Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 34
34 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
tÓHjLUtay E^||
Alina Dubik hugsar hlýlega til
jólanna.
þannig að ég nota karfa sem ég
steiki oft með hnetum og rúsínum.“
En hvernig er með smáköku-
bakstur fyrir jólin? „Við bökum ekki
mikið af smákökum - það er ekki
mikil hefð fyrir því í Póllandi. Ég
baka meira „strudel" eða bollur
með dökkum birkifræjum og líka
ostatertu sem er bökuð í ofni.“
Bakar kássu i fimm daga
Hvaða pólskum jólaréttum öðr-
um skyldi Alina brydda upp á?
„Ég bý til mjög sérstaka
pastasósu úr dökkum birkifræjum,
hunangi, fíkjum, rjóma, kókosmjöli,
hnetum og smjöri sem við borðum
með spaghetti," svarar húsfreyjan
og Magdalena skýtur inn í:
„Mamma, svo er það líka „bygos“.“
„Já, hún dóttir mín er mjög hrifin
af þessum rétti,“ útskýrir Alina.
„Hann samanstendur af súrkáli,
hvítkáli, sveppum sem við tínum
sjálf, svína- og nautakjöti, lárviðar-
laufum og rauðvíni. Þetta baka ég
síðan í ofni á lágum hita í 2-3 tíma í
a.m.k. fimm daga. Ég geymi réttinn
á köldum stað á milli bökunarlotn-
anna.“ „Bygos“ útleggst á íslensku
sem „kássa veiðimannsins“ og er
ómissandi réttur á hlaðborðið sem
Alina útbýr bæði á jóladag og ann-
an í jólum. „Ilmurinn af „bygos“
kemur okkur alltaf í jólaskap, og
eins þykir okkur lyktin af mandarín-
um og rauðrófum skapa hátíðar-
stemmningu,“ segja mæðgurnar.
Söngurinn kemur
frá sálinni
En aftur að söngnum. Alina hefur
velt fyrir sér sambandi matar-
mynsturs og frammistöðu á
söngsviðinu og bendir á að nauð-
Zjj' \ Gjöfin
yr s 1 hennar
‘
W’ M 'mgr
yij-u m Kringlunni, sími 553 7355.
synlegt sé að borða létta fæðu vik-
una fyrir tónleika. „En auðvitað
þurfa allir á dálítilli útrás að halda
endrum og sinnum,“ bætir hún við
og kveðst stundum læðast í
súkkulaði í skál eða sykur til að fá
orku - þótt það sé náttúrlega
„bannað" samkvæmt fræðunum.
En þurfa söngvarar að borða
meira en aðrir?
„Fyrsti kennarinn minn sagði að
söngvarar ættu að borða mikið og
vel, því þeir þurfa að nota líkamann
svo mikið og heilann líka. Söngur-
inn er þannig mjög orkufrekur.
Þetta þýðir þó ekki að söngvarar
þurfi að vera í feitara lagi, því söng-
urinn kemur fyrst og síðast frá sál-
inni en ekki aukakílóunum. Það er
einungis mikilvægt að næra lík-
amann vel og á réttan hátt, þannig
að hann og andinn hafi næga
orku.“
Pólskt jóla- „strudel"
(Makownik)
Deig:
_____________1/2 kg hveiti _________
____________250 ml mjólk____________
___________25 g pressuger___________
_______________1 egg_______________
____________1 eggjarauða____________
60 g smjör eða smjörlíki_____
_____________125 g sykur____________
_________nokkrir vanilludropar______
______________ögn af salti__________
smjör til að smyrja ofnskúffu
Fylllng:
_________1/2 kíló dökk birkifræ_____
__________250-300 g sykur___________
50 g smjör_____________
100 g tilbúinn appelsínu-
eða sítrónubörkur__________
____________2 eggjahvítur___________
1 bolli rúsínur og valhnetur
Hellið sjóðandi vatni yfir birkifræin í
skál þannig að fljóti yfir. Setjið lok
yfir skálina og látið standa í 10 klst.
Hellið því næst vatninu rólega úr
skálinni þannig að birkið leki ekki
með. Setjið birkifræin í hakkavél og
hakkið þrisvar sinnum í gegn.
Bætið sykri við fræin og því næst
öllu hinu hráefninu og bræddu
smjörinu síðast. Setjið fyllinguna til
hliðar. Best er að gera fyllinguna
daginn áður.
Deigið er þannig útbúið að geri
er blandað saman við örlítið af
volgri mjólk, örlítið af sykri og
hveiti og látið hefast á heitum
stað. Þykktin á að vera eins og
ab-mjólk.
Þeytið saman eggjarauðuna og
sykurinn, bætið afganginum af
hveitinu saman við og hefuðu deig-
inu. Bætið dálitlu salti út í og rest-
inni af mjólkinni. Hnoðið öllu vel
saman. Bætið bræddu smjörinu út í
og hnoðið vel saman á ný. Látið
hefast í skál með viskustykki yfir á
heitum stað þar til deigið hefur tvö-
faldað umfang sitt.
Stráið hveiti á borðplötu og fletjið
deigið út í eins þunnan rétthyrning
og mögulegt er. Dreifið fyllingunni
jafnt yfir deigið og brjótið 5 cm
kant á deigið efst og neðst. Rúllið
deiginu varlega saman.
