Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Einkaframkvæmd og
bókhald samninga
EINKAFRAM-
KVÆMD er að verða æ
algengari aðferð hins
opinbera þegar um nýj-
ai' framkvæmdir er að
ræða. í dag er það svo
að öll stór verkefni á
vegum ríkisins eru
skoðuð með augum
einkaframkvæmdar áð-
ur en endanlegar
ákvarðanir eru teknar.
Þó svo að hugmynda-
fræði einkafram-
kvæmdar sé byggð á
skynsömum grunni er
ýmislegt við verklag
einkaframkvæmdar sem má bæta hér
á landi svo að árangur af framkvæmd-
inni verði eins og til er ætlast.
Með lögum nr. 88/1997 var breyt-
ing gerð á reikningsskilum ríkissjóðs.
Aðalbreytingin er sú að gera reikn-
ingsskil ríkissjóðs sem líkust því sem
tíðkast í einkageh'anum. Því hafa op-
inberir aðilar leitað til einkageirans
með að bókfæra samninga um einka-
framkvæmd. Litið hefur verið til bók-
halds á eignarleigusamningum sem
fyrirmyndar um bókfærslu á einka-
framkvæmdarsamningum. Eignar-
leigusamningar eru ólíkfr beinum lán-
um að því leyti að þeir byggjast á því,
að lánveitandinn (fjáimálafyrirtæki)
kaupir þá vél eða tæki sem viðskipta-
vinurinn (notandi) óskar og leigh'
honum til fyrirfram umsamins tíma.
Þannig er eignarrétturinn helsta
trygging lánveitanda. í eignarleigu,
sem er samheiti yfír kaupleigu, fjár-
mögnunarleigu og rekstrarleigu, er
andlag samningsins, þ.e. sú eign sem
samningurinn nær til, ýmist eignfært
hjá leigutaka (notanda) eða að and-
lagið er utan efnahagsreiknings leig-
utaka og aðeins leigugi-eiðslan gjald-
færð, eftir eðli samninganna.
• Fjármögnunarleiga er með þeim
hætti að hver leigugreiðsla er gjald-
færð og gjaldfærh- leigutaki tækið á
leigutímanum og getui' með því náð
fram styttri afskriftartíma ef afskrift-
artími tækisins er lengri en samn-
ingstíminn. í lok fjármögnunarieigu-
samnings er möguleiki á að
framlengja leigusamninginn eða þá
að eignarhald á tækinu er selt leigut-
aka, oftast á hrakvirði.
• Rekstrarleiga er með þeim hætti
að leigutaki skilar tækinu í lok samn-
ingstíma til seljanda. Samningurinn
er því í raun á milli þriggja aðila, leig-
utaka, leigusala og seljanda. I rekstr-
arleigu gi'eiðir leigutakinn fyrir af-
notin en eignast ekki tækið í lok
samningsins. Líkt og í fjármögnunar-
leigu eru leigugreiðslui' gjaldfærðai' á
samningstímanum. Mjög algengt er
að allt viðhald og þjónusta á tækinu sé
innifalið í ákvæðum leigusamnings-
ins.
■ Kaupleiga. Þegar um kaupleigu er
Lárus Sigurðsson
að ræða er samningur-
inn bókaður eins og um
almenna lántöku sé að
ræða, þ.e. tækin eru
eignfærð hjá leigutaka
á leigutímanum. I stað
þess að gjaldfæra leigu-
greiðslumar, eins og í
fjármögnunarleigu og
rekstrai'leigu, gjaldfær-
ir leigutaki vexti ,og af-
skriftir á sama hátt og
um lán væri að ræða.
Samkvæmt skýrslu
nefndar fjármálaráð-
herra um einkafram-
kvæmd frá 1998 fer
færsla á samning um einkafram-
kvæmd fram um efnahagsreikning ef
efthfai'andi skilyrðum er fullnægt:
• Eignarhald á fjárfestingu færist
til leigutaka í samningslok.
• Fjárfestingin er keypt á hrakvirði
í lok leigutíma.
