Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 23 Morgunblaðið/Sverrir Astand verðmerkinga í sýningargluggum hefur versnað til muna á einu ári bæði á Laugavegi og í Kringlunni. Verslanir í Kringlunni 47% með óverðmerkt í sýningar- gluggum Ástandið versnað mikið frá því í fyrra í SÍÐUSTU viku var næstum helmingur sýningarglugga versl- ana í Kringlunni með óverðmerkt- ar vörur eða 47%. Astandið var að- eins skárra við Laugaveg en þar voru 36% sýningarglugga ekki með verðmerktar vörur til sýnis. Þetta kom fram þegar haft var samband við Samkeppnisstofnun vegna verðmerkinga í verslunum en lesendur höfðu komið með ábendingar um að verðmerkingum væri verulega ábótavant. Könnunin sem gerð var á vegum Samkeppnisstofnunar í síðustu viku sýnir að ástandið hefur versn- að frá því í fyrra. Kristín Færseth deildarstjóri hjá Samkeppnisstofn- un segir að til samanburðar megi geta þess að í desember í fyrra voru 28% verslana í Kringlunni með óverðmerkt í sýningarglugg- um og 26% á Laugavegi. Astandið hefur því versnað til muna á einu ári bæði á Laugavegi og í Kringl- unni. Þegar Kristín er spurð hvernig Samkeppnisstofnun hyggist bregðast við þessari þróun segir hún að að venju afhendi starfsfólk stofnunarinnar verslunareigend- um reglurnar en það gefi augaleið að þessi þróun gangi ekki og bregðast þurfi við með hertari að- gerðum. „A vegum viðskiptaráðu- neytisins er nú unnið að endur- skoðun samkeppnislaga og von- andi leiðir þessi endurskoðun til þess að stofnunin fái ríkari heim- íldir til að snúa þessari þróun við.“ Verðmerkingum verður kippt í lag Sigurþór Gunnlaugsson mark- aðsstjóri Kringlunnar segir að hver kaupmaður beri ábyrgð á sinni verslun en hann segir að ít- rekað verði við kaupmenn að þeir fylgi settum reglum með verð- merkingar. Hann telur að hluti skýringarinnar á því hversu illa er verðmerkt í sýningargluggum sé að margir kaupmenn hafi verið að opna verslanir í Kringlunni og þeir séu einfaldlega ekki búnir að koma þessum málum í lag. Þá segir hann líka að margir kaupmenn í eldri hluta Kringlunnar hafí verið að færa sig um set og eigi eftir að verðmerkja í gluggum sínum. Ég tel fullvíst að þessu verði kippt í lag á næstu dögum.“ '00 Stekkjanlaur kom tyntur, | stinnur rim og Iri.. Slúfur hit sá, stubburinn sc , Pottaskefílt I kuldastrá- ÍSIAND ISiAND Níundi var Bjúgnaknekir, brögöóttur og snar~ ISIAND ÍSLAND 13 jólasveinafrímerki Útgáfa jólafrímerkja hefur aldrei verið eins viðamikil og í ár. í dag koma út 13 mismunandi frímerki með íslensku jólasveinunum. Á þeim eru jólasveinarnir færðir í sinn upprunalega íslenska búning í samræmi við niðurstöður í hugmyndasamkeppni Þjóðminjasafnsins um útlit þeirra og klæðnað. Einnig var tekið mið af þeirri mynd sem skáldið Jóhannes úr Kötlum dró upp af þeim í jólasveina- kvæðum sínum í bókinni Jólin koma frá 1932 en í ár eru einmitt 100 ár frá fæðingu skáldsins. POSTURINN - m£^jóUuireúuxkup^ðjuy !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.