Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVJK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Forsendur til að lækka langtímavexti segir í mánaðarskýrslu FBA Astæða til mik- ils aðhalds í peningamálum Burðarás á nú 27% í HB Kaupverðið 1,1 milljarður BURÐARÁS hf. er nú stærsti hlut- hafmn í Haraldi Böðvarssyni hf. eftir . kaup á 16% hlutabréfa að nafnverði 76 milljónir króna á genginu 6,45. í tilkynningu til Verðbréfaþings Islands kemur fram að kaupverð bréfanna hafí því verið 1.135,2 millj- ónir króna. Fyrir átti Burðarás hf. um 11%, og er því eignarhlutur Burðaráss hf. í Haraldi Böðvarssyni hf. orðinn 27%. Seljandi hlutabréf- anna eru eigendur Miðness hf. ■ Eignarhlutur/18 -------------- Þeyttist tugi metra af bifhjóli ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur fótbrotinn með sjúkrabifreið á slysa- "*deild eftir að bifreið var ekið í veg fyrir hann við Miðdal á Vesturlands- vegi í Hvalfirði um kl. 22 í gær. Öku- maður hjólsins, sem var á vesturleið, þeyttist tugi metra af hjólinu við höggið. Eftir áreksturinn kom önnur bifreið og ók yfir hjólið svo það dróst með henni um 200 metra eftir vegin- um. Enginn í bifreiðunum meiddist. unni á húsnæðismarkaði þegar líða taki á næsta ár. Þá megi benda á að innflutningsverðlag í erlendri mynt gæti farið hækkandi, aðallega vegna áhrifa hækkandi hrávöru- verðs. I skýrslunni segir að aðhald í op- inberum fjármálum sé mikilvægt við núverandi aðstæður í efnahags- málum. I ljósi mikils viðskiptahalla sýni tekjujöfnuður hins opinbera ekki nægilegt aðhald þrátt fyrir að afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað á síðustu árum. Aðhaldið sé hins veg- ar meira þegar mið sé tekið af hreinum lánsfjárafgangi ríkissjóðs, þrátt fyrir að hallarekstur sveitar- félaga dragi úr þeim afgangi. „Batnandi rekstur ríkissjóðs hefur jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála en miðað við núverandi aðstæður og spár Þjóðhagsstofnunar um áframhaldandi viðskiptahalla er ljóst að ekki má mikið út af bregða í hagstjórn á næstunni. Aðhald í op- inberum fjármálum er, enn sem fyrr, ákaflega mikilvægt," segir einnig. Þá segir að háir skammtímavextir og vaxtamunur því samfara muni valda áframhaldandi styrkingu á gengi krónunnar. Ekki kæmi á óvart þótt krónan næði sögulegu há- marki á næstunni, en ólíklegra sé að hún geti haldist sterk til lengri tíma. I skýrslunni kemur ennfremur fram að forsendur eru til lækkunar langtímavaxta á næstunni að mati FBA og byggir það á fyrirsjáanleg- um samdrætti ríkistryggðra bréfa á næsta ári og því einnig að aðlög- unartímabili reglna um laust fé lánastofnana er lokið og því hafi þrýstingur á hækkun langtíma- vaxta minnkað. ■ FBA telur/21 Sjúkraflutningamaður slasaðist fyrir níu árum Læknir og heilsu- gæslustöð dæmd ábyrg HÆSTIRETTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli sjúkraflutningamanns, sem slasaðist í ágúst 1990 þegar hann var að bera sjúkrabörur niður tröppur. Slysið var rakið til þess að læknir, sem fór niður þröngan stigann meðfram bör- unum til að opna útidyr, hefði ekki gætt nægilegrar varúðar. Dæmt var að læknirinn og Heilsugæslustöðin Sólvangi í Hafnarfirði sem vinnuveit- andi hans bæru óskipta bótaábyrgð gagnvart sjúkraflutningamanninum. Er slysið bar að höndum voru tveir sjúkraflutningamenn að bera sjúkling niður þröngan stiga við erfiðar aðstæður. Læknirinn gekk á eftir þeim niður stigann. Er hann varð þess áskynja að útidyr voru lokaðar smeygði hann sér fyrir- varalaust meðfram sjúkrabörunum í því skyni að opna dyrnar fyrir sjúkraflutningsmönnunum. Rak hann sig þá í börurnar og jafnvægi burðarmannanna raskaðist með þeim afleiðingum að annar féll aft- ur fyrir sig og slasaðist, þegar mjó- bak hans rakst í járnhandrið. Hér- aðsdómur, og nú Hæstiréttur, taldi að læknirinn hefði ekki viðhaft nægilega aðgát og að slys sjúkra- flutningamannsins yrði rakið til þess. Hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða frá slysdegi, en alvara þeirra hafí ekki verið ljós fyiT en á árinu 1993. Hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason dæmdu í