Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 42
-y 42 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSA SIGURÐARDÓTTIR + Ása Sigurðar- dóttir fæddist í Hafnarfirði 22. ágúst 1927. Hún lést á Landspítalan- um laugardaginn 18. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar _ voru Sig- urður Ásmundsson sjómaður, f. 1. feb. 1894, d. 1. feb. 1985, ojg Mikkelina Pálína Asgeirsdóttir hús- freyja, f. 26. apríl 1894, d. 28. maí 1971. Systkini Ásu eru: Guðbjartur Bergmann, f. 18. okt. 1916, d. 15. nóv. 1916, Guðmunda Ragnhildur, f. 6. jan. 1918, d. 28. júlí 1930, Guðdís, f. 16. okt. 1919, Ingólfur, f. 28. febr. 1921, d. 23. apríl 1947, María, f. 2. nóv. 1929, d. 25. ágúst 1930, Ragna María, f. 1. ágúst 1934, og Halldór, f. 25. mars 1936. Ása giftist 28. feb. 1954 Sveini Helga Klemenssyni, f. 29. nóv. 1921, og bjuggu þau á Álftanesi. Foreldrar Sveins Helga voru Klemens Jónsson, skólastjóri og bóndi á V-Skóg- tjörn á Álftanesi, og Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja. Börn Ásu og Sveins eru: 1) Ingólfur, skip- stjóri, f. 9. sept. 1953, maki Halla Hjörleifsdóttir, f. 14. júlí 1962. Börn: Erna Dís og Sveinn Darri. Börn frá fyrra sambandi með Margréti Ástvaldsdóttur, f. 31. maí 1959, d. 15. des. 1979, Hulda Klara og Ása. 2) Pálína, deildarstjóri, f. 11. jan. 1955, -r* maki Valgeir K. Gíslason, f. 8. júní 1957. _ Börn: Andri og Dagný. 3) Ásmundur, atvinnu- Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Ásu Sigurðardóttur, með nokkrum orðum. Eg kynntist henni fyrst þegar þau Sveinn bjuggu enn á Tjarnarbakka. Það var gott að koma út á Álftanes í róna og kyrrðina sem þar ríkti. Ása tók vel á móti gestum eins og margra kvenna af hennar kynslóð er siður. Ekki varð komist hjá kaffi og kökum þegar farið var út á nes. Fas þessarar konu var alla tíð hæg- látt og var hún hógværðin uppmál- uð. Hún vildi allt fyrir alla gera en S vildi helst aldrei að sér væri greiði gerður í staðinn. Ef maður gerði það samt var dregið úr manni, sagt að þetta væri nú of mikið gert fyrir hana, svo manni fannst stundum nóg um. Ása var mikil saumakona og saumaði margt á barnabörnin í gegnum tíðina og fórst henni það verk vel úr hendi. Margar flíkumar bera henni fagurt vitni. Sem dæmi um það hversu stóran þátt sauma- skapurinn átti í lífi hennar er hægt að segja frá því að einn síðasta dag- inn sem hún lifði hafði hún á orði að henni þætti leitt að hafa ekki klárað að sauma úr öllu efninu sem hún átti enn heima hjá sér. Hún var líka ■mikil hannyrðakona og gerði marg- an fallegan hlutinn, hvort sem þeir voru úr gleri, leir eða einhverju öðru. Henni virtist líða vel í hvers konar tómstundaiðju og listsköpun. Ekki er ég frá því að þessi vellíðan hafi haft einhver áhrif á þá ákvörð- un hennar að starfa nálægt listinni, þar sem hún starfaði bæði í Ás- mundarsafni og á Kjarvalsstöðum. Ása reyndist okkur Pöllu ómetan- leg hjálp alla tíð, en þó sérstaklega eftir að hún fluttist í Bláhamrana. Óteljandi eru þau skiptin sem hún ■_ kom og passaði börnin fyrir okkur, eða við skutluðum þeim til hennar. Aldrei taldi hún það eftir sér að líta eftir þeim og stundum kom hún óumbeðin ef hún vissi að við vorum í vandræðum. Gjafmildi hennar var líka með ólíkindum. Pessi kona sem aldrei hafði mikið fé handa