Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 12

Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUN BLAÐIÐ FRÉTTIR Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir, Rúnar Vilhjálmsson prófessor, Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor, Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumað- ur Hagfræðistofnunar HÍ, og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir kynntu niðurstöður rannsóknarinnar í gær. Niðurstöður nýrrar könnunar sem landlæknisembættið lét framkvæma Verulegur munur á aðgengi einstakra hópa að heilsugæslu ift.Q, Notkun á læknisþjónustu miðað við þörf á henni Hlutfall sem frestaði eða felldi niður læknisheimsókn sem þörf var fyrir, síðastliðna 6 mánuði Munur á „einkenna- viðbraga hlutföllum Aldur Hlutfall sem frestaði eða felldi niöur ferð til læknis Frestaði/felldi niður ferð til læknis vegna annarra verkefna Frestaði/felldi niður ferð til læknis vegna kostnaðar Gefur til kynna hve einstakir hópar eru mörgum % nær (+) eða fjær (-) ráðlagðri læknisþjónustu- notkun en samanb.hópur (0) 18-24 ára 31,7% 16,0% 13,0% -37,13% 25-34 ára 27,2% 16,0% 7,2% -33,32% 35-44 ára 27,3% 10,9% 9,4% -26,22% 45-54 ára 20,1% 6,7% 3,3% -15,23% 55-64 ára 17,5% 3,7% 6,3% -9,64% 65-75 ára 7,4% 1,1% 0,0% 0,0% ALLS 23,9% 45,0% 31,0% Heimild: Skýrslan „Aðgangur að heilbrigðisþjónustu á íslandiHáskóli islands, des. 1999 VERULEGUR munur er á aðgengi einstakra hópa að heilbrigðisþjón- ustu á Islandi og vantar töluvert upp á að þeirri stefnu stjórnvalda sé náð að öllum Islendingum sé gefinn kost- ur á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita, og að aðgengi að heilsugæsl- unni sé auðveld öllum. Á þetta eink- um við um yngra fólk, einhleypa og fráskilda, barnafólk, útivinnandi ein- staklinga og lágtekjufólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsókn- ar sem landlæknisembættið kynnti í gær en rannsóknina unnu þeir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, Jóhann Ágúst Sigurðsson, grófessor í heimil- islækningum við HI, og Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Islands. Sagði Rúnar Vilhjálmsson, sem stýrði rannsókninni, á fundinum í gær að hér á landi hefði skort reglu- bundnar og heildstæðar kannanir á aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Slík- ar kannanir væru hins vegar fram- kvæmdar reglulega í nágrannaríkj- um okkar og í Bandaríkjunum enda gerðu menn sér þar grein fyrir því að þær gætu verið mikilvægt innlegg í umræðu um heilbrigðismál, ekki síst á pólitískum vettvangi. Kvaðst Rúnar vonast til þess að í kjölfar þessarar könnunar nú myndu íslensk stjómvöld taka við sér og styðja frekari rannsóknir af þessu tagi, enda væri það í samræmi við markmið sem þau hefðu sjálf sett fram, m.a. í ályktun Alþingis frá 1991 og í nýrri heilbrigðisáætlun til ársins 2005. Þrjár meginskilgreiningar lagðar til grundvallar Markmið rannsóknaiinnar var að kanna aðgang að heilbrigðisþjónustu á Islandi, bæði almennt og í einstök- um þjóðfélagshópum. Leggja átti mat á „réttlæti“ í dreifingu heilbrigð- isþjónustunnar meðal landsmanna og jafnframt skoða aðgang að heil- brigðisþjónustunni í ljósi stefnumót- unar stjórnvalda. Þrjár meginskilgréiningar voru lagðar til grundvallar spurningum í könnuninni: mögulegan aðgang, þ.e. tækifæri eða skilyrði einstaklinga og hópa til að nota heilbrigðisþjónust- una. I öðru lagi raunverulegan að- gang, þ.e. þjónustuna sem einstakl- ingar og hópar nota t.d. í formi heimsókna á heilsugæslustöð eða læknastofu, eða innlagna á spítala. Og að síðustu réttlæti