Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 60
/60 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hljómsveitin Yoga á Gauki á stöng í kvöld í j ógastellingu um aldamótin Morgunblaðið/Þorkell Per, Jens, Sebastian og Richard verða á Gauki á Stöng í kvöld og á laugardagskvöldið. ÞEIR Per Kalenius og Jens Bjurman úr sænsku hljómsveitinni Yoga voru kátir og hressir er blaða- maður hitti þá, enda nýkomnir til landsins og fullir tilhlökkunar að spila á tónleikum á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. „Við spil- uðum á Jazzhátíð Reykjavíkur hér í fyrra og fannst það svo gaman að við þáðum það með þökkum að koma aftur hingað," sagði Jens og brosti sínu blíðasta. „Við erum virkilega ánægðir að vera komnir aftur því að það er svo indælt að hafa áheyrendur sem skilja tónlistina okkar og eru áhugasamir,“ segir Per og bætir * við að það sé engin spurning að Islendingar séu þannig áheyrend- ur; draumaáheyrendurnir. Auk þeirra tveggja skipa hljómsveitina Sebastian Öberg sellóleikari og Richard Nett- ermalm trommuleikari. Ferðalag framundan - Hafið þið spilað víða síðan þið voruð hér fyrir ári? „Nei, reyndar ekki,“ segir Per. „Við höfum verið uppteknir í hljóðveri að taka upp tónlist fyrir aðrar hljómsveitir. En núna stendur til að fara í ferðalag." - Þið starfið þá við að taka upp t tónlist fyrir aðra? ' „Já, og ekki bara Drum & Bass tónlist eins og við spilum heldur bara hvað sem er. A síðasta ári unnum við með popphljómsveit- um og hipp-hoppurum svo eitt- hvað sé nefnt.“ Yoga hefur gefið út samnefnda breiðskífu sem að sögn Jens og Per hefur selst ágætlega, þar á meðal á Islandi, sem er einkar gleðilegt að þeirra mati. Ný breiðskífa er í bígerð og binda þeir félagar vonir við að hún geti komið í verslanir næsta vor. - Hvað hafið þið tveir þekkst lengi? „I yfír fimmtán ár,“ segja þeir næstum samtímis og hlæja. „Við höfum nánast verið að vinna sam- an að tónlist allan þann tíma,“ segir Jens. Hljómsveitin Yoga var síðan stofnuð fyrir um það bil þremur árum. „Við höfum verið að ein- beita okkur að þróun tónlistarinn- ar,“ segir Per. „Við erum fjórir í sveitinni núna, Sebastian og Ric- hard spila á hefðbundin hljóðfæri og við spilum á hljóðsmala (e. sampler) og tónastokk (e. sequences) og svo spinnum við saman tónlistina." Blönduð tónlist - En hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar í stuttu máli? „Ja, hún er oft flokkuð sem drum & bass tónlist en það segir samt aðeins hálfa söguna,“ segir Jens. „Hún er blanda af „break- beat“, fönkuðu drum & bass, hip- hop og jazzi. Það má líka greina í henni áhrif frá áttunda áratugn- um svo eitthvað sé nefnt.“ - Ég hefheyrt að Bob Marley og James Brown séu ykkar helstu áhrifavaldar í tónlistinni, má greina það? „Eg vona að svo sé, upp að vissu marki,“ segir Per. „Ahrifin eru ekki augljós í tónlist okkar en þau eru vissulega til staðar." - Hvað um nafnið á hljómsveit- inni? Per og Jens líta spurnaraugum á blaðamann og svo hvor á annan og hika áður en þeir svara. „Þetta var nafn sem kom upp hjá okkur og við sitjum uppi með það,“ segir Per. „Þetta er indælt og hlýlegt orð og okkur féll vel sú einbeiting og hugarró sem íylgir því og því sem það stendur fyrir. Nafnið passar líka vel við þá tónlist sem við flytjum." - Hafíð þið spilað víða í Svíþjóð? „Já, aðallega í Stokkhólmi því við búum þar,“ segir Jens. Þeir eru sammála um að ástandið í klúbb- unum þar í borg fari versnandi og sífellt erfiðara sé að finna góða klúbba til að spila lifandi tónlist. „Stundum er verið að loka slíkum klúbbum en einnig er verið að breyta þeim,“ segir Per. „Þetta er hálfsorglegt og skrítið, við skiljum ekki hvað veldur þessari þróun.