Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 61 hlutverki. Um leið og við vottum dýpstu samúð okkar eiginkonu Einars Páls, Hrafnhildi Sigurgeirsdóttur, börnum þeirra þremur, Jónasi Hauki, Hrafnhildi og Helga, og öðr- um ættingjum, kveðjum við félaga okkar og vin hinstu kveðju með fá- einum hendingum úr erfiljóði eftir Matthías skáld Jochumsson: Vantarnúívinahóp, völt er lífsins glíma, þann er yndi og unað skóp oss fyrir skemmstum tíma. Nú er harpan hljóð og ein, hryggðar þrumu lostin, aðeins heyiist óma kvein eftir strenginn brostinn. Með haustinu styttir dag og myrkrið færist yfir. Við fráfall vin- ar míns og starfsfélaga, Einars Páls Jónassonar, dimmdi enn frek- ar af degi og myrkrið lagðist af enn meiri þunga á tilveru okkar. Það er dapurlegt að setjast niður og fest á blað fátækleg orð um góðan sam- starfsmann, sem nú er horfinn héð- an eftir stutta, en mjög erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Kynni mín af Einari voru löng. Við hófum störf hjá Skýrr á svipuð- um tíma fyrir um 17 árum. Eg hef starfað með honum alla tíð síðan. Ég minnist Einars sem sérlega duglegs og ósérhlífins starfsmanns. Einar var metnaðarfullur, traustur, skipulagður, samviskusamur og umfram allt góður starfsfélagi. Einari voru falin ábyrgðarmikil verkefni og hafði hann m.a. umsjón með umfangsmiklum upplýsinga- kerfum hjá Skýrr. Hann gekk fús til allra verka sem honum voru falin og leysti þau jafnan vel og sam- viskusamlega af hendi. Einar var jafnframt afar skemmtilegur starfsfélagi. Hann lá ekki á skoðun- um sínum og lét ekkert fram hjá sér fara í þeim miklu breytingum sem átt hafa sér stað hjá fyrirtæk- inu undanfarin misseri. Það var ávallt gaman að setjast niður og ræða málin með honum. Einar var rótarýfélagi í Rótarýklúbbi Kópa- vogs. Fórum við oft saman á fundi í heimaklúbbum hvor annars. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast Einari og Hrafnhildi enn betur á ferðalögum og í fögnuðum á vegum fyrirtækisins. Það voru skemmtilegar stundir og lifa áfram í minningunni. Einar lifði heilsusamlegu líferni og tamdi sér holla lífshætti. Hann sinnti áhugamálum sínum af mikl- um eldmóði og krafti. Sérstaklega er mér minnisstætt hve honum var annt um að byggja fjölskyldu sinni fallegt heimili. Fékk ég oft á tíðum frásagnir af ýmsum endurbótum og breytingum sem hann var með í gangi á húseign sinni í Hraunt- ungu. Ekki fór á milli mála að í huga Einars var fjölskyldan ávallt í fyrirrúmi. Lífið er erfitt. Það er óumflýjan- leg staðreynd. Þau skipti sem ég heimsótti hann á sjúkrahúsið var rætt um hvaða verkefni hann gæti tekið sér fyrir hendur meðan hann væri að sigrast á veikindunum og jafnframt nauðsyn þess að komast í tölvusamband við íyrirtækið svo hann gæti fylgst með því sem fram færi. Sjúkrahúsdvöl Einars var stutt, en hann missti ekki vonina. Einar vildi halda reisn sinni eins lengi og hann mögulega gat. Hrafn- hildur stóð sterk við hlið manns síns og studdi hann af alúð síðustu ævidagana. Ég minnist Einars með þakklæti fyrir samverustundirnar og mikilli eftirsjá. Ég sendi Hrafnhildi, börn- um þeirra og öðrum nánum aðstan- dendum, mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi góður guð veita ykkur styrk til að takast á við fram- tíðina. Minningin lifir um góðan dreng. J. Pálmi Hinriksson. Kveðja frá Skýrr hf. I dag kveðjum við góðan vin og samstarfsfélaga, Einar Pál Jónas- son. Það er óneitanlega höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn þegar við sjáum á eftir samstarfsfé- laga okkar til margra ára falla frá langt um aldur fram. Upp koma minningar um samstarf og sam- skipti við góðan dreng, sem gædd- ur var ríkum hæfileikum. Við finn- um til þess hve mikilvægt það er í lífinu að eignast góða vini og sam- starfsfélaga. Einar lauk tölvunarfræði við Há- skóla íslands árið 1979. Hann réðst til Skýrr sem kerfisfræðingur í október 1982 og starfaði þar óslitið til dauðadags. Einar gegndi mörg- um trúnaðarstörfum hjá Skýrr, bæði hvað varðar hönnun og smíði stórra upplýsingakerfa og yfirum- sjón með verkefnum. Hann var ráð- inn yfirkerfisfræðingur árið 1985 og í fyrstu hafði hann umsjón með upplýsingakerfum fyrir Tryggingastofnun. Hann tók þátt í að byggja upp fyrstu útgáfu af vöruhúsi gagna hjá Skýrr, var sérf- ræðingur í textaleitarkerfum og annaðist kennslu, ráðgjöf o.fl. Um tíma var hann verkefnastjóri yfir virðisaukaskattskerfi Ríkisskatt- stjóra og annaðist þjónustu við