heilbrigðis- þjónustunnai’, en skv. skilgreining- unni teldist heilbrigðisþjónustan réttlát þegar mögulegur aðgangur einstaklinga og hópa er jafn, eða þeg- ar notkun þjónustunnar endurspegl- ast af þörf einstaklinga og hópa fyrir þjónustuna eins og hún er metin af fagfólki eða einstaklingunum sjálf- um. Um var að ræða póstkönnun sem fór fram haustið 1998. Tekið var slembiúrtak úr Þjóðskrá meðal ein- staklinga á aldrinum 18-75 ára og skiluðu alls 1.924 útfylltum spurn- ingalistum. Voru heimtur í heildar- úrtaki því 69%. Spurningar í könnuninni voru alls 350 og af ýmsum toga og hópum skipt eftir aldri, kynferði, hjúskaparstöðu, búsetu, atvinnustöðu, menntun, heildartekjum og því hvort fólk ætti börn. Heimsóknir til Iæknis felldar niður Niðurstöður könnunarinnar sýiia m.a. að ungt fólk hefur sjaldnar en aðrir aldurshópar heimilislækni sem það þekkir, en hins vegar á fólk á miðjum aldri erfiðast með að komst frá daglum verkefnum sínum ef leita þarf læknis. Læknaheimsóknir eru flestar í elstu og yngstu aldurshópun- um og sama er að segja um sjúkra- húsinnlagnir. Þá fer miðaldra og eldra fólk oftast til læknis í fyrir- byggjandi skyni. Vannotkun læknisþjónustu í veik- indum, þ.e. notkun undir áætlaðri þjónustuþörf skv. erlendum stöðlum, er samt mest hjá yngsta aldurshópn- um (18-24 ára), og yngsti aldurshóp- urinn frestaði oftast eða felldi niður ferð til læknis sem talin var þörf fyrir síðastliðna 6 mánuði (31,7%), þar af sögðust 13% í yngsta aldurshópnum hafa frestað ferð til læknis af kostn- aðarástæðum. Vekur sérstaka athygli að í Ijós kom að alls höfðu 23,9% allra að- spurðra frestað eða fellt niður ferð til læknis sem þeir töldu þörf íyrir síð- astliðna sex mánuði, í 45% tilfella sökum annarra verkefna sem þurfti að sinna en í 31% tilfella felldi þetta fólk niður ferð til læknis vegna kostn- aðar þjónustunnar. Sérstaka athygli vekur jafnframt að læknaheimsóknir íslendinga í veikindum eru 45% færri en erlendir sérfræðingar ráðleggja. Benda nið- urstöðurnar í heild sinni til að íslend- ingar noti læknisþjónustu almennt minna í veikindum sínum og segh' í niðurstöðum rannsóknarinnar að ál- ykta megi að í þessu felist almennt ákveðið óréttlæti í notkun læknis- þjónustunnar, þ.e. að einstaklingar fái ekki þá þjónustu sem tilefni er til og lög um heilbrigðisþjónustu bjóða. Aðgangur minnstur meðal einhleypra og fráskilinna Ekki virðist tiltakanlegur munur á aðgengi kvenna og karla að heil- brigðisþjónustu en af hjúskaparstétt- um eru einhleypir sjaldnast með heimilislækni en fráskildir eiga erfið- ast með að komast/fara til læknis. Flestar eru læknaheimsóknir meðal ekkja og ekkla bæði almennt og í íýr- irbyggjandi skyni. Hins vegar er vannotkun læknis- þjónustu í veikindum mest meðal ein- hleypra og fráskilinna og fráskildir eru líklegastir allra hjúskaparstétta til að fresta/fella niður ferð til læknis (33,3%), en einhleypir koma þar á eft- ir (24,8%). I stuttu máli má því segja að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé minnstur meðal þessara hópa. Hvað varðar mun á aðgengi vegna búsetu fólks kemur í ljós að Vestur- land, Norðurland vestra, Austui'land og Suðurland skera sig úr. Tengist þetta því að hlutfall íbúa í dreifbýli er hæst í þessum læknishénaðum og sem dæmi má nefna að 21% að- spurðra á Norðurlandi vestra búa í meira en 20 km fjarlægð frá lækni eða heilsugæslustöð, og 14,9% að- spurðra á Vesturlandi sögðu að það tæki sig 20 mínútur eða lengur að fara til læknis. Tekin verði upp heilsugæsla fyrir námsmenn Fjórmenningarnir sem stóðu að rannsókninni telja í skýrslu sinni