málinu. Guðrún skilaði sératkvæði og vildi sýkna lækninn og heilsugæslustöð- ina. Læknirinn hefði ekki farið nið- ur stigann að nauðsynjalausu held- ur til að flýta fyrir flutningi sjúk- lingsins og hann teldi sig hafa farið eins varlega og aðstæður leyfðu. Þá vísaði dómarinn til þess að 6 ár hefðu liðið frá slysinu þar til hinn sjúkraflutningamaðurinn hefði gef- ið skýrslu og dómskýrslur hefðu ekki verið teknar fyrr en í janúar 1999. Væri með öllu ósannað að læknirinn hefði sýnt af sér sak- næmt gáleysi. FULL ástæða er fyrir Seðlabanka Islands að viðhalda miklu aðhaldi í peningamálum til að sporna gegn verðbólgu, þvi ennþá er mikill þrýstingui- á verðlag í landinu, að því er fram kemur í mánaðar- skýrslu Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, sem út kom í gær. í skýrslunni segir einnig að bú- ast megi við áframhaldandi kostn- aðarþrýstingi, bæði af innlendum og erlendum uppruna. Fyrirtækin þurfi að mæta því með hagræðingu og framleiðniaukningu eða með hækkun verðlags. Innlend eftir- spurn virðist enn vera sterk, en bú- ast megi við að slakna fari á spenn- Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Klifrað í trjám Það er oft freistandi að klifra í Þingholtunum ákvað að reyna trjám og skoða heiminn frá öðru hversu hátt hann kæmist en það sjónarhorni. Asgeir Mogensen í er vissara að fara varlega. Strobe Talbott, aðstoðarutanríkisráðherra Bandarikjanna, situr ráðstefnu um konur og lýðræði Framsýni að halda ráðstefnuna hér STROBE Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði við komuna til Islands frá Bretlandi skömmu eftir miðnætti í nótt að Is- lendingar hefðu sýnt örlæti og fram- sýni með því að taka að sér að halda ráðstefnuna um konur og lýðræði við árþúsundamót, sem hefst í dag. Hann bætti við að það væri ein ástæðan fyrir því að Hillary Rod- ham Clinton, forsetafrú í Bandaríkj- unum, hefði viljað koma til íslands, en hún kemur hingað síðdegis í dag og ávarpar ráðstefnuna á sunnudag. Talbott sagði að ætti að taka eitt- hvert eitt atriði, sem skipti mestu máli fyrir konur og lýðræði í Aust- ur-Evrópu og Rússlandi, væri það jafn réttur kvenna og karla á vinnu- markaði og í pólitískri forustu. „Það verður hins vegar að taka fram að sérstaklega hefur mætt á konum í þeim harðindum, sem fylgt hafa breytingunni frá kommúnista- þjóðfélagi til opins þjóðfélags, þótt það sé vissulega að öðru leyti já- kvæð þróun,“ sagði hann. „Eg held að við eigum eftir að heyra mikið talað um tölur frá þessum heims- hluta, sem sýna glöggt að í efna- hagsmálum hafa konur átt undir högg að sækja.“ Hann kvaðst vilja leggja áherslu á að það væri til fyrirmyndar að Is- lendingar væru gestgjafar. Hann hefði haft tíma til að kynna sér hvað mikið hefði verið Iagt í ráðstefnuna. Þá væri sérstakt tækifæri fyrir hann að koma hingað vegna þess að hann ætti þess kost að ræða við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. „Þar getum við rætt mikilvæg mál, sem varða eitt styrkasta tví- hliða samband, sem Bandaríkja- menn eiga við annað ríki,“ sagði hann. „Við munum ræða öryggi í Evrópu, heimsókn utanríkisráð- herra Rússlands hingað fyrir skömmu og heimsókn [Halldórs] til Ukraínu innan skamms." Þá sagði hann að ráðstefnan yrði ekki aðeins mikilvæg fyrir ísland, heldur öll Norðurlönd og Eystra- saltsríkin. „Það er mikilvægt að ráðstefnan skuli haldin á íslandi fyi’- ir margra hluta sakir,“ sagði hann. „í fjrsta lagi er það landfræðileg lega landsins. Þá má nefna virka ut- anríkisstefnu landsins, Island er mjög góður bandamaður Bandaríkj- Morgunblaðið/Árni Sæberg Strobe Talbott kemur á Hótel Sögu í íylgd með Sverri Hauki Gunn- laugssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. anna, ísland hefur opnað dyrnar og auðlindir sínar til að hjálpa fyrrver- andi kommúnistaríkjum að aðlagast. Eg þeld að það sé mjög viðeigandi að Island sé gestgjafi. Um leið er þetta stórt verkefni og það ber vitni örlæti og framsýni að ísland skuli taka þetta að sér. Það er ein ástæð- an íýrir því að forsetafrúin vildi koma hingað.“ ■ Þátttakendur/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.