Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
í DAG
Veiðileyfin á Davíð
og1 umræðan
Frá Valdimar Guðjónssyni:
TVEIR ágætir pistlahöfundar, þeir
Illugi Jökulsson og Guðmundur
Andri Thorsson, fara oft mikinn í
skrifum sínum um Davíð Oddsson
og þeir mikið hleraðir og lesnir
enda stílistar á ferð. Áhugi þeirra á
orðum, gjörðum og hugsanlegum
hugsunum forsætisráðherra er mik-
ill og virðist sem þeir hafi veiðileyfi
J á hann nema öfugt við slík leyfi
þurfa þeir þurfa ekkert að borga
heldur fá borgað fyrir.
Ekki það að forsætisráðherra sé
eða verði nokkum tíma á friðar-
stóli. Slíkt er ekkert heppilegt fyrir
lýðræðið. Það væri hins vegar til-
breyting ef þeir tvímenningar og
fleiri legðu einhvem tímann út frá
einhverju sem Davíð Oddsson hefur
raunvemlega sagt í snjöllum ræð-
um sínum en ekki hvað þeir í hugs-
analestri þykjast vita hann hafa
meint. Nú þegar nokkuð er liðið frá
frægri Hólaræðu Davíðs og storm-
inum í vatnsglasinu hefur slotað er
ekki úr vegi að rifja upp hvað hann
sagði m.a. Jú hann hafði með kol-
k- legum sínum í nágrannalöndum
verið að ræða meinta útþenslu
mafíu og eiturlyfjahringja í Rúss-
landi. Nefndi síðan hættuna á að
slíkt gæti teygt anga sína hingað
þegar búið er að opna landið í flestu
tilliti. Nei svo glóbalt megnum við
ekki að hugsa. Ég minnist þess
ekki að lagt hafi verið síðan út frá
þessu þarfa umræðuefni. Enginn
hefur megnað að líta út fyrir og upp
fyrir túngarðinn og hann skal hafa
meint að mati hugsanalesara Jón
Ólafsson og andlaus stjórnarand-
staða greip það á lofti. Væri þetta
þó þörf umræða því fróðir hafa get-
ið sér til að eiturlyfjaheimurinn
velti hærri upphæðum en olíuvið-
skipti heimsins.
Þetta er annars einkennandi fyrir
umræðu á íslandi. Allt er býsna
mikið vaðandi í hálfsannleik og öfg-
um. Við þrífumst á öfgum. Hvort
sem það er eyðsla í góðæri, drykkja
um helgar eða umræðan um gagna-
grunn, álver, umhverfismál eða
virkjanir. Sjaldan eða aldrei geta
þeir sem skipa sér í skotgrafir og
fylkingar viðurkennt að kannski eru
nú fleiri en ein hlið á flestum mál-
um. Það er af einhverjum misskild-
um ástæðum talinn veikleiki.
Sem dæmi má nefna virkjana- og
stóriðjuumræðuna þessa dagana.
Nú er allt í einu talið hæpið og bein-
línis gamaldags að virkja fallvötnin.
Þar er þó mengunarlaus orka sem
verður til meðan rignir og jöklarnir
er-u á sínum stað. Þá má segja á
móti: Bill Gates varð ríkasti maður
heims á hugarorkunni einni saman.
Hans óhugnanlegi auður sem telst í
þúsundum milljarða var fenginn
með snjallri hugmyndavinnu en
engum stórvirkum vinnuvélum né
uppistöðulónum. Allt í lagi. En
hvemig á nú að nýta , forrit
Microsoft? Þarf ekki tölvur til þess?
Fyrir hverju ganga þær? Vafrar
Illugi og aðrir ágætir umhverfis-
vemdarsinnar um Netið með hjálp
hugarorku í stað raforku? Svo þarf
enginn að segja mér að umhverfis-
vemdarsinnar kaupi ekki nýja bfla
nú í góðærinu sem aðrir. I þá er
notað ál í auknum mæli. Hvaðan á
það að koma? Af himnum ofan
kannski?
