Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 4SS
okkar sem hefur verið hluti af lífinu
í rúm tíu ár. Glaðværð og lífsgleði
var einkennandi fyrir þessa vin-
konu okkar sem nú hefur kvatt og
væri lífið leikur einn á efri árum ef
allir nytu lífsins í jafn ríkum mæli
og hún gerði. Mér hefur oft dottið í
hug hún Gunnjóna, uppátektasama
gamla konan í bamasögu Guðrúnar
Helgadóttur um blómin á þakinu,
nema hvað Þóra tyrfði ekki þakið á
blokkinni heldur var hún eins og
unglingur, kona á áttræðisaldri út
um borg og bý, kom heim seint á
kvöldin, dansandi, skrapp til Kaup-
mannahafnar í stuttan tíma með
Gunnu systur sem kom frá Amer-
íku, í handavinnu með jafnöldrun-
um og spilaði við „gamla“ fólkið í
Seljahlíð sem auðvitað var jafnaldr-
ar hennar og svo ótal margt annað
sem hún gerði sér til lífsfyllingar.
Hnyttin tilsvör, fjölski-úðugt lík-
ingamál og notalegt viðmót var það
sem einkenndi Þóru, alltaf heitt á
könnunni, kertaljós á veturna og
morgunsloppurinn a.m.k. til hádeg-
is. Alveg óborganleg kona. Öll eld-
umst við og þegar kemur að því að
kveðja þennan heim er fólk misvel
undir það búið en mín kona var far-
in að bíða síðustu árin, ekki það að
hún legðist í volæði, ó nei, en líkam-
inn var orðinn slitinn og veikur. Við
kveðjum þig kæra vinkona með
þökk fyrir samveruna.
Hildur og fjölskylda.
Það er erfitt að sætta sig við
missi ættingja og náins vinar, þrátt
fyrir að sjá mætti fyrir að hverju
dró þegar amma Þóra greindist
með banvænan sjúkdóm fyrr á
þessu ári.
Ég mun alltaf minnast ömmu
Þóru með hlýhug en við áttum
margar góðar stundir saman sem
aldrei munu gleymast. Fyrstu ár
ævi minnar átti hún heima í Stang-
arholtinu og ég minnist enn þeirra
stunda sem ég fékk að gista þar um
helgar. Á laugardagsmorgnum
skunduðum við oft niður í bæ, eins
og amma sagði alltaf, en það voru
yndislegar samverustundir.
Nokkru eftir að afi dó, flutti hún í
næsta hús við foreldra mína. Það
var þægileg tilfinning að vita af
henni svona nálægt því amma var
okkur systkinunum ætíð innan
handar, enda voru ófá skiptin sem
við fórum í heimsókn til hennar.
Það var alltaf jafn gott að koma við
hjá henni eftir skóla og við áttum
góðar stundir saman í eldhúsinu en
þar gátum við spjallað um allt milli
himins og jarðar. Amma fylgdist
vel með þvi sem ég var að gera og
hvert ég stefndi og hún hvatti mig
jafnan áfram með hlýjum orðum.
Amma Þóra var góður vinur og
það var hægt að fá hana til að taka
þátt í hinum ýmsu uppátækjum.
Hún var dugleg að ferðast og mér
er minnisstæð ferð okkar og
frænku minnar í sumarbústað í
Munaðarnesi þai' sem við dvöldum í
eina viku. Amma hafði aldrei lært á
bíl og við frænkurnar ekki komnar
á bílprófsaldur þannig að ekki var
einfalt að komast ferða sinna öðru-
vísi en fótgangandi. Okkur langaði
mikið í sund á Varmalandi sem ekki
var í göngufæri og kom því upp sú
hugmynd að fara á puttanum. Það
varð úr og við skunduðum út á
þjóðveg ásamt ömmu og biðum eft-
ir því að einhver vildi leyfa okkur
að verða samferða. Þetta heppnað-
ist en ég minnist þess sérstaklega
hvað amma varð fegin þegar við
fengum far til baka. Hún rifjaði
þessa ferð oft upp með bros á vör.
Amma var ung í anda og alltaf
hrókur alls fagnaðar. Hún átti mik-
ið af vinum sem kveðja hana með
söknuði.
Það var heitasta ósk okkar Þórð-
ar þegar við gengum í hjónaband í
ágúst síðastliðnum að amma Þóra
hefði heilsu til að koma í brúðkaup-
ið okkar. Þrátt fyrir bágborið
heilsufai- lét hún sig ekki vanta.
Hún var viðstödd athöfnina og kom
einnig í veisluna sem við erum ákaf-
lega þakklát fyrir.
Elsku amma Þóra, Guð blessi þig
og varðveiti.
DANIEL RAGNAR
FABER
+ Daníel Ragnar
Faber fæddist í
Reykjavík 1. nóv-
ember 1948. Hann
lést á sjúkrahúsi í
Flórída 17. septem-
ber síðastliðinn.