■ Leigutími er sem nemur 75% af
Rekstur
Æskilegt er, segir Lár-
us Sigurðsson, að einka-
framkvæmdarsamning-
um séu gerð rétt skil í
ríkis- eða ársreikningi.
endingartíma fjárfestingarinnar.
• Núvh-tar leigugreiðslur, að frá-
töldum vöxtum, tryggingum og við-
haldskostnaði, nema a.m.k. 90% af
virði eignarinnar.
Uppíylli samningurinn eitthvert af
ofangreindum atriðum er um kaup-
leigu að ræða. Annars er talað um
rekstrarleigu eða fjármögnunarleigu.
í Bretlandi og í fleiri löndum hefur
umræða átt sér stað um þann mögu-
leika ríkisins að gjaldfæra greiðslur
vegna stórra einkaframkvæmda-
rsamninga til margi-a ára. Bretar
gera greinarmun á eðli samninga um
einkaframkvæmd. Ef um kaup á
þjónustu er að ræða að mestu leyti er
um fjármögnunarleigu að ræða, en
snúist málið um stærri eignir (steypu)
eigi að fara með slíkan samning í íík-
isreikningi eins og um venjulega
framkvæmd íákisins væri að ræða.
Mjög mikilvægt er að í fjárlögum
ríkisins og ársreikningum sveitarfé-
laga sé sérstaklega getið um lang-
tímasamninga líkt og í einkafram-
kvæmd. Reikna ætti út
skuldbindingar vegna einkafram-
kvæmdar og annan-a langra samn-
inga, sem falla á gjaldahlið ríkisreikn-
ings, og bh'ta í honum ár hvert.
Ekkert slíkt ákvæði skyldar sveitar-
félög til að minnast á slíka samninga í
ársskýrslum sínum. Hins vegar er
slíkt ákvæði í lögum um fjárrejður
ríkisins nr. 88/1997. Þar segir: „í at-
hugasemdum með fjárlagafrumvai'p-
inu skal gera grein fyrir áfoimuðum
samingum á fjárlagaárinu og áætlun
um kostnað sem af þeim hlýst næstu
þrjú fjárlagaár. Þetta er að mínu mati
ekki nægjanlegt. Lögin ættu að
skylda fjármálaráðherra til að taka
fram í fjáriagafrumvarpi eftfrfarandi:
a) Aformaðh' langtímasamningar
(t.d. einkaframkvæmd) á fjárlagaár-
inu, markmið og ávinningar hins opin-
bera af samningunum auk upplýsinga
um áætlaðan kostnað á ári og áætlað-
an heildarkostnað af verkefninu.
b) Upplýsingai' um alla einstaka
langtímasamninga 1 gildi, hvenær
þeir hófust, fjárframlög til þeirra á ár-
inu, áætluð fjái'framlög ár frá ári út
samningstímann, frávik frá íyiri
áætlunum, heildarkostnað við samn-
inginn til dato og áætlaðan kostnað
þegar samningi lýkm'.
c) Frávika frá áætlunum úr ein-
stöku samningum skal getið sérstak-
lega. Slíkur rammi kæmi jafnvel til
með að vera enn gagnsærri en áður
hefur tíðkast um einstaka verkefni.
Þetta ætti að gilda bæði fyrir i-íki
og sveitarfélög. Með slíkum lögum
væri borinn saman áætlaður kostnað-
ur og raunveruleg niðurstaða. Þannig
samanburður ætti að vera tæknilega
mjög auðveldur. Æskilegt er að
einkaframkvæmdai'samningum séu
gerð rétt skil í ríkis- eða ársreikningi
svo að misnotkun eigi sér ekld stað og
stjómmálamenn freistist til að
skuldsetja framtíðina án þess að slíkt
komi foimlega fram.
Höíundur er stjórumálafræðingur
og starfar sem fjármögnunar-
ráðgjafí hjá SP-Fjármögnun hf.
Réttur maður á réttum stað
I TENGSLUM við
umræðuna um skipun
nýs bankastjóra í Seð-
labankanum hefur
mjög verið deilt á það
að hann sé ráðinn póli-
tískt. Fram hefur kom-
ið að auglýsing eftir
umsóknum um starfið
sé skrípaleikur og að
verið sé að hafa aðra
umsækjendur en þann
sem þegar hefur fengið
starfið að fíflum.