Mót gagnagranni mæla ýmsir
læknar og vísindamenn. Mótrök
þeirra era einföld og verða ekki
misskilin. Hvað á Kári Stefánsson
og Islensk erfðagreining með að
ráðskast með upplýsingar sem við
höfum haft fyrir að afla og skrá?
Persónuvemd er vissulega álitamál.
Nöfn era hins vegar margdulkóðuð
og unnið með lágmark 10 manns í
einu þannig að til þarf magnað inn-
brot stórfyrirtækis eða hundraða
tölvuþrjóta. Til að sjá hvað? Kvilla
Islendinga sem hvort eð er era
margir upptaldir og opinberaðir í
hinum séríslensku minningargrein-
um. Ekki efast sá er þetta ritar um
að aðilar beggja vegna þessarar ís-
lensku víglínu munu veikir neyta
lyfja gegn þekktum sjúkdómum ef
svo færi að þau myndu finnast með
hjálp gagnagranns.
Ég tilheyri semsagt hinum þögla
75% hluta þjóðarinnar sem styður
Davíð og ríkisstjómina en heyrist
bara aldrei tfl. Davíð er ekki galla-
laus frekar en við hin. Getur verið
þver og langrækinn á við meðalfíl.
Hann er hins vegar yfirburðamaður
í íslenskum stjórnmálum og þegar
einn merkasti stjórnmálamaður
þessarar aldar. Það er óþarfi að láta
sagnfræðinga eina um að geta þess
og það á næstu öld.
VALDIMAR GUÐJÓNSSON,
Gaulverjabæ, Arnessýslu.
Blóðpemngar Flugleiða
Frá Asgeirí R. Helgasyni:
ÞEGAR Júdas Símonarson Iskariot
sveik frelsarann fékk hann 30 silfur-
peninga að launum. Aldrei hefur
nokkur maður fengið jafn lítið fyrir
að svíkja jafn mikið. Það verður þó
að segja honum til málsbóta að
hann þjáðist af svo svíðandi sam-
viskubiti að hann hengdi sig í kjöl-
farið.
A mótum árþúsunda leitar hugur
Islendinga í útlegð heim. Að hvfla í
t faðmi íslenskra fjalla, fjölskyldu og
vina, í yndislegum norðangarra, er
draumur flestra okkar á slíkum
tímamótum. Margir bundu vonir við
að óskabam þjóðarinnar, Flugleiðir,
myndi lækka flugmiðana heim svo
um munar um hátíðirnar og leggja
þannig sitt af mörkum til að draum-
urinn myndi rætast fyrir sem flesta.
I staðinn era fargjöldin hækkuð.
Þetta era blóðpeningar, Flugleiða-
menn.
Margir landar sem ég hef sam-
band við hér í Svíaríki era fullir af
heilagri reiði yfir þessu við-
skiptasiðleysi. Það er svo eins og
hnífnum sé snúið í sárinu þegar Is-
lendingar búsettir á Norðurlöndum
horfa upp á að flugmiði frá Stokk-
hólmi til Bandaríkjanna, fram og til
baka með millilendingu á Islandi, er
oft ódýrari en sambærflegur miði
frá Stokkhólmi til íslands. Við nið-
urgreiðum Ameríkuflugið svo við
eigum betra skilið.
Það er ekki of seint að snúa við
blaðinu, Flugleiðamenn. I ár era
u.þ.b. 2.000 ár síðan Júdas sveik
frelsarann fyrir fáeina aura. Þau
svik era ennþá í fersku minni. Ég
vona að ykkur beri gæfa til að gefa
íslendingum í útlöndum betri minn-
ingar um Flugleiðir að taka með sér
inn í næsta árþúsund.
ÁSGEIR R. HELGASON,
læknir, Svíþjóð
Ný hannyrðaverslun
opnuð í dag
með japanskan pennasaum og gjafavöru.
v
HannyrdaVerstunin Guðrún
Háaleitisbraut 58—60 (áður Kilja),
sími 553 5230.
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
við að komast á fætur. Vill
hún senda honum sínar
bestu þakkir.