Móðir Daníels var
Bjarnheiður Guð-
mundsdóttir Faber,
f. 9. febrúar 1924, d.
10. júlí 1994, en eft-
irlifandi faðir er
Gilbert B. Faber, f.
18. nóvember 1915.
Eftirlifandi bræður
Daníels er tvfl)ura-
bróðir hans, Donald Guðmund-
ur Faber, og tvíburabræðurnir
Bruce Leifur Faber og Brian
Örn Faber, f. 25. júlí 1954. Dan-
íel átti eina systur, Bertu L. Fa-
ber, f. 21. september 1962.
Utför Daníels fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Eins og sagan er sögð í dag var
móðir mín mjög ummálsmikil þegar
hún var ófrísk í fyrsta sinn og hafði
pabbi gantast með það að ef hún
eignaðist tvíbura mundi hann
kaupa handa henni loðfeld. Öllum
að óvörum ól hún tvíbura, þá Daníel
Ragnar og Donald Guðmund.
Þegar Daníel og Donald voru
fimm ára fluttist fjölskylda mín til
Saudi-Arabíu þar sem hún bjó í
litlu þorpi í eyðimörkinni. Frá
Saudi-Arabíu á fjölskyldan mín öll
mjög góðar minningar en alls
bjuggum við þar meira eða minna í
30 ár. Vegna aldursmunar eru mín-
ar fyrstu minningar af Danny þó
ekki fyrr en hann var orðinn full-
orðinn maður.
Þegar Danny var tvítugur fór
hann í bandaríska flugherinn og
starfaði þar í samfellt níu ár sem
aðstoðarmaður lækna. í því starfi
kynntist hann ýmsum hliðum lækn-
isfræðinnar sem síðan reyndist
honum vel. Eftir að Danny hætti
hjá flughernum lauk hann BS-prófi
í bókfærslu og reyndi fyrir sér ýmis
störf. Hann fann síðar sitt rétta
starf sem fólst í því að skrifa vís-
indagreinar fyrir lækna sem síðar
voru birtar í ýmsum fagtímaritum.
Danny hafði mjög gaman af þessari
vinnu og varð fljótt vel þekktur fyr-
ir störf sín. Þegar hann lést var
hann einnig að vinna að bók um
bæklunarskurðlækningar fyrir
börn hjá Scottish Rite Hospital í
Dallas. En Danny hafði haft á orði
að honum fyndist vinnan við þessa
bók vera eitt af því mikilvægasta
sem hann hefði unnið á sínum ferli.
Vegna langvarandi veikinda
stundaði Danny sína vinnu mikið
heima sem gerði það að verkum að
hann var alltaf til taks fyrir aðra
fjölskyldumeðlimi ef á þurfti að
halda. Það má því segja að það hafi
verið Danny sem tengdi alla fjöl-
skylduna saman en hún bjó dreift
um Bandan'kin og einnig hér heima
á íslandi. Það var í
gegnum þessi tengsl
sem í ljós kom hversu
gjafmildur og góð-
hjartaður maður
Danny í raun var.
Hann var alltaf tilbú-
inn að hjálpa öllum við
hvaðeina sem hann gat
innt af hendi frá heim-
ili sínu.
Danny var mjög
hrifinn af öllum sínum
systkinabörnum. Hann
hjálpaði til dæmis
Justin, sem er sonur
Brians, að kynnast Tae
Kwon Do og sá til þess að Justin,
þá aðeins fimm ára, hefði tök á að
stunda þessa íþrótt. Danny átti líka
mjög gott samband við Jason, sem
er sonur Bruce. En þeir félagar
áttu oft á tíðum langar og flóknar
samræður um náttúruvísindi, en
Jason er mjög mikill áhugamaður
um slíka hluti þó svo að hann sé að-
eins níu ára. Síðustu árin hafði
Danny lika verið að kenna syni
mínum, Sigga-Dan, að tefla. Siggi-
Dan var með taflborðið sitt uppsett
í Garðabæ þar sem við búum og
Danny var með sitt í Dallas. Tölvu-
pósturinn var síðan notaður til þess
að koma skilaboðum á milli. Danny
kvaðst vera með Texan Army og
Siggi-Dan með Víkingaher. Þessar
taflorrustur í gegnum Netið voru
oft á tíðum bæði skemmtilegar og
spennandi. Það er óhætt að segja
um Danny að hann hafi eytt mikið
af sínum tíma með systkinabörnum
sínum og veitt þeim óskipta athygli.
Danny hafði ákveðið að eftir sinn
dag yrði lík hans brennt. Hann
hafði barist við fjölda sjúkdóma í
mörg ár áður en yfir lauk. Aska
Dannys verður jarðsett hér heima á
íslandi og með því lýkur ferð hans
á sama stað og hún hófst.
