Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þingkosningar í Portúgal á sunnudag Jafnaðarmönnum spáð öruggum sigri Lissabon. AP. ALLT bendir til, að jafnaðarmenn vinni öruggan sigur í þingkosningun- um í Portúgal á sunnudag en minni- hlutastjórn þeirra og landsmönnum öllum hefur gengið flest í haginn á síðasta kjörtímabili. Skoðanakannanir síðustu daga sýna, að jafnaðarmenn muni fá yfír 40% atkvæða en helsti keppinautur þeirra, Sósíaldemókrataflpkkurinn, um 30%. I Portúgal og á Italíu eru sósíaldemókrataflokkar, sem svo heita, hægriflokkar. Verði niðurstað- an þessi í kosningunum geta jafnað- armenn gert sér vonir um þingmeiri- hluta. „Sigur jafnaðarmanna er alveg ör- uggur. Það eina, sem ekki er víst, er hve stór hann verður,“ segir Sergio Figueiredo, ritstjóri dagblaðsins Di- arío Economico. Góður gangur á flestum sviðum Sósíaldemókrataflokkurinn, sem fór með stjórn mála í Portúgal frá 1985 til 1995, er enn að sleikja sárin eftir ósigur í öllum kosningum að undanförnu, Evrópuþings-, forseta-, sveitarstjórnar- og þingkosningum, en jafnaðarmenn njóta aftur á móti velgengninnar í portúgölsku þjóðlífi síðustu árin. Fyiir það fyrsta tókst stjórninni öllum á óvart að uppfylla skilyi-ðin fyrir aðild að Evrópska myntbanda- laginu og heimssýningin í Lissabon, Expo 98, þótti takast vel. Ekki lækk- aði brúnin á Portúgölum er rithöf- undurinn Jose Saramago fékk bók- menntaverðlaun Nóbels og síðast en ekki síst er bjart framundan í efna- hagsmálunum. Búist er við, að hag- vöxtur verði 3,3% á þessu ári, nokkru meiri en í Evrópusambandsríkjunum yfirleitt, og verðbólgan er komin nið- ur í 2%. Þá er atvinnuleysið ekki nema 4,9% eða helmingur þess, sem það er að meðaltali innan ESB. Ríkisstjórnin hefur einnig aukið vinsældir sínar með framgöngunni í málefnum A-Tímors en annars snýst barátta flokkanna aðallega um hylli miðstéttarinnar. Hefur hún stækkað mikið og í takt við þá efnahagslegu velsæld, sem fylgdi inngöngu Portú- gals í ESB 1986. Kjósendur segjast hins vegar ekki sjá mikinn mun á stóru flokkunum tveimur. Báðir eru þeir mjög Evrópusinnaðir, vilja vinna að félagslegum umbótum og bæta lífskjörin. Þjóðartekjur á mann í Portúgal eru nú um það bil 70% af meðaltalinu innan ESB. 65% kjósenda ánægð með forstisráðherrann Við þessar aðstæður leika leiðtog- arnir stórt hlutverk og þar hafa jafn- aðarmenn vinninginn. 65% kjósenda eru ánægð með Antonio Guterres for- sætisráðherra en 40% með Jose Durao Barroso, íyrrverandi utanríkis- ráðherra og leiðtoga Sósíaldemókra- taflokksins. Það er helst, að finna megi stjórninni það til foráttu, að hún hefur ekki tekið á sumum gamalgrón- um vandamálum eins og t.d. heilbrigð- iskerfinu, sem er ákaflega óskilvirkt. AP Antonio Guterres forsætisráðherra og ieiðtogi jafnaðarmanna á kosn- ingafundi í Lissabon. Hann vonast eftir að fá þingmeirihluta í kosning- unum á sunnudag. Þá eru ellilaun lág, rétt rúmar 11.000 ísl. kr. á mánuði, en meðallaun í land- inu eru tæplega 50.000 kr. Þótt Sósíaldemókrataflokkui'inn sé hægriflokkur hefur hann lagt mikla áherslu á þessi atriði í kosn- ingabaráttunni og Barroso sagði ný- lega á kosningafundi, að þegar fé- lagslegt réttlæti væri annars vegar, slægi hjarta hans vinstramegin. Um helgina höldum við upp á bolludaginn...hinn síðafi! Að því tilefni getur þú keypt gómsætar * rjómabollur með ekta rjóma af öllum stærðum og gerðum í bakaríinu á Grensásvegi. Grensásvegi 26 • Opið milli 7-18 alla helgina HoElix- Reuters Bfll með Austur-Tímora fer framhjá brennandi olíubirgðastöð vestan við Dili. Talið er að andstæðingar sjálfstæðis Austur-Tímors hafi kveikt í stöðinni. Friðargæsluliðið á A-Tímor sætir gagnrýni V erst ásökun- um um að sókn- in sé of hæg Dili. Reuters. YFIRMAÐUR friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á Austur- Tímor sagði í gær að ekkert væri hæft í ásökunum um að hersveitii- hans hefðu sótt of hægt inn í landið. Hjálparstofnanir hafa kvartað yfir því að sókn friðargæsluliðsins hafi gengið of hægt og það hafi torveldað þeim að koma hundruð- um þúsunda flóttamanna til hjálp- ar. „Eg hef heyrt þennan bænasöng aftur og aftur,“ sagði Peter Os- grove, yfirmaður friðargæsluliðsins. „Þetta er þvaður. Friðargæsluliðar okkar fai’a mjög hratt.“ Astrali komst naumlega lífs af Tveir vígamenn úr röðum and- stæðinga sjálfstæðis Austur-Tímors biðu bana í átökum við hermenn friðargæsluliðsins í bænum Suai í suðvesturhluta landsins í fyrradag. Vígamennirnir sátu um herbíla sem höfðu verið notaðfr til að flytja fé- laga þeirra úr fangelsi. Astralskur hermaður varð fyrir skoti í hálsinn í umsátrinu og læknir sem hiúði að honum sagði að hann hefði verið „ótrúlega nálægt því að deyja“; aðeins hefði munað nokkrum millímetrum að byssukúl- an hefði orðið honum að bana. Hermaðurinn og annar særður Astrali voru fluttir á sjúkrahús í Astralíu. Osgrove ræddi í gær við Carlos Belo biskup, handhafa friðarverð- launa Nóbels, sem sneri aftur til heimalandsins daginn áður. Belo kvaðst hafa mestar áhyggjur af spennunni í suðvesturhlutanum, einkum í grennd við Suai. Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, sagði í gær að stjórn landsins myndi ekki leyfa austur- tímorsku vígahópunum að nota Vestur-Tímor „sem griðastað til að gera árásir á Austur-Tímor“. Hann bætti hins vegar við að stjómin gæti ekki haft hemil á þeim víga- mönnum sem eru enn á Austur- Tímor. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðust í gær hafa miklar áhyggjur af áformum Indónesíustjórnar um að flytja austur-tímorska flóttamenn á Vest- ur-Tímor til annarra svæða í Indónesíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.