upp nokkrar hugsanlegar ástæður þeirr- ar vannotkunar heilbrigðisþjónust- unnar sem lesa má úr niðurstöðun- um. M.a. muni miklu um ólíkan aðgang landsmanna að sérfræði- læknishjálp, sem íyrst og fremst er bundin við stærri þéttbýlisstaði. Einnig sé verulegur munur í aðgengi íbúa í „stijálbýlli“ sýslum og í þétt- býliskjörnunum, auk þess sem að í mörgum heilsugæsluumdæmum sé að finna alvarlegar gloppur í heilsu- gæslukerfinu með tilheyrandi tengslaleysi milli sjúklinga og lækna. Loks nefna íjórmenningai'nii' aukna þátttöku sjúklinga í þjónustu- og lyfjakostnaði á síðari árum. Leggja þeir fram nokkrai' tillögur til úrbóta og segja m.a. að stjórnvöld þurfi að huga alvarlega að bættum sjúkratryggingum, persónubundnari heilsugæsluþjónustu, aukinni al- menningsfræðslu um heilsufar og úr- ræði í heilsugæslunni, sérstakri skólaheilsugæslu fyiir framhalds- og háskólanemendur og leiðum til að ná til íbúa strjálla og afskekktra byggða. 240 útköll hjá Slökkvi- liði Hafnar- fjarðar í fyrra Á ÁRINU 1999 voru 249 útköll hjá Slökkviliði Hafnarfjarðar. I þessum 249 útköllum var um eld að ræða í 121 tilviki, en í rúmlega helmingi þeirra eða 65 útköllum var eldur í „rusli, sinu og gróðri". Árið 1998 voni 252 útköll, þar af voru 145 vegna elds. I þeim 128 kvaðningum sem ekki var um eld að ræða, var í 18 skipti send út tækjabifreið vegna slysa. 60 sinnum var veitt aðstoð, s.s. við dælingu, hreinsun og önnur viðvik fyrir íbúa sveitarfélagana. í 35 skipti var grunur um eld, 10 sinnum var farið vegna bilunar í brunaviðvörunarkerfum, en í eitt skipti var liðið narrað. Þetta er fyrsta árið sem útköll vegna annars en bruna eru fleiri en vegna slökkvistarfa. I nóvember á liðnu ári gerð- ist það óvænta að slökkviliðið var ekki kallað út í eitt einasta skipti vegna bruna og verður að leita aftur til febrúar 1982 til að finna eldsvoðalausan heil- an mánuð. Síðastliðið ár má segja að hafi verið eitt farsæl- asta ár hvað varðar tjón í nokkuð langan tíma, en stærstu tjónin í útköllum sem slökkviliðið fór í voru í Kópa- vogi í maímánuði og er álleki og bruni varð hjá ÍSAL í ágúst. Brunavarna- og þjónustu- svæði slökkviliðs Hafnarfjarð- ar eru auk Hafnarfjarðar, Garðabær og Bessastaða- hreppur. Á svæði þessu voru samkvæmt bráðabii'gðatölum Hagstofu íslands 1. des. sl. 28.499 íbúar. Slökkviliðið sinnir sjúkra- og neyðarflutningum fyrir sama svæði og fóru sjúkraflutninga- bifreiðar í 1.785 flutninga á nýliðnu ári, þar af voru 702 bráðaflutningar vegna slysa og annarra áfalla. Sjúkraflutning- ar voru hinsvegar 1.609 árið 1998, þar af voru 519 slysa- og bráðaflutningar. Hlutfall bráð- aflutninga er alltaf að vaxa, eða úr 209 árið 1986 í 702 nú á síð- astliðnu ári. Frá 1994 hefur því öll viðbót sjúkraflutninga verið slysa- eða bráðaflutningar. Sorpa tekur á móti notuð- um fatnaði fyrir Rauða kross Islands INNAN skamms verður tekið á móti notuðum fatnaði fyrii’ Rauða kross íslands hjá Sorpu hf. samkvæmt samkomulagi sem félögin hafa gert. Gefend- ur á höfuðborgarsvæðinu þurfa því ekki lengur að fara með not- uð föt til Rauða krossins heldui' geta skilað þeim á móttökust- öðvum Sorpu. Langmest af þeim fatnaði sem berst til Rauða krossins fer til útlanda, annaðhvort í endurnýtingu eða beint til nauðstaddra. Fé sem fæst fyrir fatnað sem sendur er í endur- nýtingu - rúmlega fimm mil- ljónir króna á árinu 1999 - renn- ur til alþjóðlegs hjálparstai'fs. Á næstunni er ráðgert að koma á fót flokkunarstöð fyrir fatnaðinn og síðar að opna Rauða kross verslun með notuð föt í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.