á milli lét það ekki aftra sér í því að gefa ^bömum sínum og barnabörnum gjafir sem hefðu sómt hverjum sem rekandi, f. 23. júní 1956, fráskilinn, unnusta Tanimy Ry- an. Börn með Irene Sringer, f. 19. nóv. 1957: Eric Sigurð- ur, Brian Thor og Katrina Erla. 4) Jón Guðlaugur, járna- bindingamaður, f. 13. ág. 1959, sam- býliskona Jóhanna Siggeirsdóttir, f. 4. mars 1950. Börn: Helga María og Jón Snær. 5) Baldvin, múrari, f. 31. des. 1960, maki Sigurlína Helgadótt- ir, f. 25. okt. 1963. Börn: Grétar, íris og Ævar. Stjúpdóttir Ásu, dóttir Sveins frá fyrra sam- bandi, er Jóhanna Rósamunda, Ieikskólakennari, f. 24. júní 1946, maki Ottó Laugdal Ólafs- son, f. 30. júní 1932, d. 26. okt. 1995. Börn: Pétur og Lena. Ása og Sveinn eiga eitt barnabarna- barn sem heitir Briana og er dóttir Eriks Sigurðar og Ang- elu M. Abrams. Ása og Sveinn slitu samvistir árið 1985 og fluttist Ása þá til Reykjavíkur. Að Ioknu barnaskólaprófi vann Ása ýmis störf, aðallcga við saumaskap. Veturinn 1950-51 fór Ása í Húsmæðra- skólann í Reykjavík. Eftir gift- ingu var Ása nokkur ár heima- vinnandi húsmóðir. Síðan sneri hún sér aftur að saumaskap og vann hjá ýmsum saumastofum í Reykjavík um árabil, en síðar fór hún að vinna í Ásmundar- safni og á Kjarvalsstöðum. Útför Ásu fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. væri. Varð manni stundum hugsað til þess um hvað hún varð að neita sér um til að geta gefið gjafir þess- ar. Beiðnir um að draga úr lét hún sem vind um eyru þjóta. Heilsa Ásu hefur ekki verið góð í gegnum tíðina og sem dæmi má nefna að hún fékk krabbamein fyrir einum tuttugu árum. I það skiptið hafði hún betur í baráttunni við krabbameinið. Þá hafði hún fengið sykursýki á efri árum sem versnaði frekar en hitt síðustu árin. En hvað sem gekk á var Ása ekki fyrir að láta vorkenna sér og síðasta sumar- ið sem hún lifði var henni auðsjáan- lega ánægjulegt. Hún naut greini- lega lífsins með vinum sínum og ferðaðist eins mikið og hún gat. Það var því mikið áfall þegar hennar gamli óvinur krabbameinið hafði tekið sig upp á ný. I þetta sinn var baráttan hörð og stutt. Baráttan frá því fyrir tuttugu árum hafði kostað sitt og minnkaði líkur hennar á bata nú. Ása lést aðeins tæpum hálfum mánuði eftir að hún var lögð inn á Landspítalann. Far þú í friði. Kveðja, Valgeir. Amma mín var góð kona. Frá því að ég var lítill strákur hefur hún komið og passsað mig þegar mamma og pabbi hafa þurft á því að halda. Hún tók oft á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum og einnig var hún hjá mér þegar ég var- veik- ur og komst ekki í skólann. Stund- um fór hún með mig út í göngutúr og í strætó. Einu sinni eftir að ég var orðinn of stór til að vera í kerru og kominn í hjólastól fór amma með mig í strætó eins og hún hafði oft gert áður. Strætóbílstjórinn var ekki ánægður með hana og sagði að það væru sér strætisvagnar fyrir fólk í hjólastól en amma vildi alls ekki hætta við ferðina og að lokum gafst bílstjórinn upp og var svo góð- ur að leyfa okkur að íljóta með í það sinnið. Þegar ég var lítill þurfti ég oft að fara á spítala í aðgerðir og dvelja þar nokkra daga í einu. Eg held að amma hafi komið á hverjum einasta degi með eitthvað smávegis handa mér. Hún sagði mömmu eða pabba sem voru hjá mér að taka sér hvíld frá spítalanum og svo sat hún og lék við mig og hughreysti mig. Amma sagði mér oft hve leiðin- legt henni hefði þótt að geta ekki verið lengi í skóla þegar hún var lít- il og lært meira. Þegar ég heimsótti ömmu á spítalann síðast tók hún í höndina mína og sagði við mig: „Vertu nú duglegur að læra fyrir ömmu.