Eins vill hún senda
þakkir til ungu stúlkunnar
sem aðstoðaði hana eftir
að úr vagninum var komið,
leiddi hana heim til hennar
alla leið að dyrunum, og
sleppti ekki af henni hend-
inni fyrr en búið var að
taka á móti henni.
Þakkir
KARL T. Sæmundsson
hafði samband við Velvak-
anda og vildi hann koma á
framfæri þakklæti sínu til
allra þeirra sem heiðruðu
hann á 90 ára afmæli
hans. Segir hann að allt
þetta sé 90 ára öldungi
mikils virði þegar fer að
líða að ævilokum og litið
sé til baka. Vill hann
þakka þeim öllum hjartan-
lega fyrir sýnda vináttu
margra ára og biður guð
að blessa þau öll ófarin
æviár.
Karl sendi einnig þessa
vísu:
Afmælið mitt yfir gekk
eins og mjúk á sandi bára.
Margan koss og faðmlög fékk,
fyriraðverðaníutíuára.
Hvað var mörgum
sagt upp?
SL. laugardag var frétt í
Morgunblaðinu þar sem
sagt var frá sameiningu
Skelfisks ehf. á Flateyri
við Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar. Fyrirsögnin var:
,Átján sagt upp störfum".
Við lestur fréttarinnar
kemur í ljós, að af þessum
18 eru 7 sjómenn og þeir
halda vinnunni. Svo eru 9
útlendingar og þeim er
gefinn kostur á að starfa
áfram á Þórshöfn. Sem
sagt, 16 geta haldið vinn-
unni. Væri þá ekki réttara
að segja í fyrirsögn: 2
missa vinnu á Élateyri?
Fávís.
Ókurteisi hjá tollstjóra
ÉG var að lesa í Velvak-
anda í dag um mann sem
kvartar um dónaskap
starfsmanns tollstjóra. Ég
hef einnig talað við mann
þar út af skatti sem var
frekur og ókurteis við mig.
Finnst mér að það ætti að
fá einhvern kurteisari og
liprari til að svara fólki
sem þarf að semja um
skattinn sinn. Það mundi
eflaust bera meiri árangur.
Sigrún.
Þurfum að eiga
okkur fulltrúa
MAÐUR hafði samband
við Velvakanda og vildi
taka undir kvörtun sem
birtist nýlega í Velvak-
anda vegna dónaskapar
hjá tollstjóra. Hafði hann
sjálfur lent í seinagangi
hjá tollstjóraembættinu.
Finnst honum að neyt-
endur eigi að eiga sinn
fulltrúa til þess að sinna
kvörtunum og leiðrétting-
um vegna seinagangs í
kerfinu.
Tapað/fundið
Barnahanski
f óskilum
LITILL smábarnahanski
úr selskinni fannst við
Ægisíðuna á sunnudaginn.
Upplýsingar í síma 552-
5335. Anna Lind.
Dýrahaid
Svartur og hvítur
kettlingur
SVARTUR og hvítur
kettlingur fannst við
Holtsbúð í Garðabæ á
sunnudag. Upplýsingar
veittar í Kattholti. Elísa-
bet, sími 565 2362.
Hver þekkir
Guðrúnu?
ÞESSI mynd er af Guð-
rúnu Kristjánsdóttur,
móður Hrafnhildar Eiðs-
dóttur á Isafirði. Báru
Egilsdóttur, dóttur Hrafn-
hildar, langar til að fólk,
sem þekkti Guðrúnu, hafi
samband við hana í síma
561 2474 á kvöldin.
Þakkir fyrir
veitta aðstoð
JÓNÍNA hafði samband
við Velvakanda og sagðist
hún hafa orðið fyrir því að
detta í strætó á leið í
Hraunbæ 27. september
sl. Stóð þá maður upp, bað
vagnstjórann að stoppa
vagninn og aðstoðaði hana
Morgunblaðið/RAX
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur mikla samúð
með fólki sem er svikið í við-
skiptum og telur fulla þörf á sam-
stöðu þeirra sem verða fyrir slíkum
hremmingum. Hann þekkir til í fjöl-
býlishúsi þar sem ákveðið var fyrir
fáeinum áram að taka í gegn ýmis-
legt sem orðið var laslegt. I fram-
haldinu var síðan ákveðið að láta
gera við múrhúð og mála húsið að
utan.