“ - Hvað fáum við síðan að heyra á tónleikunum? „Það verður að mestu nýtt efni, en einnig höfum við mixað eldri lög og sett þau í nýjan búning," segir Per. „Við erum farnir að gera tón- listina meira í sameiningu á svið- inu svo að útkoman getur orðið óvenjuleg. Við hlökkum líka til að spila með íslensku hljómsveitunum og heyra hvað er að gerast í ís- lenskri tónlist." - Að lokum, hvar verðið þið um aldamótin? „Allavegana ekki í flugvél,“ segir Per og brosir. „Líklega verð ég í einhverju partíi í Stokkhólrni með vinum og vandamönnum." „I jógastellingu," bætir Jens við hlæj- andi. N ^IZUID ^IZUID KVIKMYNDIR/Regnboginn frumsýnir um helgina gamanmynd- -----7------------- --- . ----------------------- ina Ut úr kortinu með Shawn Hatosy, Jon Abrahams og Alec Baldwin í leikstjórn Michael Corrente. Amy Smart og Shawn Hatosy í hlutverkum sínum. íyrstu skáldsögu sína áður en hann og bróðir hans, Bobby, urðu þekktir fyrir gamanmyndir sínar í Hollywood. Hann byggði söguna á eigin lífs- reynslu en hann ólst upp á Rhode Is- land á áttunda áratugnum. Mörgum árum síðar kom Corrente að máli við hann um möguleikann á því að breyta skáldsögunni í kvikmynd. Á þeim tíma fékkst Corrente við að semja leikrit með litlum árangri en Fan-elly-bræð- ur unnu að kvikmyndahandriti sem fékk heitið Heimskur heimskari. „Ég keypti sögu Farrellys fyrir einn dollar í fornbókabúð," er haft eft- Shawn Hatosy er í sínu stærsta hlutverki til þessa. Timothy gengrir memitaveginn ir Corrente. „Ég er sjálfm- frá Rhode Island og bókin gerðist þar svo ég ákvað að slá til. Eg byrjaði lesturinn og fannst sagan sprenghlægileg. Þetta er einhver skemmtilegasta bók sem ég hef lesið og ég hugsaði strax með mér að ég skyldi gera bíómynd eftir henni.“ „Sagan er miklu meira drama en við höfum verið að kvikmynda hingað til,“ er haft eftir Bobby Farrelly. „Hún er ólík öðnim myndum okkai- vegna þess að fyndnin byggist á persónusköpun en ekki hamagangsbröndurum.“ Þeir bræður settust niður með leikstjóran- um og bjuggu til handrit upp úr bók- inni á milli þess sem þeir kvikmynd- uðu „Kingpin" og undii’bjuggu „There’s Something About Mary“. „Ég lærði heilmikið um gamanmyndir af þeim bræðrum," segir Corrente. „Þeii' hafa hæfileika til þess að sjá það fyndna í fari fólks og þeir ganga eins langt og þeim sýnist.“ Nær óþekktir leikarar fara með helstu hlutverk í myndinni eins og Shawn Hatosy, sem leikur aðalhlut- verkið, Jon Abrahams og Tommy Bo- ne. Tvö kunnug andlit er þó að finna innan um og saman við, Alec Baldwin og George Wendt, eina barfluguna í Staupasteini. Bandan'ska gamanmyndin Út úr kortinu eða „Outside Providence“ er byggð á fyrstu skáldsögu Peter Farrellys en hann og bróðir hans, Bobby, hafa sem kunnugt er getið sér gott orð sem gamanmyndasmiðir, nú síðast með „There’s Something About Mary“. Myndin segir þroskasögu ungs manns í verkamannabænum Pawt- ucket á Rhode Island. Timothy Dun- phy (Shawn Hatosy) heitir hann og kemur frá sundruðu heimili, hundur- inn hans er þrífættur og hann sjálfur sífellt í vandræðum. Vinir hans eiga enga framtíð fyrir sér en hann skal eignast framtíð hvort sem honum lík- ar það betur eða verr. Eftir að hann ekur á kyrrstæða lögreglubifreið Kunnugleg andlit, Alec Baldwin og George Wendt. sendir faðir hans (Alec Baldwin) hann í fínan einkaskóla þar sem hann sting- ur mjög í stúf við umhverfið, hefur engan klassa og er í algjörum minni- hluta. Handrit Út úr kortinu er gert af þeim Farrelly-bræðrum ásamt leik- stjóranum Michael Corrente, sem gerði áður myndina „American Buffalo". Peter Farrelly skrifaði Verslunin hættir Frábært verð á skóm, fatnaði o.fl. Opið alla lausardaga frá kl. 10-16. iþrótt Skipholti 50d, sími 562 0025. Frumsýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.