Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 39
UMRÆÐAN
Fleinn í hold
Reykjavíkur!
GETUR verið ætlun Borgar-
skipulags (Bsk.) að leyfa risabygg-
ingu við Skógarhlíð 12 án tillits til
öryggis Reykvikinga, óhagræðis
nágranna og velsæm-
issjónarmiða? A fundi
íbúa fjölbýlishúsa við
Eskihlíð með fulltrú-
um Bsk. voru andmæli
um slysahættu, um-
ferðaröngþveiti, út-
sýnisspillingu, meng-
un, hávaðaáreiti o.fl.
léttvæg fundin og
byggingin talin hin
eðlilegasta!
Móthverfa lýðræðis-
legra starfshátta
Fundur íbúa og Bsk.
30. sept. var boðaður
bréflega 27. sept.
Margir komust ekki á
fundinn vegna skamms fyrirvara,
enda haldinn á vinnutíma. Málatil-
búnaður og svör Bsk. voru áfall fyr-
ir íbúana sem mættir voru; tillits-
leysið við hagsmuni almennings,
þjónkun við málstað byggingarað-
ila. Þó var að sjá sem þau teldu af-
greiðslu málsins eðlilega, þau væru
að uppfylla vilja borgaryfirvalda og
óskir byggingaraðila og hefðu
formlega leyfi til að ganga svo frá
málum. Um þetta vorum við frædd
með kennslukonulegum hætti, tal-
að niður til okkar, látin vita að við
mættum þakka fyrir að vera boðuð,
það væru 5 ár síðan byrjað væri að
bjóða til slíkra funda með íbúum.
Sá á, að þau eru óvön lýðræðislegri
umræðu um eigin ákvarðanir. í
fundarlok vorum við fróðari um
vinnubrögðin, ekki að sama skapi
hrifin. Einn spurði hvort þau væru
ekki þjónar almennings, starfandi í
umboði okkar til að vinna að al-
mannaheill?
Villandi fullyrðingar
Fyrirsögn greinar í Mbl. 2. okt.:
„Yfir 100 íbúar mótmæla bygging-
aráformum við Skógarhlíð". Blekk-
ing! Á undirskriftalista skrifuðu sig
244 manns. Auk þeirra voru and-
mæli í 27 öðrum bréfum svo að 260-
300 nágrannar hafa mótmælt stór-
hýsinu á stuttum tíma. Viðurkenndi
aðalmálsvari Bsk. að borizt hefðu
„geysilega margar athugasemdii-
frá íbúunum". Samt var Mbl. ekki
upplýst um þennan fjölda.
Með skuggamælingum sést hve
langt hús varpa skugga á umhverf-
ið. Á fundinum voru lagðar fram
myndir en miðað við júní og ágúst.
Um hásumar eru skuggar með
skemmsta móti! Eins og arkitekt
sagði: „Skuggakönnun er varia
marktæk nema hún taki yfir allt ár-
ið.“ Og óráðlegt að taka hæpna
könnun sem forsendu fyrir bygg-
ingarleyfi! Húsbáknið tæki sólskin
af mörgum íbúðum lungann úr
vetri.
Bsk. sagðist hafa lagað teikningu
hússins, dregið úr um-
fangi 6. hæðar og
lengt húsið. Okkur
sýndust breytingam-
ar litlar. Þau leyfðu
sér að kalla húsið „eig-
inlega 5 hæðir, ekki
6“. Yrði þó 6. hæðin
(þótt inndregin verði)
230 fermetrar! Svo er
íbúum Hlíðahverfis
neitað um teikningar
af nýju húsgerðinni,
sagt að málið sé „á of
viðkvæmu stigi til að
afhenda, teikningar
núna“. Á að trúa því
að Bsk. hafi í hyggju
(eins og sagt var á
fundinum) að afgreiða málið 7. okt.
án þess að auglýsa teikninguna eða
bjóða íbúum að gera athugasemd-
ir? Er það lögformleg birting
gagna? íbúar Eskihlíðar búa við
hljóðmengun af Bústaðavegi, út-
blástur þaðan og frá Miklubraut ár-
ið um kring. Á fundinum ítrekaði ég
áhyggjur af viðbótarmengun. Stef-
án Finnsson frá umferðardeild hélt
því fram að „aðeins yrði 1,1 desíbels
hávaðaaukning" vegna umferðar
kringum 163 bílastæði! Það töldu
menn ekki geta staðizt um alla þá
viðbótarumferð hér handan við
Skógarhlíð. Engar tölur hafði hann
um hver hávaðamörk hefðu reynzt
á svæðinu fyrr en á hann var geng-
ið; kvaðst þá minna að þau væru 60
desíbel (fari umferðarhávaði yfir
65, eiga íbúar rétt á hávaðavörn af
hálfu borgarinnar). Þá taldi Stefán
að „ekki yrði teljandi umferðara-
ukning um Skógarhlíð" vegna húss-
ins. Er það fráleitt, sbr. umsögn
Slökkviliðs („Með tilkomu svo stórs
húss á Skógarhlíð 12 verður að gera
ráð fyrir verulegri aukningu um-
ferðar um Flugvallarveg") og yfir-
lækna Neyðarbíls sem spá „enn
frekari aukningu umferðar um
þetta svæði“ ef húsið verður byggt.