“ Og ég lofaði henni því. Elsku amma mín. Nú veit ég að þér líður vel hjá Guði. En mamma mín er sorgmædd og ég skal hugga hana fyrir þig. Kom, huggari, hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom Ijós og lýstu mér, kom h'f er ævin þver, kom eilífð bak við árin. (V. Briem) Þinn Andri. Elsku amma mín er dáin. Ég trúi því varla að hún sé ekki lengur hjá okkur. Það var svo gott að geta labbað til hennar eftir skóla. I fyrravetur fórum við stelpuraar í bekknum oft til ömmu eftir fótbolta- æfingu og þá fengum við mjólk, djús og kex. Núna í sumar var ég að föndra hjá ömmu og að laga til í bamaspólunum hennar meðan hún var að sauma. Síðan fórum við í langar ferðir saman í strætó. Það var svo gaman, ég hef ekki farið eins oft með neinum í strætó og ömmu. Við fórum um allan bæ og skoðuðum í búðir og hún keypti handa mér ís. Okkur þótti nefnilega báðum ís það besta í heimi. En amma varð að gæta sín að borða ekki of mikið af honum eftir að hún fékk sykursýkina. En nú verður tómlegt hjá mér um jólin. Ég er svo vön að hafa ömmu alltaf hjá mér á aðfangadag. Elsku amma, ég ætla að biðja þessa bæn fyrir þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð gæti þín. Þín Dagný. Nú ertu faiún, elsku amma, þang- að sem við vitum að þér líður vel. Við höfum allar minningamar um þig og hugurinn hvarflar að svo mörgu sem við fáum að geyma í huga okkar. Látlaust fas og falslaust hjarta, fannst ei annað betra skraut. Með þessu réð hún skrúði skarta, skírt var yfirlitið bjarta, hið ytra þar hins innra naut. (G. Thomsen) Sofðu rótt, elsku amma. Hulda Klara, Ása, Erna Dís og Sveinn Darri. Elsku amma Ása. Þrátt fyrir að við búum svo langt frá, vorum við heppin að kynnast þér betur þegar við heimsóttum Island og þegar þú heimsóttir okkur til Arizona. Sér- staklega vorum við ánægð að fá þig til okkar í gleðina og hamingjuna í brúðkaupi Eriks. Við eigum ljúfar minningar um þig gangandi með ensk-íslensku orðabókina þína, í viðleitni þinni við að tala við okkur. Þú komst til móts við okkur og lagðir hart að þér við að læra ensku svo þú gætir talað við okkur og kynnst okkur betur. Þú varst alltaf svo örlát og settir þarfir ann- arra framar þínum eigin. Þú vildir aldrei vera byrði á öðrum og okkur langar að segja að þú varst það aldrei! Við munum geyma dýrmætar minningar um þig og aðeins harma að við eyddum ekki mem tíma sam- an. Við munum öll sakna þín. Þín barnabörn, Erik, Brian og Katrina. Þótt að lífsins mein þig mæði margvíslega hér í heim, angrið svíði, undir blæði öruggt það í hjarta geym. Efþútrúirogþúbiður almáttugan Guð um lið, sviði úr öllum sárum hverfur, sálin öðlast ró og frið. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Nokkrum dögum eftir andlát Ásu, móðursystur minnar, var ég stödd í húsi dóttur skáldkonu þessa ljóðs. Hún var að segja mér frá vinnu sinni við undirbúning útgáfu ljóðabókar með ljóðum móður sinn- ar. Ég tók handritið, opnaði það af handahófi og við mér blasti þetta ljóð um trúna. Inntak þess greip mig og ég fékk leyfi til að láta það fylgja minningu um frænku mína. Ása er samofin minningum og lífi mínu frá æsku. Minningum af ýmsum toga. Það var svo gaman að koma í heimsókn sem unglingur að Vestri-Skógtjörn, þar sem þau Sveinn bjuggu mörg ár í lítilli íbúð á efstu hæðinni með stækkandi barnahópinn sinn. Borð- stofuborðið margfaldaði lengd sína eftir því hve margir komu í veisl- urnar eða bara sunnudagskaffi og ég skynjaði ekki fyrr en löngu seinna hve mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning. Það var einnig lærdómsríkt að sjá hvemig öllu var haganlega fyrirkomið og bömin lát- in snemma hafa hlutverk í þeirri keðju sem ekki mátti slitna svo hægt væri að athafna sig við dagleg störf. Seinna þegar þau vora flutt í nýja húsið, sem hlaut nafnið Tjai’n- arþakki, með börnin sín fimm, rýmkaðist um fjölskylduna og systkinabörn Ásu sem komu í heim- sókn fengu kannske að gista. Þá var Álftanesið ennþá sveit. Hef ég oft seinna meir hlustað á þau rifja upp minningar frá þeim tímum. Elsti sonur minn naut einnig þeirra hlunninda að fá að dvelja hjá frændfólkinu, fyrst í pössun en seinna í heimsóknum þótt hann væri töluvert yngri en yngstu syn- irnir. Sótti hann fast að fá að fara og lét sig einu skipta hvort bræð- urnir væra til taks. Hann ætlaði þá bara að vera með Finni, bróður Sveins, sem þá hefur verið á sjö- tugsaldri, þess fullviss að hjá Ásu fengi hann mat og húsaskjól. Þegar börnin stækkuðu sótti hún vinnu til Reykjavíkur og varð vinna á saumastofum hennar val fyrstu ár- in. Hún var vel fær á þeim vettvangi og fylgdist vel með tækni og fram- þróun. Hún kynnti mér nýjungar og hvatti til að eignast vélar sem hæfðu nýjum tímum. Hún var kona fram- fara og óþreytandi í að mennta og efla sig á sínum áhugasviðum, sem einkum beindust að fallegu og fjöl- breyttu handverki. Hún fór á þjóð- búninganámskeið og saumaði upp- hlut á dóttur sína, sem hafði eignast upphlut eftir ömmu. Búningur sem ætíð mun bera vitni alúðar og vand- virkni sem Ásu var í blóð borin. Undurfagur handmálaður postulíns- skór kom frá Ásu langömmusystur þegar fvrsta bamabam mitt var skírt. Skór með gylltu letri. Frúin hafði auðvitað verið á postu- línssnámskeiði, hvað annað? Gjaf- mildi hennar átti sér engin takmörk, hún naut þess að gefa. Minningar litaðar trega koma auðvitað upp í hugann þegar litið er til baka. Minningar um áföll og sorgir sem virðist örðugt að yfir- stíga eru í þeim sjóði. Fáum sem til þekkja blandast hugur um að Ása lagði sig alla fram um að hjálpa til þar sem þörfin var og reyndi hvað hún gat að styðja börn sín og aðra sem á þurftu að halda á erfiðum stundum. Þótt veikindi sæktu á frænku mína, svo sem krabbamein og syk- ursýki, varnaði það þó ekki því að hún stundaði seinni ár skemmtanir, ferðalög og aðra dægrastyttingu með eldri borgurum og persónuleg- um vinum. Seinustu vikuna í ágúst sl. dvaldi hún í hópi vina á Sólheim- um í Grímsnesi í boði Bergmálsfé- laga. Bergmál, líknar- og vinafélag, er hópur fólks sem hefur það mark- mið að gleðja aðra. Sérstaklega fólk sem berst við veikindi á borð við krabbamein. Þar var haldið uppá síðasta afmælisdaginn hennar. Þeg- ar eldri systir hennar, móðir mín, var sótt austur síðasta daginn gat hún ekki þegið