Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 31 UMRÆÐAN Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum VENJAN er sú, þegar um sakamál er að ræða, að lögregla tekur skýrslu af brota- þola á rannsóknarstigi. Síðan þarf brotaþoli að gefa skýrslu að nýju fyrir dómi, eftir að ákæra hefur verið gef- in út. Þetta er í sam- ræmi við þá megin- reglu að öll sönnunargögn skulu lögð fyrir þann dóm- ara, sem leggur dóm á mál, þ. á m. skulu brotaþoli og önnur vitni spurð frammi fyr- ir honum, beint og milliliðalaust. Þegar barn verður fyrir jafn svl- virðilegum glæp og kynferðislegu ofbeldi skaðast sálaj'heill þess svo að það bíður þess líklega aldrei full- komlega bætur. Um leið og farið er að rannsaka slíkt mál bitnar það óhjákvæmilega á barninu sem oftast nær er aðalvitni ákæruvaldsins í málinu. Til þess að draga úr þeim sársauka, sem þetta veldur barninu, og til þess að gera því þessa skelfi- legu lífsreynslu sem léttbærasta er að mínu áliti alli'a mikilvægast að það þurfi aðeins einu sinni - undir rekstri sakamálsins - að rifja hana upp. Með þetta sjónarmið í huga gerði ég það að tillögu minni að vikið yrði frá þeii'ri venju að lögregla taki skýrslu af barni sem talið er hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotk- un. Þess í stað gefi barnið skýrslu fyrir dómai'a á rannsóknarstigi. Vegna þess að skýrsla, sem gefin er fyrir dómara sem hlut- lausum aðila, hefirr að öði*u jöfnu ríkara sönn- unargildi en framburð- ur fyrir lögreglu á barnið ekki að þurfa að mæta að nýju fyrir dómi, eftir útgáfu ákæru, nema í algjör- um undantekningartil- vikum, svo sem nú er fyrir mælt í 2. mgr. 48. gr. laga um meðferð opinberra mála. Samhliða því að barn, sem orðið hefur fyrir kynferðislegu of- beldi, þurfi aðeins að gefa skýrslu í sakamálinu einu sinni hef ég ætíð lagt á það þunga áherslu að aðstæður séu þannig að barninu líði eins vel og kostur er meðan skýrslan er tekin. Nauðsynlegt er, ekki síst þegar ung börn eiga í hlut, að skýrslutakan fari fram á eins óformlegan hátt og mögulegt er. Jafnframt tel ég að sem fæstir eigi að vera viðstaddir hana, þ.e. dómari, sérfræðingur eða sérhæfður lög- reglumaður, sem spyr eða aðstoðar dómara við að spyrja barnið, og loks réttargæslumaður þess. Æskilegt er að aðrir, t.d. sækjandi og verj- andi, séu ekki viðstaddir, heldur eigi þess kost að fylgjast með því, sem fram fer, í öðru herbergi. Þegar mál er orðið að sakamáli ber - hvort sem okkur, er vinnum að velferð barna, líkar betur eða vei'r - að líta til fleiri sjónarmiða en þess er að framan gi-einir - sjónarmiða sem þó í raun og veru fara heim og sam- an við hagsmuni barnanna þegar á Barnavernd Það sem skiptir mestu máli er að allir, sem að þessum málum koma, vinni saman með það að leiðarljósi að upplýsa þessa glæpi, segir Þór- hildur Líndal í síðari grein sinni, jafnframt því sem velferð barna, sem orðið hafa fórnar- lömb, verði sem best tryggð. allt er litið. Þannig ber að sjálfsögðu að leggja allt kapp á að upplýsa brot af þessu tagi svo að þeir, sem gerst hafa sekir um þá svívirðu að ráðast gegn varnarlausum börnum, verði fundnir sekir og dæmdir. Með því móti fá ekki aðeins þau börn, sem hafa orðið fórnarlömb kynferðis- brota, þá uppreisn, sem þau eiga skilið, heldur er verið að veita öðr- um börnum vernd því að ætla má að refsingar fyrir brot af þessu tagi fæli aðra frá því að fremja þau. Með þetta í huga verður ekki að- eins að búa svo um hnúta að barni líði eins vel og kostur er, meðan skýrsla er tekin af því, heldur verð- ur jafnframt að leggja áherslu á að Þórhildur Líndal Sagan endalausa ÞAÐ er erfítt að ímynda sér Island á nýju árþúsundi. Þróun síðustu ára er svo mikil tímaskekkja að maður sér ekki annan kost vænan en að flytja af landi brott til lands þar sem frjálst markaðs- kerfi ríkir og maður getur spjarað sig án fyrirgreiðslu frá ríkis- valdinu. Astandið á Isl- andi er orðið svo svart að ég er viss um að enginn skilur almenni- lega hversu alvarlegt það er í raun og veru. Ég