Maureen Anderson, frænka okk-
ar, sendi okkur eftirfarandi línu:
„Mundu að lífið er dýrmæt gjöf,
hvort sem það er stutt eða langt.
Við eigum okkur öll örlög sem eng-
inn veit hver eru.“
Danny mun ávallt dvelja í hjarta
okkar.
Berta L. Faber og ijölskylda.
Ég vil með þessum orðum láta
ykkur, fjölskyldu Dan Faber, vita
hversu jákvæð áhrif Dan hafði á mig
og reyndar alla þá sem hann starfaði
með. Hann var okkar leiðandi afl í
að skrifa þessa bók [bæklunarskurð-
lækningar fyrir börnj en þó enn
meira færði hann okkur sterkan
vilja og áræðni þegar á þurfti að
halda. Hann dró alltaf fram það
besta í okkur og erum við honum
ævinlega þakklát fyrir það. Hann
fékk mig jafnvel til að skrifa ljóð.
Við munum alltaf minnast Dan fyrir
það hversu ósérhlífinn hann var.
Tony Herring, starfs-
mannastjóri Scottish Rite
Hospital, Dallas, Texas.
RÓSA
JÓNSDÓTTIR
+ Rósa Jónsdóttir fæddist í
Urbana í Illinois í Banda-
ríkjunum 6. ágúst 1989. Hún
lést á Landspítalanum 22. sept-
ember síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Langhoits-
kirkju 4. október.
Litla frænka okkar, Rósa, er lát-
in eftir strangt dauðastríð - aðeins
tíu ára gömul. Þessi litla stúlka var
sólargeisli hvar sem hún fór. Lífs-
fjörið og æskuþrótturinn bar ljúfan
vott um heilbrigðan og vel gerðan
einstakling.
Gáfur Rósu litlu voru mjög fjöl-
þættar - enda þótt tónlistargáfur
skæru sig úr. Hún lék undurvel
bæði á píanó og hai-moniku - enda
til þess tekið. Þá var hún góður
nemandi í skólanum sínum og eink-
ar vinsæl meðal skólasystkina
sinna.
Nú er sár harmur kveðinn að
einkabróður og foreldrum Rósu
litlu, þeim Erlu Sigurbjarnadóttur
og Jóni Sigurjónssyni.
Við vitum að algóður Guð breiðir
faðm sinn á móti litlu frænku okkar.
Guð mun líka veita foreldrum
hennar, bróður og öllum ættmenn-
um huggun.
Guð blessi og varðveiti litlu
frænku okkar um alla eilífð.
Dýrfinna afasystir,
Sigríður og Björn.
t
Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSA SIGURÐARDÓTTIR,
Bláhömrum 13,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
föstudaginn 8. október, ki. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélag íslands.
Ingólfur Sveinsson,
Pálína Sveinsdóttir,
Ásmundur Sveinsson,
Jón Guðlaugur Sveinsson,
Baldvin Sveinsson,
Jóhanna Sveinsdóttir,
Halla Hjörleifsdóttir,
Valgeir K. Gíslason,
Tammy Ryan,
Jóhanna Siggeirsdóttir,
Sigurlína Helgadóttir,
L.
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANN HENDRIK POULSEN
(Enní)
frá Færeyjum,
áður til heimilis á Þjórsárgötu 4,
Reykjavík,
sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Eir mið-
vikudaginn 6. október, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn
13. október kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er berit á Blindrafélag íslands.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HALLDÓRS JÓNS JÓNSSONAR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
Halldóra Jónsdóttir,
Margrét Jóna Halldórsdóttir, Þorberg Ólafsson,
Ólöf Þórey Halldórsdóttir, Einar Sigurðsson,
Eyja Þorsteina Halldórsdóttir, Finnbogi Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
* í
+
Þakka innilega hlýhug og vináttu sem mér var
sýnd vegna andláts bróður míns,
JÓHANNESARJÓNASSONAR
lögreglumanns.
Sérstakar þakkir færi ég tónlistarfólki, lögreglu
og öðrum þeim sem að útför hans komu.
Elín Mjöll Jónasdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HÖLLU TULINIUS,
Víðilundi 20,
Akureyri.
Hjartans þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Seli og til öldrunarþjónustunnar (
Víðilundi, fyrir góða umönnun.
Ottó Tulinius, Agnes Tulinius Svavarsdóttir,
Guðmundur Þ. Tulinius, Elke Tulinius,
Erna A. Tulinius
og ömmubörn hinnar látnu.
Lokað
Lokað vegna jarðarfarar BIRGIS ÞÓRS HÖGNASONAR
föstudaginn 8. október.
Högni Jónsson, bifreiðaverkstæði,
Suðurlandsbraut 20,
Verslunin Face, Laugavegi 39.
dag,
í
Sesselja Þóra.