Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 74

Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 74
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BORNUM með krabbamein og systkinum þeirra var síðastliðinn sunnudag boðið að sjá Töfratívolí sem sýnt er á íjölum Tjarnarbíós um þessar mundir. Það var Fjöl- listahópurinn Hey sem bauð börn- unum en hann er einmitt flytjandi verksins. Börnin skemmtu sér konunglega enda leikrit- ið þess eðlis að þau eru virkir þátt- takendur í sýningunni. Að sýningu lokinni voru börnin leyst út með gjöf- um frá Vífil- felli og Sól- Viking en þeir aðilar styrkja upp- setningu Töfratívolís. Þorri eignaðist marga nýja aðdáendur þótt enginn skildi hjal hans um reiðmennsku þennan dag. Fimmtud.ig 4. nov. OCULUS Austurstræti 3 Reykjavík, kl. 12-18 Föstud.iv 5. nov. SPES Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík, kl. 14-18 SILLA MAKE-UP STÚDÍÓ Fjarðargötu 13-15 Fírði, Hafnarfirði kl. 14-18 FÖRÐUNARFRÆÐÍNGUR NO NAME veitii* ráðleggingar 3 4 - 5 » 7 9 11 13 15 18 17 19 21 22 23 25 27 29 15 LearnToFly UPP umTsæti Rw Ríiters 5 1- ■- 10 Tungubrögð '4 Higher 3 The Dolphlns Cry 12 lOToTwenty 9 Out Ot Control 7 Can't Change IVIe iMe r T 8 Stlck'em Up e're In This Together Ump Bizkit Bisími Creed Uve Stone Tempie Pflots Rage flgainst The Machtne The Chemical BrotJiers Supergrass Chris Cornell Incubus QuarasM IWne Inch Nails Falling Away From Me bemt^^sætiö Korn 18 Come Alive No Distance Lett To Run 17 Open Your Eyes 311 Ellilífeyrisþeginn - p,* 9 vikur á lista 0B,,S Matis Biink 182 Hrakfallabálkurinn- flpGS niöur um 8 sæti i Bros. Rmx) PrímalScream Love Uke A Fountain lan Brown AlexGopher 24 Rottur Sóti Stjörnukisi Drottn- ingin kveður sér hljóðs ERLENDAR Ómar Friðleifsson skrifar um nýjustu plötu Mary J. Blige, Mary. MARY er heitið á nýjasta diski Mary J. Blige sem oft hefur verið nefnd drottning ryþma og blústón- listarinnar og það ekki að ástæðu- lausu. Hún hefur gefið út þrjár sól- óplötur og eina tónleikaplötu sem allar hafa náð metsölu. Mary hefur fengið mörg verðlaun fyrir söng sinn, til dæmis Grammy-verðlaunin eftirsóttu. Mary er aðeins 28 ára gömul, fædd 11. janúar 1971 í New York en flutti strax til Savannah-borgar í Georgíu-ríki og dvaldi þar til sjö ára aldurs, en þá fluttist hún til New York og ólst þar upp í hverfl sem nefnist Yonkers. Faðir hennar var djassspilari en hann fór frá fjölskyld- unni þegar Mary var fjögurra ára. Mamma hennar ól hana upp við erfiðar aðstæður í slæmu hverfl. Mary hefur lifað tímana tvenna og örið í andliti hennar sem sést svo vel á Mary-albúmi hennar hefur hún aldrei viljað tjá sig um. Á Mary semur hún í félagi við aðra 90% af öllum lögunum sem er miklu stærra hlutfall heldur en á fyrri disk- um hennar. Heims- frægt hljómlistarfólk aðstoðai- hana á plöt- unni, t.a.m. Elton John, Lauren Hill, DMX, Babyface, Eric Clapt- on, George Michael, NAS, Kc-i Haily, Aretha Franklin, Jimmy Jam, Terry Lewis, Chucky Thom- son, svo nokkrir séu nefndir. Á Mary eru 15 lög, og m.a. er dúettinn með George Michael „As“ serri varð vinsæll fyrr á árinu, en þetta lag er einnig að finna á diski sem George Michael sendi frá sér. Þetta lag kom Mary J. Blige upp á stjömuhimininn í Evrópu en mikil eftirspum er eftir tónleikum og eldri diskar hennar seljast eins og heitar lummui- í Evrópu. Önnur lög á disknum eru „Ail that I can say“, rólegt lag líkt og mörg önnur á þessari skífu Lauren Hill skrifaði og sá um upptökuna, en lagið er eitt af vinsælustu lögum Bandaríkjanna í dag. í laginu „Sexy“ fær hún aðstoð rapparans Jadakiss úr grúpunni The Lox. Eitt af þeim lögum sem á eftir að verða mjög vinsælt um heim allan er „Deep Inside“ en þetta er lagið þar sem Elton John kemur við sögu. Hann spilar á píanóið lag sem er eftir hann sjálfan „Benny And The Jets“ í töluvert breyttri útgáfu og með öðmm texta, frábært lag sem á eftir að slá í gegn á vinsældalistum. „Give Me You“ á einnig mjög góða möguleika á miklum vinsæld- um. Lagið er skrifað af söngkon- unni Diane Warren og sungið stór- kostlega af Mary J. Blige og sýnir Aretha Franklin syngur með Mary J. Blige í einu lagi að hún er í fremstu röð söngkvenna í dag. „Not Lookin" hefur sérstaka sögu