Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ________________________________ERLENT__________________ Fundur leiðtoga fsraela og Palestínumanna með Bill Clinton í Ósló Lofuðu að hefja friðarvið- ræður „af miklum krafti“ Jenísalcm. Reuters. LEIÐTOGAR ísraela og Palestínu- manna samþykktu á fundinum með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Ósló í fyrradag að hefja samninga- viðræður af miklum krafti um var- anlegan friðarsamning, að sögn að- stoðarmanns Ehuds Baraks, for- sætisráðherra Israels, í gær. „Mestu máli skiptir að Palestínu- menn og Israelar voru sammála um að nauðsynlegt væri að halda við- ræðunum áfram af miklum krafti,“ sagði Danny Yatom, aðstoðarmaður Baraks, í útvarpsviðtali. „Allt þetta verður með góðri aðstoð Bandaríkj- anna, ef og þegar þörf krefur." Viðræðurnar eiga að hefjast á mánudaginn kemur. Leiðtogarnir hafa sett sér að ná bráðabirgðasam- komulagi fyrir miðjan febrúar um meginatriði varanlegs friðarsamn- ings sem á að undirrita í september á næsta ári. Leiðtogarnir hétu því að gera allt sem þeir gætu til að tryggja að hægt yrði að standa við þessi tímamörk. „Þetta verður mjög erf!tt“ í komandi samningaviðræðum verður tekist á um mörg torleyst deilumál, svo sem framtíðarstöðu palestínsku sjálfstjómarsvæðanna, framtíð Jerúsalemborgar, byggðir gyðinga á hemumdu svæðunum, Ap Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Ehud Barak, forsætisráðherra fsraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ganga út úr bandaríska sendiráðinu í Osló eftir fund þeirra á þriðjudag. málefni palestínskra flóttamanna, landamæri og vatnsréttindi. Clinton sagði eftir leiðtogafund- inn í Ósló að líkurnar á því að samningaviðræðurnar bæm árang- ur hefðu „stóraukist". Hann varað- ist þó að gera of lítið úr þeim hindr- unum sem samningamennimir þurfa að yfirstíga á næstu vikum. „Þetta verður mjög erfitt," sagði hann. Israelskir embættismenn tóku í sama streng og sögðu að reynslan af fyrri samningum þjóðanna sýndi að vandamálin myndu aðeins aukast eftir því sem líður á samningavið- ræðumar. Barak ávarpaði í gær ísraelska nemendur, sem eiga í vændum að verða kvaddir í herinn, og sagði að fundurinn í Ósló hefði einkum snú- ist um framtíð þeirra. „Markmið okkar með því að koma á friði er í raun að öll ungmenni í Israel geti lifað hamingjusömu lífi, án þess að þurfa að hafa of miklar áhyggjur af öryggi landsins," sagði hann. Annar Ieiðtogafundur hugsanlegur Clinton gaf til kynna að hugsan- lega yrði efnt til nýs leiðtogafund- ar, ef til vill í líkingu við fundinn I Camp David í Bandaríkjunum sem leiddi til friðarsamnings Israela og Egypta árið 1979. Aðstoðarmaður Baraks sagði að Israelar og Palest- ínumenn léðu máls á þeirri hug- mynd. „I lok janúar eða í byrjun febrúar þurfum við að ákveða hvort þörf sé á öðrum fundi leið- toganna þriggja, í samræmi við að- stæður og gang viðræðnanna,“ sagði Yatom. Lofuðu að forðast ögrandi yfirlýsingar Clinton sagði að Barak og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefðu „samþykkt að reyna af fremsta megni að forðast opinberar yfirlýsingar eða aðgerðir sem gætu valdið viðsemjandanum miklum erf- iðleikum á næstu 100 dögum“. Barak reitti þó