Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 31 LISTIR Svo stopult, lágvært og stuttaralegt MYNÐLIST ís1ensk grafík, II a f n a r h ú s i n ii LJÓSMYNDIR Einar Falur Ingplfsson, Guðraund- ur Ingólfsson, Ivar Brynjólfsson, Spessi og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Til 10. október. Opið fimmtudaga tii sunnudaga frá kl. 14-18. LJÓSMYNDARAR eru huldu- fólk íslenskrar myndlistar. Svo sjaldgæfar eru ljósmyndasýningar hérlendis að maður spyr sig hvort þeim sé vísvitandi haldið utan við sýningarsalina. Þá virðast það álög á íslenskum ljósmyndasýningum að varla fylgja þeim nokkrar upplýs- ingar. Gestir eiga eflaust að vera svo vel upplýstir að þeir þekki ljós- myndarana og verk þeirra fyrir- fram, eða svo „fínt fölende" að þeir geti nálgast nauðsynlegar upplýs- ingar eftir telepatískum leiðum, andaglasi eða öðrum yfirskilvitleg- um boðskiptakerfum. Það virðist til of mikils mælst af sýnendum að þeir miðli um sig og verk sín nauðsyn- legum lágmarksupplýsingum. Eitt sinn hélt ég að íslenskir lista- menn væru svo hlédrægir að þeim þætti það argasta framhleypni að gefa eitthvað upp um sig og verk sín. Síðan kenndi ég um almennu úrræðaleysi þeirra, sjálfsagt út af illri meðferð samfélagsins, en nú veit ég hið sanna í málinu. Þeir - og ljósmyndararnir fimm að öllum lík- indum - eru að sveipa sig dularblæ, líkan þeim sem erlendir kollegar þeirra brugðu um sig fyrir tveim öldum þegar hugmyndin um snilli- gáfuna var enn í góðu gildi. Jafnágæt sýning og sú sem hang- ir í sýningarsal Islenskrar grafíkur geldur með öðrum orðum talsvert íyrir einkennilega tregðu sýnend- anna fimm til að sinna sjálfsagðri upplýsingaskyldu. Gott og blessað að við fáum ekkert að vita um þá sjálfa, feril þeirra né hugmyndir. Verra er að engar tæknilegar upp- lýsingar íylgja verkunum. Þó vantar ekki metnaðinn í stór- virki á borð við Smálönd, tvær áber- andi ljósmyndir Guðmundar Ing- ólfssonar. Látlaust og lítt eftirtektarvert landslagið við borg- armörk Reykjvíkur, með hvers- dagslegum melum sínum og pollum, er í frábærlega áhugaverðri mót- sögn við dæmigerða íslenska lands- lagshefð. Þó er þetta dapurlega eyð- iland urnhverfi langtum fleiri íslendinga en tíguleg fjöllin í mynd- um Ásgríms og Jóns Stefánssonar. Það þarf töluvert áræði til að gera tilkomulitlu landslagi svo mónum- ental skil því við viljum helst ekki við það kannast að til sé íslenskt landslag sem ekki teljist stórbrotið. Allar götur frá því hann fór að sýna hefur Spessi verið í hópi at- hyglisverðustu ljósmyndara okkar. Sex ljósmyndir hans af nútímaleg- um varningi, og hann kallar Nature morte, eða kyrralíf, ganga í svipaða átt og verk Guðmundar. Þau hvers- dagsgera með íronískum hætti þá vinsælu tegund af myndgerð sem við þekkjum sem uppstillingar. í stað blómanna og ávaxtanna eru komnir jafn „ólistrænir“ hlutir og bandsög. Upphengi Spessa fylgir hugmyndinni í æsar. Óinnrammað- ar og heftar á vegginn eru myndir hans glannalega auglýsingakennd- ar í allri sinni kalddjörfu fegurð. Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur verið að hasla sér völl sem áhuga- verður ljósmyndari íslenskrar hversdagstilveru. Með því að bæta innan sviga upplýsingum um eðli mynda sinna gefur hún til kynna að sannleiksgildi ljósmyndarinnar verði að taka með fyrirvara. Þrjár litmyndir hennar af bömum að leik er eins konar óður til hversdagsleik- ans og sakleysis bemskunnar. Það er ef til vill býsna mótsagnakennt að stilla upp börnum til að þau leiki sig sjálf, en áhorfandinn getur varla varist því að velta íyrir sér eðli at- hafnanna; hvort það sé tilviljun ein sem ráði því að myndimar þrjár skuli fjalla um höfuðskepnumar, loft, vatn og jörð. Er Þorbjörg að fást við allegorískar táknmyndir með aðstoð nútímalegrar tækni og myndmáls úr íslenskri samtíð? Gluggalandslag Einars Fals Ing- ólfssonar er röð tólf svarthvítra ljósmynda af vegalandslagi víða um heim. Fimm myndanna era frá Bandaríkjunum, þrjár frá Suður- Ameríku, aðrar þrjár frá íslandi, og ein frá Japan. Þessi skemmtilega syrpa sýnir hvað akvegimir eiga sameiginlegt, þótt menning land- anna sé frábragðin. Nútíminn hneigist til að upphefja allan menn- ingarlegan mun með tækninni, og hversu fjarlægt sem Japan er Bandaríkjunum í hvívetna má sjá áhrif vestrænnar menningar á land hinnar rísandi sólar þegar Einar Falur nálgast vegahótel, eða mótel eins og fyrirbærið heitir á alþjóða- máli. Ljósmyndarinn sýnir með einkar næmum hætti hvernig heim- urinn skreppm' saman gagnvart tækninni þótt menningin haldi áfram að viðhalda mismunandi sérkennum landanna. Eitt af afrekum Dieters heitins Roth var að ljósmynda öll húsin í Reykjavík. I tólf ljósmyndum, sem hann kallar Söguleg ljósmyndun I, festir Ivar Brynjólfsson ýmis hús á filmu án frekari skýringa. Þótt ekk- ert sé látið uppi vekur ljósmyndar- öðin einhver undarleg viðbrögð hjá sýningargestum, líkast því þeir horfi í síðasta sinn á dæmdar bygg- ingar sem bíði niðurrifs. Ef til vill er það bara tilfinning sem mannvirki vekja með okkur áhorfendum. Byggingagerðir Bernd og Hillu Becher - sem og allra hinna frægu stúdenta þeirra - era nærtæk dæmi um ógnvænleg og kaldranaleg graf- hýsi okkar tíma. Sjálfsagt er það mannleysið í myndum Ivars sem hefur slík áhrif. Það virðist einmitt vera lóðið sem setur huga okkar úr jafnvægi. Mannlaus mannvirki era með einhverjum undarlegum hætti vígð dauðanum. Reyndar er það sláandi að það skuli einungis vera konan í hópi sýnendanna fimm sem fæst við lif- andi verar. Karlarnir horfa framhjá mannlífinu til menningarlegra af- urða mannskepnunnar. Skyldi það vera hending, eða sannast hér hið fornkveðna sem félagsfræðingar samtímans þykjast hafa sannað; að karlmenn séu ófélagslyndir einfar- ar? Hvað sem líður slíkum vanga- veltum er vert að ítreka að ljós- myndasýningunni hjá Islenskri grafík lýkur núna um helgina. Síð- asti sýningardagur er 10. október. Halldór Björn Runólfsson ALLT FYRIR Stillongs-ullarnærfötin. Bolur úr 100% ull með rennilás í hálsmáli. RJUPNAVEDINA ^ Vorum að taka upp nýjar vörur frá Yesport œ&SGBA Ómissandi öryggisbúnaður. Frá □ Byssuólar, margar gerðir, VERÐFRÁ 1.196- Sérhönnuð rjúpnavesti, frá 3.989- Attavitar frá 1.336- GPS-staðsetningartæki trá 11.900- Skotbelti, margar gerðir. VERÐ FRÁ1.647- Rétti hlífðarfatnaðurinn; legghlífar, flíspeysur og úlpur. Fóðraðir byssupokar úr leðri, margar gerðir, VERÐ FRÁ 4.158 Einnig skotvettlingar, hanskar, sokkar, húfur, treflar,peysur og margt fleira. V i %, É "v M. ' Rjúpnakippur úrektaleðri. Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855 og 800-6288 0PIÐ VIRKA DAGA 8-18 0G LAUGARDAGA10-14. SENDUM EINNIG í PÓSTKRÖFU Hágæða þýskir gönguskór frá Haix. Nabuuk-leður, Goretex, Vibram-sóli. Sjónauki í vasann, stækkun 10x25. Hlífðartaska fylgir. VERÐ 2.606 Vasaljós og handluktir í úrvali. Einnig hulstur í belti. Bílaskóflur og dráttartóg. Splæsum Rjúpnaskot frá 595- krónum (25 stk.) tóg á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.