Forsætisráðherra
hefur sagt að hann vilji
beita sér fyrir því að
stöður eins og starf
seðlabankastjóra þurfi
ekki að auglýsa. Að mínu mati hefur
mikilvægum atriðum verið sleppt að
mestu úr umræðunni um þetta mál.
Mér finnst ekki skipta öllu máli hvort
auglýst er eftir seðlabankastjóra eða
hvort hann er fundinn eftir öðrum
leiðum. Það sem ég tel mikilvægt er
að til hans séu gerðar formlegar
kröfur að því er varðar hæfi til að
gegna viðkomandi starfi. Þær kröfur
þarf síðan að sannreyna með ein-
hverjum hætti. Að mínu mati á hið
sama að gilda um alla embættismenn
sem starfa á vegum ríkisins. Lausn
málsins getur alls ekki fólgist í því að
tiltekin störf hjá ríkinu séu frátekin
fyrir framkvæmdavaldið til að skipa í
eftir geðþótta og að enginn mögu-
leiki sé að hljóta þær stöður eftir öðr-
um leiðum. Auðveldasta leiðin til að
finna hæfasta manninn í tiltekið starf
Sigurður
Guðmundsson
er að sjálfsögðu að
auglýsa starfið opin-
berlega og meta síðan
umsækjendurna á hlut-
lægan hátt. Hæfi er
hægt að meta á mis-
munandi hátt. Til að
mynda nota háskólam-
ir mjög kostnaðarsama
og flókna aðferð við
hæfismat, jafnvel þeg-
ar um er að ræða tíma-
bundnar stöður.
I lögum um réttindi
og skyldur starfs-
manna ríkisins segir
meðal annars um al-
menn skilyrði þess að
fá skipun eða ráðningu
í starf að viðkomandi skuli hafa al-
menna menntun og þar að auki þá
„sérmenntun sem lögum samkvæmt
er krafist eða eðli málsins sam-
kvæmt verður að heimta til óaðfinn-
anlegrar rækslu starfans. I lögunum
eru engin fyi-irmæli um það hvemig
velja skuli milli umsækjenda um
starf. Þar með er ekki skylda sam-
kvæmt lögunum að velja þann um-
sækjanda sem hefur meiri menntun
eða meiri starfsreynslu. Aftur á móti
er heimilt samkvæmt jafnréttislög-
um að grípa til sérstakra tímabund-
inna aðgerða til þess að jafna stöðu
karla og kvenna. I gangi er sérstök
jafnréttisáætlun á vegum ríkisins í
Stöðuveitingar
Mikilvægt er að mati
Sigurður Guðmunds-
sonar að til seðla-
bankastjóra séu gerðar
formlegar hæfniskröfu.
þessu augnamiði. Ég hygg þó að
skapast hafi hefð varðandi val á milli
umsækjenda þar sem menntun og
starfsreynsla vega þungt.
Að sjálfsögðu á ekki að hverfa frá
því skilyrði sem núverandi lög setja
að umsækjandi skuli hafa nauðsyn-
lega menntun til að geta rækt starfið
eða séimenntun ef lög krefjast þess.
Ég tel hins vegar að skilyrðin eigi að
vera fleiri. Það er nauðsynlegt að
æðstu embættismenn hafi fjöl-
breytta starfsreynslu. í Danmörku
þarf umsækjandi um skrifstofust-
jórastarf í ráðuneyti að hafa starfað í
tveimur ráðuneytum og einni stofn-
un utan ráðuneytis. Ég tel ekki hægt
að gera svo strangar kröfur hér held-
ur þarf að laga framkvæmdina að
okkar fámennu stjórnsýslu. Mætti til
dæmis hugsa sér að umsækjandi um
embætti hefði unnið á að minnsta
kosti einum stað öðrum en þeim sem
hann sækir um starf hjá.