þau kerfi, auk þess að hafa umsjón um ýmsum innri upplýsingakerfum Skýrr. Er óhætt að segja að Einar hafi á 17 ára starfsferii komið nærri mörgum af stærstu og mikilvæg- ustu verkefnum fyrirtækisins á hverjum tíma. Það er mikill fengur hverju fyrir- tæki að hafa fengið að njóta starf- skrafta manns eins og Einars. Þar fóru saman bæði hæfileikar sem prýða góða og hæfa starfsmenn og ekki síður hæfileikar í mannlegum samskiptum. Við vottum eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Blessuð sé minning Einars Páls Jónassonar. Hreinn Jakobsson. Lífið er svo hverfult. Allt í einu er Einar farinn frá okkur, horfinn sjónum. Hann var athafnasamur maður, hafði lokið miklu í þessum heimi en átti líka heilmikið eftir óg- ert. Við sitjum eftir hnípin, spyrj- um spurninga sem enginn getur svarað, við söknum þessa lífsglaða manns sem var svo fullur orku og framkvæmdagleði. Glíman við krabbameinið var snörp og stóð skamma hríð. Eins og svo oft áður hafði það betur. Héðan er genginn góður maður og er haris sárt sakn- að af breiðum frændgarði og stór- um vinahópi. Hinn hæsti höfuð- smiður hefur nú kallað Einar Pál til annarra og merkari starfa og ósk- um við honum velfarnaðar á þeirri braut. Við vottum Hrafnhildi og böm- um hennar okkar dýpstu samúð og vitum að í hjarta sér munu þau geyma ljúfar minningar um yndis- legan eiginmann og föður. Hvíli hann í friði. Kalliðerkomið, kominernústundin, vina skilnaðarviðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Brynja og Kristján. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Ber- ist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur far- ið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN INGVI KRISTINSSON, frá Höfða, S-Þing., Hringbraut 92, Keflavík, andaðist laugardaginn 30. október á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju á morgun, föstudaginn 5. nóvember kl. 11.00. Elísa D. Benediktsdóttir, Hilmar Þór Karlsson, Pramuran Chaophon Krang, Kristinn Rúnar Jónsson, Lára Gylfadóttir, Þórdís Guðfinna Jónsdóttir, Gunnar Rúnar Pétursson, Gunnar Bragi Jónsson, Bogey Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar, afa og bróður, BÖÐVARS BJÖRGVINSSONAR símaverkstjóra, Jöldugróf 22, Reykjavík, sem lést af slysförum á Mývatni þriðjudaginn 26. október sl., fer fram frá Áskirkju föstu- daginn 5. nóvember kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega látið Landsbjörgu, landssam- band björgunarsveita, njóta þess. Anna Nína Stefnisdóttir, Selma Böðvarsdóttir, Styrmir Freyr Böðvarsson, Selma Kristín Böðvarsdóttir, Regína Böðvarsdóttir, Stefnir Þór Kristinsson, Þorvaldur Ægir Harðarson, Helga H. Gísladóttir, Paul H. Murphy, Sigtryggur A. Árnason, Margrét V. Friðþjófsdóttir, Guðný H. Helgadóttir, barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTURJÓNSSON, Kirkjuvegi 11, Keflavík, varð bráðkvaddur laugardaginn 23. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sveinn Kr. Pétursson, Guðrún Iðunn Jónsdóttir, Steinunn Pétursdóttir, Jenný Olga Pétursdóttir, Veigar Már Bóasson, Kristín Pétursdóttir, Antwan Spierings og barnabörn. + Bróðir okkar og mágur, JOHN SIGURÐSSON fyrrv. bankafulltrúi, Ljósvallagötu 22, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 2. nóvember. Ásthildur Sigurðardóttir, Klaus Brandt, Guðbjörg Sigurðardóttir, John H. Staples, Hanna Sigurðardóttir, Bjami Bergsson, Sigurður Sigurðsson, Álfhildur Sigurðardóttir, Brynhildur Sigurðardóttir, Þráinn Ögmundsson. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTJÁN EINAR ÞORVARÐARSON sóknarprestur er látinn. Guðrún Lára Magnúsdóttir, Tómas Arnarson, Þorvarður Kristjánsson, Kristrún Kristjánsdóttir, Ástrós Kristjánsdóttir. + Ástkær sonur okkar, SIGURGEIR STEFÁNSSON, Ytri-Neslöndum, verður jarðsunginn frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Axelsson, Kristín Sigurgeirsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINDÓR BERG GUNNARSSON, Hringbraut 50, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu daginn 5. nóvember kl. 13.30. Jóhanna Margrét Steindórsdóttir, Stefán Snorri Stefánsson, Valgeir Berg Steindórsson, Valdís Sigrún Larsdóttir, Sigrún Rósa Steindórsdóttir, Jón Þórir Jónsson, Grétar Már Steindórsson, Nanna Hákonardóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI HELGASON, Garðvangi, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju, Garði, laugardaginn 6. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.