Smyrjið rúlluna með eggjahvít-
unni og bakið í smurðri ofnskúffu
við 175 °C í 40-45 mínútur. Athug-
ið með prjóni hvort kakan er tilbúin,
ef hann er þurr er hún tilbúin.
Lady Avenue
Náttkj ólar
Nýbýlavegi 1 2
Kópavogi
Sími 554 4433
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
OAIIt er gyllt hjá
Katrínu S.
Theódórs-
dóttur á Hellu
þessi jólin.
OPakkar Katrín-
ar hafa verið
iitríkir síðustu
árin en um-
búðirnar í ár
eru ennþá
hernaðar-
leyndarmál.
£% Á kortunum er
hlýlegur blær
og best að
láta hug-
myndafiugið
ráða ferð.
JmAur ^|
Brosandi pakkar
og öll kertin eins
Hellu býr kona sem föndrar og vinn-
ur í höndunum meira en geng-
É ur og gerist um flesta. Þetta er
' hún Katrín S. Theódórsdóttir
kennari. Hún er afkastamikil búta-
saumskona, prjónar og saumar
margar jólagjafir og útbýr öll jólakort og merki-
miða, auk þess sem jólapakkarnir eru með henn-
ar eigin stíl. Þá hefur hún þann skemmtilega sið
að nota samlit kerti í stjaka sína og skreytingar,
og í ár verða öll jólakertin hjá henni gyllt.
„í þetta sinn keypti ég gyllt hömruð kerti frá
Kertasmiðjunni á Blesastöðum á Skeiðum, en það
er gaman að geta notað sunnlensk kerti og ekki
spillir fyrir að þau eru sérlega falleg," segir Katrín
um leið og hún bendir á skínandi loga á báðar
hendur. „Kertin fást í mörgum gerðum og litum
víða í blómabúðum og verslunum, en ég er með
há kerti í aðventustjakann, ferköntuð í borðskreyt-
ingu og stóra gyllta kúlu í gólfstjaka. Svo er ég
með gamlan jólasveinastjaka en í hann set ég eitt
kerti, sem ég nota í staðinn fyrir dagatalskerti - en
þau hefur mér gengið heldur illa að nota. Ég
kveiki sem sagt á þessu kerti daglega alla aðvent-
una.“
Allir jélapakkarnir eins
Öllum jólagjöfum sem mæðginin Katrín og Elí-
as gefa, pakkar Katrín inn í eins umbúðir. Þær
hannar hún eftir atvikum og reynir jafnvel að hafa
eitthvert þema eða grunnhugmynd til að vinna út
frá á hverju ári. „Eitt árið notaði ég venjulegan
hvítan umbúðapappír og á hann málaði sonur
minn það sem honum datt í hug með skrautleg-
um litum. Utan um þetta notaði ég glært sellófan
sem ég batt saman með litríkri slaufu.
Annað árið notaði ég einlitan glanspappír, reif
niður jólalegt efni til að vefja um pakkann og í
fyrra var ég með brúnan umbúðapappír sem ég
batt saman með snæri. Á snærið festi ég mel-
gresisgrein og smávegis jólaskraut," lýsir
Katrín.
„Oft útbý ég eitthvert smáskraut í höndunum,
eins og snjókarl úr efnisbútum eða filti eða jóla-
sveinsandlit úr pappa og hengi á pakkana.
Merkimiðana er gaman að gera sjálfur og hægt
að virkja börnin með sér og eiga ánægjulega
stund með þeim. Það er auðvelt að klippa niður
mislitan karton-pappír og strauja á hann með
flísofixi skrautlegar myndir úr efnisbútum eða
nota taulím. Til dæmis er hægt að nota búta úr
jólalegum efnum en þau er fallegast að klippa
niður með takkaskærum,“ útskýrir Katrín.
Auðvelt að gera jólakort
Það er gaman að útbúa sín eigin jólakort til að
senda vinum og ættingjum og það vefst ekki
fyrir Katrinu.
„Ef tíminn er nægur er hægt að sauma út litlar
myndir, brjóta kartonpappír í þá stærð sem jóla-
kortið á að vera og klippa síðan út ferkantað eða
sporöskjulagað gat á framhliðina og líma mynd-
ina á bakið. í staðinn fyrir útsaumuðu myndirnar
er líka hægt að nota klippimyndir úr stífum papp-
ír, þá gjarnan í öðrum lit. Einnig er einfalt að
klippa þannig myndir út og líma beint framan á
kortið,“ segir hún og sýnir dæmi úr fórum sínum.
„Þá er mjög einfalt að nota aðferðina sem lýst
var við merkimiðagerð; klippa niður jólaefni og
líma framan á kortin og er þá ekki úr vegi að hafa
kortin og merkimiðana í stíl. Mikið úrval fæst af
blöðum með sniðum af alls konar jólamynstrum
sem hægt er að taka upp og klippa eftir,“ bendir
hagleikskonan á að endingu.
Svo er um að gera að leyfa börnunum að njóta
sín við kortagerðina. Best er að halda sig við ein-
faldar aðferðir svo smáfólkið gefist síður upp.
Góða skemmtun og gleðilega aðventu!