Morgunblaðið - 07.01.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 29
UMRÆÐAN
Er íbúð alltaf það
sama og íbúð?
í SÖLUAUGLÝSINGUM eru til
góðar íbúðir, vandaðar íbúðir, íbúðir
með góðu útsýni, íbúðir með nýjum
gluggum o.s.frv.
Verðið eru tengt svæðum innan
bæjarfélagsins og aldri
íbúða, og liggur á bili
sem sýnir í hverju til-
viki að íbúð er bara íbúð
og að verðmunur liggur
í útborgunarskilmálum,
hvort skipti koma til
greina og ýmsu þess
háttar. Hvað myndi
gerast ef upplýsingar
lægju íyrir um að lagnir
í íbúðinni væru ekki
gerðar til þess að end-
ast nema hluta þess
tíma sem t.d. veggir og
burðarvirki endast.
Ekki er út í bláinn að
telja hús lifa í 50 til 100
ár, og einhver slík tala
um hvort hús er gamalt eða ekki er í
huga fólks þegar íbúðir eru skoðað-
ar. Og þá gengur fólk út frá því að
íbúðin með öllu falli undir þessa ald-
ursgreiningu. En er það alltaf svo?
Við fengum dæmi hjá Lagnafélaginu
ekki alls fyrir löngu, nýr eigandi tók
við húsi sem ekki var talið gamalt,
enda ekki nema 10-15 ára. En
skömmu eftir að nýi eigandinn flutti
kom fram leki í hitakerfi, sem olli
talsverðum skemmdum inni. Eftir
talsvert þras og leit að lausn kom
eigandinn til Lagnafélagsins með
beiðni um úttekt á hitakerfi vegna
leka. I ljós kom að kerfið hafði ekki
verið teiknað, meistari var ekki ráð-
inn á verkið og úttekt hafði ekki farið
fram. Athugun á staðnum var gerð
strax og kom þá í ljós að allar pípur
voru plastpípur, sem engar upplýs-
ingar lágu fyrir um.
En eins og þeir vita
sem skoðað hafa þá
hafa plastpípur þann
eiginleika að hleypa í
gegnum sig súrefni, sé
ekkert að gert. Aukið
magn súrefnis í vatni
hraðar tæringu málm-
hluta. f þetta hús var
notað efni, sem ekki
gat enst nema lítinn
hluta af eðlilegri end-
ingu hússins, samt var
húsið hús eins og önn-
ur.
Er hægt að verja
grandalausa kaupend-
ur?
Lagnafélag íslands stóð fyrir að
stofnað hefur verið sérstakt gæða-
matsráð, sem hefur það hlutverk að
opna möguleika fyrir verkkaupa og
neytendur, sem telja lagnamálum í
eða við sína eign í einhverju áfátt,
hvort sem er í hönnun, efnisvali,
handverki eða virkni búnaðar, að fá
slík álitamál könnuð faglega og á
fljótvirkan hátt án mikils tilkostnað-
ar.
Eitt af því sem gæðamatsráðið at-
hugar er að ganga eftir því að fyrir
hverja byggingu verði til handbók
fyrir lagnakerfi, þar sem fram kem-
ur hvaða efni er notað, hvaða meist-
ari er á einstökum byggingarhlutum
o.s.frv. þannig að fyrir liggi við eig-
endaskipti hverju sinni, hvort í við-
komandi byggingu er innbyggt eitt-
hvað sem menn vita að rýrir
notagildi og á eftir að valda kostnaði.
Einnig hefur verið rætt um að
lausleg skoðun á ákveðnum þáttum,
þegar selja á húseign, væri hægt að
framkvæma án mikils kostnaðar.
Skýrsla um slíka skoðun myndi
fylgja með kaupsamningi þegar eig-
endaskipti verða. í skýrslunni kæmi
Húsnæði
Við hjá Lagnafélaginu,
segir Egiil Skúli Ingi-
bergsson, viljum gera
fólki kleift að leggja mat
á lagnir íbúðar.
fram hver er meistari, hönnuður,
samþykktir og athugasemdir um
efni, bæði það sem sést og svo sam-
kvæmt upplýsingum meistara.
Sennilega munu þeir, sem byggja
til að selja, alltaf freistast til að nota
ódýrasta efni, sem fáanlegt er, sér-
staklega ef þeir ætla ekki að reka
eignina sjálfir en líka til þess að
þeirra kostnaður við sjálfa nýbygg-
inguna verði minni.
Staðreynd er að vel byggð hús eru
dýrari en illa byggð hús, en rekstrar-
kostnaður verður minni.
Þeir sem kaupa illa byggð hús vita
yfirleitt ekki, að hvaða leyti hús er
illa byggt, enda útilokað að allir geti
verið sérfræðingar á þeim sviðum,
en menn verða að geta treyst þeim
sem þeir skipta við, til þess að gefa
réttar upplýsingar.
Enginn kaupir Trabant á verði
Benz, þó er hvor um sig bíll, og eng-
um bílasölumanni dettur í hug að
reyna að pranga Trabant inn á fólk
sem er að hugsa um Benz. Því í dag
vita allir einhverra hluta vegna að
bíll er ekki alltaf sama og bíll. Senni-
lega er það vegna þess að ending bíls
er skammur miðað við t.d. endingu
húss.
Við hjá Lagnafélaginu viljum gera
fólki kleift að leggja mat á lagnir
íbúðar, og er það ekki eðlilegt þegar
menn eru að verja verulegum hluta
æviteknanna í fjárfestingu í íbúð, að
þeir þekki kosti og galla viðkomandi
íbúðar, annaðhvort vegna eigin
þekkingar eða að þeir hafi aðgang að
nauðsynlegri þekkingu til þess að
gera sér grein fyrir út í hvað þeir eru
að fara, hvort sem það er að kaupa
ódýrt og taka á sig viðhaldsvinnu
næstu árin eða kaupa dýrara og
þurfa ekki að sinna viðhaldi svo
neinu nemi.
Gæðamatsráð er skipað fulltrúum
frá félagsmálaráðuneyti, Félagi fast-
eignasala, Neytendasamtökunum og
Lagnafélagi Islands. Formaður
ráðsins er fulltrúi Lagnafélagsins,
Egill Skúli Ingibergsson.
Höfundur er rafnmgns-
verkfræðingur.
UTSALA - UTSALA
60-70%
afsláttur
Otrúlega lágt verd
Dæmi um verð
Aður
Nú
Bómullarpeysa m/rennilás 4.400 1.800
Skyrta 2.900 1.200
Rúllukragabolur 2.600 900
SUnkysett pils og bolur 5.900 1.700
Rody-bolur 2.500 900
Vattcraður jakki 5.500 1.900
llömubuxur 3.800 1.500
llahit-jakki 5.800 2.300
Sflt pils 3.200 1.300
Einnig nrval af heitsuskám og klossum
á kr. 1.900 og margt, margt fleira
Opið frá kl. 10.00 til 18.00
Síðuinúla 13, sími 5682870, 108 Reykjavík.
Egill Skúli
Ingibergsson