Samþykkt var að fara fagmann-
lega að hlutunum en reyna ekki að
finna upp hjólið. Keypt var þjónusta
hjá ráðgjafarfyrirtæki sem tók að
sér að hafa eftirlit með verktökun-
um og safnað var í sjóð til að þurfa
ekki að taka dýrt bankalán þegar
kæmi að borgun. Allt fór vel af stað
og unnið var hratt, líklega allt of
hratt. Að minnsta kosti varð ljóst
um það leyti sem málaramir voru
að taka saman hafurtask sitt að ný
svalahandrið úr steinsteypu myndu
ekki eiga mörg ár framundan. Eitt-
hvað hafði farið úrskeiðis við frá-
ganginn.
Fleira var í ólagi, meðal annars
lenti fyrir klaufaskap múrbrot á bfl
við húsið og kvartað var við ráð-
gjafann. Þar varð fátt um svör og
því borið við að ekki næðist í verk-
takann. Virðist hann hafa þann sér-
stæða eiginleika að geta stundað at-
vinnu sína án þess að hægt sé að
hafa uppi á honum í síma.
Ekki er ljóst hvernig málið endar,
hvort íbúamir verða að höfða mál til
að ná rétti sínum. En þeir hugsa sig
tvisvar um næst þegar þeir leggja út
í stórframkvæmdir. Þá reyna þeir
að kanna ferfl verktakanna sjálfir í
von um að betur gangi.
En þótt Víkverji skilji vel þá sem
verða sárreiðir yfír því að fá ekki
þjónustu iðnaðarmanna sem þeir
hafa greitt fyrir er mál mannsins
sem taldi sig vera svikinn á nektar-
stað enn alvarlegra.
Hann borgaði samkvæmt blaða-
fréttum mflligöngumanni sínum,
þjóninum, 25 þúsund krónur íyrir
aukasýningu en segist nú hafa verið
prettaður. Af yfirlýsingum eigenda
slíkra staða að dæma munu stúlkum-
ar sem þarna vinna stunda listdans
og því hægt að skflja að viðskiptavin-
inum hafi sámað. Oft er kvartað und-
an því að Islendingar hunsi listina en
í þessu tilviki ætlaði fómarlambið
vafalaust að bæta þar um.
Neytendavemdin er ekki nógu
fullkomin. Víkverji myndi líka krefj-
ast endurgreiðslu ef hann færi á
tónleika og yrði að láta sér duga
þytinn í loftræstikerfi salarins.
Einnig ef hann færi á myndlistar-
sýningu og á veggjunum væri ekk-
ert, alls ekld neitt nema hvít máln-
ing - og kannski nokkrir gamlir,
ryðgaðir og vonsviknir naglar frá
síðustu sýningu.
XXX
Víkverji dagsins er ákafur stuðn-
ingsmaður þeirra sem segja að
með meiri hreyfingu og betra
mataræði sé hægt að vinna bug á
fjölmörgum meinsemdum sem hrjá
okkur nútímafólk.
En meirihluti alþingismanna er
greinilega á því að meira skipti að
vemda ákveðna atvinnugrein fyrh-
samkeppni. Víkverja langar til að
biðja stjómvöld að fá nú nokkra
hæfa vísindamenn til að reikna út
hvaða áhrif það myndi hafa á útgjöld
til heilbrigðismála hér ef hætt yrði
að leggja verndartolla á innflutt
grænmeti. Það yrði þá jafn eðlilegur
hluti af fæðu Islendinga og gerist
meðal annarra Evrópuþjóða.
Hvað ætli þessi hagsmunagæsla
fyrir innlenda grænmetisræktendur
kosti okkur í vinnutapi vegna veik-
inda, lyfjakaupum og sjúkrahúsdög-
um? Víkverji er varla einn um að
velta því fyrir sér hvort lækkað verð
á vöranni gæti ekki verið árangurs-
ríkara en umvandanir og áróður fyr-
ir aukinni grænmetisneyslu.