru víða al- gengar í Evrópu og í Dan- mörku er hlutfall bálfara um og yfir 70% af tölu látinna. Þórsteinn segir að í sínum huga sé það alveg skýi't að kirkjugarður verði alltaf frá- tekinn reitur og að yfir hon- um hvíli ákveðin helgi. „Við kappkostum að hafa hér sem fjölbreyttast plöntulíf og trjágróður og dýralíf. Okkar markmið er að fólk geti notið hvfldar hér og friðar þar sem hávaðamengun er í lágmarki. Við viljum eyða þeirri ímynd kirkjugarðsins að hann sé eitthvað draugalegur,“ segir Þórsteinn. - 'W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.