boð um að verða samferða suður því lokaballið átti að vera um kvöldið. Þrem vikum síðar var Ása frænka mín öll. Veri hún kært kvödd. Hrefna Kristbergsdóttir. Okkur vini og kunningja setti hljóða er við fréttum andlát Ásu Sigurðardóttur. Hún var töfrandi kona og auðugum gáfum búin. Metnaður hennar stóð á yngri áram til að ganga menntaveginnn sem að- stæður leyfðu ekki í þá daga. Segja má að þess í stað hafi hún aflað sér sjálfsmenntunar í lífinu. Ása var vakandi gagnvart samfé- laginu og hafði samúð með þeim sem áttu um sárt að binda. Hún vissi af svo mörgu eldra fólki sem rétt hefur til hnífs og skeiðar - og jafnvel ekki alltaf. Það era til ljótar sögur þar um í allri velmeguninni. Hún virtist gera sér betri grein fyr- ir stöðu fátæks fólks en margur annar. Dæmi lagði hún upp fyrir vini sína um kjör margra. Ofan á veikindi og slys getur margt eldra fólk ekki glatt sína nánustu á af- mælisdögum þeirra eða jólunum. Fólk getur ekki með neinu móti greitt félagsgjöld í félag eldri borg- ara, það getur ekki ferðast, ekki stutt góðgerðarfélög sem það hefur hjartans tilfinningu til, ekki hvatt félaga sína er ganga yfir móðuna miklu með blómum eða minningar- kortum, ekki greitt félagsgjöld til fræðifélaga eða pólitískra félaga svo eitthvað sé nefnt. Svona er Island líka í dag. Ása var sjálfstæð kona og þurfti ekki um of að treysta á leiðsögn annarra. Hún leit jafnan á hlutina eigin augum, var hún sjálf, í fyllsta skilningi orðsins. Hún bar í brjósti óvenjulegt næmi, hlýju og ástúð til allra sem áttu við sjúkdóma og aðra örðugleika að stríða. Hún var hugg- ari þeirra eftir mætti í orðum og gerðum. Það stóð ljómi af henni hvar sem hún gekk öðram til styrktar, þótt sjálf væri hún oft sár- þjáð, enda hafði hún lent í mörgum sjúkdómsraunum. Kjarkurinn var óbilandi alveg fram til síðustu stundar. Ása var lifandi dugnaðar mann- eskja og þrátt fyrir fötlun var hún mikið á ferðinni síðustu árin, naut þess að koma á mannamót, stunda samkomur og dansleiki eldri borg- ara þegar hún gat komið því við. Hún var heilluð af danslistinni og gömlu dönsunum, sem hún tók þátt í, þótt heilsan gæfi varla tilefni til. En áfram skyldi haldið, engin sjálfsvorkunn var til í hennar fari. Ása var reglusöm kona, bjó yfii’ fölskvalausri lífsgleði og átti auðvelt með að gleðjast og gleðja aðra með nærvera sinni. Ása vann háleitt lífsstarf sem al- þýðukona og móðir, leiðbeinandi barna sinna og hjálparhella barna- barna. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég fyrir mína hönd og félaga okkar beggja votta börnum hennar og barnabörnum og öðrum nánum ættingjum djúpa samúð á sorgar- stundu. Brynjólfur V. Vilhjálmsson. Að heilsast og kveðjast, - það er lífsins saga. Við heilsuðum henni, þessari lífsglöðu, fallegu konu, þeg- ar hún kom til okkar í orlofsdvöl, sem Bergmál stóð fyrir í Hlíðar- dalsskóla í Olfusi. Systur hennar tvær, Guðdís og Ragna María, voru með í för og saman fengu þær stærsta herbergi hússins, sem upp frá þessu nefndist „systrasvítan". Þær voru allar svo jákvæðar og ljúfar konur, glaðlynd- ar og gefandi persónuleikar, - og Ása hafði sérstaka ánægju af að dansa. Hún naut sín líka vel á gólf- inu þessi fallega kona með mjúku tónrænu hreyfingamar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.