Morgunblaðið - 04.11.1999, Page 16

Morgunblaðið - 04.11.1999, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kórsöngur, kökur og kertaljós SAMKÓR Svarfdæla heldur söng- skemmtun í Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit föstudagskvöldið 5. nóvember og hefst hún kl. 21. Kórinn, undir stjórn Rósu Krist- ínar Baldursdóttur, hefur á ferli sínum farið nokkuð óhefðbundnar leiðir í lagavali og flutningi. A efn- isskránni að þessu sinni er ein- göngu norræn tónlist. Þar gefur að heyra norræn þjóðlög og vísur frá Norðurlöndum í nýstárlegum kórútsetningum, djassskotin ís- lensk dægurlög eftir Sigfús, Jón Múla og fleiri og sjómannalög bæði íslensk og skandinavísk. Undirleik annast Daníel Þorsteinsson píanó- leikari og snarstefjar af fingrum fram ef svo ber undir. í nokkrum lögum syngur Þórarinn Hjartarson með kórnum en aðrir einsöngvarar eru Guðrún Lárusdóttir, Svana Halldórsdóttir, Jóhann Daníelsson, Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörieifur Hjartarson. Æfingar hafnar á jóla- leikritinu Formaður ÍTA um bókun fulltrúa L-lista og Framsóknarflokks í vikunni Þessi vinnubrögð eru þeim ekki til sæmdar ÞÓRARINN B. Jónsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks og for- maður Iþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, sagðist standa við þau orð sín að bókun Nóa Björnssonar, fulltrúa L-lista, og Þórarins E. Sveinssonar, fulltrúa Framsóknar- flokks í ITA, sem þeir lögðu fram á fundi ráðsins 12. október sl., hefði verið þeim til minnkunar. Þórarinn lét þau orð falla á fundi bæjar- stjórnar 19. október, þar sem fund- argerð ÍTA var til umfjöllunar. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær, lögðu Nói og Þórarinn fram aðra bókun á fundi ÍTA í fyrradag vegna ummæla formanns ITA í bæjarstjórn. Nói og Þórarinn sökuðu formann ITA um að ráðast að þeim með „skítkasti" þar sem þeir voru ekki á staðnum til að svara fyrir sig, um leið og hann væri að fela innan flokks vandamál og sárindi. „Þessir menn sem eiga að vera að vinna íþróttahreyfingunni og Akur- eyrabæ gagn og til þess kosnir í ráðið, eiga að einblína á það en ekki að vera með skítkast á mig sem for- mann ráðsins eða bæjarstjóra. Þessi vinnubrögð eru þeim ekki til sæmdar. Og sú skoðun mín að bók- un þeirra í ITA12. október hafi ver- ið þeim til minnkunar hefur síður en svo breyst," sagði Þórarinn B. Jóns- son. Hann sagði að eining innan meirihlutans og innan bæjannála- flokks Sjálfstæðisflokksins gæti ekki verið meiri. „Við erum öll að vinna okkar vinnu af fullum heilind- um og með virðingu hvert fyrh- öðru.“ Bæjarstjóri þarf ekkert leyfi Mál þetta kom upp eftir að Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri ræddi við formenn íþróttafélaganna Þórs og KA fyrir skömmu, um það á hvem hátt væri hægt að lyfta íþróttamálum á Akureyri upp á hærra plan og hugsanlega senda meistaraflokka félaganna sameigin- lega til keppni. Þórarinn B. sagði að bæjarstjóri hefði kynnt þær hug- myndir sínar á fundi með bæjarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins og að sér hefði þvi verið fullkunnugt um þær fyrir fundinn með formönnum félag- anna. „Bæjarstjóri þarf ekkert leyfi hjá Nóa eða Þórarni til að ræða við formenn Þórs og KA. Þeim kemur það bara ekkert við. Hann er bara að vinna sína vinnu sem bæjar- stjóri og gerir það alveg ágætlega að mínu mati.“ Nói og Þórarinn spurðu bæjar- stjóra í bókun sinni 12. október m.a. að því hvort það væri vilji meirihluta bæjarstjórnar að knýja félögin til samstarfs, eða hvort fé- lögunum yrði refsað ef ekki yrði af samstarfi þeirra. Einnig var spurt um frekari fjár- veitingar til ÍTA og reksturs íþróttafélaganna. Þá var bæjar- stjóri spurður að því hvort fyrir- spurn bæjarstjóra boðaði það að hætta ætti að hafa samráð við ÍTA og ÍBA um málefni íþróttahreyf- ingarinnar og að þeim ætti hér eft- ir að sinna beint frá skrifstofu bæj- arstjóra. I bókun Nóa og Þórarins sem lögð var fram á fundi ITA á mánu- dag er formaður ráðsins einnig spurður að því af hverju ekki hefði verið hægt að svara spurningum þeirra frá fundinum 12. október á málefnalegan hátt og hvað það hefði verið sem fór svona fyrir brjóstið á honum. Formaður ITA sagðist hafa svarað þeim á mál- efnalegan hátt á fundinum og farið þar í gegnum þá umræðu. Hvetur mig ekki til mikils samráðs „Bæjarstjóri mætti á fund ráðs- ins 12. október og svaraði spurn- ingum Nóa og Þórarins en þeir vildu ekki láta þar við sitja, heldur heimtuðu bókun til að geta bullað áfram með málið. Með því eru þeir ekki að vinna að heill íþróttamál- anna en í staðinn komnir með pólítískan skæting inn í ráðið. Það fór fyrir brjóstið á mér, enda eng- um til góðs. Menn hafa tillögurétt og málfrelsi á fundum ÍTA en það er ætlast til að slíkar bókanir þjóni tilgangi málaflokksins.