nefni fyrst aðal- ástæðu búsetu á landinu öllu, fisk- inn. Það segir sig sjálft að ef Evrópusambandið hringdi í forsæt- isráðherra í dag og sagði honum að ísland mætti ekki veiða fisk lengur þar sem kvóti okkar væri seldur Norðmönnum þá væri forsendan fyrir búsetu á landinu brostin og ekkert annað að gera en að flytja burt. Fiskurinn er kjaminn. Hann er ástæða þess að landið er byggilegt. Ég held að íslendingar allir myndu bókstaflega brjálast ef ofan- greint símtal yrði að veruleika. En eins merkilegt og það er, þá heyrist í fáum nú þegar heil byggðarlög standa í þessum sporum og leggjast af vegna heimildaleysis til að fiska. Afleiðingarnar eru víðtækar. Okkur, sem í raunveruleikanum búum og trúum ekki öllu sem okkur er sagt, er ofboðið. Sjá landsmenn virkilega ekki í hvað stefnir? Þróun- in er einföld. Kvótinn er ríkis- styrkjakerfi. Menn selja sig út á 1.000 kr. per kg. og flytja til Reykja- víkur og stuðla þar með að þenslu sem orsakar verðbólgu. Já, lesandi góður, Baugur er saklaus af verð- bólgunni. Hún orsakast af eldsneyt- ishækkun og fiski. Eftir standa byggðarlögin skuldug upp fyrir haus með verðlausum fasteignum og fækkandi íbúum. Úthlutun svokallaðs byggðakvóta sýnir best hversu ógeðfelld stefn- an er orðin. Fyrir- greiðslupólitík er fint orð yfir spillingu. ís- lendingar em orðnir svo samdauna slíkri pólitík að þeir finna ekkert að henni. Sama þó að hún stuðli að út- rýmingu byggðarlaga, verðbólgu og á endan- um enn frekari skatta- hækkunum. Þetta kjósa íslendingar yfir sig trekk í trekk. En aftur að byggða- kvótanum. Sagan endalausa á vel við um ruglið sem einkennir úthlutun- ína. Kvótanum er úthlutað á nokkrar byggðir. Síðan er hann sameinaður á nokkrum stöðum og skellt á eina byggð, oftast á einn aðila. 1/3 fór meira að segja beint í fang Fjölnis, fyi-irtækis sem Byggðastofnun á hlut í. A móti kom svo fyrirtæki sem á nóg af kvóta fyrir. Sama kvótaríka fyrirtækið er nú að verða komið með hendui-nar yfir 2/3 af heildarúthlut- uninni. Svo má nefna að Fjölnir sendir fiskinn í Hafnarfjörð til full- vinnslu, stórt vinnutap á Þingeyri. En þeir sanna nú ekki einir saman óréttlætið. Nú hefur spurst út að ónefndui' aðili sem fékk úthlutað u.þ.b. 200 tonnum sé búinn að leigja frá sér hátt í fjórðung fyrir 5.000.000 kr. Þetta fyllir nú algjörlega mælinn. Ekki var honum einungis úthlutað meiru en hann þurfti, heldur fékk hann ríkisstyrk fyrir að leigja við- bótina frá sér. Það er kominn tími til aðgerða. Það þýðir ekki að sitja og vona áfram. Franskir bændur væru búnir að framkvæma aðra franska bylt- ingu ef slíkt óréttlæti hefði riðið yfir þá, eins og ríður nú yfir þá kvóta- lausu og kvótalitlu. Vinnandi mönn- um í fiskveiðiþjóð er bannað að fiska. Vandamál / / Astandið á Islandi er orðið svo svart, segir * Kristján Ragnar As- geirsson, að ég er viss um að enginn skilur al- mennilega hversu al- varlegt það er í raun og veru. Öfgarnir við að framfylgja banninu eru þvílíkir að menn eru dæmdir á sama hátt og afbrotamenn. Sér eng- inn vitleysuna hérna? Mér þætti ekkert athugavert við að menn færu að standa saman og láta verkin tala. Það er því miður svo að Alþingi er blint og heyrnarlaust í þessum málum. Lifið heil. Höfundur er nemi við Sam- vinnuhúskólnnn á Bifröst. Laugavegi 4, sími 551 4473 Kristján Ragnar Asgeirsson málið verði upplýst. Því getur verið æskilegt að skilja að skýrslutöku í sakamálinu og hina sérhæfðu með- ferð, sem bai-nið á rétt til sam- kvæmt barnaverndarlögum. Þótt mælt sé fyrir um það í a-lið 74. gr. í lögum um meðferð opin- berra mála að dómari skuli taka skýrslu af brotaþola kynferðisbrots, sem ekki hefur náð 18 ára aldri, er það misskilningur þegar því er hald- ið fram að skýrslutaka skuli ávallt fara fram í dómsal eða dómhúsi. í reglugerð, sem sett hefur verið á grundvelli 7. mgr. 59. gr. laganna, er kveðið á um að skýrslutaka af brota- þola, yngri en 14 ára, skuli að jafn- aði fara fram annars staðar en í dómsal og þá í sérútbúnu húsnæði ef þess er nokkur