Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónlistarmaðurinn Skúli Sverrisson til liðs við g;jörningalistamanninn Laurie Anderson Upplýsingar og skráning í síma Sálfræðistöðvar- innar 562 3075 milli kl. 11 oa 12 /fax 552 1110 Stóri hvíti hvalurinn gerir vart við sig áný Ncw York. Morgunblaðið TÓNLISTARMAÐURINN Skúli Sverrisson tekur þátt í flutningi á nýju verki gjörningalistamannsins Laurie Anderson, marg- miðlunaróperunni Söngvar og sögur af Moby Dick. Þetta er eitt stærsta verk Laurie Anderson til þessa og í fyrsta sinn sem fleiri Iistamenn koma að flutningnum ásamt henni. Skúli vinnur hljóðút- setningar ásamt höfundi auk þess sem hann leikur á bassa í verkinu sem flutt var um tveggja vikna skeið í byrjun mánaðarins í Brook- lyn Academie of Music í New York. í gagnrýni The New York Times, segir Bemard Holland, Ieik Skúla vera „hjartslátt sýningar- innar“. Söngvar og sögur af Moby Dick hefur lengi verið í smíðum en verkið var fmmflutt í Dallas í vor áður en það var svo flutt í New York í októbermánuði í styttri og breyttri mynd. Um þessar mundir standa yfir sýningar verksins á vesturströnd Bandaríkjanna, í Los Angeles og San Fransisco, og það- an er förinni heitið til Evrópu þar sem verkið verður flutt bæði í Frakklandi og á Italíu á næstu tveimur mánuðum. Þá em fyrir- hugaðar upptökur á geisladiski með tónlistinni í verkinu undir umsjón Skúla. Laurie Anderson spinnur saman tónlist, myndlist og leiklist í gjöm- ingum sinum á sviði. Rafræn fiðla er kennimerki sem fylgt hefur Laurie allt frá upphafi ferilsins í lok 7. áratugarins þegar verk hennar fóm fyrst að vekja athygli í New York. Gjömingamir hafa vaxið að umgangi en hennar Á flestum vinnustöðum þurfa stjórnendur/- starfsmenn að takast á við flókin samstarfsmál og jafnvel fást við áreitni og yfirgang í starfi. Flestum finnst erfitt að taka á slíkum erfiðum og oft viðkvæmum málum. Fyrir hverja. stjórnendur, yfirmenn, trúnaðarmenn og aðra sem í starfi sínu þurfa að takast á við sam- skipti og samstarfsvanda. Kennar verða aðferðir/samskiptalíkan til að þátttakandinn geti betur áttað sig á hvaða viðbrögð hann þarf að styrkja til að valda hlutverki sínu sem best og hvaða viðbrögð getur þurft að minnka til að komast hjá ágreiningi, óánægju og deilum. Leiðbeinendur og höfundar eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. MorgunblaðiðAVilliam Struhs Frá flutningi verksins í Brooklyn Academie of Music í október. Söngvar og sögur af Moby Dick verða á ferð um Bandaríkin, Ítalíu og Frakkland næstu tvo mánuði. NY SAMKEPPNI UM ÍSLENSKU BARNABÓKAVERÐLAUNIN 300 þúsund króna verðlaun í boði fvrir besta handritið! Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú enn á ný til verðlaunasamkeppni þar sem auglýst er eftir handritum að sögum fyrir börn og unglinga. Dómnefnd velur besta handritið og verðlaunin nema 300.000 krónum auk venjulegra höfundarlauna fyrir bókina sem kemur út hjá Vöku-Helgafelli á haustdögum árið 2000. Skilafrestur handrita er til 1. febrúar 2000. íslensku barnabókaverðlaunin hafa á undanförnum árum greitt mörgum nýjum höfundum leið og jafnframt orðið til þess að auka úrval góðra bókmennta fyrir börn og unglinga. Stjórn Verðlaunasjóðsins hvetur jafnt þekkta sem óþekkta höfunda til þess að taka þátt í samkeppninni um íslensku barnabókaverðlaunin. Skila á útprentuðu handriti að sögunni og skal það vera a.m.k. 50 blaðsíður að lengd. Ekki er gert ráð fyrir að verð- iaunasagan verði myndskreytt. Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar skal fylgja með í umslagi. Utanáskriftin er: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Vaka-Helgafell Síðumúla 6 108 Reykjavík YAKA-HELGAFELL • Síðumúla 6 • 108 Reykjavík • Sími 550 3000 þekktasta verk til þessa er óður- inn til þjóðar sinnar, United Stat- es, sem frumflutt var árið 1980. Síðasta stóra sviðsverk hennar, The Nerve Bible, var flutt árið 1995 en Laurie vinnur jafnframt myndlistarinnsetningar í söfnum og galleríum, tónlist fyrir kvik- myndir og margmiðlunar- geisladiska svo eitthvað sé nefnt. í verkum sínum bjagar Laurie og teygir hljóð og raddir með óiíkustu aðferðum, bæði búktali og flóknum rafrænum hljóðvinn- slum sem hún hefur þróað í gegn- um árin, t.d. með búnaði á fiðlur sínar þar sem hún getur leikið hljóðritaðar upptökur texta og tóna með snertingu bogans. I óp- erunni sem byggir á sögu Melvilles af Moby Dick kynnir hún til sög- unnar nýtt hljóðfæri, „talandi staf‘, stafrænan búnað sem getur numið og leikið hljóð á mismun- andi hraða eftir því sem stafnum er sveiflað. Bandarískur harmleikur Hið ritaða og talaða orð er ekki síður mikilvægt en tónlistin í verk- um Laurie, en þá sjaldan sem nú, þegar hún ræðst í að tjá. og túlka upplifun sína á hinu fræga bók- menntaverki Moby Dick. „Það sem hreif mig svo mjög var hugmyndin um að hið óljósa og dularíúlla sem þú leitar að allt þitt líf skuli á end- anum eta þig lifandi," segir Laurie m.a. í sýningarskrá. I blaðaviðtali er haft eftir henni að í þessu nýja verki haldi hún áfram að draga fram mynd af þjóð sinni en sagan af Moby Dick sé sannkallaður bandarískur harmleikur þar sem tjallað er um völd, hamingjuieysi og bijálæði. Söngljóð, rapp og hjartsláttur hvala Verkið hefst á fiðlusólói Laurie þar sem hún gengur ákveðin fram á sviðið, lágvaxin í dökkum jakka- fötum og rauðum skóm og öldum- ar bærast á stómm skjá í bakgr- unni sviðsins. Myndræn framsetning verksins samanstend- ur af ljósmyndum og kvikmyndum ofan og neðan hafsmáls, textarun- um og litaflötum sem renna um sviðið á risavöxnum skjá á hrinu samhverfra mynda. Sjónrænt áreitið er jafn áhrifa- mikið og ögrandi tónamir. Áhorf- endur sogast inn í ógnvekjandi og dularfulla leit að stóra hvíta hvaln- um. I taktföstum 90 minútna flutn- ingi er þeyst um sögu Melvilles, eða öllu heldur vangaveltur lista- mannsins um söguna, s.s. Iíffræði hvala, hvalveiðar, goðsögur og ranghugmyndir manna um eðli hvala, raunir skipstjórans Ahams eins og þeim em gerð skil í kvik- myndum Hollywood, skírskotanir til texta biblíunnar og margvísleg- ar myndlíkingar auk þess sem listamaðurinn rekur á per- sónulegum nótum eftirgrennslan sína á hvalavísindasafninu í Lund- únum og fleiri spaugilegri hliðar á tilurð verksins. Tónlistin er í höndum Laurie og Skúla, sem stendur og stýrir bassa sfnum á sviðinu nánast frá upphafl til enda, en auk þess taka þrír leikar- ar þátt í flutningnum. Erfitt er að lýsa flæði tóna í verkinu sem spanna allt frá eftir- líkingum af bylgjuhreyfíngum ald- anna, söng og hjartslætti hvala, um fíðlu og bassaspuna, til söng- ljóða og rapplaga. Sem fyrr í verk- um sínum em hugmyndir Laurie Anderson sprottnar úr ólíkum átt- um. Þar má finna Ijóðra:nar frá- sagnir og heimspekilegar vanga- veltur um tilgang lífsins, samfélagsgagnrýni og kaldhæðna kimni í bland við rapp, rokk og ról. LEYSA & mmmrm VINNUSÁLFRÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.