“ Þórarinn B. sagði að þetta upp- hlaup Nóa og Þórarins ætti eftir að hafa áhrif á starfíð innan ITA og að það væri geymt en ekki gleymt. „En þetta hvetur mig ekki til mik- ils samráðs við þessa tvo einstak- linga að sinni.“ ÆFINGAR eru hafnar á jólaleik- riti Leikfélags Akureyrar, en það heitir Blessuð jólin og er eftir Arnniund Backman. Þetta er bráðfyndið gamanleik- rit með mörgum kostulegum per- sónum og er ætlað allri fjölskyld- unni. Leikritið hefst á einum mesta annatima flestra fjölskyldna á íslandi, kl. 17. á aðfangadag. Hcimilisfólkið reynir að gera allt tilbúið áður en klukkau verður sex og gestirnir koma. Margar spaugi- legar uppákomur verða til þess að ekki fer allt eins og ætlað var. Leikarar eru Aðalsteinn Berg- dal, Anna Gunndís Guðmundsdótt- ir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Tryggvason, Saga Jónsdóttir, Sunna Borg, Vilhjálmur Berg- mann Bragason, Þráinn Karlsson og Þórhallur Guðmundsson. Leiksljóri er Hlín Agnarsdóttir, leikmynd og búninga gerir Hlín Gunnarsdóttir og Ijósahönnun Ingvar Bjömsson. Frumsýning er áætluð 17. des- ember næstkomandi og er það nýjung hjá Leikfélagi Akureyrar að bjóða upp á leiksýningu á þess- um tíma. Myndin er tekin af leikhópnum og starfsfólki leikfélagsins þegar samlestur á verkinu hófst. Akureyrarbær Skipulagsdeild Skipulag og uppbygging miðborga Skipulagsdeild Akureyrar boðar til almenns fræðslufundar um málefni miðbæja laugardaginn 6. nóvember næstkomandi kl. 14.00 á Fosshótel KEA, Akureyri. Dagskrá: ★ Skipulag og uppbygging miðborga: Richard Abrams og James Morrisey, Bernard Engle Architects and Planners, Bretlandi, ráðgjaf- ar Reykjavíkurborgar um þróunaráætlun miðborgarinnar. ★ Þróunaráætlun fyrir miðborg Reykjavíkur: Ingibjörg R. Guðlaugs- dóttir og Jóhannes S. Kjarval.'starfsmenn Borgarskipulags Reykja- víkur. ★ Kynning þróunaráætlununarinnar: Anna Margrét Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri þróunaráætlunar miðborgarinnar. ★ Fyrirspurnir, umræður. Þeir sem áhuga hafa á málefnum miðbæjarins og þróunarkostum hans eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn. Skipulagsstjóri Akureyrar. Þór sigraði á haustmóti Skákfelags Akureyrar ÞÓR Valtýsson sigraði örugglega í opnum flokki á Haustmóti Skákfé- lags Akureyrar sem lauk um síð- ustu helgi, fékk 6 vinninga af 7. í öðru sæti varð Sigurður Ei- ríksson með 5 vinninga og Ey- mundur Eymundsson varð þriðji með 4Vz vinning. Stefán Bergsson vann í ung- lingaflokki, fékk 6/2 vinning af 7, Hjálmar Freyr Valdimarsson varð í öðru sæti með 5 vinninga og Jó- hann Rolfsson varð í þriðja sæti með 4 vinninga. Siguróli Magni Sigurðsson varð hlutskarpastur í drengjaflokki, fékk 5 vinninga af 7, Agúst Bragi Bjömsson fékk 4 vinninga og lenti í öðru sæti og Þorvaldur Snæ- björnsson var í þriðja sæti einnig með 4 vinninga, en aukakeppni þurfti til að skera úr um úrslit í öðm til fjórða sæti. Jón Heiðar Sigurðsson sigraði í barnaflokki, fékk 3 vinninga, og Eyþór Gylfason varð annar. Þá er einnig nýlokið hausthrað- skákmóti félagsins og varð Smári Ólafsson í fyrsta sæti með 16 vinn- inga af 17, Ólafur Kristjánsson fékk 15!4 vinning og Sigurður Ei- ríksson varð þriðji með 14 vinn- inga. Af öðrum úrslitum má nefna að Sigurður Eiriksson sigraði í tíu mínútna októbermóti félagsins 45 ára og eldri, Þór Valtýsson varð annar, báðir fengu 5Vz vinning en Þór varð lægri að stigum, og Sveinbjörn Sigurðsson varð í þriðja sæti. Ólafur Kristjánsson sigraði í tíu mínútna októbermót- inu, fékk fullt hús stiga eða 7 af 7 mögulegum. Þrjú mdt um helgina Um helgina verða þrjú mót hjá Skákfélagi Akureyrar. Fimmtán mínútna mót verður á föstudags- kvöld, 5. nóvember, kl. 20. Haust- hraðskákmót í unglinga-, drengja- og barnaflokki á laugardag kl. 13.30 og er keppnisgjald 200 krón- ur og þá verður mót fyrir 45 ára og eldri á sunnudag kl. 14. Teflt er í Skipagötu 18, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.