kostur. Slíkt húsnæði er þegar fyrir hendi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og stefnt er að því að það verði tekið í notkun hjá tveimur stærstu héraðs- dómstólunum utan Reykjavíkur á þessu ári, þ.e. Héraðsdómi Reykja- ness í Hafnarfirði og Norðurlands eystra á Akureyri. Eg tel brýnt að húsnæði af þessu tagi verði innrétt- að hjá öllum héraðsdómstólunum svo að öll börn, hvar sem þau búa á landinu, getið notið sambærilegrar aðstöðu að þessu leyti. Rétt er að vekja athygli á því að hið sérútbúna húsnæði mun ekki eingöngu nýtast við skýrslutöku af börnum sem brotaþolum í kynferðisbrotamálum, heldur er eðlilegt að skýrsla sé tekin þar af börnum, sem hafa orðið fóm- arlömb annars konar brota, svo sem ofbeldisbrota, eða hafa verið sjónar- vottar að afbrotum. Ekkert er því heldur til fyrir- stöðu, eins og lög um meðferð opin- berra mála eru úr garði gerð, að skýrsla af brotaþola sé tekin í sérút- búnu húsnæði annars staðar en i húsnæði dómstóla, s.s. í barnahúsi. Það kæmi t.d. að mínu áliti til greina ef í hlut eiga ung böm og unnt er að koma við annars konar meðferð, svo sem læknisskoðun, samhliða því að Vinningar í jólahappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var 31. desember 1999. Fólksbifreið Toyota Yaris sol free árg. 2000 kr. 1.249.000 28466 29523 Ferðavinningur með Úrval Útsýn að verðmæti kr. 130.000 2980 17459 34475 38733 45289 50914 5872 17676 35160 39734 45571 53597 7210 21028 35883 44171 45880 57594 7388 22562 36667 44615 47549 58825 16579 24229 38114 45085 48198 59560 Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni kr. 30.000 622 9243 21708 30890 43271 52664 625 10116 22047 30944 43505 52733 758 10202 22124 31446 44226 52737 1282 11995 22588 35002 44362 54056 1614 12300 22944 35417 45941 54140 2400 13888 23069 35452 46082 54613 2802 14670 23200 35493 46999 54716 3628 14789 23356 36617 48049 55189 3990 14928 24107 36813 48565 55248 4144 15184 24811 38220 48994 56560 4285 15718 24943 38291 49204 56680 4706 17026 27440 39307 50618 59373 5591 21527 27986 40935 51321 6789 21622 28539 41631 51659 8857 21668 29835 42756 52536 Þökkum fyrir veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík, sími 5529133 skýrslutaka fer fram, þannig að hvort tveggja geti farið fram á sama stap og sama tíma. Ég hef átt þess kost að kynna mér hina sérútbúnu aðstöðu við Héi'aðs- dóm Reykjavíkur og jafnframt að- stöðu þá sem fyrir hendi er í barna- húsi. Það er álit mitt að á báðum þessum stöðum sé vel séð fyrir því að börnum, sem gefa skýrslu, geti liðið sem best. Rétt er að taka fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, að hvort sem skýrslutaka fer fram í húsnæði dómstólsins eða bai'nahúsi er reynt að haga henni á sem óform- legastan hátt, t.d. eru dómarar á hvorugum staðnum íklæddir hefð- bundnum skikkjum. Ég treysti dómurum fyllilega til þess að ákveða, að teknu tilliti til all- ra aðstæðna og að höfðu samráði við sérfræðinga, hvar skýrsla skuli tek- in af barni sem talið er að hafi verið beitt kynferðislegri misnotkun. Dómarar hafa að mínu áliti sýnt þessu nýja verkefni sinu verðugan áhuga, t.d. er nú afráðið að sumir þeirra afli sér aukinnar menntunar og þjálfunar á þessu sviði, til viðbót- ar þeirri reynslu, er þeir hafa óhjá- kvæmilega sem dómarar við að taka skýrslu af brotaþolum og vitnum. I þessu sambandi vil ég leggja áherslu á að dómari kveðji til sér- hæfðan kunnáttumann til aðstoðar við skýrslutöku svo hún skili þeim árangri sem stefnt er að án þess þó að gengið sé of nærri barni. Það, sem skiptir að mínum dómi mestu máli, er að allir, sem að þess- um málum koma, vinni saman með það að leiðarljósi að upplýsa þessa hörmulegu glæpi jafnframt því sem velferð þeirra barna, sem orðið hafa fyrir þeim, verði sem best tryggð. í þessu efni má enginn einn aðili láta stjórnast af sérhagsmunum sínum og þar með skerast úr leik því að hér er allt of mikið í húfi. Höfundur er umboðsmaður barna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.