Bsk. hefur ekki hag af hæpnum
fullyrðingum um litla umferðar- og
hávaðaaukningu. Ki-efjast íbúar
rannsókna á hávaðaáreiti og meng-
un á svæðinu. Vegna aðgengis
slökkvi- og neyðarbíla að Bústaða-
vegi gerði umferðardeild tillögu um
breytta umferðarljósastýringu,
sem kæmi niður á umferð um Búst-
aðaveg.
Umhverfisspjöll og slysahætta
Húsið er í ósamræmi við nærlig-
gjandi byggð, ólíkt að gerð, mun
hærra en öll hús í grenndinni,
myndar vegg fyrir framan
Slökkvistöðina, ber litlu lægra en
Skipulag
Stærsta vandamálið,
segir Jón Valur
Jensson, er stóraukin
slysahætta.
turninn við hana, svo að skyggir á
útsýni til mið- og austurborgar
þegar ekið er yfir Oskjuhlíð vestur
Bústaðaveg. Þessi fleinn í holdi höf-
uðborgar (með tilheyrandi bflast-
æðamalbiksvíðflæmi) er ekki það
versta, heldur slysahættan af vax-
andi umferð og tafir neyðaraksturs
út á Bústaðaveg. Formaður Vals
sendi Bsk. viðvörun um öryggi ung-
menna á leið yfir Flugvalíarveg og
Skógarhlíð. Slökkviliðsstjóri segir
aukna umferð um Flugvallarveg
geta „valdið verulegum töfum en
einnig aukinni hættu á slysum
vegna neyðaraksturs Slökkvilið-
sins“. Umsjónarlæknar Neyðarbfls
skrifa um tafir og hættu á slysum,
en „ljóst er að mínútur og stundum
sekúndur geta skipt máli þegar
Neyðarbíllinn er kallaður til“.
Starfsmenn Krabbameinsfélags
skrifa „að bygging slíks stórhýsins
væri mikil mistök með tilliti til um-
ferðarvandamála," vísa til reynslu
af biðröðum á stóru gatnamótunum
og hættu á truflun fyrir Slökkvilið-
ið, þetta sé mál sem snerti alla
borgarbúa. „Okkur gengur ekki til
að leggja stein í götu eigenda lóðar-
innar við Skógarhlíð 12, en í þessu
tilviki sýnast okkur hagsmunir
þeirra rekast á við hagsmuni borg-
arbúa“.
Réttmætir
hagsmunir fjöldans
íbúar Eskihlíðar (yfir 500 manns
í fjölbýlishúsum) gæta hagsmuna
fjölskyldna sinna. Á barnafólk að
hrekjast burt vegna mengunar og
áreitis af ræsingum bifreiða af 163
bflastæðum og slysagildru rétt hjá
húsunum? Þar um fara börn Hlíða-
búa, þangað beinast göngustígar
m.a. til Valsheimilis og Nauthóls-
víkur. Hagsmunir fjöldans (öryggi
og heilsa fólks og lífsgæði) fremur
en einkaaðila (gróði fyrirtækis að
byggja sem flestar hæðir) eiga að
ráða úrslitum í þessu máli.
Við sem gagnrýnum húsbáknið
viðurkennum að mönnum beri að
njóta eignar sinnar, að eðlilegt sé
að byggja á lóðinni Skógarhlið 12,
en ekki í óhófi. Þótt á „athafna-
svæði“ sé, verður húsið við fjöl-
menna íbúabyggð (mun fjölmenn-
ari en við Laugaveg eða
Landspítala þar sem deilt var um
nýbyggingar). Því ber að minnka
báknið, auka öryggi vegfarenda,
takmarka hávaðaáreiti og mengun.
Eins er smekklaust að leyfa hærra
hús en öll önnur í hverfinu, hús sem
skyggir á útsýni borgarbúa. Höfn-
um þessum fleini í hold Reykjavík-
ur.
Höfundur er framkvæmdasljóri og
íbúi við Eskihlíð.
G JFlN^
Skólavörðustíg 35,
sími 552 3621.
Ekki fleiri
ríkisQölmiðla
RÍKIÐ rekur núna
tvær útvarpsstöðvar
og eina sjónvarpsstöð
og hafa forsvarsmenn
Ríkisútvarpsins kynnt
hugmyndir sinar um
opnun annarrar sjónv-
arpsstöðvar. Aðal-
fundur Heimdallar
hefur mótmælt þess-
um áformum harð-
lega, enda er þessi leið
algjörlega á skjön við
þá þróun sem verið
hefur á fjölmiðlamar-
kaðnum með tilkomu
fjölmargra einkaaðila
og samkeppni.
