Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 48
48 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
¥
*
*
fyrir jólabaksturinn!!
ksm9o
Ultra power hrærivél, hakkavél og smákökumót
á hreint frábæru tilboðsverði!
9 litir fáanleglr
KitchenAid' Kóróna eldhússins! uá tuiiu verði.
* 60 blaðsíðna leiðbeininga- og uppskriftabók á íslensku fylgir.
* Fjöldi aukahluta fáanlegir, svo sem: Pastagerðartæki,
grænmetiskvarnir, hveitibrautir, dósaopnarar, kornmyllur,
avaxtapressur og fl.
* Aðrargerðir KitchenAid hrærivéla frá kr. 23.940 stgr.
BEYKJAVÍK OG NÁGBENNI: Heimilisteki, Sætúni. Hajkaup, Krinfllunni, Skeifunni og Smáranum. Ratvirur, írmúla. Plaff, Greœrtoegi.
Húsaamiðjan, SkútuvogL Raffaúðin, ÁHaskeift HafnarfirS VESTURLAMD: Raf|ijínusla Sigurdún, Akranesi. Skagaver, Akranest Kf. BorgfHinga,
C Borgamesi. Glitnir, Borgamesl Rafstofan, BorBamesL Blómsturvellir, Hellissandi. Versl. Hamar, Grundarfirfli. Versl. Skipavik, Stykkishólmi.
® Versl E. Stefánssonar, BúðardaL VESTFIRHR: Kf. Krfksfjarðar, Krfksfjarðamesi. Geirseyrarbúð, Patreksfirði. Pokahomið, Tálknafirði. Verslun
jjj Gwmars Sigurtssonar, Þingeyri. Laufið, Bohmgarvik. Húsgagnakrftið, ísafirðl Straumur hf. ísafirffi. Kf. Steingrímshartar, Hólmavik. NORBURLAND:
'O Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. V-Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Húsasmiðjan,
D Akureyri og útibú. Húsasmiðjan, Húsavflc Ijósgjafinn, Akureyri. AUSTURLAND: Kf. VopnfirÖinga, VopnafirðL KHB Egilsstöðum, Seyðisfirði,
E Neskaupstað og ReyðarfirðL Rafalda, Neskaupstaö. Kf. Fáskníssfiarðar. Kf. A-Skaftfellinoa, DjúpavogL Kf. A-Skaftfeflinga, Höfn. SUÐURLAND:
3 KÁ verslanimar á SuðurlandL Versl. Mosfell, HeUu. Reynistaður, Vestmannaeyjum. Húsasmiðjan, Selfossi. Árvirkinn, Selfossi. SUÐURNES:
Rafborg, Grindavlk. Húsasmiðjan, Keflavlk. Samkaup, Keflavik. Stapafell, Keflavik. Fríhöfnin, Keflavíkurflugvelli.
KitchenAid einkaumboð á Islandi
Einar Farestveit &Co.hf.
BORGARTUN 28 - S: 562 2900 & 562 2901
LOSTÆTI - Sumum þykja kramarhús of falleg til þess aO vera snasdd.
Morgunblaöiö/Ámi Sæberg
Riómi leigir herbergí
í kramarhúsi
ramarhúsagerð er siður
sem gengur milli kynslóða
í sumum fjölskyldum.
Nokkur kúnst er að
vefja kramarhús úr
heitu deigi, en að
sögn kunnugra
er hraði lykilatriði
og ætti verkið ekki
að vera neinum
ofviða. Kramarhús hafa ótvírætt
skreytigildi á borði og ekki ætti
bragðið að valda sælkerum
vonbrigðum.
Kramarhús
3 egg (u.þ.b. 200 g)
200 g sykur
200 g hveiti
100 g smjörlíki (brætt)
3 msk. vatn
Uppskriftin getur verið nokkuð
breytileg eftir þyngd eggjanna.
Reglan er sú að þrjú egg eru vigtuð
og er samanlögð þyngd þeirra
útgangspunktur í uppskriftinni.
Jöfn þyngd eggjanna af sykri og
hveiti er notuð og helmingur
þyngdarinnar af bræddu smjörlíki.
Þeytið saman egg og sykur.
Bætið hveiti, smjörlíki og vatni út í
(varist að hafa smjörlíkið of heitt)
og hrærið dáiitla stund.
Hitið ofninn í 250-260°C og
smyrjið bökunarplötu vandlega.
Fyrir hvert kramarhús er 1 msk. af
deiginu sett á plötuna og það
smurt út í hring sem er u.þ.b. 13
cm í þvermál. Á plötunni ætti að
vera pláss fyrir fjóra hringi. Sett á
næstneðstu rim og bakað í
augnablik, svo sem 3-4 mínútur.
Þá er platan tekin út til hálfs og
einn deighringur losaður frá með
pönnukökuspaða. Deiginu er
rúllað upp í kramarhús, eins konar
vasa sem mjókkar niður í stikil, en
hafa þarf snör handtök því deigið
er fljótt að harðna. Gott er að hafa
hvíta bómullarhanska til þess að
verja fingurna fyrir hita.
Kramarhúsinu er stungið ofan í
flöskustút (ekki mjög þröngan) rétt á
meðan það kólnar. Athugið, að á
meðan hverju kramarhúsi er rúllað
upp er nauðsynlegt að hafa plötuna
að fullu inni í ofninum svo
deighringirnir sem enn eru á
plötunni harðni ekki.
Úr uppskriftinni fást um 30
kramarhús. Þau eru borin fram á
þann hátt að sykri er hellt í víða
(gler)skál. Kramarhúsunum er
stungið þar ofan í - þannig eru þau
stöðug og njóta sín vel á borði.
Þeyttur rjómi er settur í hvert þeirra
og sultudropi á toppinn.
Sérríbúðingur
(„Triffli")
_________'h lítri rjómi____
___________4 egg___________
_________125 g sykur_______
_______6 blöð matarlím_____
2 msk. sérrí (t.d. Bristol Cream)
Makkarónublanda:
150 g muldar möndlumakkarónur
tæplega 1 dl sérrí
Blandað í skál og látið bíða.
1. Leggið matarlímsblöð í kalt vatn
í 10 mínútur.
2. Þeytið rjómann.
3. Bræðið matarlímið í örlitlu vatni,
svo sem 2-3 msk. Varist aö það of-
hitni.
4. Hrærið saman eggjum og sykri.
5. Hellið ylvolgu matarlíminu í
eggjahræruna og blandið síðan
rjómanum varlega saman við.
6. Að lokum er 2 msk. af sérríi bætt
út í.
Rúmlega helmingur makkarónu-
blöndunnar er settur í botninn á
stórri (gler)skál. Helmingnum af
búðingnum er hellt yfir. Þá er af-
ganginum af makkarónublöndunni
dreift yfir og að lokum er seinni
helmingi búðingsins hellt yfir.
Ábætisréttinn má skreyta að vild.
HIÐ BESTA MÁL - ÞaO hefur engin áhrif á bragOiö hvort eftirrétturinn er
nefndur „triffli" eöa „búðingur“.