Palestínumenn til reiði með því að hafna þeirri kröfu Arafats að byggðir gyðinga á hemumdu pvæðunum yrðu ekki stækkaðar. Israelum gramdist hins vegar að Arafat skyldi vekja máls á deilunni um Jerúsalem, flóttafólkið og byggðir gyðinga í minningarorð- um um Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra Israels, sem vai’ myrtur eftir að hafa hafið friðaryið- ræður við Palestínumenn í Ósló 1993. Gyðingar á hemumdu svæðunum sögðust ekki ætla að auðvelda Barak að semja við Arafat um byggðir þeirra. Þeir sögðu að ekk- ert væri hæft í fréttum fjölmiðla um að leiðtogar gyðingabyggðanna hefðu samþykkt að fjarlægja nokkr- ar útvarðarstöðvar á hernumdu svæðunum áður en samningavið- ræðurnar hefjast. í málamiðlunar- samkomulagi, sem stjóm Baraks náði nýlega við leiðtoga gyðinga- byggðanna, voru gyðingarnir hvatt- ir til þess að fjarlægja 12 útvarðar- stöðvar af 42 sem stjómin héfur ekki heimilað. Aukakosningar í öruggu vígi breska íhaldsflokksins í London síðar í mánuðinum Komu Portillos beðið með eftirvæntingu London. Reuters, Daily Telegraph. Reuters Michael Portillo á blaðamannafundi eftir að hann hafði verið útnefndur frambjóðandi Ihaldsflokks- ins í aukakosningum í Kensington og Chelsea. MICHAEL Portillo var í fyrra- kvöld útnefndur frambjóðandi íhaldsflokksins í ömggu kjördæmi í London en aukakosningar verða þar síðar í mánuðinum. Hét hann í gær að sýna William Hague, leið- toga flokksins, fulla hollustu en margir telja samt, að hann geti orðið honum skeinuhættur síðar. Portillo missti þingsæti sitt í kosningunum 1997 en nú hefur hann verið valinn frambjóðandi í kjördæmingu Kensington og V erkamannaflokk- urinn kvíðinn en vonar að Portillo muni grafa undan Hague Chelsea, öruggu vígi Ihalds- flokksins. Vegna andláts Alan Cl- arks, þingmanns kjördæmisins, verður efnt til aukakosninga þar 25. þ.m. Oft hefur verið litið á Portillo sem merkisbera hægristefnunnar í íhaldsflokknum og hann er ákafur aðdáandi Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra, og stefnumála hennar. Hefur hann jafnan haldið þeim hátt á loft og seint á síðasta kjörtímabili var hann orðinn mikið efth’læti hægrimanna í flokknum fyrir Evrópufjandsam- lega afstöðu sína og aðrar yfirlýs- ingar í anda Thateher. Virtist þá sem vegur hans til valda yrði breið- ur og beinn en kosningamar 1997 settu strik í reikninginn. Þann tíma, sem síðan er liðinn, hefur hann not- að til að gefa af sér dálítið aðra mynd og leggur nú meiri áherslu en áður á umburðarlyndi og umhyggju fyrir samborgurunum. Hinn nýi Portillo Sem dæmi um þetta má nefna, að í ágúst sl. vann Portillo í þrjá daga sem ólaunaður dyravörður á sjúkrahúsi í London og að því loknu hrósaði hann starfsfólki heil- brigðisþjónustunnar á hvert reipi. Voru þeim ummælum hans gerð góð skil í fjölmiðlum. „Það er svo margt, sem gefur lífinu gildi, annað en að græða peninga," sagði Portillo á landsfundi Ihaldsflokks- ins fyrir skömmu. Rétt áður en Portillo tilkynnti, að hann vildi reyna að tryggja sér þingsæti á ný, viðurkenndi hann, að sem ungur maður hefði hann tekið þátt í og upplifað kynlífs- reynslu samkynhneigðra. Var ekki vitað hvernig væntanlegir kjósend- ur hans, sem eru flestir mjög íhaldssamt