Ríkisútvarp ónauðsynlegt
Þeir sem tala fyrir rekstri ríkis-
útvarps hafa oft mikilla hagsmuna
að gæta, að þessi stofnun haldi
áfram rekstri. En rökin sem menn
Fjölmiðlun
Ríkið á ekki að standa í
rekstri þjónustufyrir-
tækja eins og fjölmiðla,
segir Björgvin Guð-
mundsson, þegar einka-
aðilar hafa sýnt það og
sannað að þeir eru mun
betur til þess fallnir.
nota hafa orðið veigaminni með
hverju árinu og er svo komið að þau
halda engan veginn.
Öryggissjónarmið: Almanna-
vamakerfí okkar er nú öflugra
vegna tækninýjunga í fjarskiptum
eins og símakerfis og gagnaflutn-
inga um vefinn. Aðrir fjölmiðlar
hafa einnig svipað dreifisvæði og
RÚV (sem nær ekki til allra lands-
manna!) og eins verður hægt _að
nota núverandi dreifikerfi RÚV
áfram þó að stofnunin sem slík sé
lögð niður. Rökin era dauð.
Lýðræðissjónarmið: Ríkisrekin
útvarpsstöð tryggir ekki lýðræðis-
lega umfjöllun. Ríkisrekin útvarps-
stöð á oft annarlegra hagsmuna að
gæta, yfir henni vakir pólitískt út-
varpsráð, sem passar uppá umfjöll-
un um sinn flokk og hún þrengir að
frjálsu, óháðu aðilunum á markaðn-
um. Rökin eru dauð.
Menningarsjónarmið: Hlustend-
ur útvarps og sjónvarps þurfa ekki
annað en skoða þann fjölbreytileika
sem þrífst með tækifærum frjálsu
útvarps- og sjónvarpsstöðvanna.
Við höfum klassískt, sígilt, kristið,
rokkað, poppað, létt og gyllt á Gull-
inu 90,9. Menningin þrífst ekki í
stofnun, sem þrengir að öðrum aðil-
um og styrkir alltaf þá sömu, held-
ur í fjölbreytileika frjálsu stöðv-
anna. Rökin eru dauð.
Þrátt fyrir að Ríkisútvarpið sé
lagt niður eða selt verður áfram
veitt sú þjónusta sem stofnunin nú
leggur tfl. Hún verður bara veitt af
öðrum og okkur verð-
ur ekki skylt að greiða
fyrir hana frekar en
við viljum. Við fáum
frelsi til að velja.
Enga ríkisfjölmiðla
Daðm- stjórnenda
RÚV við að opna aðra
ríkissjónvarpsstöð og
þenja báknið enn frek-
ar út er því með öllu
óskiljanlegt. Stærð
Ríkisútvarpsins á
markaðnum nú þegar
þrengir verulega að
öðrum sem þar eru og
kemur í veg fyrir að
nýir komist að. Það
hefur þessa stöðu vegna tekna af
lögbundnum afnotagjöldum og öfl-
ugs dreifikerfis, ekki vegna vin-
sælda og góðrar þjónustu. Ef önnur
ríkissjónvarpsstöð verður sett á
laggirnar og fjármögnuð algjöriega
með auglýsingatekjum (sem ég ef-
ast um að sé raunhæft af ríkisstofn-
un) kæfir það frumkvæði einstakl-
inga, sem eru að reyna að hasla sér
völl á þessum markaði. Til marks
um kæfandi faðmlag rfldsins í þess-
um efnum hefur það haldið VHF-
rás, sem er eina rásin sem næst til
allra landsmanna, í mörg ár og því
setið á auðlind sem gæti gefið af sér
hundruðð milljóna á hverju ári.
Ríkið á ekki að standa í rekstri
þjónustufyrirtækja eins og fjöl-
miðla þegar einkaaðilar hafa sýnt
það og sannað að þeir eru mun bet-
ur til þess fallnir. Taprekstur Rík- ^
isútvarpsins á síðasta ári var rúm-
lega 345 milljónir og byggt hefur
verið hús yfir stofnunina með skatt-
fé almennings fyrir um 3.000 mil-
ljónir. Þá á eftir að lagfæra húsið og
færa í nútímalegt horf svo hægt
verði að flytja Sjónvarpið þangað
fyrir um 1.200 milljónir. Við erum
með öðram orðum ekki að fá allt
fyrir ekkert með nýrri ríkissjónv-
arpsstöð. Við erum að glata tæki-
færum til að byggja upp öfluga
þjónustu einkaaðfla við landsmenn,
sem þeir verða ekki neyddir til að
greiða fyrir, og auka fjölbreytileika
á fjölmiðlamarkaðnum. Enga fleiri
ríkisfjölmiðla takk!
Höfundur er varaformaður
Heimdallar, f.u.s.
Laugavegi 4, sími 551 4473
Björgvin
Guðmundsson
- Gœðavara
Gjafavara — matar- og kaífistell.
Allir verðflokkar. ,
Heimsfrægir hönnuöir
mj.Gianni Versace.
VERSLUNIN
Langavegi 52, s. 562 4244.
Lyf&heilsa
Kynning í dag og
á morgun í Lyf og
heilsu, Kringlunni
,3BcMgiiui. Æ£vií-.m.ui.
igjL-yjaiiiil; g«7uamiii.
FRIGGS
D
Fæst í apóteknum
f