Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 31 ERLENT Flugslysið undan strönd Bandaríkj anna Skall heil á haffletinum á hljóðhraða Washington.AP. RANNSOKN á ratsjárupptökum af hinstu mínútunum í flugi egypsku farþegaþotunnar, sem fórst undan austurströnd Banda- ríkjanna, bendir til þess að hún hafi nánast náð hljóðhraða og ver- ið í heilu lagi er hún skall á haf- fletinum og splundraðist. Sér- fræðingar í rannsóknum flugslysa vita enn ekki hvað gerðist en vís- bendingin um að þotan hafi skyndilega tekið steypidýfu úr 33.000 feta farflugshæð gefur fjölda kenninga byr undir báða vængi, m.a. að eitthvað hafi komið fyrir ílugmennina. „Flugvél steypist ekki af himnum úr þess- ari hæð nema eitthvað gerist," sagði Billie Vincent, fyrrverandi öryggismálastjóri hjá bandarísku flugmálastjórninni (FAA). Að sögn Jims Hall, forstjóra Oryggisnefndar samgöngumála (NTSB), var Boeing-767 þota EgyptAir i farflugi í 33.000 feta hæð er hún lækkaði skyndilega flugið í beinni línu áfram niður í 16.700 fet á innan við 40 sekúnd- um. Nemur lækkunin um 16.300 fetum á þeim tíma. Náði þotan á þessu tímabili 1104 km/klst. flughraða miðað við jörð. Eftir það sveigði þotan rólega til hægri í rúmar 37 sekúndur áður en hún hvarf af ratsjám um það bil 104 kílómetra suðaustur af Nant- ucket-eyju í Massachusetts. Ed Crawley, yfirmaður flug- og geimferðadeildar tækniháskóla Massachusetts (MIT), segir að þegar tekið sé tillit til lækkunar þotunnar og hraða hennar yfir jörð jafngildi það því að hún hafi steypst til jarðar á 1190 km/klst hraða eða sem nemur 97% af hljóðhraða. „Farþegum hefur lið- ið eins og þeir væru að fara hratt og bratt niður í rússibana eða mjög bratta skíðabrekku," sagði Crawley. Brak úr þotunni þykir benda til þess að hún hafi skollið á hafflet- inum af miklu afli og því verið mjög heilleg allt til þess. Ættingj- um þeirra sem fórust hefur verið sagt að búast ekki við að heilleg lík finnist. Þegar júmbóþota TWA sprakk undan austurströndinni í júlí 1996 rifnaði hún í sundur í 13 þúsund feta hæð. Mörg líkanna sem fund- ust voru tiltölulega heilleg sem búast mátti við þar sem fólk í frjálsu falli fellur ekki hraðar til jarðar en með 200 km/klst. vegna vindmótstöðu. Vegna straumlínulags flugvélar getur hún lækkað mun hraðar fyrir vélarafli. „Heilleg flugvél sem steypist til jarðar fyrir vélar- afli myndi splundrast miklu meira en flugvél sem springur í hæð og fellur í hlutum til jarðar í frjálsu falli,“ segir Bill Hendricks, fjTr- verandi yfírmaður stórslysarann- sókna hjá NTSB. Samlíking við SilkAir-slysið Tvö fyrri flugslys kynnu að varpa ljósi á það hvers vegna þota EgyptAir steyptist til jarðar. I desember 1987 stakkst þota frá Pacifíc Southwest-flugfélaginu til jarðar 280 km norðvestur af Los Angeles eftir að vopnaður maður myrti flugmennina. Allir sem um borð voru, 43 manns, fórust. í desember 1997 stakkst þota SilkAir til jarðar á rúmlega hljóðhraða á Súmötru, á leið frá Jakarta til Singapore, með þeim afleiðingum að 104 manns biðu bana. Rannsókn þess slyss er enn ólokið en nokkrum dögum áður keypti aðstoðarflugmaðurinn líftryggingu upp á milljónir doll- ara. Talið er að hann hafi viljað stytta sér aldur og því steypt vél- inni til jarðar. „I báðum tilvikum stingast vélarnar nánast heilar og óhindraðar í jörðina þar sem stýr- unum er stefnt beint niður,“ sagði Billie Vincent. Meira úrval - betrikaup NUDDSÁPAN SEM STINNIR OG GRENNIR LÍKAMANN Éh eilsuhúsið KYNNING HEILSUHÚSINU SKÓI AVÖKUUSTÍG f DAG KL, 13 - 17, Á SAMA TÍMA í KRINGLUNN! FÖSTUPAG OG í SMÁRANUM LAUGARDAG, Ef þú kaupir Bogense sápuna færðu kaupauka og ef þú kaupir Bogense sápuna og Bogense pilluna saman þá færðu 20% afslátt og kaupauka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.