fólk, myndu taka þessu en það varð honum þó ekki neinn fjötur um fót þegar á reyndi. Portillo lýsti því yfir er hann hafði verið útnefndur frambjóðandi flokksins í aukakosningunum síðar í mánuðinum, að hann myndi sýna Hague fullkomna hollustu. Sagði hann, að þeir væru „sem einn mað- ur“ í Evrópumálunum. Haft er eftir heimildum innan íhaldsflokksins, að Hague hyggist láta Portillo fá valdamikið embætti í skuggaráðu- neyti flokksins fljótlega og örugg- lega löngu áður en kemur til næstu kosninga eftir hált annað ár. Þykir ekki ólíklegt, að hann verði valinn formaður flokksins, sem er annað embætti en sjáft leiðtogaembættið. Michael Denzil Xavier Portillo er fæddur í London 1953. Er móðir hans af skoskum ættum en faðir hans spænskur vinstrisinni, sem flýði Spán á fjórða áratugnum vegna borgarastyrjaldarinnar. Var Portillo aðeins barn að aldri er hann vakti fyrst athygli á sér fyrir góða frammistöðu í auglýsingum Og í skóla þótti hann frábær náms- maður og hliðhollur Verkamanna- flokknum. A námsárunum í Cambridge snerist hann til hægii og gekk til liðs við íhaldsflokkinn. Setja Bretar spænska nafnið fyrir sig? Að námi loknu stundaði hann við- skipti í eitt ár en leiddist þau að sögn og fór til starfa í höfúðstöðvum íhaldsflokksins. Var hann aðstoðar- maður Thatcher í hinum sögulegu kosningum 1979 en þær voru upphafið að 18 ára langri valdatíð íhalds- manna. Hann var kjörinn á þing 1984 og 1992 varð hann næstráðandi í fjár- málaráðuneytinu. 1994 varð hann at- vinnumálaráðherra og ári síðar vamar- málaráðherra. „Ég vil verða for- sætisráðherra en ég verð það aldrei vegna þess, að ég heiti Portillo," sagði hann einu sinni í hópi gamalla skólafélaga sinna. Þótt heita megi öruggt, að Portillo sigri í kosningunum 25. þ.m. þá verður slagurinn vafalaust mjög harður. Verkamannaflokkur- inn og Frjálslyndi demókrataflokk- urinn munu leggjast á eitt gegn honum og trúlega munu ýmsir tals- menn samkynhneigðra blanda sér í baráttuna. Saka þeir Portillo um hræsni og segja, að hann hafi lifað sem samkynhneigður lengur en hann vilji vera láta. Kvíðablandin eftirvænting Verkamannaflokkurinn óttast líka Portillo. Hann hefur nefnilega það, sem margan stjórnmálamanninn skortir, mikla persónutöfra. Þá dást líka margir verkamannaflokksmenn að því hvemig Portilio tók ósigrin- um 1997 og hvernig honum hefrn’ tekist að breyta ímynd sinni síðan. Verkamannaflokkurinn bíður þó líka dálítið spenntur eftir komu Portillos og þá í þeirri von, að hann muni koma til með að grafa undan Hague. Portillo veit hins vegar, að það getur reynst honum dýi’keypt að ögra leiðtoganum. Það verðui’ því vel fylgst með Portillo á þingi og ekki síst vegna þess, að þótt hann sé mörgum góðum kostum búinn, þá hefur hann einn Akkillesarhæl, sem er fljótfærni og dómgreindarleysi. Digranesvegur - Kóp. - Sérhæð Vorum að fá í sölu glæsi- lega 124 fm sérhæð á jarðhæð í nýlegu þríbýli. Frábær staðsetning - stutt í alla þjónustu. Þrjú stór herbergi, parket á öllum gólfum, glæsilegt baðherbergi, flísalagt f hólf og góif. Timbursól- pallur, frábært suður- útsýni, Ákveðin sala. Áhv. 4,9 m. Verð 12,7 millj. NÝBÝLAVEGI 14, KÓPAVOGI, S 564 1400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.