Til viðbótar við þessar kröfur
finnst mér rétt að umsækjendur um
embætti geti sýnt fram á þekkingu í
almennum lögum og reglum sem
varða stjórnsýsluna. Þarna á ég
meðal annars við stjórnsýslu- og
upplýsingalöggjöfina, þekkingu á
stjórnkerfinu og almennum reglum
þess. Háskólarnfr eða einkaaðilar
gætu staðið fyrir námskeiðum fyrir
þá sem vilja hafa möguleikann á því
að hljóta stöðu eða ráðningu sem
embættismenn. Slíkt fyrirkomulag
er vel þekkt erlendis.
Til þess að sannreyna og meta
hæfi í þeim tilvikum þar sem ekki
eru fyrirmæli í lögum eða formlegt
hæfismat fer fram nú þegar fmnst
mér koma til greina að nefnd þriggja
ráðuneytisstjóra fjalli um umsóknir
um embætti á vegum íákisins og geri
viðkomandi ráðherra gi'ein fyrir nið-
urstöðum sínum. Með því að taka
upp slíkt mat tel ég að hægt sé að fá
virkari stjórnsýslu og tryggja að
hæfir menn gegni mikilvægustu
störfunum á vegum ríkisins. Jafn-
framt ætti það að vera þeim umsækj-
endum sem ekki hljóta starf sem
auglýst er til umsóknar huggun
harmi gegn að vera metnir hæfir til
að gegna því.
Höfundur er skipulagsfræðingur og
starfar hjá ríkinu.
Kaupfélag Árnes-
inga og Aburðar-
salan Isafold
VIVENTY^
BERND BERGER
ÚTSALAN E R H AFIN
Öpio virka daga kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
HVAÐ er að gerast
hjá Kaupfélagi Ames-
inga? Þeir bjóða sinn
útlenda áburð í skiptum
fyrir innlenda fram-
leiðslu, framleiðslu sem
er með litlu magni
þungmálma, þefr bjóða
aukið áburðarmagn í
milligjöf. Þetta minnir
mig á hrossaprang íyrri
ára þegar hestamenn
voru að losa sig við fót-
fúna hesta eða menn
voru að skipta álélegum
bíl fyrir góðan.
Það skyldi þó ekki
vera að þeir teldu sig
vera betur setta með umhveríisvæna
og nær hreina framleiðslu Aburðar-
verksmiðjunnai' hf., það getur varla
verið um aðra framleiðendur að ræða.
Ég sá í dagblaði um daginn þar
Georg Árnason
sem Kaupfélag Árnes-
inga auglýsti: „Verðið
er aðalatriðið.“ Þar
voru þeir ^ að auglýsa
áburð frá ísafold. Eiga
bændur og neytendur
ekki heimtingu á að vita
hvaða magn þung-
málma er i áburði ísa-
foldar.
Aburðarverksmiðjan
hf. hefur gefið upp
magn þungmálma í sín-
um áburði, það er í lág-
marki, eða undir 2 mg/
kg fosfór.
Ég sem neytandi tel
verðið ekki aðalatriðið
heldur hreinleika afurðanna sem
framleiðendur eru með. Því þurfa ís-
lenskfr bændur að standa vörð um
hreinleika íslenskrar landbúnaðar-
framleiðslu.
Aburður
Ég sem neytandi tei
verðið ekki aðalatriðið,
segir Georg Arnason,
heldur hreinleika afurð-
anna.
Kaupfélag Arnesinga er í samstarfi
við verslunarkeðju sem er þekkt fyrir
baráttu á að leyfa innflutning á niður-
greiddum landbúnaðarvörum frá
Efnahagsbandalagi Evi'ópu. Það gæti
því komið að því að Kaupfélag Ámes-
inga segði við bændur „við kaupum af
þeim sem hafa lægst verðið“ og það er
Efnahagsbandalag Evrópu.
Bændur, þið og starfsmenn Áburð-
arverksmiðjunnar eigið sarnleið. Þið
notið hreina framleiðslu Áburðar-
verksmiðjunnai' og við borðum hrein-
ar íslenskar landbúnaðarvörar. Þeir
útlendingar sem framleiða fyi’ii'
Kaupfélag Ái-nesinga gera hvorugt.
Stöndum saman, því sameinaðir
stöndum við, sundraðh' föllum við.
Höfundur er formaður Starfsmanna-
félags Aburðarverksmiðjunnar hf