á bak við sig. Þetta er lag sem fjallar um samband hennar við K-C Haily, söngvara úr Jodeci og nú KCi-And Jo Jo, en hann syngur með henni í þessu lagi. Hann syng- ur þó sinn hluta af laginu í öði-u stú- diói í öðrum landshluta. Aðspurð um þetta lag neitar Mary að það lag sé um þau, en bætir við að hún hafi ekki viljað hafa hann nálægt sér þegar lagið var tekið upp því of mikiar tilímningar séu þeirra á milli ennþá. „Your Child“ er enn eitt magnað lag sem fjallar um vinkonu hennar sem lendir í sérkennilegum aðstæðum með manni sínum. Lag sem verður stöðugt betra við hvex-ja hlustun, eins og má reyndar segja um alla plötuna. Drengimir Jimmy Jam og Terry Lewis sömdu og sáu um upptökuna á laginu „The Love I Never Had“ sem er gæðalag eins og við er að búast frá þeim. „Let No Man Put Asunder" er hins vegar ekkert annað en gamalt diskólag. I „Time“ má fínna tóna eftir Stev- ie Wonder og A1 Green, „Memor- ies“ og „Beautiful Ones“ sem Chucky Thompson sá um upptökur á, en Chucky er góður vinur Mary og hefur unnið mikið með henni í gegnum tíðina. Chucky er talin vera einn af bestu upptökumönnum RB tónlistarinnai- í dag ásamt mönnum á borð við babyface, en sá síðarnefndi sá einmitt um upptökuna á laginu „Don’t Waste your Time“ þar sem átrúnaðargoð Mary, sálardrottningin Ai'- etha Franklin, syngur með henni. Lagið „I’m in Love“ er einstak- lega ljúft. Sean Pufíy Comps, eða Puff Daddy, sagði um Mary J. Blige að hún syngi jafn vel og raun ber vitni vegna þess að hún þekkir sársauka lífsins betur en flestir. Puff Daddy kom Mary á framfæri á sínum tíma en sagt hefur verið að hann hafi gert hana háða fíkniefnum og líklega hafi hann gert henni meira ógagn en gagn. í dag segir hún þau samt vini en þó hefur hún lítið sem ekkert samband við hann. Hvort sársauki og lífsreynsla henn- ar veldur því að hún syngur af svona miklum krafti og innlifun verður varla nokktirn tíma svarað, en eitt er víst að með þessum diski sínum er hún rétt enn einu sinni að minna fólk á að hún er og verður drottning RB-tónlistarinnar. Mary er metnaðarfullur diskur, rólegri en síðasti diskur hennar, „Share My World“ en betri að því leyti að lögin eru betur skrifuð og söngur hennar virðist alltaf verða betri og betri. „Mary“ er gersemi sem á erindi við alla unnendur góðr- ar tónlistar og til marks um vin- sældir Mary seldist diskurinn í rúmum 300 þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna í sölu og er hún önnur mest selda platan í dag. Á netfanginu mjblige.com má finna allt um Mary J. Blige fyrir áhugasama hlustendur. Reuters Heimsmeistaramót í akstri fjarstýrðra bíla Stórir menn stýra litlum bílum Á myndinni erti frá vinstri: Sigurður Elías- son ökumaður, Helgi Már Magnússon, liðs- stjóri og kvikmyndatökumaður, og Sigurð- ur Kristinsson, ökumaður og Islands- meistari í þessari grein árið 1998. EFTIR rúman mánuð eða 7. des- ember næstkomandi fara þeir Sigurður Kristinsson og Sigurð- ur Elíasson úr Smábfiaklúbbi Is- lands í keppnisferð til Bretlands til að taka þátt í heimsmeistara- keppni í akstri fjarstýrðra bfla innanhúss. Þetta mót er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heim- inum og er haldið árlega af BRCA í ýmsum Evrópulöndum. I þetta sinn er mótið haldið jafn- hliða stærstu sýningu í Evrópu á módelum og verður bæði keppn- in og sýningin í Alexandra Pal- ace í London. Með í för verður myndatökumaðurinn og liðs- stjórinn Helgi Már Magnússon. Þarna mæta til keppni bestu ökumenn heims í þessari grein og er þetta sport í raun langt frá því að vera leikur eins og oft er álitið. Það sést best á því að margir atvinnuökumenn koma meðai annars til keppninnar frá Japan, Ástralíu og Banda- ríkjunum. Þarna verða sjón- varpstökumenn og fréttallð innan geir- ans og öll úrslit verða líklegast kom- in á Netið innan nokkurra mínútna. Hægt verður að fylgjast með undir- búningi ferðarinnar á: http://rcbil- ar.simnet.is. Islensku ökumenn- imir sem keppa era styrktir til ferðarinn- ar af Aðalskoðun hf. sem hefur verið styrktaraðili Islands- mótsins í akstri fjar- stýrðra bfla árin 1998 og 1999 og er þessi keppnisferð nokkurs konar hápunktur á þessum tveim keppnistímabilum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.