Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorsteinn Jónsson og Genealogia Islandorum hyggjast stefna ÍE og Friðriki Skúlasyni vegna meintra brota á höfundarrétti Segja bótakröfur nema himdruðum milljóna Forráðamenn ÍE segjast ekki hafa séð neina stefnu ÞORSTEINN Jónsson ættfræðing- ur og fyrirtækið Genealogia Island- orum ehf. hyggjast stefna íslenskri erfðagreiningu hf. og Friðriki Skúlasyni tölvufræðingi vegna meintra brota á höfundarrétti og nema bótakröfur hundruðum millna króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem send var fjölmiðlum í gær. Þar segir einnig að stefna verði birt á næstu dögum. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta tjáð sig um málið þar sem hann hefði ekki séð þessa stefnu. Friðrik Skúlason tók í sama streng. „Eg hef ekki séð neina stefnu. Eg hef ekki einu sinni séð þessa frétta- tilkynningu og á meðan þeir kjósa að reka sín mál í fjölmiðlum, þá hef ég ekkert um þetta að segja,“ sagði Friðrik. Sakaðir um ólögmæt afnot af gögnum Fram hefur komið að íslensk erfðagreining og Friðrik Skúlason hafa ákveðið að opna aðgang á Net- inu að ættfræðigagnagrunni, sem byggður hefur verið upp á undan- förnum árum. I fréttatilkynningu Genealogia Is- landorum og Þorsteins Jónssonar í gær segir að mál þetta snúist um ólögmæt afnot íslenskrar erfða- greiningar og Friðriks Skúlasonar af ættfræðigögnum sem Þorsteinn Jónsson og Genealogia Islandorum ehf. eigi skýlausan höfundarrétt að. „Um er að ræða niðjatöl, stéttatöl, ábúendatöl og ættarbækur. Er þar um að ræða stærstan hluta útgef- inna rita um þessi efni hér á landi. Þessi rit, á annað hundrað talsins, eru unnin af Þorsteini Jónssyni og öðrum fræðimönnum upp úr frum- gögnum. Islensk erfðagreining ehf. hefur með aðstoð Friðriks Skúlason- ar og starfsmanna hans slegið lög- verndaðar upplýsingar sem þar er að fínna inn í tölvu í ábataskyni, m.a. til rannsókna á arfgengi sjúkdóma. Engar tilraunir hafa verið gerðar til að bæta Genealogia Islandorum ehf. og Þorsteini Jónssyni það tjón sem þeir verða óhjákvæmilega fyiir. Því hafa aðilar falið lögmönnunum Ragnari Aðalsteinssyni hrl. og Ólafi Garðarssyni hrl. að undh-búa stefnu á hendur Islenskri erfðagreiningu ehf. og Friðriki Skúlasyni,“ segir í fréttatilkynningunni. Þar kemur einnig fram að Genea- logia Islandorum var stofnað sl. haust og eru hluthafar m.a. Burðar- ás hf., Sjóvá-almennar hf., Urður, Verðandi, Skuld ehf. og Hans Peter- sen hf. Tvö vinnuslys í Hafnarfírði Maður féll tæpa 4 metra MAÐUR féll tæpa 4 metra úr stiga við Kaplahraun í Hafnar- fírði í gær, þar sem hann var að setja upp þurrkherbergi fyrir nýsprautaða bíla í fyrirtækinu Bílamálun og réttingar. Maður- inn var fluttur með sjúkrabif- reið á slysadeild og að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði lenti hann á bakinu, en slapp með minniháttar beinbrot og fékk að fara heim að lokinni aðgerð. Annað vinnuslys varð í fyrir- tækinu Sandtaki við Gjáhellu í Hafnarflrði er maður fékk skurð í andlitið er kúbein kast- aðist í það. Það var vinnufélagi mannsins sem missti kúbeinið úr 4 metra hæð og kastaðist það af jörðinni og í andlit mannsins. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild og fékk að fara heim að aðgerð lokinni. • • Oflugar sprenging- ar í fjölbýl- ishúsum í Breiðholti TVÆR öflugar sprengjur voru sprengdar í stigagöngum fjölbýl- ishúsa í Breiðholti í gærkvöld. Fyrri sprengjan sprakk um kl. 21 í fjögurra hæða fjölbýlishúsi í Möðrufelli 11, með þeim afleið- ingum að póstkassar í anddyrinu splundruðust og þutu í gegnum rúður sem voru sex metra frá. „Þetta var rosalegt og það var eins og maður væri í miðju stríði," sagði Einar S. Jónsson, íbúi við Möðrufell 11. „Það lék allt á reiðiskjálfi uppi hjá mér og því hefur sprengingin verið mjög öflug,“ sagði Einar sem býr á efstu hæðinni. „Það er guðsmildi að enginn var á ferð þarna þegar þetta gerðist, það hefði getað orðið stórslys.“ Ungmenni sáust hlaupa af vettvangi Um hálftíma síðar sprakk önn- ur sprengja í póstkössum við Kötlufell 9. Þar skemmdust fjórir póstkassar og rúða brotnaði. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar sáust sex ungmenni hlaupa frá stigaganginum við Kötlufell rétt fyrir seinni spreng- inguna, en verksummerki voru svipuð á báðum stöðum. Lögreglan var enn að kanna verksummerki seint í gærkvöldi. Morgunblaðið/Sverrir Póstkassar við Möðrufell 12 í Breiðholti voru illa leiknir eftir öfluga sprengingu. Ovenju annasamt í flugstjórnar- miðstöðinni ÓVENJU mikil flugumferð hefur verið undanfarna daga í íslenska flugstjórnarsvæðinu og fjöldi flug- véla sem farið hefur um svæðið ver- ið nær tvöfalt meiri en á meðaldegi eða um 300 þotur á dag, að því er Bergþór Bergþórsson, aðalvarð- stjóri í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli, tjáði Morgun- blaðinu. Háloftavindar skýra aukn- inguna að miklu leyti en einnig hef- ur fjöldi flugvéla sem flýgur yfír Atlantshafið farið vaxandi. „Það hefur verið nokkuð lífleg umferð hjá okkur. Það fóru 306 þot- ur á vesturleið um okkar svæði á miðvikudag og von var á svipaðri umferð á fímmtudag. Það hafa milli 200 og 300 vélar farið um svæðið á dag undanfarnar vikur. í þessari törn fóru flestar vélar um svæðið tveimur dögum fyrir jól, 22. desem- ber, eða 370, en meðaldagur hjá okkur er um 150-170 flugvélar,“ sagði Bergþór. Bergþór sagði að 22. desember sl. hefði verið einn af 10 annasöm- ustu dögum hvað umferð varðaði í flugstjórnarmiðstöðinni frá upp- hafi. Mikill austlægur vindstreng- ur, með vindhraða um 190 km/klst, er í háloftunum um 1.000 kílómetra suður af landinu, eða rétt suður af íslenska flugstjórnarsvæðinu. Gerir vindstrengurinn það að verkum að flugvélar á vesturleið leita norðar og úr þeim mótvindi sem þær ella þyrftu að glíma við. Heimildarmynd um líf fíkniefnaneytenda FORVARNARDEILD lögreglunn- ar, Félagsþjónustan og Marita-for- varnarstarf, sem er deild innan Hvítasunnusafnaðarins, hafa nú í undirbúningi gerð íslenskrai- fræðslu- og heimildarmyndar um líf fíkniefnaneytenda á Islandi. Fyrirhugað er að kvikmyndin verði tilbúin næsta haust og leysi af hólmi fjögurra ára norska heimilda- mynd, sem nú er sýnd í grunnskólum í tengslum við sameiginlegt forvarn- arverkefni þessara aðila. Megin markmið forvarnarverk- efnisins er að skýra fyrir unglingum hvernig heimur fíkniefnaneytenda er í raunveruleikanum, að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns. Hefur hróður verkefnis- ins borist víða og fengið góðar við- tökur. Hafa m.a. borist fyrirspurnir frá Wales um kynningu á því. Er tal- ið að íslensk heimildarmynd myndi efla gildi gildi verkefnisins. ■ Blákaldur/Bl SSfeUR ÁFÖSTUDÖGUM Eiturlíf í áratug B/2 Frjáls eins og fuglinn B/4 Man. United slæm land- kynning fyrir England / C2 ••••••••••••••••••••••••••••• íslandsmeistararnir töpuðu sjötta leik sínum / C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.